Þjóðviljinn - 03.05.1978, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 03.05.1978, Blaðsíða 9
Miftvikudagur 3. mai 1978. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 I Viö skulum | ekki flytja ! kóngsins j mann yfir ! Skerjaijörð nwm" iTi i 111—wiwi "iT'il i ii i iliiinwirm—rnmmnng Manngrúinn á leio niöur Uankastrætiú. (Ljósm. eik.). Mér finnst tilhlýðilegt að hefja mál mitt með stuttri til- vitnun í tslandsklukkuna eftir Halldór Laxness: Þarsegir frá þegar Jón Hreggviðsson er i þrælakistunniá Bessastöðum og hann er að ræða við samfanga sina Hólmfast Guðmundsson og Asbjörn Jóakimsson að þar kemur að, að Asbjörn Jóakims- son segir: „Að minnsta kosti geri ég mér ekki i hugarlund að Asbjörn Jóakimsson sé svo merkilegt nafn að það verði skráð á bækur og lesið á meðan aldir renna, öðru nær, ég er eins og hver annar ónefndur maður farinnaðheilsubr’áðum dauður. Aftur á móti mun islenska þjóðin lifa um aldir ef hún lætur ekki undan hvað sem á dynur. Éghef neitað að flytja kóngsins mann yfir Skerjafjörð, það er satt hvorki lifandi né dauður, sagði ég. Ég verð hýddur og það er gott. En ef ég hefði látið undan þóekki væri nema i þessu og ef allir létu undan alltaf og alls staðar, létu undan fyrir draug og fjanda, létu undan fyrir pestinni og bólunni, létu undan fyrir kónginum og böðlinum. — hvar mundi þetta fólk þá eiga heima? Jafnvel Helviti væri slíku fólki of gott.” I þessu felst mikill 1. mai boð- skapur. Með þessu hugarfari Ásbjörns Jóakimssonar og ann- arra ónefndra alþýðumanna er islenska þjóðin þjóð. 1. mai' i fyrra komum við hér saman og hétum á hvert annað um samstöðu og baráttu að snúa vörn i sókn i kjaramálum okkar. Við höfðum búið við rýrnandi kaupmátt misseri eftir misseri þrátt fyrir bættan þjóðarhag. Og barátta okkar bar árangur, — sólstöðusamningarnir færðu okkur verulegan áfangasigur. Okkur tókst ekki aðeins að tryggja okkur aukinn kaupmátt og aukin mannréttindi — okkur tókst að koma i samninga visi- töluákvæðum sem tryggðu mun beturen áður að kaupmættinum væri ekki svipt burt með vax- andi verðbólgu. Við höfðum boðið fram hvert ákvæðið á fætur öðru til varnar verðbólgu en það var að engu haft af stjórnvöldum. Þess vegna var visitölutryggingin grunnundir- staða sólstöðusamninganna. Þessir samningar náðust fyrir baráttu fólks um land allt og menn litu bjartari augum til framtiðarinnar. I hugum alþýðufólks eru samningar skuldbindandi. Almennt alþýðufólk litur á samning þannig að honum megi ekki rifta eða hlaupast frá. Það kemst ekki upp með að greiða ekki skatta sinaog skyldurné að greiða ekki af Ibdðurn sinum eða öðru sem það festir kaup á. En stjórnvöldin hafa á þessu aðrar skoðanir, enda kemur spillingin ætið ofan frá. Þegar rikisstjórn með aðstoð Vinnu- veitendasambandsins fór að hafa orð á að rifta þessum samningum 1. mars bárust henni tugir aðvarana frá verka- lýðsfélögum og mótmæli og að þetta mundi kosta að friður væri úti á vinnumarkaðinum. Allar slikar aðvaranir voru að engu hafðar og með lögum frá Al- þingi var samningunum rift. Aðeins var greiddur helmingur visitölu. Við höfum fengið að finna fyrir þvi 1. mars s.l. og að óbreyttu fáum við að finna fyrir þvi 1. júni og 1. september. Ráðherra fær 40-50 þús. Verkamaður 6-7 þúsund Ef við látum undan skerðast þá kjör okkar jafnt og þétt. Og siðan er boðað að teknir skuli út úr vlsitölunni allir skattar og Guðmundur J. flytur ræðu slna á Lækjartorgi tollar sem rfkisstjórnin ákveður. Ef þetta nær fram að ganga þá verða öll kaupatriði kjarasamninganna marklaus plögg — og með öllu tilgangs- laust að gera nokkra samninga við slik lagaákvæði. Það er veriðað berjast um meir en 5% — það er vcrið að berjast um rétt verkalýðsfélaganna til samningsgerðar. Ætiið þið að flytja kóngsins mann yfir