Þjóðviljinn - 08.10.1978, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 08.10.1978, Blaðsíða 13
12 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 8. október 1978 f ’• f i' > * , Sunnudagur 8. október 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 TVÆR SMÁSÖGUR EFTIR ERLENDA MEISTARA Helgafell gefur út smásagnasafnið „UR FORUM FYRRI u eftir ýmsa erlenda rithöfunda 19. aldar r í bókmenntakynningu Þjóðviljans á væntanlegum bókum á haustmarkaði/ verður I betta sinn f jallað um smásagnasafnið „Úr fórum fyrrialda", sem Helgafell gefur út á næstunni. Valdar hafa verið tvær sögur úr bókinni, Karen eftir norska rithöfundinn Alexander L. Kielland (1849-1906) og Maðurinn, sem barðist við ketti eftir Mark Twain (1835 — 1910), sem hét þó réttu nafni Samuel Langhorne Clemens. „Hinn aðfengni soguforði Innan skamms sendir bókaiít- gáfan Helgafell frá sér smá- sagnasafnib „Ur fórum fyrri alda”. Er hér um aö ræöa þýddarsmásögur eftir heimsfræg skáld 19. aldar svo sem Edgar Allan Poe, H.C. Andersen, Leo Tolstoj, August Blanche, Mark Twain, Björnstjerne Björnson og Guy de Maupassant, svo einhverjir séu nefndir. lslensku þýðendurnir eru heldur ekki af iakara taginu: Benedikt Grlfndal, Bertel E. Ó. Þorleifsson, Björn Jónsson, Brynjúlfur Kúld, Hannes Hafstein, Jón Ólafsson, Matthias Jochumsson, Steingrimur Thorsteinsson, Þorgils Gjallandi og Þorsteinn Erlingsson. Alls eru 15 sögur I bókinni. Kristján Albertsson, sem annast hefur út- gáfuna segir m.a. I formála: ,,0ft er til þess vitnað aö maðurinn lifi ekki á einu saman brauði. Eitt af þvi sem hann þarfnast er — sögur. Þegar skáld 19. aldar höfðu með ljóðum sinum gerbreytt kveðskaparsmekk þjöðar vorrar, og þó ekki hvað sizt þungur áfellisdómur Jónasar Hallgrims- sonar um rimur Sigurðar Breiðfjörðs, og gengi rimnanna tók óöum að hnigna, unz heita mátti aö þær lognuðust út af meö öliu, þá hefur þjóðinni vafalitiö fundizt sem hún hefði, þrátt fyrir það sem unnist hafði, misst spón úr askinum sinum svo um munaði. Æfintýralegar frásögur rimnanna höfðu löngum verið ein mesta dægrastytting og upp- lyfting frá einmanaleik, striti og vetrarríki út um dreiföar by ggöir hins fámenna lands. Hvernig yröi þjóðinni bættur hinn tilfinnarúegi missir, svoað kvöldvökur hennar yrðu ekki dauflegri en verið hafði á blómatimum rlmnanna? Islenzk skáldsagnagerö hefst að nýju eftir margra alda hlé, en fer sér hægt. Aöeins örfdir skálda leggja rækt við þessa endurvöktu bókmenntagrein. Lætur nærri aö telja megi á fingrum annarrar handar þau skáld sem fram til siðustu aldamóta höfðu auðgaö þjóð sina að frumsömdum sögum sem fengur þætti að — og mest af þvi stuttar frdsögur. En þeir sem réöu blöðum og timaritum hafa snemma skilið að fátt var betur þegið af þjóðinni en nýjar sögur, og eins hitt, að svo sem áður hafði veriö um rimurnar fto vel á að efni væri sótt utan úr heimi.Og ekkert varö órækari vottur um söguhungur þjóðarinnar á þessari nýju ritöld en hið tiltölulega riflega rúm sem blöðogtimaritvörðu til birtingar þýddra skáldsagna, og þó framan af mestmegnis lengri eða skemmri smdsagna. Sögurnar voru eðlilega misjafnar að gæðum, en samt yfirleitt mikil viðleitni að kynna öndvegisskáld samtimans eftir þvi sem tök voruá, og að vanda tii þýðinga — enda lögöu ýmsir af snillingum tungunnar hér hönd aö verki. Þannig varð þessi aðfengni söguforði önnur aöalundirstaða i andlegri næringu þjóðarinnar, ásamt innlendum skáldskap — og má segja að svo hafi staðið fram yfir aldamót. Viö sem vorum ungir snemma á öldinni munum hve þýddar sögur i blööum og Umaritum voru mikill og ómetan- legur