Þjóðviljinn - 03.05.1978, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 03.05.1978, Blaðsíða 14
14 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 3. mai 1978. innan Rithöfundasambands íslands, segir Njöröur P. Njarövík, sem kjörinnvarformaöur þess um helgina Um helgina lauk þingi Kithöf- undasambands isiands. Sigurður A. Magnússon lét nú af for- mennsku i sambandinu en í hans stað var kosinn Njörður F. Njarð- vik með 92 atkvæðum en Baldur óskarsson hiaut 46. Þá voru þeir Pétur Gunnarsson og Þorvarður llelgason kosnir inn i stjórnina i stað Njarðar og Ingólfs Jónssonar frá Prestbakka. Þjóðviljinn hafði samband við Njörð i gær og sagði hann að formennskan iegðist vel i sig eftir þetta þing. Mér virðast flokkadrættir mjög fara dvinandi innan Kithöfundasambandsins, sagði hann, og meiri eining rikja en verið hefur áður. Þjóðviljinn spurði Njörð hver verið hefðu helstu mál þingsins og nefndi hann fjögur mál. 1 fyrsta lagi viljum við láta taka til endurskoðunar svokallaðan rammasamning við útgefendur en óánægja er rikjandi meðal höf- unda bæði hvað snertir greiðslur og réttarstöðuleg atriði i þeim samningi sem nú gildir. t öðru lagi munum við beita okkur mjög harkalega gegn þvi að skólar brjóti höfundalög með þvi að fjölrita og Ijósrita efni, einkum ljóð, til kennslu. Við vilj- um semja við menntamálaráðu- neytið um að rithöfundar fái greiðslu fyrir slikar útgáfur. f þriðja lagi rennur út samning- ur höfunda við rikisútvarpið um næstu áramót þannig að ný samn- ingsgerð verðurá döfinni hjá okk- ur á næstunni. t fjórða lagi höfum við miklar áhyggjur af svokallaðri Höfunda- miðstöð. Hún hefur fengið fjár- veitingu frá riki og borg og hefur höfundum verið greitt frá henni fyrir að koma fram i skólum en upphæðin er svo litil, sem hún hefur til umráða, að hún hrekkur hvergi nærri til. Okkur finnst ekki ástæða til að rithöfundar gefi vinnu sina frekar en t.d. söngvar- ar sem fram koma. Njörður P. Njarðvik, nýkjörinn formaður Kithöfundasambands tslands. Helsta framtiðarverkefnið, sagði Njörður að lokum, er að gera þeim rithöfundum sem það vilja og geta, kleyft að helga sig ritstörfum en þar erum við langt á eftir öðrum Norðurlandaþjóð- um. —GFr Flokkadrættir fara dvínandi Frá náttúruverndarþingi: Eyþór Einarsson formaöur náttúruverndarráðs A laugardag og sunnudag var náttúru verndarþing háð i Keykjavik. Þingið gerði fjöl- margar ályktanir, m.a. varðandi hvalvciðar, oliuleit og friðun Breiðafjarðareyja. Talsverðar breytingar urðu á skipan náttúru- verndarráðs, nýr formaður þess er Eyþór Einarsson grasa- fræðingur. Fráfarandi formaður náttúru- verndarráðs, Eysteinn Jónsson, setti þingið, en þingforseti var kjörinn Hákon Guðmundsson fyrrv. yfirborgardómari. Við upphaf þingsins flutti Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráð- herra ávarp og kynnti, að hann hefði skipað Eyþór Einarsson forfnann og Jónas Jónsson rit- Tregt hjá Akranesbátum -Einn bátur, Árni Sigurður, stundar nú spæriingsveiðar frá Akranesi. Hann landaði i gær 233 lonnum eftir þriggja daga útivist, en 27. april landaði hann 278 tonn- um. Netaveiði Akranesbáta hefur verið treg. Fimm bátar eru á net- um og landa þeir að jafnaði 5-6 tonnum eftir nóttina. Einn bátur, Rauðsey, er á linu og landaði 15- 16tonnum fyrir helgi. A trolli eru þrir litlir bátar og hafa landað 5-6 tonnum eftir þriggja til fjögra daga útivist. Togarinn Óskar Magnússon landaði 150 tonnum i gær eftir 12 daga veiðiferð. Uppistaðan