Þjóðviljinn - 08.10.1978, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 08.10.1978, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 8. október 1978 DJOÐVIUINN Málgagn sósialisma, verkalýðshreyfingar og þjóöfrelsis íitgefandi: Útgáfuféiag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Ritstjóri: Kjartan Ólafsson. Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson. Umsjón meö sunnudagsblaöi: Arni Bergmann. Aug- lýsingastjóri: Gunnar Steinn Pálsson. Ritstjórn, afgreiösla, aug- lýsingar: Síö'umúla 6, Simi 81333 Prentun: Blaðaprent hf. Verkalýðshreyfingin hlýtur að meta félagslegan þátt opinberra umsvifa sem sinn ávinning Verkalýðshreyfingin hefur frá öndverðu verið alhliða félagsmálahreyfing með víðtæk félagsleg markmið. Það fer hins vegar eftir aðstæðum hverju sinni, hvar áberslupunktarnir liggja i starf i hreyfingarinnar. Skipulagning verkalýðsstéttarinnar og sókn hennar til þjóðfélagslegra áhrifa er eðlilegt andsvar við þróun auðvaldsskipulagsins. Gagnvart markaðskerfinu, sundurvirkni þess og tillitsleysi við einstaklinginn, og gegn valdsmennsku atvinnurekenda hlaut verkalýðurinn að snúast með því að bindast samtökum og gera kröf ur um félagslegar umgætur. Þeirra umbóta sér hvarvetna merki í nútíma þjóðfélagi, þar sem æ f leiri svið eru tekin undan áhrifavaldi markaðskerfisins. Verkalýðshreyfingin hefði náð skammt ef starfsemi hennar hefði stöðvast við bað verkefni einstakra verka- lýðsfélaga að gera samninga um kaup og kjör við hvern atvinnurekanda fyrir sig. Veigamikill þáttur í hug- myndagrundvelli verkalýðshreyfingarinnar er jöfnuður og samhjálp. Þess vegna var og er lögð áhersla á þá þætti kjarasamninga sem eru sameiginlegir þeim öllum. AAá þar minna á ákvæði um vinnutima, verðtryggingu, veikindapeninga, svo að fátt eitt sé talið. Sama eðlis er viðleitni verkalýðshreyf ingarinnar til að jafna kjör liðs- manna sinna að öðru leyti, þannig að áföll einstakling- anna verði byrði allra. Þetta er kveikjan að almanna- tryggingakerfi og heilbrigðiskerfi nútimans. Auðvaldsskipulagið íslenska, sem á hátíðlegum stundum kallar sig,,einkaf ramtak", stendur svo veikum fótum, að um langt skeið hafa engir meiri háttar kjara- samningar verið gerðir án þess að ríkisstjórnin þyrfti þar að koma til sem ábyrgðaraðili. Haf i svo hægri st|orn verið við völd hafa verkalýðssamfökin þurft að berjast við samansvarið atvinnurekendavald og ríkisvald. AAargsinnis hefur sfaðið svo á með kjaramál verka- lýðssamtakanna að þau hafa látið kaupgjaldsatriði t skiptum fyrir aðgerðir af opinberri hálfu til aukningar samneyslu eða til ýmis konar félagslegra umbóta. Öðrum atriðum hefur verkalýðshreyfingin og stjórn- málafylking hennar fengið framgengt án þess að grípa beinlínis til stéttarlegra aðgerða á kjarasamningagrund- velli. AAá þar til nefna almenna og ókeypis skólafræðslu upp öll skólastigin. AAá rétt hugsa sér aðstöðu launafólks ef hér væru skólagjöld sem stæðu undir rekstrarkostnaði fræðslukerf isins. Sannarlega væri það verkfalls virði að ryðja úr vegi sliku fyrirkomulagi sem hefti svo mjöq þroskamöguleika og athafnaf relsi barna og unglinga úr verkalýðsstétt. Fjárframlög hins opinbera til að koma fræðslu-og menningarmálum, heilbrigðis- og tryggingamálum og fjölmörgum fleiri hagsmunamálum almennings á félagslegan