Þjóðviljinn - 08.10.1978, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 08.10.1978, Blaðsíða 6
6 S4ÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 8. október 1978 Stjórnmál á sunnudegi „Sérstæðir náttúrukostir Auðlindir landsins, rann- sóknir á þeim, varðveisla þeirra til skipulegrar hag- nýtingar og samanburður á núverandi atvinnuvegum landsmanna við það munstur sem alhliða auðlindanýting miðað viö getu landsmanna sjálfra gæti gefið, — hugleiðingar um þetta var efni þess viðtalssem Þjóðviljinn bað náttúrufræðinginn Hjörleif Guttormsson iðnaðarráð- herra að veíta blaðinu. Þrátt fyrir hversdagslegar annir i ráðuneyti sinu við úrlausn aðkallandi verk- efna á sviði iðnaðar- og orkumála gaf Hjörleifur sér tima til að ræða við blaðamann um þessi efni. Hér er um mál að tefla sem fljóttá litiðeru í reynd nátengd kjarnanum í stjórnmálaþrætu nútímans á islandí: vilja og þrótti Islendinga til að stýra sjálfir sínum eigin búskap. — Úrtölumenn varðandi mögu- leika þess að tslendingar móti atvinnuþróun sina af eigin ramm- leik vilja stundum telja okkur trú um að tsland sé auðlindasnautt land. Hvað viltu segja um það? — 1 sambandi við þróun at- vinnulifsins þarf i rikari mæli en gert hefur verið að taka tillit til þeirra auðlir.da sem við ráðum yfir og lita á nýtingarkosti þeirra i heild og innbyrðis samhengi. Annars vegar eru auðlindir sem endurnýja sig — lifrænar auðlindir — og verkefnið er að ná þeim upp, svo að þær verði sem arðgæfastar i framtiðinni. Að hinu leytinu erum við svo heppin að hafa auðlindir sem ekki gengur á þótt hagnýttar séu, þar sem er mestur hluti orku- lindanna, en á þær má lita sem óþrjótandi þótt takmarkaðar séu að magni. Auðlindirnar I þessu tvennu, lifrænu auðlindunum og orkulindunum, felst sérstaða og möguleikar islensks þjóðarbúskapur umfram það sem er hjá öðrum þjóðum, sem búa við mildara loftslag en að mörgu leyti þrengri þróunar- grundvöll fyrir sitt atvinnulif. Verkefni okkar framvegis hlýtur að vera að reyna að byggja at- vinnurekstur i landinu upp þannig að tekið sé tillit til þessara kosta i samhengi og hann byggður upp innan ramma viðtækrar þjóð- hagsáætlupar. — Liggur fyrir næg vitneskja um auðlindir landsins? — Það þarf miklu fyllri upplýsingar um auðlindir okkar i heild en nú er, og enn fremur þarf að koma á stjórnun á hagnýtingu auðlindanna svo að það markmið i þróun atvinnulifsins náist sem ég fyrr drap á. Við allar hér að lútandi rannsóknir þarf að sam- ræma gagnasöfnun sem best; ég held að rannsóknarstarfsemi okkar sé almennt of sundurvirk þannig að það fjármagn sem til hennar er varið nýtist ekki sem skyldi. 1 þessu sambandi er vert að vekja athygli á kafla i samstarfs- lýsingu stjórnarflokkanna (3.14 umhverfismál) þar sem vikið er að nauðsyn endurbóta á stjórn- sýslu og löggjöf um skipu- lagsmál. Staðreyndin er sú að skipulagsmál hafa verið skilin alveg ótrúlega þröngum skilningi hérlendis til þessa; það þarf ekki annað en lita til Norðurlanda þar sem farið er að samþætta hag- ræna áætlunargerð og land- nýtingar skipulag. Hér er freistandi að nefna — fyrir utan þann stóra þátt sem snýr að hafsvæðum við landið — að senn rennur út timi svo- kallaðrar þjóðargjafar frá 1974, en hún átti að vera liður i þvi að við bættum i einhverju fyrir ániðslu okkar á landið. Ekki efast ég um að hluti þjóðargjafarinnar hafi komið f góðar þarfir, en eigi að siður tel ég nauðsynlegt að endur- meta árangurinn á gagnrýninn hátt, jafnframt þvi sem tryggt verði eðlilegt framhald. Það segir sig sjálft að til litils er að gera 5 ára áætlun um landvernd og slá siðan striki undir allt saman að þeim tima liðnum. — Hvernig á að vera háttað samspili einstakra atvinnugreina i atvinnuþróuninni? — Ef gengið er i uppbyggingu atvinnulifsins út frá þeim grund- velli sem ég hefi hér nefnt, tel ég að vænta megi þess að athafnalif i landinu fái þjóðhagslegan farveg og draga muni úr þeirri alvar- legu og á margan hátt óæskilegu togstreitu sem hér virðist viðgangast milli einstakra at- vinnugreina. Það virðist iðulega vera tilfinningaatriði, og jafnvel trúaratriði fyrir mönnum að einn atvinnuvegurinn sé öðrum fremri eða eigi meiri rétt á sér án þess að slikt sé stutt frambærilegum rökum. Að visu er ekkert óeðlilegt við það að menn tengist ákveðinni iðju traustum böndum i gegnum uppeldi og störfj slikt er raunar aðeins