Þjóðviljinn - 08.10.1978, Blaðsíða 23
Sunnudagur 8. október 1978 MÓÐVILJINN — SIÐA> 23
Umsjón:
Vilborg
Dagbjartsdóttir
Palli og Gróa i Alftártungu meft alla hundana slna. Þeir heita:
Lappi, Sámur, DIli og Polli.
Gítargrip
Kompan fékk gott bréf
frá Hrefnu Jónsdóttur, 12
ára. Hrefna á heima á
Króksf jarðarnesi. Ann-
ars staðar á síðunni er
utanáskrift hennar, því
hana langar til að skrif-
ast á við einhvern með lik
áhugamál. Kompan
mjög gjarnan verða
þess að hjálpa ykkur
að eignast vini; þess
vegna eigið þið að leita til
hennar, ef ykkur langar
til að eignast pennavin.
Hrefna segir líka, að
einu sinni hafi verið í
Sunnudagsblaði Þjóðvilj-
ans birt gítargrip við vin-
sæl dægurljóð. Hún sakn-
ar þessa þáttar úr blaðinu
okkar og fer þess á leit
vill
til
til
við Kompuna að hún velji
gítargrip við vinsæla
söngtexta.
Því miðurer umsjónar-
maður Kompunnar ekki
fær um þetta, en ósk
Hrefnu er komið á fram-
færi við ritstjórn blaðs-
ins. Loks væri gaman að
fá fréttir af krökkunum
á Króksf jarðarnesi. Hvað
eru margir krakkar í
skólanum þar? Hvernig
er félagslífið, eru starf-
andi íþróttafélög? Eru
oft böll og skemmtanir
fyrir unglingana?
Kompan vonast eftir
fréttabréfi frá Króks-
fjarðarnesi. Helsteiga að
fylgja þvf myndir og
teikningar.
Tinna
ara
Páfagaukurinn hennar Tinnu. Hann heitir Diddí.
Hún skrif aði naf nið hans á myndina sem hún teiknaði
af honum. Diddí er grænn úndúlati það er latína og
þýðir „sá bylgjótt", því hann hefur sérkenni-
lega gáróttan fiðurham, stendur í Stóru f uglabókinni.
Þar er lagt til að kalla þessa tegund gára. Það segir
ennfremur: „Hann er útbreiddasti búrfuglinn. Mjög
félagslyndur og þó má hafa einn f ugl stakan í búri, ef
honum er aðeins því meira sinnt, því hann hef ur yndi
af f élagsskap við menn, og með því að sýna honum á-
huga er auðvelt að kenna honum mannamál." Tinna
var nefnilega með áhyggjur af því að hann væri einn,
en það gerir ekkert til, því hún hugsar svo vel um
hann.
Tinna er fimm ára, en
hún verður sex ára 13.
mars. Hún á heima í
stórri blokk í stúdenta-
garði í Gautaborg í Sví-
þjóð. ■ Mamma hennar
var í listaskóla þar, en
þeim fannst svo gott að
eiga heima á stúdenta-
garðinum að þær ætla að
halda áfram að búa þar
dálítið lengur, þó
mamma Tinnu hafi lokið
skólanáminu. Tinna er
líka í skóla. Það er
músíkskóli, þar sem hún
lærir að spila og syngja
og dansa. Svo er hún á
dagheimili. Hún er auð-
vitað á stóru deildinni.
Þar eru 12 krakkar. Það
eru líka margir krakkar á
litlu deildinni, en þau
læra auðvitað minna en
stóru krakkarnir. Tinna
er eini íslenski krakkinn á
barnaheimilinu, en í
Gautaborg eru mörg
islensk börn, t.d. á
islenskur strákur heima í
sömu blokk og Tinna.
Tinna gleymir þvf ekki
að hún er íslendingur.
Hún talar fallega
íslensku. Hún á líka
margar segulbands-
snældur með íslenskum
sögum. Hún hlustar mikið
á þær.
I sumar var hún á
Islandi í heimsókn, þá var
hún um tíma í sveit á bæ
sem heitir Álftártunga á
Mýrum. Þar fannst henni
gaman að vera. Þar var
gott og skemmtilegt fólk
og mörg dýr. Tinna teikn-
aði mynd af hjónunum í
Álftártungu.
Þetta er blokkin sem Tinna
á heima i.
Svör viö
verölauna-
getraun
Þær Ásdis Geirsdóttir,
Þúfubarði 2, Hafnarfirði
og Hrefna Jónsdóttir,
Mýrartungu 2, Króks-
fjarðarnesi, Austur-
Barðastrandarsýslu
sendu svör við verðlauna-
getrauninni. Báðar sendu
þær sömu ráðningu á gát-
unni, ekki alveg rétta, en
þar mun slæmri teikningu
liklega um að kenna. Það
sem átti að vera bolla
sýndist þeim vera steinn.
Utanáskriftin á bréfinu
var:
Hr. skipstjóri
Bolli Bollason
Suðurvör 5
240 Grindavík.
Þær fá báðar bók frá
Kompunni, þó þær skrif-
uðu Steinsson í sta^inn
fyrir Bollason. Gátan var
kannski of þung? Hvað
finnst ykkur um svona
gátur?
Hvað stendur i hjartanuV
Þetta hjarta var teiknað með rauðri krít á vegginn
skólaportinu. Hvað heitir strákurinn, sem teiknaði
það? Hvað heitir stelpan sem hann er skotinn í?
Skrifaðu nöfnin þeirra í reitina hérna fyrir neðan
Stjarna
Klippimyndin heitir
„Stjarna" og er eftir um-
sjónarmann Kompunnar,
af því enginn krakki
mátti vera að því að
klippa mynd handa
Kompunni. Allir krakkar
hafa svo mikiö að gera
núna, þegar skólinn er
nýbyrjaður. Kannski
hafa sumir líka verið í
berjamó í haust. Gaman
væri að f rétta af því. Það
var víst sérlega gott
berjaár núna.