Þjóðviljinn - 03.05.1978, Blaðsíða 18
18 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN Miðvikudagur 3. mal 1978.
Vetrarvertíðin lé-
leg 1 Grindavík
Mokveiöi er nú á spærlingi a
Vestmannaeyjamiðum, og landa
flestir bátanna i Eyjum. Einn
- bátur, Þórshamar, hefur landað
öllum sinum afla i Grindavik.
||if Hannhefur fengið samtals um 900
WStonn á sl. 10 dögum. Annar
-é&k Grindavikurbátur, Simon, hefur
■S’Y landað þar einu sinni, en afli hans
Stefnuskrá G-listans um borgarmál
Stefnuskrá G-listans um borgarmál liggur frammi á Grettisgötu 3.
Félagsmenn eru hvattir til aö kynna sér hana áður en hún kemur til af-
greiðslu á félagsfundi i næstu viku.
A hafnarvoginni i Grindavik
fengust þær upplýsingar, að ekki
væri búið að taka saman afla-
skýrslur fyrir vetrarvertiðina, en
greinilegt væri, að útkoman yrði
lélegri en á vertiðinni i fyrra. 50-
60bátar hafa róið frá Grindavik á
vertiðinni, þaraf 45 netabátar, en
nokkrir með troll eða linu.
Keflavikurdeild Alþýðubandalags Suðurnesja
Keflavikurdeild Alþýðubandalags Suðurnesja heldur fund i vélstjóra-
salnum Hafnargötu 76, miðvikudaginn 3. mai kl. 20.30. Rætt veröur um
bæjarmál og kosningaundirbúning. — Stjórnin.
Alþýðubandalagið i Norðurlandskjördæmi — eystra
Kosningaskrifstofa á Akureyri
Kosningaskrifstofan er að Eiðsvallagötu 18 á Akureyri. Siminn er 2 17
04. Skrifstofan er opin þriöjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 1 til
7 e.h. og frá kl. 2 til 5 e.h. á laugardögum. Kosningastjóri er Óttar
Einarsson. Kjördæmisráö og Alþýðubandalagið á Akureyri
Simaviðtalstimar borgarfulltrúa
1 dag, miðvikudag 3. mai, verður Sigurjón
Pétursson, borgarráðsmaður, og efsti maður
G-listans i Reykjavik til viðtals á skrifstofu
Alþýðubandalagsins að Grettisgötu 3 milli kl.
5 og 6 e.h. Siminn er 17 500.
Sigurjón Pétursson
Kosningaskrifstofan í Kópavogi
Kosningaskrifstofa Alþýðubandalagsins i Kópavogi er opin frá 13—19
alla virka daga. Skrifstofan er i Þinghól. Athugið um sjálfa ykkur, vini
og félaga, hvort eru á kjörskrá.
Alþýðubandalagið á Siglufirði Kosningaskrifstofa
Alþýðubandalagið á Siglufirði hefur opnað kosningaskrifstofu i Suður-
götu 10: Skrifstofan er opin alla daga frá kl. 3 til kl. 7 síðdegis. Sími
skrifstofunnar er 71294.
Stuðningsfólk Alþýðubandalagsins! Hafið samband við skrifstofuna.
Kosningaskrifstofa i Garðabæ
KosningaskrifstofaAlþýðubandalagsins i Garðabæ er i Goðatúni 14,
simi 4 22 02. Skrifstofan er opin alla daga frá kl. 17-19. Félagar og stuðn-
ingsfólk Alþýðubandalagsins litið við á skrifstofunni.
Alþýðubandalagið i Garðabæ
Frambjóðendur til viðtals i Kópavogi
Milli kl. 18 og 19 á virkum dögum veröur ávallt einn af sex efstu mönn-
um G-listans til viötals á kosningaskrifstofunni i Þinghóli. 1 dag, miö-
vikudag, Helga Sigurjónsdóttir og á morgun Björn Ólafsson. A föstu-
dag verður Snorri Konráðsson til viðtals.
Kosningaskrifstofan Hafnarfirði
Alþýðubandalagið i Hafnarfirði hefur opnað r<osningaskrifstofu að
Strandgötu 41, 3. hæð (gengið inn bakdyramegir > . Skrifstofan verður
fyrst um sinn opin frá kl. 17 til kl. 19. Simi 54510. Litið v ð og athugið
kjörskrána.
Frá Byggingarsamvinnufélagi
Kópavogs
Tekið verður á móti umsóknum vegna
stofnunar 15 byggingaflokks. Þeir félags-
menn sem áhuga hafa á þátttöku þurfa að
sækja um fyrir 13. þ.m. á skrifstofu
félagsins að Nýbýlaveg 6.
Stjórnin
F jórðungss júkrahúsið
á Akureyri
Lausar eru stöður félagsráðgjafa og geð-
hjúkrunarfræðings á T-deild.
Upplýsingar gefur deildin simi: 96-22403.