rekstrargrundvöll hljóta að teljast verka- lýðsstéttinni til ávinnings. Engar einstaklingstekjur gætu bætt það upp ef slíkum máfum ætti að skipa að reglu hins duttlungafulla markaðskerfis. Sparnaður og aðhald í ríkiskerfinu er í sjálfu sér gott og gilt markmið á meðan það beinist gegn óspilunarsemi og sóun. En þetta ma' aldrei vera skálkaskjól þeirra sem trúa á „einkaframtakið" til að draga úr félagslegri þjónustu og hlutverki hins opinbera við að haldauppi gróskufullu menningarlifi. Enginn sem þekkir íslenska efnahagskerf ið kemst hjá því að viðurkenna að það daf nar ekki nema ríkið leggi til miklar fúlgur í ýmis konar framkvæmdasjóði til stuðnings atvinnulif inu. Um leið má ekki gleyma því að bygging skóla, sjúkrahúsa, samgönguvirkja hefur ekki aðeins gildi vegna þess markmiðs sem hvert mannvirki þjónar f ullbúið, heldur getur hér verið um að ræða nauð- synlegan lið i því að halda uppi fullri atvinnu í þessu þjóðfélagi hálf-gjaldþrota „einkaframtaks". Það væri árás á verkalýðshreyfinquna i landinu að eggja nú til atlögu gegn félagslegum umsvifum hins jpinbera. Þess skyldu menn minnast í sambandi við fréttir af togstreitu milli stjórnarflokkanna um gerð f járlaga. Um tónmenntar- kennslu i grunnskóla Listræn tjáning er mann- inum nauösyn. Það er varla til það frumstæður þjoðflokkurá jörðinni, sem iðkar hana ekki i einhverri mynd. Engu að síður virð- ist viss „lágmarks-vel- megun" þurfa að vera til staðar, til þess að listin þróist og taki framförum. Bláfátækir safnarar og veiðimenn eyðimerkur- svæða N.-Ameríku hafa^ t.d. ekki skilið nein mark- verð listaverk eftir. Aftur á móti þróaöist með indi- ánum á vesturströndinni, sem bjuggu við gjöfula laxveiði, merkasta tré- skurðarlist sem vitað er um meðal frumbyggja vesturheims. Það er alkunna, áð þvi sér- hæfðari mann, sem þarf til verks, þvi dýrari verður vinnan. Tónlist varð snemma sérhæfð listgrein. Og dýrust allra. Meðan farand- veggjaskreytara var borgað i eitt skipti fyrir öll fyrir að gleðja margar kynslóðir, þurfti greifi að halda flokk manna uppi á föstum launum til að geta haft regluleg afnot af betri tónlist sins tima. Þó svo að borgarastéttinni hafi vaxið ásmegin innar i norðuráifu á 19. öld á kostnað fá- menns aðals, verður ,,æðri” tón- list ekki alþýöusign fyrr en með hljóðrita Edisons. Enn þann dag i dag eimir eftir af þessum höfðingjasérkennum tónlistar, jafnvel á hinu „stétt- lausa” Islandi. Tónlistarmenntun er dýr, krefst mikils tima (sifellt dýrara fyrirbæri) og verður, skv. almannarómi. sjaldan i askana látin, enda er meiriháttar tón- listarnám enn forréttindi efnaðra að verulegu leyti. Þrátt fyrir velmegunarþjóð- félag nútimans vantar ýmsa meginþætti i hljómlistarmenn- ingu okkar sem eru háðir skiln- ingi og velvild almennings:Full- skipaða sinfóniuhljómsveit. Við- unandi tónleikasal. Tónlistar- bókasafn. Rikistónlistarháskóla. Tónlistarfræði sem háskólagrein (d. Musikvidenskab, e.Musico- logy). Alls konar handbækur og fræðirit. Þannig mætti lengi teija. Undirstaða alls þessa, tertu- botninn undir skrautinu, er tón- listarfræöslan i barna- og unglingaskólunum. Ef hún missir marks, er öli viðleitni til að auka skilning almennings á vandaðri tónlist dæmd til að mistakast. Hvernig hefur sú fræðsla tekizt? Við skulum huga að þvi. Hversku hófsk A Hólum i Hjaltadal var á önd- veröri 12. öld reist fyrsta skóla- hús, sem getið er um hérlendis. Kennslugreinar voru tvær: latrna og söngur. Af þessu má sjá, að tónmennt er með elztu skóla- námsgreinum á Islandi, miklu eldri en móðurmálskennslan.. 