þáttur i andlegu lifi þeirra tima, en auðvitaö ekki hvaö sizt æskunnni, og öllum þeim sem ekki lásu nein útlend mál. Sögur þær sem valizt hafa i þessa sýnisbók eru misjafnar aö skáldlegu gildi, enda skal þvi ekki neitað að sumar hafi hvað mest notið málfars á þýðingunni. Þvi auk þess að forða frá gleymsku ágætum sögum sem birtust i blöðum og ritum sem nú eru i fæstra höndum, er þessari bók ætlað að gefa hugmynd um merkilegt skeið i þróun Islenzks sögumálsá nýrri timum. Hvernig kom islenzkan fyrir og hvers var hún megnug þegar ýmsir þeir sem mest höfðu vald á máli tóku að beita henni að nýju til þýðinga á erlendum sagnaskáldsk p — eftir að fimm alda hléhafði orðiö i þeirrigrein ritlistar, oghin tigna, auðuga tunga var i ýmsu orðin mál þjóðar sem bjó við fá- tæklegri innri sem ytri kjör en allar aðrar skyldar þjóöir, og fá- breytilegra hugsanalif? Þeirri spurning er þessu sögu- safni ætlað að svara eftir þvi sem föng eru á i ekki stærra riti, o g er það von mín að margt i þvi svari muni þykja tungu vorri til sæmdar, og snillingum hennar á frumbýlingsárum nýrri tima bók- mennta á Islandi.” MARK TWAIN: Maðurinn, sem barðist við ketti EINU SINNI um nýársleyti, þeg- ar fátt bar til tiðinda oc viö vorum i hraki með efni, setti ég i blaðið frásögu um það, að maður nokkur i 14. umdæmi i borginni hefði skreiðst út á þakið á húsi sinu, i- klæddur nærskyrtunni einni sam- an, og vopnaður gömlum stig- vélagörmum, til þess að reka nokkra breima ketti á flótta, gat ég þess ennfremur, hversu maðurinn hefði elt kettina yfir þökin á einum fimmtán til tuttugu búsum, og um það, er hann villtist á þakgíuggum og fór inn um þak- glugga á skökku húsi, er hann ætlaði heim til sin, hversu hann kom von bráðara heldur hraðfara upp um þann glugga aftur og ann- ar maður á eftir honum, og loks- ins sagöi ég frá þvi, hversu hann 'sá gamla árið liða út, meðan hann lá I fylgsni bak viö reykháf og lög- regluþjónarnir skutu á hann með skammbyssum neðan af strætinu, þar til er birti af degi. Þaö var auðvitað ekki eitt satt orð i allri þessari sögu, en það sem til höfuökappans i sögunni kemur, þá skulum við segja ég hafi kallað hann Jón, þó að ég nú satt að segja nefndi hann nú öðru nafni þá. En áfram með söguna! Eitthvað hálfum mánuði siðar — hver rekst þá inn um dyrnar hjá mér nema maður með svo stillilegum einfeldnissvip að ég fékkhreina virðingu fyrir honum. Hann sagði að hann héti Jón, og að hann ætti heima i fjórtándu borgardeild og það einmitt i slikri húsaröð, sem lýst hefði veriö, og þar sem hann þar að auki væri sá eini Jón i 14. borgardeild, þá fyndi hann köllun hjá sér til að geta þess, aö öll þessi saga væri ósvífinn uppspuni og argasta lygi. „Varið þér yöur nú Jón! ” sagði ég og hvessti augun á þetta fok- vonda gamla dýr. „Varið yður nú á, hvaö þér segið! Þetta má sanna með vottum! Dettur yður sannarlega i hug að segja mér, að þér hafið aldrei nokkru sinni i nærskyrtu rekiö ketti á flótta með gömlu stigvélunum yðar uppi á húsþakinu yðar?” „Aldrei!” mælti Jón, „aldrei á æfi minni! Ég hefi aldrei verið uppi á þaki i nærskyrtunni”. „Þaðhefir heldur aldrei nokk- ur maður sagt. Það gæti þó and* skotann ekki komið neinum til hugar að fara að bera yður á brýn, aö þér gengjuð meö þak i nærskyrtunni. Það væri þó allt of ótrúlegt — alveg óðs manns æði! ” „Égáviöaöfrásaga yöarhér I blaðinu um það, að ég hafi kastað stigvélunum minum upp á þak á eftir köttum — hún er alveg til- hæfulaus.” „Þaöhefir aldrei staöiö i blaö- inu, Jón. Hefði ég borið yður það á brýn, að þér hefðuö kastað upp stigvélunum, þá hefði hver maður gert að mér háð og