i afl- anum var þorskur og ýsa, en nokkuð af karfa og ufsa. Togarinn Krossvik landaði rúmum 100 tonnum i siðustu viku og Harald- ur Böðvarsson 140 tonnum. Auglýsinga- síminn er 81333 Eyþór Einarsson stjóra varaformann ráðsins til næstu 3ja ára. Eysteinn Jónsson gaf ekki kost á sér til lengri setu i náttúru- verndarráði, en hann hefur verið formaður þess siðast liðin 6 ár. Samþykkti þingið sérstakt þakkarávarp til Eysteins fyrir vel unnin störf. Á þinginu voru eftirtaldir menn kosnir i náttúruverndarráð. Aðal- menn Arnþór Garðarsson dýra- fræðingur, Bjarni Guðleifsson til- raunastjóri Mörðuvöllum i Hör- gárdal, Páll Lindal lögfræðingur, Sigurður Blöndal skógræktar- stjóri, Sigurður Þórarinsson jarð- fræðingur, Vilhjálmur Lúðviks- son efnaverkfræðingur. Vara- menn. Snæbjörn Jónasson vega- málastjóri, Agnar Ingólfsson lif- fræðingur, Hjálmar Bárðarson siglingamálastjóri, Jakob Jakobsson fiskifræðingur, Jón Ólafsson hagfræðingur, Elin Pálmadóttir blaðamaður. Veru- legtatkvæðamagn fengu: við kjör aöalmanna Hjálmar Bárðarson og Jón Ólafsson, við kjör vara- manna Magnús Sigurðsson bóndi á Gilsbakka, Ingvar B. Friðleifs- son jarðfræðingur og Stefán Thors landslagsarikitekt. Þeir Hjörleifur Guttormsson liffræðingur i Neskaupstað og Hjörtur E. Þórarinsson bóndi á Tjörn i Svarfaðardal báðust und- an endurkjöri i ráðið, en þeir hafa báðið setið i þvi frá 1972. — Fjöl- mörgum ályktunum náttúru- verndarþings verða gerð skil sið- ar hér i blaðinu. Haukur játar Ilaukur Guðmundsson, fyrr- verandi rannsóknarlögrcglu- maður i Keflavik hefur játað að hafa fengið „huidumeyjarnar” tvær, til þess að koma fyrir smygluðu áfengi og bjór i bifreið Guðbjarts heitins Pátssonar og fengið hann og Karl Guömunds- son til þess að aka sér suður i Voga á Vatnsleysuströnd þar sem þeir voru handteknir. Haukur hefur einnig viðurkennt að hafa útvegað stúlkunum áfengið og afhent þeim það i tösku uppi i Breiðhoiti, þannig að Guð- bjartur og Karl, sem biðu fyrir utan húsið sáu ekki til. Haukur viðurkenndi einnig að hafa beðið eftir stúlkunum á þar til ákveðnum stað í Vogum og ekið þeim til Keflavíkur eftir að þær yfirgáfu bifreið Guðbjarts. Þá hefur Haukur viðurkennt að hafa útvegað annarri stúlkunni falskt fjarvistarvottorð, en sú sem það gaf veitti rannsóknarlög- reglunni upplýsingar þar um i siðustu viku. Þær upplýsingar leiddu til játningar huldumeyj- anna og nú eftir aö Haukur var úrskurðaður i gæsluvarðhald til 12. mai n.k. til játningar hans. Viðar Olsen dómarafulltrúi i Keflavik sem úrskurðaður var i gæsluvarðhald til 5. mai hefur viðurkennt að hafa verið i bifreið Hauks, þegar hann ók stúlkunum til Reykjavikur til fundar við Guðbjart. Að sögn Þóris Oddssonar, vara- rannsóknarlögreglustjóra, er ósannað með öllu að Viðar Olsen hafi vitað nokkuð um undirbúning handtökunnar, og sagði Þórir að fjórmenningunum bæri saman um að ekkert hefði verið rætt um hana á ieiðinni til Reykjavikur. Rannsókn málsins er ekki lokið, þótt þessar játningar liggi fyrir, sagði Þórir. Hann vildi ekkert um það segja, hvort aðrir en stúlk- urnar tvær hefðu verið i vitorði með Hauki. Aðspurður sagði Þórir að Kristján Pétursson toll- vörður hefði ekki verið yfir- heyrður i þessari rannsóknarlotu, og aö ekkert hefði komið fram um að hann hefði verið vitorðsmaður Hauks. —AI Umsjón: Stefán Kristjánsson Omarkóngur Kjóminn af glimumönnum islands var mættur til leiks er islandsgliman fór fram um helgina i tþróttahúsi