Þjóðviljinn - 08.10.1978, Blaðsíða 7
Skipulag
— Þú telur sem sé aö atvinnu-
greinarnar hafi stoð hver af
annari?
— Það er reglan en hitt er
undantekning að ein atvinnugrein
grafi undan annari. Það er oft
talað um samkeppni atvinnu-
greina um vinnuafl og ekki þarf
hún að öllu leyti að vera af hinu
vonda. Að hinu þarf þó að gæta að
undirstöðuatvinnuvegirnir búi við
sambærilegar aðstæður, bæði um
fjármagnskjör og fyrirgreiðslu
stofnsjóða, afurðalán og annað af
þvi tagi, en einnig aðstöðu til að
búa sómasamlega að sinu starfs-
fólki. Við þurfum og á þvi að
halda að þessar atvinnugreinar,
sjávarútvegur, landbúnaður og
iðnaður styðji hver aðra, vaxi
nánast sem tré upp af sömu rót og
tryggi æskilega fjölbreytni sem
mikil þörf er á úti um allt land.
f okkar svokölluðu byggða-
stefnu vantar ekki sist það» að
hlúa að lifvænlegum iðnaði úti i
landshlutunum, en þar þarf að
koma til svæðisbundin verka-
skipting sem komi i veg fyrir aö
hver troði skóinn niður af öðrum
og ,,hlaupi i það sama” eins og
alloft hefur viljað brenna við á
undanförnum árum. Nauðsynleg
forsenda iðnvæðingar i anda
skynsamlegrar byggðastefnu er
örugg dreifing orku á sambæri-
legu verði um allt land.
Þvi hefur mjög verið haldið á
lofti að iðnaðurinn þurfi að taka
við auknum mannafla umfram
aðrar atvinnugreinar á næstu
árum, og eflaust er það rétt að
vissu marki. Þó held ég að lita
þurfi á iðnaðinn i fullri breidd i
þvi samhengi og undanskilja ekki
úrvinnslu sjávaráfurða sem kálla
mun á fleiri hendur en nú er, ef
rétt er á málum haldið. Við
verðum að sjá til þess að sá
iðnaður sem hér verður hlúð að á
næstunni, ma. með opinberum
aðgerðum, geti tryggt þeim sem
við hann vinna viðunandi kjör,
einnig við hliðina á blómstrandi
sjávarútvegi.
Orkan
— Af mörgum hefur
verið bent á orkufrekan iðnað
sem liklega auðsuppsprettu fyrir
Islendinga á næstu áratugum.
Hvað er að segja um það?
— Ég vil ekki útiloka orkufrek-
an iðnað og þar með slika hag-
nýtingu innlendra orkulinda i ein-
hverjum mæli, en það verður að
vera með skýrum fyrirvara um,
að við höfum hliðstæð tök á þeim
atvinnurekstri og á hefðbundnum
atvinnuvegum landsmanna.
Auðvitað hljótum við að draga að
þekkingu erlendis frá i sambandi
við þá þróun, ekki siður en i
öðrum atvinnugreinum.
Við eigum eftir að hagnýta
orkulindir okkar i mun rikari
mæli en nú er til stuðnings hinum
hefðbundnu atvinnugreinumog
iðnaði sem byggir á innlendum
hráefnum. Það er orkufrekur iðn-
aður af sliku tagi sem ég tel að
hljóti að hafa forgang, jafnframt
þvi sem við vinnum að þvi að
verða sjálfum okkur nóg um
orkugjafa.
Það vegur nú að heita má.salt,
sú orka sem flutt er til landsins i
formi oliu og orkan sem fæst hér
innanlands úr fallvötnum og jarð-
hita, og er þá miðað við hráorku.
Það er stórt verkefni að ná þvi
marki að þjóðin verði sjálfri sér
nóg á þessu sviði, einnig um elds-
neyti, og slikt er þvi miður ekki
enn i sjónmáli. Oti við sjónhring-
inn sjþst þó möguleikar serr breytt
gætu þessu dæmí, hvort sein um
er að ræða metanol (tréspiritus)
sem framieitt væri með raforku
eða vetni sem unnið væri i krafti
jarðvarma. Innlendir visinda-
menn hafa að unanförnu vakið
rækilega athygli á hugsanlegri
þróun i þessa átt og ég tel að
okkur beri að fylgjast þar vel
með, svo mikið sem verið getur i
húfi fyrir okkur i framtiðinni i
þessum efnum.
I heimi þar sem orka er að
verða æ dýrari og knappari
auðlind er gott að vera
tslendingur, en við þurfum þá_
einnig að gæta þess að bjóða hana
ekki fala hugsunarlitið þótt veifað
sé erlendum gjaldmiðli og lofað
gulli og grænum skogum i samfé-
lagi fjölþjóðahringa.
