Þjóðviljinn - 03.05.1978, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 03.05.1978, Blaðsíða 15
MiAvikudagur 3. mai 1978. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 15 Sendu KR í 2. deild með 29:20 sigri gegn þeim Spútnikar HK leika nú í 1. deildinni! „Ég neita að trúa þessu. Ég neita að trúa þessu. Þetta var ekki hægt i morgun”, sagði hinn stórefnilegileikmaður HK i hand- knattleik Stefán Halldórsson eftir að liðið hafði slegið KR niður i 2. deild. HK sigraði 29:20 og er vist óhætt að segja að það komi flest- um á óvart. Það voru ekki nein venjuleg fagnaðarlæti eftir leik- inn er leikmenn HK reyndu að átta sig á að þeir myndu leika II. deild næsta keppnistimabil. Þrátt fyrir þessi æðisgengnu fagnaðar- læti, sem voru svo gifurleg að undirritaður man vart annað eins, áræddum við að taka þjálf- aranntalieftirleikinn. Þó að það hafi gengið hálf erfiðlega fyrir Axel Axelsson þjálfara HK að koma upp orði svona strax eftir leikinn, þóttumst við skilja, að hann vildi þakka þennan frábæra árangur góðum liðsanda og frá- bærri æfingasókn. „Við fórum i þennan leik með þvi hugarfari að tapa ekki með meira en sjö marka mun og okkur tókst það”. En hvað um það. HK leikur i 1. deild á næsta ári en KR-ingar fá það óskemmtilega verkefni að leika i 2. deild n.k. keppnistima- bil. Liðin léku i gærkvöldi seinni leikinn i tveggja leikja úrslita- keppni um hvort liðið léki i 1. deild. Fyrri leiknum lauk með sigri KR 22:15 svo það grunaði ekki marga að HK myndi takast að vinna þann mun upp. En með einstakri samvinnu og góðum liðsanda tókst strákunum i HKað sigra i gærkvöldi 29:20 sem er i einu orði sagt frábært hjá svo ungu liði, en félagið er aðeins fjögurra ára. Byrjaði að leika i 3. deildogsigraði þar. Lék siðan i 2. deild i vetur náði þar öðru sæti, sem tryggði þeim leikina gegn KR og svo leikur félagið i 1. deild næsta keppnistimabil. Ótrúlegt en satt! Leikurinn i gærkvöldi var i stuttu máli eign HK-manna. Stað- an i leikhléi var 17:11 og maður neitaði að trúa þvi að gamla góða KR myndi falla i 2. deild. En eflaust hafa þeir vanmetið and- stæðinga sina mikið, þvi liðið var ekki svipur hjá sjón i gærkvöldi. Allir jafn lélegir. öðru máli gengdi hjá HK. Þar börðust allir sem ljón og upp- skárueftir þvi. Stórsigur yfir KR sem örugglega er mesti sigur fé- lagsins frá stofnun þess. Stefán Halldórsson var bestur HK-manna i gær og markhæstur með 5 mörk. Iþróttasiðan vill að endingu óska hinu unga iþróttafélagi til hamingju með þennan mikla áfanga. SK. Úrslitaleikur Bikarkeppni HSÍ: Víkingur meistari FH-ingar saltaðir Víkingur er Bikarmeist- ari i handknattleik 1978. Liðið lék til úrslita gegn FH í Laugardalshöllinni á laugardagskvöldið og lauk leiknum með fimm marka sigri (eins og Þjóðviljinn spáði) Víkings/ 25:20. Víkingar sigruðu 25:20 og sigruðu og sigur þeirra var aldrei í hættu Það var aldrei nein spurning hvoru megin sig- urinn myndi lenda. Víking- ar virkuðu mun betra lið og þeir náðu á tímabili i síðari hálfleik átta marka for- skoti 23:15. Annars var leikurinn nokkuð jafn til að byrja með og stóð t.d. 4:4 eftir nokkurra mínútna leik. Eftir það tóku Víkingar öll völd á vellinum og staðan í leikhléí var 15:11 Viking í hag. Sama sagan var uppi á teningn- um i siðari hálfleik og sigur Vik- ings aldrei i neinni hættu. Minnst- ur varð munurinn 17:14 en nær Vikingum komust FH-ingar ekki og lokatölur urðu eins og áöur sagði 25:20. Þessi sigur hlýtur að vera Vik- ingum ákaflega kærkominn. Eftir að hafa misst af tslandsmeistara- titlinum kræktu þeir sér nú i gull i Bikarkeppninni og var sigur- ganga félagsins i þeirri keppni glæsileg. i Þeirlögðuað velli m.a. tslands- meistarana, Val, og i úrslitunum FH. Ólafur Jónsson kom einna mest á óvart i úrslitaleiknum. Hann sýndi