spott, þvi að sérhver mannlega vera hefði óð- ara séð, að slik uppköst voru óhugsandi að öllu náttúrulegu eðli.” „Og hvern djöfulinn!” sagði Jón. „Það sem éger að reyna að gjöra yður skiljanlegt, er, að ég hefi aldrei farið að elta ketti á nærskyrtunni.” „Það skil ég meir en vel; og ég vil aðeins bæta þeirri ósk við: ég vona, Jón minn góður, að þér finnið aldrei ketti i nærskyrtunni yöar, hversu gaman sem yður annars kann að þykja að eltast við ketti — já, hvað það snertir aldrei i nærbuxunum yðar heldur!” „Nei, takið þér nú einu sinni eftir!” sagði Jón og reyndi að sitja á sér. „Þér hafiö sagt, að ég hafi farið út á þekju, eftir að ég var búinn að klæða mig úr öllum minum fötum nema skyrtunni, til að eltast við einhverja ketti.” .,Ég hef alls ekki skrifaö eitt orói þá átt, aðþað hafi veriö iþvi skyni, að þér höfðuð afklætt yður öllu nema nærskyrtunni yðar, það stendur heldur ekki eitt orð um það i blaðinu, að það hafi verið yðarskyrta, sem þér voruð i,- mér er ekkert það kunnugt, er veriðgetiþvf til fyrirstöðu.að það hafi verið einhver skyrtan lands- höfðingjans, sem þér voruð i.” „Og að ég hafi rekið á flótta þessa ketti með stigvélum.” „Hvaö er þetta, maöur? Ketti með stigvélum?! Ég hefi alls ekki talaö um ketti með stigvélum.” „Þér vitið vel, hvað ég á við!” sagði Jón, og var nú heldur en ekki farið að siga i hann; „þér vitiö vel, aö ég hefi aldrei nokk- urn tima verið aö eltast við að rekaketti á flótta á þekjunni, með gömlum stigvélum i nærskyrt- unni.” „Jón minn góður[ Ef þér getið sýntmér nokkurs sfaöar i blaðinu að það standi eitt orð um, að það sé borið upp á yöur, að þér hafið vafið gömlu stigvélin yðar i nær- skyrtuna yðar, þá skuldbind ég mig til, að skrifa að minnsta kosti fjögra dálka langa afsökun og forlátsbón, og að reisa á minn kostnaö minnisvarða á legstað yðar, þegar yðar hérvistar dög- um er lokið. Það er persónuleg sannfæring min, að þér hafið aldrei gjört yður sekan i slikri heimsku.” „Ó, andskotinn taki allar yðar hártoganir!” öskraöi Jón. „Ég legg þar við drengskap minn, að allur þessi þvættingur um, aö ég hafi kastað stigvélum á eftir köttum, oghafi hafst við alla nótt- ina uppi á þekju og hallast upp að reykháf tilaöhalda á mér hita, er helber andskotans lygi.” Mark Twain „En til hvers skollans hefðuö þér eiginlega þurft aö hallast upp að reykháfnum, ef þaö var ekki einmitt til þess að halda á yður hita?” „En ég hallaðist hreint ekki upp að honum! Ég sá alls ekki gamla árið liða út af þakinu á húsi minu i skjóli bak við reykháfinn eða bak við nokkurn skapaðan hlut ann- an.” „Nei, takið þér nú sönsum, Jón minn! Það er þó allt ofhlægilegt, að koma meö það, að ég hafi látið mérþaðum munn fara um gamla árið, að það hafi liðið út af þakinu á húsinu yöar, og að það hafi leit- að sér skjóls á bak við reykháf- inn. Mér hefir ekki komið til hug- ar, að drótta slikum barnaskap að gamla árinu. Hvenær hefi ég gjört það? Verið þér nú sann- gjarn, Jón. Nei, þér verðið að játa, aö þér hafið rangt fyrir yð- ur.” „Nei, nú er nóg komið!” grenjaði Jón óður og uppvægur, „en það skuluð þér samt vita, að ég hefi aldrei farið niður um skakka þakgluggann minn, og að lögregluþjónarnir hafa aldrei skotið á mig. Það er allt bölvuð lygi! Ég lá grafkyrr og hreyfingarlaus i ruminu alla þá nótt. Þér skuluð afturkalla það allt saman; annars stefni ég yður fyrir ósannan óhróður! Fari’ i helviti, ef ég gjöri annað.” Og að svo mæltu þeyttist ráö- vendnisskepnan Jón eins og djöf- ulsins eldibrandur ofan stigann. Jón Ólafsson þýddi (Iðunn 1885) V æntan- legar bækur á haust- markaði Einu sinni var kvenmaður á