Hjúkrunarforstjóri
Sumarstarf fyrir
börn og ungUnga
Bæklingurinn „Sumarstarf
fyrir börn og unglinga 1978” er
kominn út. Er þar að finna fram-
boð borgarstofnana á starfi ogleik
fyrir börn og unglinga i borginni
sumarið 1978.
Starfsþættir þeir, sem um getur
i bæklingi, eru fyrir aldurinn 2-16
ára. Starfsemin verður með svip-
uðu sniði og áður en helsta nýmæli
er að i sumar verða starfræktir 8
starfsvellir viðs vegar um borg-
ina þar á meðan nokkrir við
barnaskóla borgarinnar. Einnig
býður Reykjavikurborg að venju
upp á siglinganámskeið, kynnis-
ferð i sveit, reiðskóla i Saltvik,
sundnámskeið, iþrótta- og leikja-
námskeið, barnaleikvelli vinnu-
skóla, og skólagarða. Einnig
verður kvöldstarf og dagr.ám-
skeið fyrir börn i Bústöðum og
starfsemi i Fellahelli verður með
svipuðu sniði og áður.
Stofnuðu mann-
eldisfélag
Nokkur hópur manna hefur að
undanförnu unnið að undirbún-
ingi að stofnun félags áhuga-
manna um manneldismái á
tslandi. Undirbúningsfundur að
stofnun Manneldisfélags islands
var haldinn þann 30. mars sl.
A fundinum kom fram að meðal
helstu markmiða félagsins skyldi
vera að auka skilning Islendinga
á þýðingu fæðunnar fyrir velliðan
og góða heilsu, að skapa vettvang
til skoðanaskipta fyrir alla, sem
áhuga hafa á hollum neysluvenj-
um, að veita fræðslu og koma á
framfæri upplýsingum um nær-
ingargildi og hollustuhætti meðal
þeirra, sem vinna að framleiðslu,
vinnslueða framreiðslu matvæla,
og að stuðla að nýtingu innlendra
hráefna til manneldis.
Kosin var nefnd til að ganga frá
uppkasti að lögum fyrir félagið og
boða til framhaldsstofnfundar. Sá
fundur var haldinn i stofu 101
Lögbergi, húsi Lagadeildar
Háskóla tsiands þann 27. apriL
Þingið
Framhald af bls.6
ist ekki saman við stöðu atvinnu-
fyrirtækis.
Lúðvik sagði að hann myndi
ekki standa gegn þvi að frum-
varpið yrði samþykkt en hann
treysti sér ekki til að samþykkja
ákvæði frumvarpsins um skatt-
lagningu söluhagnaðar og fyrn-
ingarreglur, enda ákvæði þessi
það óljós. Hann mundi þvi sitja
hjá við afgreiðslu málsins i heild.
Megingallar skattlaganna.
1 nefndaráliti sinu um skatta-
frumvarpið segir Lúðvik m.a.:
„Það sem ég tel lakast við
frumvarpið, er að i þvi er ekki
tekist á við megingalla núgild-
andi skattalaga. Þeir gallar ný-
gildandi skattalaga, sem ég tel
versta, eru þessir:
1. Hvers konar atvinnurekstur
sleppur nú að mestu við
greiðslur á tekju- og eignar-
skatti. Þar skipta mestu máli
gildandi fyrningarreglur, vara-
sjóðsframlag og ýmiss konar
bókhaldslegur frádráttur sem
skattaaðili ákveður sjálfur.
2-. Ýmiskonar aðilar sleppa að
mestu við skattgreiðslur vegna
þess að þeir eru einir til frá-
sagnar um tekjur sinar og út-
gjaldakostnað.
3. Skattar á háum tekjum og
miklum eignum mega hækka,
en skattar á þurftarlaunum
ættu að falla niður.
Hið nýja skattalagafrum-
varp bætir i engu úr þessum
miklu ágöllum”.
Framtíðin
Framhald af 20. síðu
mörkum til aukinnar verðmæta-
sköpunar fyrir þjóðarbúið.
Þá segir ennfremur:
„Greinilegt er að bæði mark-
mið atvinnusköpunar oghagvaxt-
ar falla mjög vel að eflingu fisk-
vinnslu i landinu, en hún virðist
hafa borið mjög skertan hluta af
opinberri framleiðslufjárfestingu
miðað við landbúnað og fiskveið-
ar.”
—ekh.
Minning
Framhald af bls 8.
1956 sá ég helst kost, en aðrir löst,
á annarri skáldsögu hans, sem þá
var nýlega komin út. Laust þar á
eftir gerði hann sér fremur en áð-
ur far um að ræða við mig. Arin
1958-1960 var ég samstarfsmaður
eiginkonu hans og varð hann nær
daglegur gestur á vinnustað okk-
ar. 1 fyrsta leikriti hans þóttist ég
sjá þeirra heimsókna hans stað.
Næstu ár lágu leiðir okkar enn
samah! Og fyrir sakir kunnings-
skapar við hann birti ég
greinaflokk i vikublaði sem hann
starfaði við. Eftir 1963, siðustu 15
æviár hans og helstu starfsár, bar
fundum okkar á hinn bóginn
aðeins einu sinni saman, fyrir um
það bil fimm árum.
