Þjóðviljinn - 03.05.1978, Blaðsíða 10
i
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 3. mai 1978.
Gangan á leiö niöur Laugaveginn.
Öflugur samtakamáttur
l.aunþegar fjölmenntu i kröfu-
göngur og á útifundi i Reykjavik
1. mai. Mest var þátttakan i
kröfugöngu og fundi verkalýðsfé-
iaganna, BSRB og iðnnema, en
einnig tóku allmargir þátt i aö-
gerðum Rauörar verkalýösein-
ingar, Baráttueiningar og Rauö-
sokka.
Lúörasveit verkalýösins og
Lúðrasveitin Svanur léku fyrir
göngu verkalýðsfélaganna. Kröf-
ur dagsins voru: Mannsæmandi
laun fyrir dagvinnu. Tekjujöfnun
i þjóðfélaginu. Félagslegar
ibúðabyggingar verði efldar og
lánakjör samrýmd fjárhag
launafólks. Tryggt verði jafnrétti
Fjölmenni í
kröfugöngu og á
útifundi í
Reykjavík 1. maí
i lifeyrismálum þannig að allir
njóti verðtryggðra lifeyrisrétt-
inda. Skattalögum verði breytt
þannig að fyrirtæki beri eðlilegan
hluta skattbyrðinnar. Settar verði
reglur til þess að tryggja undan-
bragðalaus skil söluskatts. Allir
launamenn fái fullan samnings-
og verkfallsrétt. Gerðardómar
verði afnumdir. Verkalýðshreyf-
ingin mótmælir hverskonar
skerðingu verkfallsréttarins.
Ræðumenn á útifundinum á
Lækjartorgi voru Ragna Berg-
mann, varaformaður Verka-
kvennafélagsins Framsóknar,
Hallgrimur G. Magnússon,
formaður Iðnnemasambands Is-
lands, Kristján Thorlacius,
formaður Bandalags starfs-
manna rikis og bæja og
Guðmundur J. Guðmundsson
formaður Verkamannasambands
Islands. Einnig flutti Baldvin
Halldórsson leikari kvæði og
lúðrasveitirnar léku. Fundar-
stjóri var Bjarni Jakobsson,
formaður Iðju. —eös
Bjarni Jakobsson fundarstjóri og Guömundur J. Guömundsson, einn
ræöumanna.
Iönnemar hafa iöngum vakiö athygli á baráttumálum sinum meö tákn-
rænum ogfrumlegum hætti. Hérer einn þeirra i búri, réttindalaus meö
öllu.
' Ragna Bergmann.
Kristján Thorlacius.
Hallgrimur G. Magnússon.
Baldvin Halldórsson.
,
&
V
Miövikudagur 3. mai 1978. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11
Fjölsóttur fundur Alþýöubandalagsins aö Hótel Borg 1. maí
Alþýðubandalagið í
Reykjavík hélt fund að
Hótel Borg að loknum úti-
fundi verkalýðsfélaganna
1. maí. Fundurinn var
haldinn undir kjörorðinu
,,Kosningar eru kjarabar-
átta". Fjöldi manns sótti
fundinn, svo sem sjá má af
myndunum.
Fundarstjóri var Sigur-
jón Pétursson borgarráðs-
maður. Ávörp fluttu Guð-
mundur Þ. Jónsson for-
maður Landssambands
iðnverkafólks, Guðrún
Helgadóttir, stjórnarmað-
ur í BSRB, og Svavar
Gestsson, ritstjóri. Smári
Ragnarsson flutti gaman-
visur og lék undir á gítar.
—eös
Myndir: eik
Guðmundur Þ. Jónsson.
Guörún Helgadóttir.
Smári Ragnarsson.
■ ruamm
Svavar Gestsson.
Kosningar eru kjarabarátta
Þegar kröfugöngumenn voru nær
komnir á leiöarenda máttu þeir
sjá vörpulegan áhorfanda á stétt-
inni á horni Bankastrætis og
Ingólfsstrætis, Benedikt Gröndal
formann Alþýöuflokksins.
Guöjón Jónsson formaöur Félags járniönaöarmanna meö kröfuspjald, sem skýrir sig sjálft.