Þjóðviljinn - 03.05.1978, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 03.05.1978, Blaðsíða 16
16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 3. mai 1978. Auglýsfng um aðalskoðun bifreiða í lögsagnarumdæmi Reykja víkur í maímánuði 1978 Þriöjudagur 2. mal R-18401 til R-18800 Miðvikudagur 3. mal R-18801 til R-19200 Föstudagur 5. mai R-19201 til R-19600 Mánudagur 8. mai R-19601 til R-20000 Þriðjudagur 9. mai R-20001 til R-20400 Miðvikudagur 10. mai R-20401 til R-20800 Fimmtudagur 11. mai R-20801 til R-21200 Föstudagur 12. mai R-21201 til R-21600 Þriðjudagur 16. mai R-21601 til R-22000 Miðvikudagur 17. mai R-22001 til R-22400 Fimmtudagur 18. mai R-22401 til R-22800 Föstudagur 19. mai R-22801 til R-23200 Mánudagur 22. mai R-23201 til R-23600 Þriðjudagur 23. mai R-23601 til R-24000 Miðvikudagur 24. mai R-24001 til R-24400 Fimmtudagur 25. mai R-24401 til R-24800 Föstudagur 25. mai R-24801 tii R-25200 Mánudagur 29. mai R-25201 til R-25600 Þriðjudagur 30. mai R-25601 til R-26000 Miðvikudagur 31. mai R-26001 til R-26400 Bifreiðaeigendum ber að koma með bif- reiðar sinar til bifreiðaeftirlitsins, Bilds- höfða 8 og verður skoðun framkvæmd þar alla virka daga kl. 08:00-16:00 Bifreiðaeftirlitið er lokað á laugardögum. Festivagnar tengivagnar og farþegabyrgi skulu fylgja bifreiðum til skoðunar. Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram fullgild ökuskirteini. Sýna ber skilriki fyrir þvi að bifreiðaskattur og vá- trygging fyrir hverja bifreið sé i gildi. Athygli skal vakin á þvi að skráningar- númer skulu vera læsileg. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á auglýstum tima verður hann látinn sæta sektum samkvæmt umferðar- lögum og bifreiðin tekin úr umferð hvar sem til hennar næst. Þetta tilkynnist öll- um sem hlut eiga að máli. Lögreglustjórinn i Reykjavik 26. april 1978 Sigurjón Sigurðsson Óskilamunadeild lögreglunnar 1 vörslu lögreglunnar er nú margt óskila- muna , svo sem reiðhjól, fatnaður, lykla- veski, lyklakippur, veski, buddur, úr, gleraugu, barnavagnar o.fl. Eru þeir, sem slikum munum hafa týnt, vinsamlega beðnir að gefa sig fram i skrifstofu óskilamunadeildar á Hverfis- götu 113 (gengið inn frá Snorrabraut) næstu daga kl. 2-7 e.h. til að taka við munum sinum, sem þar kunna að vera. Þeir munir sem ekki verða sóttir, verða seldir á uppboði. Lögreglustjórinn i Reykjavik Tilkynning til sjófarenda Rafstrengur Rafmagnsveitu Reykjavikur i Kleppsvik i Sundahöfn hefur verið rofinn og fluttur um set. Unnið er að dýpkun á svæðinu og hefur belgjum og öðrum merkingum verið komið fyrir. Sjófarendur eru beðnir að gæta varúðar við siglingu um svæðið og hafa samband við hafnsögumenn. Hafnarstjórinn i Reykjavik Bændur þurfa sinn hvíldartíma eins og aðrir siðustu 30—40 árin miðast við það, að þjóðin hafi sem allra mest upp úr vinnu bænda. Til þess hefur rikið kostað aö nokkru fjölmenna ráðunauta- stétt, erlagt hefur á ráðin um fullnýtingu bændastéttarinnar, vinnulega séð. Birtarhafa verið afurðatölur árlega og skrár yfir þá bændur er lengst