Þjóðviljinn - 09.07.1978, Page 23

Þjóðviljinn - 09.07.1978, Page 23
Sunnudagur 9. jUll 1978 ÞJOÐVILJINN — SÍÐA 23 kompan Umsjón: Vilborg DagbJartsdóttir Aðalbjörg: Já, um helgar. í garðinum þar sem villidýrin voru var tí- volCog þar var gaman að skemmta sér. Kompan: Áttirðuekki marga vini? Aðalbjörg: Jú, marga. Þar var stelpa frá Ind- landi, sem hét Neelu, og önnur amerísk, sem hér Mary Beth. Þær voru bestu vinkonur mínar þangað til að islensk f jöl- skylda flutti í húsið okk- ar. Þau ætluðu að búa þar þegar við fluttum heim, en komu nokkrum vikum áður. Þá kom stelpa sem hér Gunna. Við vorum jafngamlar og urðum strax góðar vinkonur og lékum okkur alltaf sam- an. Kompan: Myndir þú vilja eiga heima í Amer- íku? Aðalbjörg: Nei, en fara oft þangað. Svona einu sinni á ári. Kompan: i hvaða skóla ferðu í haust? Aðalbjörg: Ég fer i 7. bekk í Austurbæjarskóla. Mér f innstgaman að læra náttúrufræði og landa- fræði. Ég hlakka til að byrja í skólanum. Aðalbjörg Jónsdóttir er 11 ára. Hún á heima á Hverfisgötu 12 » Reykja- vík. Hún á tvo bræður: Hannes 9 ára og Stefán 7 ára. Foreldrar þeirra eru læknar og meöan þau luku sérfræðinámi dvaldi fjölskyldan nokkur ár í Bandaríkjunum. Kompan lagði nokkrar spurningar fyrir Aðal- björgu. Kompan: Hvað varstu gömul þegar þið fóruð til Ameríku? Aðalbjörg: Ég var þriggja ára. Við áttum heima þar í fimm ár. HUN VILL EKKI EIGA HEIMA í AMERÍKU Kompan: Saknar þú ekki Ameríku? Aðalbjörg: Þegar ég var úti langaði mig alltaf svo mikið heim til ís- lands, en núna hugsa ég stundum um Ameríku og mig langar til að fara þangað aftur — og hitta fólkið sem ég þekki, og sjá staði sem ég var á. Og mig langar að sjá húsið okkar. Kompan: Hvar í Ameríku voruð þið? Aðalbjörg: l Rochester i New York—fylki í Bandaríkjunum. Kompan: Er það stór borg? Aðalbjörg: Ég geri mér ekki grein fyrir því. Kannski? Kompan: Hvers saknar þú helst úr borginni? Aðalbjörg: Dýragarð- anna,og svo var það al- menningsgarður sem við fórum oft í. Kompan: Voru margir dýragarðar? Aðalbjörg: Tveir. í öðr- um voru stór villidýr: fíl- ar, Ijón, tigrisdýr, ísbirn- ir og fleiri, en í hinum voru hálftamin dýr sem gengu laus í garðinum og krakkar gátu leikið sér við þau og keypt mat og gefið þeim. Þetta voru kindur, geitur, lamadýr, asnar og fleiri grasbítar. Þarna var líka hundahús. Þar voru til sýnis fjöl- margar tegundir hunda og hægt að kaupa þá. Kompan: Fórstu oft í dýragarðinn? Léttir » vetrarbúningi. Þá veröur hann ioöinn til að hlffa sér við kuldanum. Myndin er tekin fyrir framan hesthús í Kópavogi. Þaö er Hannes, 8 ára bróðir Aðalbjargar, sem er að gæla viö Létti. Skjaldbakan Sófff. Ég hef átt mörg dýr. Nú á ég fimm. Mér finnst mjög gaman að dýrum. Ég á tík sem heitir Sammý og er cairn terr- ier, sá eini á öllu landinu. Og það er mjög leiðinlegt fyrir hana. Svo á ég tvo hamstra og tvo naggrísi. Hamstrarnir hafa þrisv- ar átt unga. Fyrst áttu þau sjö, svo áttu þau f jór- tán. Loks eignuðust þau fimm unga, en þeir dóu allir. Naggrísirnir eign- uðust unga á annan í hvítasunnu. Einu sinni átti bróðir minn fiska, en yngra bróður okkar, sem var bara fimm ára, langaði til að verða veiðimaður. Hann setti net ofan í búr- ið. Það tók enginn eftir þessu. En næsta morgun voru fiskarnir dauðir. Þeir höfðu fest sig í net- inu. Mamma á hest sem heitir Léttir. Hann er brúnn. Hann er frekar viljugurog villalltaf vera fremstur, ef farið er á honum i reiðtúr. Frænkur minar hugsa um hann fyrir okkur. I Ameriku átti ég skjaldböku sem hét Sóff í, en þegar ég fór heim til (slands sleppti ég henni i vatn sem mikið var at skjaldbökum í, af því að það má ekki f lytja dýr inn i landið. Það hefði líka verið kalt fyrir hana hérna. Þegar ég var minni áttu amma og af i kött sem hét Níels. Mér þótti mjög vænt um hann. Hann kom alltaf heim á kvöldin en var úti á daginn. Um helgar lá hann bara úti i garði eða upp í sófa. Eitt kvöld kom Niels ekki heim. Amma og afi voru skíthrædd um hann. Næsta morgun fór amma út með ruslið. Það sem hún sá var alveg hræði- legt. Níels lá á göti fyrir f raman húsið og var allur kraminn. Jæja, nú er aftur komið að Sammý, því mér þykir vænst um hana. Hún er orðin sjö ára, en er samt ekki orðin löt að leika sér. Hún sækir bolta, steina og spýtur. Henni finnst gott að láta klóra sér á maganum og undir löpp- unum og hökunni. Henni finnst líka gott að velta sér í grasinu og upp úr hrossaskít og fleiru. Henni finnst gaman að naggrísunum. Svo finnst henni gaman að leika sér við tvo ákveðna ketti í ná- grenninu. Aðalbjörg Jónsdóttir, 11 ára.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.