Þjóðviljinn - 03.05.1978, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 03.05.1978, Blaðsíða 6
6 SfÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 3. mai 1978. Skattalagafrumvarpið samþykkt í neöri deild ur stjornar- élldar þar á meöal um hækkun barnabóta og hækkun persónuafsláttar Frumvarp rikisstjórnarinnar um tekju- og eignarskatt var samþykkt i neðri deild Alþingis s.l. föstudagskvöld með nokkrum breytingum samkvæmt tillögum meirihiuta fjárhags- og við- skiptancfndar. Frumvarpið kom til fyrstu umræðu i efri deild á laugardaginn. Við afgreiðslu frumvarpsins i neðri deild flutti Lúðvik Jósepsson nokkrar breyt- ingartiliögur við frumvarpið. Til- lögur hans miðuðu að hækkun persónuafsláttar, hækkun barna- bóta, lækkun skatts á lægri tekj- um, en hækkun á hæstu tekjum. Þá lagði hann til að skattvisitala yrði bundin breytingum launatekna milli ára og að arður af hlutabréf- um verði skattlagður. Allar breytingartillögur Lúðviks voru felldar. Einnig var felld breyt- ingartillaga frá Svövu Jakobs- dóttur sem fól í sér að menn gætu dregið frá tekjum húsaleigu- greiðslur allt að 300 þús. Við aðra umræðu um frum- varpið i rreðri deild sagði Lúðvik Jósepsson að afgreiðsla málsins i fjárhags- og viðskiptanefnd hefði ekki verið eins og hann hefði talið nauðsynlegt. Hann benti á að i fyrra þegar nefndin fjallaði um það skattafrumvarp sem þá var Jagt fram, þá hefðu komið um- sagnir frá um 20 aðilum sem gert hefðu margháttaðar tillögur til breytinga. Nú hefðu hins vegar engar athugasemdir borist, enda enginn haft tima til sliks, þar sem afgreiða ætti frumvarpið á tveim- ur vikum. Veigamestu breytingarnar nýjar Lúðvik lagði áherslu á að þetta skattafrumvarp væri ekki sama frumvarpið og mönnum hefði verið gefinn kostur á að gera athugasemdir við i fyrra. t þessu frumvarpi fælust ýmsar grund- vallarbreytingar á tekju- og eignarskattslögunum og veiga- mestu breytingarnar væru alveg nýjar. Þá benti hann á að mörg þýðingarmestu atriði frumvarps- ins væru það flókin að sérfræðing- ar i skattamálum sem komið hefðu á fund fjárhags- og við- skiptanefndar hefðu sagt að erfitt væri að segja hvað kæmi út úr breytingunum. Sagðist Lúðvik vilja leggja áherslu á að verið væri að setja lög sem ekki hefðu fengið æski- lega athugun. Benti hann á að ekki væri gert ráð fyrir að frum- varpið kæmi til framkvæmda fyrr en 1980, og þvi ætti að vera óþarfi Lúðvlk Jósepsson þingsjá að afgreiða frumvarpið nú. Sagði hann að liklega yrði að taka frumvarpið til endurskoðunar áð- ur en lögin kæmu til framkvæmda Þvi næst ræddi Lúðvik um það sem hann taldi meginatriði frum- varpsins, þ.e. skattlagning sölu- hagnaðar eigna, fyrningarreglur, skattlagningu eigna, sérsköttun hjóna og skattlagningu launa við eigin atvinnurekstur. Skattlagning söluhagnaðar eigna Varðandi skattiagningu sölu- hagnaðar eigna benti Lúðvik á, að þar væri i megniatriðum farið inn á nýtt skattlagningasvið. Reglur frumvarpsins væru mjög flóknar og hætt við að þær skapi þeim, sem besta aðstöðu hafa til að koma söluhagnaði undan skatt- lagningu, ýmsa möguleika, á sama tima og aðrir verði að greiða verulega skatta sam- kvæmt þessum reglum. Sérfræð- ingar þeir sem samið hafi frum- varpið telji útilokað að gefa nokkrar upplýsingar um hve miklu skattar samkvæmt þessum ákvæðum gætu numið. I ljósi þess hversu óljóst þetta ákvæði væri myndi hann ekki greiða atkvæði með þessu ákvæði, en heldur ekki gegn þvi. F yrningarreglurnar flóknar og óljósar Lúðvik benti á að fyrningar- reglunum væri gjörbreytt frá gildandi lögum. Hinar nýju reglur væru afar flóknar og yrði ekki af þeim séð með neinu móti, hvort fyrningar hækki samkvæmt þeim eða lækki. Sennilega myndu þó fyrningar hækka talsvert frá þvi sem verið hafi. Enginn vafi léki á Helgi