Það er að bera i bakkafullan
læk að lýsa Jökli Jakobssyni, eins
kunnur og hann var alþjóð af leik-
ritum sinum, skáldsögum, smá-
sögum, útvarpsþáttum og blaða-
greinum, og jafn minnisstæður
hverjum manni, sem honum
kynntist. Samt get ég ekki stillt
mig um það. Jökull var fljót-
greindur maður, ágætlega máli
farinn, fylgdist vel með daglegum
málum, glöggskyggn á fólk,
gæddur rikri kimnigáfu, jafnvel
glettni. f ræðu sem riti setti hann
skoðanir sinar fram skýrt og
skorinortog oft afdráttarlaust, en
sakir háttvisi, meðfæddrar og
innrættrar, móðgaði hann ekki
þá, sem hann att kappi eða átti i
deílum við. Skoðanir hans á þjóð-
málum virtust mér vera nokkurn
veginn þær, sem hann hafði úr
foreldrahúsum, þótt sjaldan
muni honum hafa fundist ástæða
til að taka svari Framsóknar-
flokksins, þótt hann heyrði á hann
hallað. Um viðhorf hans til trú-
mála er mér ókunnpgt. A þau
heyrði ég hann aldrei minnast.
Jökull Jakobsson var vaxandi
maður þau ár, sem ég hafði kynni
af honum, og hygg ég, að svo hafi
enn verið manndómsár hans. Þá
fylgdist ég siður en áður með þvi,
sem frá hans hendi kom, og er
ekki dómbær um, hvort hann náði
góðri sýn yfir meginstrauma
samtiðar sinnar. Til þess kann
hann að hafa verið of mikið eftir-
lætisbarn sins tima. Upp úr um
það mun þó fljótlega verða kveð-
ið, þvi ekki verður i efa dregið, að
hann ávann sér sess i islenskri
bókmenntasögu og að leikrit hans
muni njóta vinsælda um áratugi.
Haraldur Jóhannsson
, . &
|SKIPAUTG€RB RIKISINS
M.s. Hekla
fer frá Reykjavik föstudag-
inn 5. þ.m„ austur um iand
til Borgarfjarðar eystri og
tekur vörur á eftirtaldar
hafnir, Vestmannaeyjar,
Hornafjörð, Djúpavog,
Breiðdalsvik, Stöövarfjörð,
Fáskrúðsfjörð, Reyðarfjörð,
Eskifjörð, Neskaupstað,
Seyðisfjörð og Borgarfjörð
eystri.
Móttaka
miövikudag og til hádegis
föstudag.
ÞJÓDLEIKHÚSID
STALÍN ER EKKI HÉR
1 kvöld kl. 20
laugardag kl. 20
Næst siðasta sinn
KATA EKKJAN
fimmtudag kl. 20
sunnudag kl. 20
LAUGARDAGUR,
SUNNUDAGUR,
MANUDAGUR
5. sýning föstudag kl. 20
Uppselt
Litla sviðið:
FRÖKEN MARGRÉT
I kvöld kl. 20.30
Þrjár sýningar eftir
MÆÐUR OG SYNIR
Frumsýning fimmtudag kl.
20.30
2. sýning sunnud. kl. 20.30
Miðasala 13.15-20. Simi 1-1200
LKIKFEIAC aa..-'
íREYK|AVlKL!R ^
SKJALDHAMRAR
i kvöld kl, 20.30
laugardag kl. 20.30
allra siðustu sýningar.
SAUMASTOFAN
fimmtudag kl. 20.30
þriðjudag kl. 20.30
Næst siðasta sinn
REFIRNIR
föstudag kl. 20,30
Næst siðasta sinn.
SKALD-RÓSA
sunnudag kl. 20.30
Miðasala i Iðnó kl. 14-20.30
Simi 16-6-20.
Nemenda-
leikhúsið
sýnir i Lindarbæ, leikritið
SLÚÐRIÐ
eftir Flosa ólafsson
Fimmtudaginn 4. mai kl. 21
Sunnudaginn 7. mai kl. 21
ath. breyttan sýningartima
Miðasala i Lindarbæ kl. 17-21
sýningardagana og 17-19 aðra
daga. Simi: 21971
sjonvarpið
bilaó?^
PJ
Skjárinn
Sjónvarpsveríiskði
Begsíaðasfrfflíi 38
simi
2-1940
.............. '
Sonur okkar
Jökull Jakobsson
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni I dag, miðvikudag,
kl. 3.00 e.h. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Hall-
grimskirkju I Reykjavik og liknarstofnanir.
F.h. vandamanna
Þóra Einarsdóttir Jakob Jónsson
Útför móður okkar,
Estrid Falberg Brekkan
verður gerð frá Fossbogskirkju föstudag 5. mai klukkan
10.30.
Þeir sem vildu heiðra minningu hennar, eru minntir á
Blindrafélagiö við Hamrahlið.
Asmundur Brekkan
Eggert Brekkan