Þjóðviljinn - 03.05.1978, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 03.05.1978, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 3. mai 1978. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Aram Katsjatúrian. Katsjatúrían látinn 2/5 — Armenska tónskáldið Aram Katsjatúrian, einn kunnasti tónsmiður Sovét- rikjanna og best þekktur á Vesturlöndum fyrir Sverð- dansinn í ballettsvitunni Gajane, lést i gær eftir löng veikindi, 74 ára að aldri. Katsjatúrian erhöfundur að þremur sinfónium og mörg- um tónverkum öðrum. Hann var mikill aðdáandi Georges Gershwin og djasssnillings- ins Duke Ellington. 1. MAÍ UM VÍÐA VERÖLD: Suður- kóreönsku í'Iugmennirnir látnir lausir 2/5 — Flugmaður og loftsiglinga- fræðingur suðurkóreönsku far- þegaflugvélarinnar, sem nauð- lenti i Sovétríkjunum fyrir 12 dög- um efth' að hafa villst langt af leið, voru látnir lausir á laugar- daginn og eru komnir til Parisar. Sovéskar orrustuþotur skutu á flugvélina með þeim afleiðingum, aðtveir farþegarlétu lífið. Svo er að heyra á fréttum að ástæðan til þessa atburðar hafi verið að orr- ustuþoturnar og farþegaflugvélin hafi ekki náð sambandi siná milli vegna þess að þær notuðu sitt- hvora bylgjulengd. Flugstjórinn segist þrásinnis hafa reynt að ná loftskeytasam- bandi við orrustuþoturnar og hafa finnsk flugyfirvöld staðfest það. Hinsvegar segja sovésk yfirvöld að flugstjórinn hljóti að hafa skil- iðfyrirmælin frá orrustuþotunum um að lenda, en ekki farið að þeim. Handtökur í Chile og hýðingar í Pakistan 2/5 — Hátíðahöld voru að vanda víðsvegar um heim á 1. maí, hátíðisdegi verka- lýðsins, og munu þau víðast hafa farið fram án þess að til óeirða kæmi í sambandi við þau. Út af því brá þó sumsstaðar. í Paris kom til handalögmáls milli anarkista annarsvégar og ó- eirðalögreglu og starfsmanna verkalýðssamtaka hinsvegar. Hafði anarkistum verið skipað aftarlega i göngu CGT, verka- lýðssamtaka sem kommúnistar stjórna, og kom til átaka er þeir reyndu að ryöjast fremst i gönguna. Siðar brutu anarkistar glugga, veltu bilum og reyndu að kveikja i skammt frá ritstjórnar- skrifstofum L’Humanité, blaðs franskra kommúnista. t Sanitiago, höfuðborg Chile, reyndu um 300 andstæðingar herforingjaklikunnar þar að fara i 1. mai-göngu i fyrsta sinn frá valdaráninu 1973. Lögregla réðist á göngumenn með kylfuhöggum og handtók þá. Verkamála- ráðherra herforingjastjórnar- innar lýsti þvi yfir i tilefni dagsins Vinstri stjórn í Afganistan Miklar breytingar ólíklegar 2/5 — í Reuter-frétt frá Kabúl í dag segir að Afganistan sé orðið ,,fyrsta Suöur-Asiuríkið undir stjórn kommúnista", en jafnframt að ólíklegt sé að mjög róttækar breyting- ar séu í vændum í landinu. Herinn, einkum flugher- inn, mun hafa staðið að st jórnarby Itingunni, en engu að síður eru aðeins þrír herforingjar í 21 manns ríkisstjórn, sem kynnt var í dag. Aðrir ráð- herrar eru flestir verk- fræðingar, læknar, lög- fræðingar og aðrir háskólamenn. Ein kona á sæti í stjórninni. Abdúl Kadir ofursti, sem mun hafa stjórnað stjórnarbylting- unni, er varnarmálaráðherra, og erlendir sendiráðsmenn segja flesta ráðherrana félaga i Kalk( Alþýðulflokknum, sem fréttamaður Reuters segir hlynntan Sovétrikjunum. Engu að siður segir fréttamaðurinn að almennt sé talið að hin nýja stjórn muni forðast að veröa háð Sovét- mönnum. Forsætisráðherra er Núr Mohammed Tarakki, formaður og stofnandi Kalk- flokksins. Kveikjan að stjórnar- byltingunni er talin hafa verið morðið á Amir Akbar Kabir, ein- um forustumanna flokksins, en hann var myrtur 17. april. Mohammed Daúd, forseti lands- ins