—h
iM,' 'i'i.'vi’O vi.', .
SuniiHdagur 8. október 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7
italskur lögreglumaöur með birgðir af fölskum kasettum.
Belgia; plötufalsarar hafa hent hluta af framleiðsiu sinni á öskuhauga
á flótta.
Sjóræningjar er
gera út á tónlist
Ekki alls fyrir löngu braust lög-
regla inn i hús eitt i útjaðri itölsku
borgarinnar Bergamo. Þar komu
þeir að húseigandanum, Franco
Galimberti, og fimmtán sam-
starfsmönnum hans, sem voru
önnum kafnir við að spila tónlist
inn á ódýrar segulbandspólur.
Þarna fundust miklar birgðir af
svonefndri sjóræningjatóniist.
Margskonar tæknilegar fram-
farir i prentverki og hljóm-
flutningsbúnaði hafa ýtt undir
starfsemi af þessari tegund. Að-
ferðirnar eru fremur einfaldar.
Teknar eru ljósmyndir af kápu
Pjetur & Úlfarnir
„PLATAÐIR”
Hó! Eddi, halló, þader O
Pjetur og
Ulfarnir
,,plataðir”
Ný hljómplata er komin á
markaðinn, mjóskifan „Pjetur
og (Jlfarnir plataðir” og hefur aö
geyma fjögur lög i flutningi
þeirra Kristjáns V. Sigurmunds-
sonar, Kjartans C. Ólafssonar
(blaðamaður tekurenga ábyrgö á
b-imurn).
A plötuumslaginu segir að
Pjetur og Úlfarnir hafi verið
plataðir I Hljóðrita i júni 1978.
Upptökumenn: Tony Cook og
Garðar Hahsen. öll réttindi eru
áskilin og útgefandi er Festi,
Grindavik.
Hér er örlítið sýnishorn af
textagerð þeirra félaga:
Neysluþjóðfélagsins þegnar
þenja kviö og sperra stél
vilja að allur heimur heyri
hvað þeir prumpa listavel...
Pjetur og Úlfarnir munu Vera
fyrrverandi og núverandi
nemendur MH, en eru allir við
tónlistarnám og telja sig alvar-
lega tónlistarmenn. Einn þeirra,
Pétur Jónasson, er nýfarinn til
Mexico I gitarnám.
segulbandskasettu og nýjar
kápur fjölfaldaðar eftir negativi.
Tónlistin er spiluð af gæðaspólu
yfir á ódýra spólu frá Hong Kong
og siðan seld sem fyrsta flokks
vara væri með göfugum firma-
nöfnum á kasettunni. Það er
nokkru flóknara aö falsa plötur,
platan sem verið er aö stela er
tekin upp á tónband, siðan þarf
nokkra kunnáttu i efnafræði og
meðferð rafeindatækja til að búa
til nýtt mót sem plötur eru steypt-
ar eftir. Plötuumslagið er falsað
með svipuðum hætti og kápan á
kasettunni sem fyrr segir.
Tóngæðin eru mjög misjöfn á
þessum sjóræningjaútgáfum af
margskonar tónlist, en atvinnu-
menn segja, að þjófarnir fari nú
langt með að framleiða jafngóðar
plötur og virt plötufirmu.
Hagnaður af þessum sérkenni-
lega ránskap er gifurlegur . Að
visu verða sjóræningjarnir að
bjóða vöru sina I verslanir á
lægra verði en aðrir. En þeir
borga enga skatta, þeir þurfa
sáralitinn og ódýran útbúnað, og
að sjálfsögðu borga þeir ekki
grænan eyri höfundum tónlistar,
texta né heldur flytjendum.
Talið er að útgáfur af þessu tagi
séu seldaná ári hverju i Vestur-
Þýskalandi einu fyrir sem svarar
8,5 miljörðum króna. Mikið af
varningnum verður til erlendis;
til dæmis fannst ekki alls fyrir
löngu leynileg verksmiðja I
Belgiu sem hafði smyglað inn I
Þýskaland tugum þúsunda af
plötum. Oft kemur varningurinn
frá ítaliu og er útbúinn með ágæt-
um skilrikjum sem fullkomlega
eðlilegur italskur iðnvarningur.
1 Bandarikjunum og viðar er
taliö að á ári hverju sé
sjóræningjatónlist seld fyrir sem
svarar 34 miljörðum króna; I þvi
landi er allt stórt i sniöum og þar
hefur blóð runniö eftir slóðum
tveggja hópa tónlistarþjófa sem
tókst ekki að skipta með sér
áhrifasvæöum. A ttaliu er talið að
60% af öllum spólum sem i gangi
eru séu falsaðar.