Krarúpsbauk, sem Karen hét. Hún gekk ein um allan beina, þvi kona gestgjafans var þvínær allan liðlangan daginn að leita að lyklunum sínum. Og það var heldur en ekki mannkvæmt þar á staðnum. Þegar rökkva fór á haustkvöldum komu þar saman menn úr grenndinni, og sátu I gestastofunni, og fengu sér eitt- hvað vott, svona rétt hinsegin, upp úr þurru eins og gengur, en auk þess komu lika ferðamenn og vegfarendur þrammandi inn i stofuna bláir og blásnir, til þess að fá sér eitthvað volgt I kropp- inn, sem gæti treint i þeim tóruna til næsta bæjar. En hún Karen litla gat samt sinntþessu öllu saman, þó að hún hefði hægtum sig.og færiaðengu óðslega. Hún var grönn og smávaxin — barnung, alvarleg og fátöluð, svo að kaupfarendur gátu ekkert gaman af henni haft. En ráðsettir menn, sem fóru á bauk i alvöru, og þótti gott að fá kaffið sitt fljótt og brennandi heitt, þeir höfðu þvi meiri mætur á Karenu. Og þegar hún var aö smeygja sér áfram milli gestanna með fjölina sina, þá viku þunglamalegu vaðmáls- kallarnir til hliðar, og það óvana- lega fljótt, þeir lofuðu henni að komast, og samræöan datt sem snöggvast niður, þvi að allir þurftu að horfa eftir henni, hún var svo notalega snotur. Karen var svo eygð, að það var að sjá eins og stóru gráu augun gjörðu hvorttveggja i einu, að horfa á eitthvaö, og þó langar leiðir fram hjá þvi, og hún var sperrbrýnd, eins og hún væri hissa. Þess vegna héldu þeir sem ókunnugir voru, að henni væri ekki vel ljóst, hvaö þeir væru að biöja um. En hún skildi vel og skjátlaðist ekki. Það var aðeins eitthvað undarlegt við hana samt sem áður, — eins og hún væri að hyggja aö einhverju langt i burtu — eða hlusta — eða biða — eða væri i draumi. Vindurinn kom vestanað yfir lágar sléttur. Hannhafði verið að velta löngum og þungum öldum yfir Vesturhafið, hafði nú steypt sér inn yfir ströndina saltur og suddavotur. En i háu sandhólun- um með langa marhálminum var hann orðinn þurr og þungur af sandi,ogenda farinnaö þreytast, svo þaðgjörði ekki betur en hann gæti skellt upp huröunum að úthýsinu viö Krarúpsbauk, þegar þangað kom. En upp hrukku þær, og vindur- inn fyllti húsið, og braust inn um eldhúsdyrnar, sem stóðu i hálfa gátt. Og loks varð svo mikill loft- þrýstingurinn, að dyrnar hinu- megin á úthýsinu hrukku llka upp, og nú þaut vestanvindurinn sigri hrósandi gegnum þver hús- in, sveiflaði til og frá ljóskerinu, sem í bitanum hékk, tók húfuna af húskalli, og henti út i myrkrið, feykti ábreiðunum upp um haus á hestunum, og þeytti hvitri hænu niður af palli, og beint i vatns- trogið. Og haninn hóf upp garg mikið, húskarl bölvaði, hæsnin örguðu, og fólkið i eldhúsinu ætl- aði að kafna úr svælu. Hestarnir ókyrrðust og slógu eld úr steingólfinu, og jafnvel endurnar, sem höfðu troðist fast upp að jöt- unni, til þess að verða fyrstar til að ná þeim komum, sem kynnu aö detta, þegar farið væri að gefa, fóru aö garga, og þarna brunaði vindurinn i gegnum með afskap- legum gauragangi, þangað til nokkrir piltar komu úr stofu, ýttu herðum að huröum, og hrundu þeim aftur, en neistarnir flugu úr ALEXANDER L. KIELLAND: KAREN tóbakspipunum þeirra upp i skeggið á þeim. Eftir þessi þrekvirki vatt vindurinn sér niður I lyngið, þaut eftir djúpu jarðföllunum, og þreif heldur en ekki óþyrmilega i póst- vagninn, sem hann hitti hálfa milu vegar frá veitingastaðnum. „Fjandans ósköp liggur honum alltaf á, að komast á Krarúps- bauk,” sagði Andrés póstsveinn, ergilegur I rómnum, og gjörði smell með svipuólinni uppyfir hestunum, sem voru i einu löðri. Þvi að þetta var vist i tuttugasta skiptið, sem pósturinn hafði rennt niöur