Seljan um Byggingasjóö rikisins: Breyta þarf út- hlutunarreglunum og tryggja aukiö fjármagn til byggingar verkamannabústaöa i siðustu viku mæltu Ilelgi Seljan og Vilborg Harðardóttir fyrir tillögu sem þau flytja um húsnæðismái. i tillögunni er lögð áhersla á í fyrsta lagi stóraukna félagslega uppbyggingu, i ööru lagi að þeir sem ekki eiga húsnæöi fyrir, fái hagstæðari fyrirgreiðslu, stórhækkuð lán og viðráðanleg vaxtakjör, i þriðja lagi að sem best verði unnt að nýta eldra húsnæði og veitt fullnægjandi lánafyrirgreiðsla til kaupa á þvi, endurbóta eða vissra viðbygginga. Aukid fjármagn til byggingar verkamannabústaða Tillagan sem Helgi og Vilborg flytja er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að skora á rikisstjórnina að beita sér fyrir þvi, að við endurskoðun þá, sem nú fer fram á lögum nr. 30 frá 12. mai 1970, um Húsnæðismála- stofnun rfkisins, verði eftir- farandi atriði sérstaklega tekin til athugunar: 1. Fjármagn til byggingar verka- mannabústaða verði aukið verulega og sveitarfélögum gert kleift og skylt að byggja verkamannabústaði, enda veröi hlutdeild rikisins i lán- veitingum til þeirra aukin. Jafnframt verði aukin og bætt fyrirgreiðsla til þeirra sveitarfélaga sem byggja leiguibúðir. 2. Lán úr Byggingarsjóði rikisins verði hækkuð verulega til þeirra fjölskyldna sem ekki eiga ibúð og ekki hafa átt ibúð á s.l. 5árum. Verði við það miðað að slik lán nemi allt að 60% af byggingarkostnaði ibúðar i fjölbýlishúsi, eins og hann er á hverjum tima, samkvæmt út- reikningum Hagstofu Islands. Lán þessi verði veitt til bygg- ingar eða kaupa á nýjum ibúðum og einnig til kaupaog endurbóta á eldri ibúðum. 3. Við ákvörðun á lánakjörum hjá Byggingarsjóði rikisins verði við það miðað, að árlegar afborganir, vextir og visitölu- álag af lánum sjóðsins til hverrar ibúðar fari aldrei yfir 20% af launum fyrir 8 stunda vinnu samkvæmt 2. taxta Dagsbrúnar. 4. Stofnaður verði nýr lánaflokk- ur til endurbóta á eldri ibúðum. Á þann hátt verði dregið úr þröfinni fyrir byggingu nýrra bæjarhverfa og kosnaðar- samra opinberra mannvirkja til þjónustu fyrir ibúa þeirra hverfa. Um framkvæmd slikr- ar endurbyggingar verði tekin upp samvinna við sveitarfélög- in um nýtingu á eldri bæjar- hverfum og þeim mannvirkjum sem þar eru. Endurskoðun húsnædislöggjafar- innar dregist á langinn I upphafi máls sins ræddi Helgi Seljanþá‘staðreynd að kjörtima- bil núverandi rikisstjórnar hefði liðið án teljandi breytinga á húsnæðismálalögunum þrátt fyrir viðleitni stjórnarand- stöðunnar og einstakra þingmanna i þá átt. Útséð væri um að slikar tillögur kæmu frá rikisstjórninni fyrir þingslit. Hann og Vilborg hefðu þvi talið eðlilegt að kynna þær helstu til- lögur sem fulltrúar Alþýðubanda- lagsins i Húsnæðismálastofnun hefðu flutt sem og fulltrúar flokksins i þeim nefndum sem fjailað hefðu um endurskoðun á húsnæðismálalöggjöfinni. Þá fjallaði Helgi um þau lána- kjör sem fólki eru búin. Hann benti á að i 3. lið tillögunnar væri tekið upp það nýmæli að miða lánakjör Byggingarsjóðs rikisins við það, að árlegar afborganir lántakenda fari ekki yfir visst hámark af launatekjum fyrir dagivinnu samkvæmt launataxta. Þegar vextir af lánum til hús- næðismála væru orðnir nærri 10% og 60% lánanna bundin visitölu byggingarkostnaðar, þá væri fólki með venjulegar launatekjur ókleift að standa undir vöxtum og afborgunum af slikum lánum. Einkum ætti þetta við um ibúðir sem byggðar væru á vegum sveitarfélaga og fengju lánað allt að 80% af byggingarkostnaði. Vextir og visitöluálag rúmlega 60% af launum Helgi benti á að vextir og visi- töluálag af láni frá Byggingar- sjóði rikisins, samkvæmt lögum um Ieiguibúðir sveitarfélaga, nema á mánuði fyrsta afborgunarárið 60,5% af launum Helgi Seljan verkamanna á 