mikið öryggi i hornunum og þaðan brást honum aldrei skot- fimin. Þar er á feröinni maður sem skilyrðislaust á heima i landsliði. Það hefur i langan tima, eða alveg siðan aö þeir Gunnsteinn S. Skúlason og Sigur- bergur Sigsteinsson komust ekki Bikarmeistarar Vikings 1978. Þeir hafa á að skipa góöum stuöningsmannahópi og fáni sá er fyrir ofan þá hangir er eign nokkurra þeirra. Karl Benediktsson þjálfari er lengst til hægri. lengur i landslið, vantað horna- menn i islenska landsliöið en Ólafur er hiklaust maðurinn sem við þeirra hlutverki tekur. Af öðr- um leikmönnum Vikings má nefna þá Viggó Sigurðsson, Kristján Sigmundsson sem varði mjög vel og þar á meðal fjögur vitaköst og munar um minna, og Árna Indriðason sem var góður að venju. Hjá FH-ingum var enginn einn sérstakur sem af bar. Liðið hefur oft leikið betur en hafa skal það i huga að þeir FH-ingar eru að byggja upp ungt lið sem örugg- lega á eftir að gera stóra hluti þegar fram liða stundir. MÖRK VIKINGS: Viggó Sigurðsson 6, Þorbergur Aðalsteinsson, ólafur Jónsson og Sigurður Gunnarsson allir 4, Björgvin Björgvinsson og Arni lndriöason 2, og þeir Páll B jörgvinsson, Skarphéðinn Óskarsson og Magnús Sigurðsson allir eitt mark. MÖRK FH: Geir Hallsteinsson 6, Guðmundur Arni Stefánsson 5, Þórarinn ltagnarsson 4, Janus Guðlaugsson 3, og Þeir Valgarð Valgarðsson og Arni Guðjónsson eitt mark. Leikinn dæmdu þeir Gunnar Kjartansson og Karl L. Jóhanns- son og dænidu vel. SK. Liverpool] í 2. sæti Englandsmeistarar siðasta árs, Liverpool. tryggði sér 2. sætiö á mánu- dagskvöidið með þvi að ger- sigra Manchester City 4:0 á heimavelli sinum Anfield Road. Meö þvi má vera nokkuð ljóst um helstu úrslit i 1. deildinni að þessu sinni. Meistarar eru Notthingham Forest, Liverpool er i 2. sæti, Leicester og Newcastle eru fallin og aðeins kraftaverk getur komið i veg fyrir að á sömu leið fari með West Ham. I 2. deild er lika ljóst með helstu úrslit. Bolton sigraði og kemst þvi loksins uppi 1. deild eftir áralanga baráttu að þvi marki. Með Bolton fára Southampton og Totten- ham, bæði lið sem gamal- kunn eru úr baráttunni i 1. deild. 1. deild Arsenal — Middlesb. l:0| Aston V. — Ipswich 6:1 BristolC,—-Coventry 1:1 Everton —Chelsea 6:0 Leicester —Newcastle 3:01 Man.City — Derby 1:1 Norwich — WBA 1:1 Nott.For.—Birmingh. 0:0] OPR — Leeds 0:0 ! West Ham—Liverpool 0:2' Wolves — Man.Utd. 2:1 2. deild: Bolton — Fulham 0:0 Brighton — Blackpool 2:1 Burnley — Luton 2:1 C.Palace —BlackburnR. 5:0 Mansfield —Orient 1:1 Milwall — Oldham 2:0 Sheff .Utd. —Cardiff 0:1 Southampton —Tottenh. 0:0 Stoke —NottsC. im Sunderland— Charlton 3:0 Lokahóf Handknattleiksmenn halda sitt árlega lokahóf i kvöld og fer það fram i Sigtúni. Hefst hófið klukkan 7 og verður dansað til klukk- an tvö. Hljómsveitirnar Galdra- karlar og Asar leika fyrir dansi. Allir velkomnir. „Við erum bestir” ,,Ég tel að viö Vikingar sé- um með besta liðið i dag i handboltanum” sagði Karl Benediktsson Þjálfari Vik- ings eftir sigurleikinn gegn FH i bikarnum. ,,Það var aðeins spenna i liðinu og það mikil spenna sem kom i veg fyrir aö viö ynnum tslandsmótið einnig. Liðið var lengst af með forustu i mótinu og þvi fylgir mikii taugaspenna. En ég er mjög ánægður með leikinn gegn FH. Þar sýndum við okkar rétta and- lit. Ég þakka góðum varnar- leik fyrst og fremst sigurinn gegn FH. Einnig góðri mark- vörslu”. Verður þú áfram með Vik- ingsliðiö? ,,Nei það er alveg öruggt. Ég hef lengi ætlað aö taka mér fri frá þjálfun en það hefur alltaf dregist en nú hef ég ákveðið að hætta að þjálfa” sagði Karl Benediktsson að lokum. Þeir eru fáir þjálfararnir sem lagt hafa jafn mikið á sig viö þjálfun og Karl og verður þvi af honum mikiii sjónarsvipt- >r- SK.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.