Kennaraháskólans. Fyrir- fram var búist við aft þeir bræftur Pétur og Ingi Yngvassynir myndu berj- ast um efsta sætift aft þessu sinni, sem oftar. Flestum þó til mik- illar undrunar urftu þessir kappar þó aft lúta i lægra haldi fyrir ómari Úlfarssyni KR en hann hefur ekki verift mjög virkur i glimukeppnum undanfarið. Ómar barðist af mikilli hörku i öltum glimum sinum og þótti ýmsum jafn- vel nóg um kapp hans og áræfti. Röft efstu manna varft þessi: 1. Ómar Úifarsson 6 vinninga 2. Pétur Yngvason 5,5 vinn- inga Ómar Úlfarsson 3. IngiY,ngvason 5 vinninga 4. Guömundur Freyr Halldórsson 4,5 vinninga Verðlaun fyrir fallegustu glimuna hlaut ungur Þingey- ingur, Eyþór Pétursson. Björgvin Þorsteinsson Björgvin sigraði í fyrsta alvöru golfmótinu Uniroyal golfkeppnin, sem er fyrsta opna golfkeppnin á árinu, var haldin á golfvelli Keiiis i Hafnarfirði á laugar- daginn s.l. Keppt var i blið- skaparveðri og voru kepp- endur 110 sem hófu keppni, en 101 luku keppni. Er hér um að ræða mjög góða þátt- töku og var keppnin afar spennandi. An forgjafar sigraði Björgvin Þorsteins- songlæsilega á 73 höggum og sannaði enn einu sinni að hann er einn okkar fremsti golfleikari. I öðru sæti án forgjafar varð Magnús Birgisson á 77 höggum og um þriðja sætið háðu þeir Magnús Halldórsson, Sigurður Thorarensen, og Hannes Eyvindsson bráða- bana, sem lauk með sigri Magnúsar. I keppni með forgjöf sigr- aði Tryggvi Traustason, en siðan urðu þeir Ólafur Tómasson, Gisli Sigurðsson, Hannes Eyvindsson, Elias Einarsson og Jón Marinós- son að heyja bráðabana, en þegar þetta er ritað hafa ekki fengist úrslit frá viður- eign þeirra. öll verðlaun voru gefin af islensk-ameríska verslunar- félaginu, sem er umboðsaðili fyrir Uniroyal Limited, en það er eitt af stærstu fyrir- tækjum heims. Verðlaun af- henti Egill Agústsson skrif- stofustjóri Islensk ameríska verslunarfélagsins. Uniroyal golfkeppnin er árviss viðburður í golfiþrótt- inni, en þetta er fjórða árið sem hún er haldin. Stranglers í kvöld Breska ,,new wave” hljóm- svcitin Stranglers kom til lands- ins I gær, ásamt þrjátiu manna fylgdarlifti. Þeir munu i kvöld kl. 21 halda hljómleika i Laugardals- höllinni til kynningar á nýjustu LP hljómplötu sinni. A blm. fundi i Hljóftrita i gær- kvöidi, þar sem 75% hljómsveit- arinnar mætti (25% fékk sér of mikið i flugvélinni) kom fram að drengirnir voru staðfastir i þeim ásetningi sinum að fremja inikið stuð i Höllinni i kvöld. Þeir munu flytja u.þ.b. klukkustundar langa dagskrá, en á undan munu Póker og fl. skemmta gestum. Það er alveg greinilegt að meö- limir Stranglers eru alveg ófeimnir við aö láta álit sitt á nærstöddum i ljós,þvi þegar blm. breska poppblaðsins „New Musical Express” gerðist svo djarfur að ávarpa söngvara hljómsveitarinnar haföi sá það eina svar að bjóftast til að borga undir áðurnefndan blaðamann flugfar til hvaða krummaskuðs i veröldinni sem væri. Þótti okkur sakleysingjum af Islandi mikið til þess koma hve stilltur blaðamaður þessi gekk hljóölega út i horn eftir þessa ádrepu. En eftir nánari samræð- ur við kollega hans, kotn i Ijós maður þessi á það til að vera „sjúklega eitraður” eins og kom- ist var að orði, i umfjöllun sinni á breskri tónlist. Eftir hlustun á nýjustu plötu þeirra félaga eru allir tónlistar- áhugamenn hvattir til aö drifa sig i Laugardalshöll i kvöld þar sem Stranglers munu flytja lög af þeirri plötu og einnig af eldri stykkjum. —eik—

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.