1. KERFIÐ Eðlilegt væri að hugsa sér, aö tónlistarfræðsla stæði traustari fótum i menntakerfinu i dag með jafnlanga sögu að baki. En kennsla á barnaskólastigi liggur viöa niðri vegna kennaraskorts. Stundum veldur skilningsleysi skólayfirvalda á hverjum stað einhverjuum. A gagnfræðaskóla- stigi er ástandið enn hrikalegra. Skv. lauslegum útreikningum skólarannsóknardeildar mennta- málaráðuneytis kenndu um 30 fastráðnir kennarar i alls 90 barnaskólum veturinn 1957-76. En aöeins þrir fastir kennarar kenndu tónmennt i alls 31 af gagnfræðaskólum lýðveldisins! Láta mun nærri, að fjöldi sér- menntaðra kennara á landinu fullriægi innan við þriðjung eftir- spurnar. Afmarkað námsefni til kennslu tónmenntar á skyldunámsstigi hefur til skamms tima ekki verið til. En árið 1972 komu út fyrstu tilraunakennslubækur skólarann- sókna, og ná þær sem stendur til fyrstu fjögurra bekkja, en útgáf- an hefur tafizt nokkuð vegna fjár- skorts. Bækur þessar eru kenndar um 5000 börnum viðs vegar á landinu og er hver um sig endur- skoðuð tvisvar, eða eftir 2xfjög- urra ára reynslu, áður en hún er gefin út til almennra nota. Eftir u.þ.b. 12 árer reiknað með, að bækurnar verði komnar i fulla kennslu á gervöllu skyldunáms- stigi. I hverri þeirra eru milli 40- 70 lög auk mikils fróðleiks af ýmsu tagi. Hverri bók fylgir vinnubók handa nemendum og kennsluleiðbeiningar handa kennurum. .7? „Þroskun fagurskyns og listhneigdar’ Grunnskólalöginfrá 1974 kveða ekki náið á um tónmenntar- kennsluna fremur en um aðrar einstakar greinar. Hluti 42. gr. er svohljóðandi: ,, ...Menntamála- ráðuneytið setur grunnskólum aðalnámsskrá, þar sem m.a. skal kveöið nánar á um uppeldishlut- verk skólans og meginstefnu varðandi kennslufræði og kennsluskipan, auk þess sem á- kvæði skulu sett um .... c) þrosk- un fagurskyns, listhneigðar og hagleiks, með kennslu i tón- mennt, myndlist og handiðum.” Umrædd námsskrá i tónmennt i íullgildri mynd kom út i ágúst 1976, en þó er aðeins um 2/3 kennsluefnis komið út enn sem komið er, og það flest á tilrauna- stigi. Námsskráin er byggð d all- ýtarlegri álitsgerð (130 bls.), sem hefur að geyma fyrstu stefnu- markandi tillögur um endurskoð- un námsefnis. Forsaga hennar er þessi: Álitsgerðin Haustið 1971 var skipuö 6 manna nefnd til að undirbúa endurskoðun námsskrár og námsefnis. 1 nefndinni voru Egili R. Friðleifsson, Jón G. Asgeirs- son, Njáll Sigurðsson, Jón Hlöð- ver Áskelsson, Sigriður Pálma- dóttir og Stefán Edelstein. Nefnd- in lauk störfum sumarið 1972 og skilaði álitsgerð um „Endurskoð- un námsefnis og kennslu I tón- mennt i barna- og gagnfræðaskól um” til skólarannsóknardeildar menntamálaráðuneytisins, sem gaf hana út sama ár og sendi ýmsum aðiljum til athugunar. I álitsgerðinni er mörkuð stefna um breytingar á „inntaki” greinarinnar og settar fram til- lögur um endurskoðun hennar á- samtýtarlegri framkvæmdaáætl- un. Sérstakir kaflar fjalla um: • tima til kennslu i tónmennt « námsmarkmið • námsefni • tengsl tónmenntar við nám i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.