hafa náð með búfé sitt til mikilla afurða. Það ætti að vera öllum ljóst, aö þessar skrár segja i raun allt annað, eða nefnilega það, að þetta fólk lifir ekki fyrir sjálft sig heldur er til vegna kúnna t.d. Það er augljósasta dæmið. Allar tækni- og afkastaframfarir, er orðið hafa i landbúnaði, hafa fyrst og fremst komið öllum öðrum en bændum að notum. Þvi tel ég nú brýnasta hags- munamál bændastéttarinnar vera skipulagða hjálparþjón- ustu við hin vanabundnu bú- störf, sem þrælbinda okkur, nema þá að við þolum við vegna vanans. Áhugaleysi valda- manna á hvildarfrium bænda- stéttarinnar byggist sennilega á þvi, að við hvild og frí þá mund- um við almennt vakna til skiln- ings á vandamálum okkar og öðlast möguleika á saman- burði við aðrar stéttir. Ég er hér ekki að hallmæla ráðunautum sérstaklega, þvi auðvitað er sérfræðiþjónusta ekkert eins- dæmi i landbúnaði. Mér skilst að það þyki nauðsynlegt að hafa slika menn i öllum atvinnu- greinum, til þess að fullnýta sem best vinnugetuna. Auðvitað tekst nú sem alltaf áður að sundra samstöðu bænda, eins og tókst i nýaf- stöðnu skyndiverkfalli launa- stéttanna. Að minu viti er það glöggt dæmi um sundrung launamanna og sýnir að rikj- andi valdastétt getur gert það sem henni dettur i hug til að halda völdum sinum. Að minu viti, er minnihlutinn, sem ekki fór i verkfall, sekur um stéttar- brot. Alveg sama þótt þessi minnihluti hafi verið á móti verkfallsákvörðun, þá varð hann að standa með þeim meiri- hluta, sem ákvörðunina tók. En einmitt reynslan nú frá 1. mars sýnir, að engra breytinga er að vænta. Verðbólgan verður látin ráða ferðinni, jafnvel þótt hinir svonefndu vinstri flokkar komist til valda eftir kosningar, þvi þá gerast hægri flokkarnir harðvitugir verkfallsflokkar, eins og dæmin frá vinstri stjórn- arárunum sanna. Þvi þó að und- arlegt sé þá fylgir mikill hópur launamanna hægri flokkum landsins, sem um leið verða verkfallsflokkar til þess að halda fylgi „nytsamra sakleys- ingja” úr launamanna- og bændastétt. Nú heyrir maður að ekki sé hægt að framfleyta fjölskyldu nema fyrirvinnur séu tvær. í landbúnaði hefur útivinna hús- mæðra aukist mjög, sem þýðir aukna framleiðslu er aftur skapar lægra verð. Hér er um vitahring að ræða, sem á eftir að verða meira vandamál en það er nú. Þrátt fyrir að bænd- um fækki jafnt og þétt þá mun framleiðslan aukast og vinnuá- lagið, enda verður búskapur ekki stundaöur á tslandi nema með mikilli vinnu, en þá verður bændastéttin lika að skapa sjálf sinn fritíma. Velflestir undirstöðuatvinnu- vegir landsmanna virðast eiga mjög erfitt fjárhagslega nú. Þvi hugsa forustumenn þannig, að þann vanda verði að leysa fyrst og sfðan þá bænda. Að minu mati er ekkert meira áriðandi fyrir okkar stétt en að öðlast rétt til árlegar hvildar. Markaðsvandamál landbúnað- arins eru ekki einkavandamál hans, ekki persónuleg vanda- mál hvers og eins heldur höfum við viðskipta- og landbúnaðar- ráðuneyti. Þar hljóta þessi mál að verða leyst án þess að það komi fjárhagslega niður á hverri einustu bændafjölskyldu