frá 1973, féll fyrir stjórnar- byltingarmönnum eða var tekinn af lifi af þeim. Harðir bardagar urðu i Kabúl og nágrenni á fimmtudaginn og föstudaginn, áður en stjórnarbyltingarmenn sigruöu, og veitti lifvörður Daúds forseta harðasta vörn. Mannfall er talið hafa orðið mikiö. Afganar eru flestir eindregnir Múhameðstrúarmenn og er talið liklegast að þau trúarbrögð muni halda stöðu sinni, sem er mjög sterk, þrátt fyrir stjórnarskipti þessi. Allt er nú sagt með kyrrum kjörum i Kabúl og götulögreglu- menn eru þar óvopnaðir, en fyrir stjórnarbyltinguna báru þeir skammbyssur. Bandarikjastjórn er sögð i vafa um, hvort hún skuli áfram hafa stjórnmálasamband við Afganistan eftir stjórnarbylting- una. Einnig mun óvist hvort Bandarikin afgreiða til Afganist- ans 24.7 miljón dollara efnahags- aðstoð, sem þau höfðu lofað Afgönum fyrir þetta ár. Afganir hafa lengi haft fyrir reglu að fara bil beggja i samskiptunum við Bandarikin og Sovétrikin og þegið ýmiskonar aðstoð frá báðum. Sprengjutilræði í Kaupmannahöfn 2/5 — Sprengja sprakk á útifundi danskra kommúnista við 1. mai- hátíðahöldin i Kaupmannahöfn og slasaðist 19 ára piltur alvarlega. Komið hefur i ljós að piltur þessi var sjálfur að koma sprengjunni fyrir, er hún sprakk, og missti hann alla fingur hægri handar við sprenginguna. Ilann hefur nú ját- að að vera félagi i hermdar- verkahúpi, sem hafi hryðjuverk gegn vinstrisinnuðum samtökum fyrir markmið. Hópur þessi hefur haft sig tals- vertf frammi undanfarið og kom- ið fyrir sprengjum i simaklefum, i almenningsvögnum og á barna- leikvelli. Fimm manns hafa slas- ast við sprengingarnar. Þær hafa vakið mikinn óhug i Danmörku. Aðrir meðlimir hópsins ganga enn lausir. Saúdi-Arabía hjálpar Djibútí 2/5— Saúdi-Arabia ætlar að veita smárikinu Djibúti við innsligling- una i Rauðahafið efnahagsaðstoð að upphæð 60 miljónir dollara, að sögn saudiarabiskra embættis- manna. Djibúti, sem til skamms tima var frönsk nýlenda, á landa- mæri að Sómalilandi, Eþiópiu og Eritreu og er eitt fátækustu landa heims. að verkföll yrðu framvegis bönnuð, enda „skaðleg fyrir verkamenn, atvinnurekendur og landið”, eins og það var orðað. í Pakistan var mönnum einnig bannað að fara i göngur og 12 menn dæmdir i Karachi fyrir aö hafa bortið bannið. Hlutu sumir allt að eins árs fangelsi og aðrir voru dæmdir til að hýðast, en sú er eftirlætisrefsing hinnar hægri- sinnuðu herforingjastjórnar, sem nú drottnar i landinu. A Spáni voru nú 1. mai-göngur leyfðar i fyrsta sinn i fjóra ára- tugi. 1 Madrid gekk allt friðsam- lega fyrir sig, en til óeirða kom i Valladolid og Pamplona. 1 siðar- nefndu borginni skaut lögregla gúmmikúlum á unglinga, sem höfðu sig i frammi með kröfur um sjálfstæði Baskalands, Gúmmi- kúlur, sem spænska lögreglan notar mikið, eru allhættulegt vopn og valda stundum innvortis blæðingum, sem geta dregið til dauða. Einhver rumpulýður var á ferli i kirkjugarði þeim i Norður- Lundúnum, þar sem Karl Marx er grafinn, og klindi málningu á grafhýsi hans. 1 tsrael bönnuðu yfirvöld aröbum i Vesturbakka- héruðunum hátiðahöld i tilefni dagsins. 1 Habana, höfuðborg Kúbu, gengu um 120.000 manns inn á Byltingartorg og báru meðal annars með sér myndir af leiðtogum Angólu og Eþiópiu. 1 Lissabon, höfuðborg Portúgals, stóðu verkalýðssamtök á vegum Sós i a 1 i staf1okksins og Kommúnistaflokksins fyrir hátiðahöldum, og var fjöl- mennara hjá kommúnistum. TtlKNIVÍLAR OG TMNIBORÐ frú ítalska fyrirtœkinu Neolt. Hagstœtt verð. Komið og skoðið Allt fyrir teiknistofuna. CME> Hallormúla 2.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.