2. taxta Dagsbrúnar, eins og þau voru i janúar 1978. Ef verkamaður fengi venjulegt lán Húsnæðismála- stofnunar, þá væru afborganir minni, en þó væru vextir og visitöluálag nálægt 24% af laun- um verkamanns samkvæmt 2. taxta Dagsbrúnar. Helgi sagði að ljóst væri að Byggingarsjóður rikisins hefði i dag allmikið fjármagn til útlána. Aætlaðar tekjur sjóðsins á árinu 1978 væru 9.3 miljarðar og til ráð- stöfunar i lánveitingar rúmlega 8 miljarðar. Hins vegar færi aðeins litill hluti þessa fjár til verkamannabústaða eða annarra félagslegra ibúðabygginga. A árinu 1977 hafi aðeins 3 sveitar- félög hafið byggingar verka- mannabústaða. Nýjar úthlutunarreglur Helgi sagði að miðað við fjárhag Byggingarsjóðs væri vel hægt að framkvæma þær tillögur er kæmu fram i þingsályktun hans og Vilborgar. Þó að lána- kjörum og lánsupphæðum væri breytt á þann veg sem gert væri ráð fyrir i lið 2 og 3, þá þyrfti ekkert aukafjármagn i Byggingarsjóðinn. Það þyrfti aðeins aðrar úthlutunarreglur. Það þyrfti að endurskoða þær reglur er giltu um dreifingu fjármagnsins, og hætta að lána i byggingar sem engin þörf væri að lána út á. þvi að þær fyrningar sem heim- ilaðar væru i gildandi lögum, væru háar og hefðu leitt til þess, að mörg fyrirtæki hafi sloppið við tekjuskattsgreiðslur. Sagðist Lúðvik álita að ýmis fyrirtæki myndu samkvæmt nýju reglun- um fá verulega hækkun fyrninga. Fyrningarheimildir nokkurra að- ila myndu þó lækka eitthvað, eins og þeirra er geri út skip. Þessar nýju reglur væru of óljósar til þess að hann treysti sér til að samþykkja þær og myndi hann þvi sitja hjá við afgreiðslu þeirra. Akvæðin um skattlagningu eigna myndu liklega leiða til þess að skattar af eignum hækki nokk- uð og sagðist Lýðvik telja það fullkomlega eðlilegt. Sérsköttun hjóna Lúðvik sagði að með sérsköttun hjóna væri stefnt i rétta átt. Með frumvarpinu væri viðurkennd sú meginregla að hjón skuli greiða skatt hvort af sinum tekjum. Eignir verði hins vegar sam- skattaðar. Afnám 50% reglunnar varðandi frádrátt á tekjum giftr- ar konu, sem hefði sjálfstæðar tekjur, myndi þó leiða til nokk- urrar hækkunar á sköttum þeirra hjóna, þar sem konan hefði góðar tekjur. Sagðist Lúðvik telja það sina skoðun að eðlilegra hefði verið að leggja 50% regluna niður i 2-3 áföngum. Sérsköttun þýðir hækkun skatta Sem dæmi um áhrif sérsköttun- ar benti Lúðvik á að ef eiginkonan hefði á árinu 1978 1,5 miljón i árs- tekjur og eiginmaðurinn 2,5 miljónir, þá hefðu þau greitt i tekjuskatt samkvæmt gildandi lögum 422 þús. krónur, en eftir breytinguna yrði talan 475 þús. krónur. Meðaltekjur kvenna á ár- inu 1978 yrðu liklega yfir 1,5 miljón og þvi væri ljóst að þessi breyting þýddi nokkra skatta- hækkun. Skattlagning launa við eigin atvinnurekstur Varðandi skattlagningu launa við eigin atvinnurekstur sagði Lúðvik, að hér væri um að ræða skattlagningarreglu sem hann teldi stefna i rétta átt. Fram- kvæmd reglunnar myndi þó vera erfið og skipti miklu máli að skattayfirvöld sýndu sanngirni við ákvörðun persónulegra tekna, en héldu þó fast við það megin- ákvæði, að persónutekjur bland- Framhald á 18. siðu Rangir útreikn- ingar í sjónvarpi Við fyrstu umræðu um skattafruinvarp ríkisstjórn- arinnar i efri deild kom fram hjá Ragnari Arnalds að út- reikningar sem fjármála- ráðherra hefði kynnt fyrir nokkru i sjónvarpinu i sam- bandi við þetta frumvarp hefðu verið rangir. Þannig hefðu tilteknir útreikningar sýnt ákv. skattalækkun, en nánari athugun sérfræðinga hefði leitt I Ijós að um skatta- hækkun væri að ræða. Ragnar sagðist vera undrandi á þvi að fjármála- ráðherra skyldi ekki hafa séð til þess að þessir útreiningar væru leiðréttir, og réttar miðurstöður kynntar al- menningi i sjónvarpinu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.