af hinu góða; en i þessu þarf að vera bærilegur sveigjan- leiki sem tryggi eðlilega tilfærslu i atvinnulifi landsmanna út frá hagrænum forsendum og með til- lití til nýtingarkosta. Þar á skóla- kerfi og uppeldi að sjálfsögðu hlutverki að gegna; verkmenntun og viðhorf til starfa þurfa að koma inn i myndina á allt annan hátt er verið hefur i okkar rigskorðaða og rykfallna skóla- kerfi. Sjórinn Ef litið er á ný til auðlinda- grunnsins, er engum blöðum um það að fletta að sjávarútvegurinn á að vera framvegis sem hingað til meginburðarás og auðsupp- spretta i atvinnulifinu ásamt þeim iðnaði sem á honum byggist og við hann tengist. Þar eru fjöl- margir og raunar óteljandi kostir sem ekki hafa ' verið nýttir til þessa svo sem á sviði úrvinnslu og fullvinnslu sjávarafurða: vel má minna á það hvernig við nán- ast köstum á glæ dýrmætum hrá- efnum eins og slógi sem byggja mætti á lifefnavinnslu og nýtingu af öðru tagi. Fiskirækt, ekki aðeins i ferskvatni heldur einnig i sjó innfjarða og etv. i tengslum við jarðvarma, er á algeru byrjunarstigi en gæti orðið drjúgt búsilag viða um land. Landið — Og ef við nú horfum til landsins... — Þróunarkostir i sambandi við landbúnað eru á sama hátt fjölbreyttir. Þar þarf að koma til ræktunarbúskapur i mun rikari mæli en verið hefir samhliða fjöl- þættari búgreinum sem uppfyllt geti i miklu rikari mæli en nú er þarfir innanlandsmarkaðar og i vissum tilvikum verið undirstaða útflutnings. í sambandi við rækt- unina kemur i hug hin knýjandi þörf að ná upp arðgæfum og þolnum innlendum grasstofnum til að bægja frá þeirri geigvæn- legu hættu og áföllum sem islenskir bændur geta oröið fyrir af túnakali en einnig þurfa slikir stofnar að koma til við uppgræðslu úthaga og örfoka svæða. Að meginstofni hljótum við að byggja landbúnaðinn upp miðað við innanlandsþarfir, og þar þarf að koma til mun meiri aðlögun að breyttum neysluvenjum og sveigjanleiki gagnvart markaði en verið hefir, þótt vel hafi verið unnið i vissum greinum eins og ostagerð getur vefið dæmi um. Ég man vel þá dagá þegar ekki voru til nema tvær gerðir af osti á islenskum markaði, mysuostur og mjólkurostur og raunar heimatilbúið i minum átthögum, en nú getum við boðið hverjum sem er upp á þokkalegt ostaborð. Hins vegar munu vissir þættir i landbúnaðarframleiðslunni verða hér eftir sem hingað til og væntanlega i vaxandi mæli óhjá- kvæmileg undirstaða útflutnings- iðnaðar. Þar gildir ekki sist að þróa þá kosti sem sérstæðir eru fyrir okkur, ma. hvað hráefni snertir og má þar benda á islensku ullina sem dæmi. Annað dæmi eru islensk loðskinn unnin úr gærum. Hugur og hönd — Getur þetta séríslenska orðið okkur til ávinnings á fleiri sviðum? — Ég held . að á sviði iðnaðar —fyrirutan fiskiðnaðinn — skipti það miklu meira máli en menn hafa almennt gert sér grein fyrir til þess að byggja á þvi sem skapað getur okkur sérstöðu á er- lendum markaði vegna þess að það sé ótvirætt islenskt. Þar kemur til auk hráefna sú iðn- hönnun sem byggir á innlendri menningararfleifð, bæði úr dyngju húsmóðurinnar og smiðju bóndans, en að sjálfsögðu kunnáttusamlega útfærð á nútiðarvisu. Ekki óskyldur þáttur þótt af öðrum toga sé spunninn er is- lenskt hugvit, þróun verk- kunnáttu og verkmenningar, sem geri okkur kleift að hagnýta þá kosti sem bjóðast og fylla upp i ný svið. Slikir þættir þurfa helst að tengjast innanlandsþörfum sem ákveðinni undirstöðu, en geta i ýmsum greinum náð fótfestu sem samkeppnishæfur út- flutningsiðnaður. Dæmi um þetta er veiðarfæragerð og ýmislegt það sem tengist okkar sjávar- útvegi, þar með talinn rafeinda búnaður i fiskiskip og þau flóknu tæki sem notuð eru við nútima veiðiskap, en geta fyrr en varir vaxið út til annarra átta. Ekki get ég skilist svo við iðnað tengdan sjávarútvegi að ég minni ekki á skipasmiðaiðnaðinn sem er nú þegar mikilvægur þáttur i islensku atvinnulifi en á að geta eflst verulega ef rétt er á haldið. Þar er um að ræða nýsmiði alls konar skipa, auk nauðsynlegs viðhalds, en mikið verkefni er að færa þessa starfsemi inn i landið. VARÚÐ, HÆTTA, ENN SKAL ORT, ALLT SKAL FÆRT ÚR SKORÐUM! fjumut Þórarinn Eldjárn í Disneyrímum er fjallaö um Walt Disney (1901 hans og,störf fyrir og eftir dauöann. Myndskreytt af Sigrúnu Eldjárn. Bræóraborgarstíg 16 Síml 12923-19156 1966), Iff

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.