Sker jaf jörð? Litum aðeins nánar á siðferðið í þessum ráð- stöfunum: Ráðherrar og aðrir æðstu valdsmenn fá á milli 40-50 þúsund hækkun á verðlagsbætur fyrir marsmánuð. Almennt verkafólk fær 6-7 þúsund krónur og á það undir óskiljanlegri reglugerð hvort það kemst upp i 9 þúsund. Og á sama tima og kjör aldraðra og öryrkja eru skert og láglaunafólks i landinu þá heyrir maður og jafnvel horfir á i sjónvarpi valdsmenn karpa um það sin á milli hvort þeirhafa tæpa eða röska miljón á mánuði og jafnvel deila um það hvort þeir fái tæpa eða röska miljón eftirgefna á aðflutningsgjöldum áeiginbila. Þetta skeður sömu dagana og þessir sömu menn í nafni baráttu gegn verðbólgu skerða ellilaun, örorkubætur og laun stritandi láglaunafólks. Dæmið þið sjálf um siðferðið.Og allt er þetta gert til að lækna verð- t bólgu! . Kaupið hefur verið skert, en hafa verðhækkanir stöðvast? Nei — það hefur aldrei verið meira fjör i verðhækkunum heldur en eftir að þessum kaup- skerðingum var komið á. Og verðbólgan lifir aldrei betra lifi. Heyrið þið rökin? Ég þarf ekki að rekja fyrir ykkur söguna — öll verkalýðs- félögin sögðu upp kaupliðum samninganna 1. mars og samn- ingarnir runnu út 1. april. Þeir viðræðufundir sem fóru fram milli samningsaðila voru árangurslausir og timinn var ekkert nýttur af hálfu atvinnu- rekenda eða rikisstjórnar. Þá óskaði Verkamanna- samband Islands eftir sér- viðræðum — og hvers vegna óskaði það eftir sérviðræðum? Innan þess er flest láglauna- fólkið i landinu. Fólk sem hefur þetta frá 112 og upp i 150 þúsund fyrir dagvinnu á mánuði. Þið kannist öll við söng atvinnurek- enda og stjdrnmálamanna: að þeir vilji bæta hag þeirra lægst- launuðu. Við vildum láta reyna á þetta i reynd og spurðum viðsemjendur okkar hvort þeir vildu greiða þessu fólki, sem þeir þættust svo mjög bera fyrir brjósti, óskertar visitölubætur eða sambærileg kjör og samningarnirákveða? En hvað skeði? Þá kom nei-ið harðast og ákveðnast.Og þegar við bentum á kaup þessa fólks hver voru þá rökin: ,,Þið eruð svo mörg. Þetta fólk hefur ekki svona lágt kaup” sögðu þeir. „Margir vinna svo mikla eftir- nætur-og helgidagavinnu að það hefur gott kaup.” Og þeir sögðu meira: „Eiginkonurnar vinna lika og þegar bæði vinna þá er kaupið ekki svo lágt.” Og þetta hefði nú mörgum fundist nóg — en þeir báðu okkur um að vera ekki að tala um fólkið i frysti- húsunum sem hefði 116 þúsund krónur fyrir dagvinnu á mánuði. „Margar konur fá ágætan bónus vegna aukinna af- kasta”, sögðu þeir. Heyrið þið rökin? Kaupið má skerða, vegna þess að þið vinnið svo mikla yfirvinnu, konan þarf ekki meira kaup af þvi að eigin- maðurinn vinnur svo mikla y fir- vinnu, og eiginmaðurinn þarf ekki meira kaup af þvi að konan hans vinnur svo mikið úti. Ég afhendi ykkur þessi svör og bið ykkur sjálf um að svara. Fleiri aðgerðir á leiðinni Mótmælaaðgerðirnar 1. og 2. mars sem yfir 30 þúsund manns tóku þátt i þrátt fyrir hótanir, hýrudrátt og taumlausan gagn- áróður en ef ennþá fleiri hefðu tekið þátt i þessum aðgerðum stæðum við betur i dag. Næst boðaði Verkamannasamband Islands til útflutningsbanns — það hefur verið reynt að gera litið úr þeim aðgerðum, og það er reynt að halda þvi leyndu hvað þær kosta atvinnurek- endur. Þúsundir tonna af fiski- mjöli, þúsundir tonna af salt- fiski og freðfiski eru bundin i landinu. Kostnaður fjölda- margra atvinnurekenda af út- flutningsbanninu er mörgum sinnum meiri enþvi sem nemur kaupinu sem um er deilt. Þvi er rækilega slegið upp ef undan- þágur eru veittar, en af tugum og hundruðum undanþágu- beiðna er aðeins örlitið brot veitt, og í engu tilviku jafn mikið mikið og um er beðið. En eðli þessara aðgerða er ekki að stöðva vinnu verkafólks, — enginn hefur misst atvinnu. En siðast i gær vorum við að fá bréf frá