i landinu. Allir eru sammála um að fjár- málalíf þjóðarinnar sé ekki heil- brigt. Úr þvi verður að bæta. Og þar liggur meinsemdin, en á- stæðan til þessa alls verður ekki rakin hér nú. Að lokum skora ség á framá- menn bænda að skapa okkur möguleika á hvildartima ár- lega, (orlof). Afleysingafólk, er vinni skipulega við bústörf, er það sem koma skal. Hliðskóguin, 30/3, 1978, Jón Aðalsteinn. Tengsl viö bændur A nýafstöðnum fundi Til- raunaráðs landbúnaðarins kom til umræðu hvcrnigbetur mætti tryggja, að niðurstöður rann- sókna bærust til bænda. Bænd- ur eru jafnan fljótir að tileinka sér rannsóknarniðurstöður, ef þeir sjá sér hag i þvi. Hér á landi er rótgróin hefð i búnaðar- fræðslu i útvarpi og svo er einn- ig viða erlendis.og þar er sjón- varpi einnig viða beitt i búnaðarfræðslu. Bændur búa m jög dreift um iandið og störfin cru margþætt og vandasöm. Þeir hafa þvi meiri þörf fyrir slika fræðslu en fiestar ef ekki allar aðrar starfsstéttir I þjóð- félaginu. A s.l. ári gerðist það hinsve'g- ar, að búnaðarfræðsla i útvarpi var með öliu feild niður. Hafa margir aðilar látið i ljósi itrek- aðar óskir um, að hún verði tek- in upp að nýju og var m.a. samþ. ályktun þess efnis á fundi Tilraunaráðsins 2. des. s.l. A fundinum 14. april var þetta mál enn tjl umræðu og var samþ. samhlj. svofelld ályktun: „Fundur nýskipaðs tilrauna- ráðs Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins haldinn á Keldnaholti 14. april 1978, árétt- ar tillögu ráðsins til Útvarps- ráðs frá 2. des. 1977, sjá bréf dags. 15. 12. 1977, um að taka upp að nýju þáttinn „Spjallað við bændur” og að aukin verði fræðsla um landbúnað i útvarpi og sjónvarpi”. —mhg VOf Umsjón: Magnús H. Gíslason I ■ I i ■ I ■ I ■ I m 1 'm I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I i ■ I m I ■ I ■ I ■ I i ■ I ■ I ■ I ■ i ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ B ■ I ■ '! i ■ I ■ I Jón Aðalsteinn skrifar: Mér virðist með nokkrum ■ rétti hægt að halda þvi fram, að 5 launa- eða afkomubarátta okk- ■ ar bænda sé svo illa á vegi stödd sem raun ber vitni, vegna þess, | að forustumennirnir þurfa ekki ■ að lifa af landbúnaðartekjum, I þótt jafnvel bændur séu. Þessir ■ menn, sumir hverjir, eru þing- menn og kannski einrnitt þess- vegna koma ekki afgerandi til- lögur um úrbætur frá þeim nú, I það er svo stutt til kosninga. Allir stjórnarþingmenn óttast | fylgishrun, sem eðlilegt er. Við ■ bændur, sem erum einungis I bændur, höfum hvorki tima, B getu né efni á að standa i fé- ■ lagslegri baráttu. Til þeirra | hluta hafa yfirleitt valist bænd- ■ ur, sem hafa lifibrauð sitt af I embættisstörfum og eða hlunn- J indum, hafa tima og efni á að | mennta sig og að taka þátt i ■ stéttabaráttunni. Án þess að ég I þekki nægjanlega til þá finnst B mér ákvörðun S’téttarsam- ■ bandsfundar i haust, um kjarn- * fóðurskatt, bera vott um að full- ■ trúar þar þurfi yfirleitt ekki að I framfleyta fjölskyldum sinum ■ af landbúnaðartekjum. Sú stefna, sem ráðið hefur hér

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.