atvinnurekendum á Akra- nesi þar sem þeir hóta að stöðva alla vinnu, þvi kostnaður vegna útflutningsbannsins sé þeim óbærilegur, þótt nægilegt geymslurými sé i öllum frysti- húsum iþvi byggðalagi —ogsvo er viðar á landinu. útflutnings- bannið er ekki aðgerð sem framkallar sigur á einum degi, en birgðir hrannast upp eftir þvi sem timinn liður og kostnaður atvinnurekenda eykst með degi hverjum. Hluti atvinnurekenda sem út- flutningsbannið bitnar á hefur lýst þvi yfir að þeir vildu semja en þyrðu það ekki vegna gagn- aðgerða banka og rikisstjórnar. Oll þau verkalýðsfélög sem lýstu yfir útflutningsbanni hafa fullt vald á verkefni sinu og ekkert þeirra hefur kvikað frá fyrri ákvörðunum sinum. Útflutningsbanniö stendur fyrir sinuog viðskulumekki vera svo staðnaðir aðviðkunnum ekki að meta nýjar og breyttar baráttu- aðferðir. Margir tala um alls- herjarverkfall — við skulum ekkert afskrifa allsherjarverk- fall, það getur komið, en við látum ekki ögra okkur til neinna hluta — við veljum sjálf okkar tima — við munum gá vel til veðurs, hyggja að aðstæðum og treysta samstöðu okkar. Lands- samband iðnverkafólks hefur nú boðað til ákveðinna aðgerða — dagsverkfalla — i hinum ýmsu starfsgreinum — og þá fyrst er farið að tala við þá. En ef rikisstjórn og atvinnu- rekendur hafa ekki trú á fleiri aðgerðum þá get ég sagt það að áður en þeir ganga til sængur annað kvöld þá vérða þeir með i höndunum tilkynningu um inn- flutn ingsbann á oliu yfir ákveðin timabil. Og fleiri aðgerðir eru á leiðinni! Lausnin er að breyta þjóðfélaginu Hátt f tvo mánuði hafa at- vinnurekendur neitað öllum samningum og á fundum hafa farið fram hreinar gervi- viðræður. Ég held áð þessir aðilar ættu að fara að nota timann til samninga áður en hann verður þeim ennþá dýrari. Það er sifellt verið að hóta okkur atvinnuleysi — auðlindir iands og sjávar eru það miklar að hér þarf ekkert atvinnuleysi að vera. Ef atvinnuleysi verður nú framundan i landinu þá er það vegna slæmra stjórnar- hátta, rangrar fjárfestingar. og annarrar óstjórnar — og að þvi ætti verkafólk að hyggja. Islenskir launamenn horfa eðlilega á það furðu lostnir hvernig það megi eiga sér stað að kaup launafólks i nágranna- löndum okkar sé allt að þvi helmingi hærra en á Islandi — og ískyggilega margt ungt fólk flytur úr landi og enn fleiri hafa það i huga, Lausn vanda okkar er ekki að flýja land, heldur eykur sá flótti á vandann. — Lausniner fólgin i þvi að ráðast gegn vandanum með þvi að breyta islensku þjóðfélagi Jil aukins jafnaðar og réttlætis. Islenskir möguleikar ‘eru það miklir að það er hægt að skapa hér betra þjóðfélag en vfðast .annars staðar. Lausn vandans er heldur ekki sú að leigja út herstöðvar i gróðraskyni — lönd sem i það hafa sokkið njóta hvorki virð- • ingar né hagsældar þegar til lengdar lætur. Vopnlaust og friðlýst Island sem ber sáttar- orð ámilli striðandiaðila ætti að vera stolt okkar og þá væri vegur okkar mestur. Kjörorðl. mai eru frelsi, jafn- rétti og bræðralag. Við megum ekki láta undan i baráttunni fyrir þeirri hugsjón. Stærstu sigrar okkar hafa veriðunnirmeðþvi að látaekki undan. Samningar okkar hafa verið sviknir, við megum ekki láta undan f baráttunni fyrir því að þeir verði aftur i gildi. Það er reynt að tvístra okkur eftir' landshlutum og hinum ýmsu starfsgreinum. Ef að það tekst höfum við látið undan. Við ætlum ekki að láta undan, við ætlum að standa saman i baráttunni gegn samnings- svikunum — og fá samningana i gildi. Og i besta og dýpsta skilningi tökum við undir orð Asbjörns Jóakimssonar forðum: Við ætlum ekki að flytja kóngsins mann yfir Skerjafjörð. Ræða Guðmundar J. Guðmundssonar, formanns Verkamannasambands íslands, á útifundinum á Lækjartorgi 1. mai

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.