vagnrúðunni, og hrópað eitthvað til hans. Fyrst hafðihann verið að bjóða honum i bróðerni kaffi á veitingastaðnum, og „stjörnu” i það, meira að segja; en smámsaman fór að grynnka á góðmennskunni, og var hann farinn að skella niður rúðunni allómjúklega, og senda honum tóninn, og stinga að hon- um athugasemdum um hestana og þann sem hestunum stýrði, sem Andrési var harðla litil uppbygging eða þægð i að heyra. Én vindurinn straukst lágt með jörðunni, og stundi svo undarlega langan og þungan í þurru lyng- runnunum. Tungl var i fyllingu, en óð svo djúpt i skýjum, að þaö kastaöi aðeins ofurlitilli gráfölri glætu yfir náttmyrkrið. Bakvið veitingahúsið var svarðarmýrin með svörtum móhraukum og djúpum hættuleg- um gröfum. Og grasræma lá i bugðum inn á milli lyngbarðanna, rétt eins og þar væri vegur. En þaðvar ekki vegur, þvi aöræman lá beint út i eina svarðargröfina, sem var stærri en hinar, og dýpri lika. En á grasræmunni lá tóa marflöt, og beið bráöar, og hérinn hoppaði léttfættur yfir lyngið. Það var hægt fyrir skolia að giska á, að hérinn mundi ekki hlaupa langan svig, svona seint að kveldi. Hann stakk varlega mjóa trýninu upp, og gjörði áætl- un; slöan laumaðist hann aftur undan vindinum, til þess að finna sér hentugan stað svo að hann gæti séð,hvar hérinn lyki hringn- um, og legðist fyrir, og á meðan var hann, ákaflega ánægður með sjálfansig, aöhugsa um, hve ref- irnir alltaf væru að verða slungn- ari og slungnari, og hérarnir æ heimskari og heimskari. Það var óvanalega mikið að gjöra inni í veitingahúsinu, þvi að tveir kaupfarendur höfðu beðið um hérasteik. Þar við bættist, að gestgjafinn var ekki heima; hann var á uppboði, og húsfreyja var aldrei vön að eiga i öðru en eld- hússtörfum. En nú hittist svo hrapailega á, aö málafærslumað- urinn þurfti að finna gestgjafann, og með þvi hann var ekki heima, varö konan að taka við löngum skilaboðum og einkar áriðandi bréfi, og var hún gjörsamlega utan viö sig af öliu þessu. Við ofninn stóð ókunnugur maður i oliufótum, og var að biða eftir einni flösku af sódavatni. Fiskisaiar tveir höfðu þrisvar beðið um konjakk i kaffið sitt. Húskarlinn stóð með tómt ljós- ker, og beið eftir kerti, og langur og mjór sveitamaður fyigdi Karenu angistarlega með augun- um: hann átti að fá aftur 63 aura af krónu. En Karen gekk tiiogfrá, og fór að engu óöslega, og hijóp ekki á sig. Það varþóvarla viðað búast, að hún gæti botnað i öllu þessu. Það var eins og stóru augun og undrandi augabrýrnar væru al- teknar af eftirvæntingu eftir ein- hverju. Hún hélt höfðinu beinu og kyrru, eins og hún væri að gæta að sér, að láta ekki ruglast saman i þvi allt, sem húnþurfti aö hugsa. Blái baðmuUarkjólliiin hennar var orðinn henni of þröngur, svo að hálsmálið skarst litið átt inn, og gjörði dálitla fellingu á húðina, fyrir neðan hárið. „Þær eru svo skinnbjartar, stúlkurnar hérna,” sagði annar fisksalinn. Þeir voru unglings- menn báðir, ogtöluðuum Karenu eins og kallar, sem kynnu að dæma um þesskonar. Maður stóð við gluggann, leit á klukkuna og sagði: „Nú, hann kemur nokkuð snemma i kveld, pósturinn”. Skurk heyrðist i brústeinunum úti. Huröinni á útihýsinu var hrundið upp, og aftur hrikti i öll- um dyrum, og reykjargusum sló út úr ofnunum. Karen smeygði sér fram i eldhús, um leið og dyrunum var lokiðupp. Pósturinn kom inn, og bauð gott kvöld i bæinn. Hann var hávaxinn, og friður sýnum, svarteygur og höfuðlítill, hár og skegg dökkt og hrokkið. Hann var i stórri kápu úr blóð- rauöu „hákonunglegu” embættis- klæði, og lá út á axlir breiöur kragi úr hrokkinhærðu hund- skinni. 011 birtan frá báöum steinoliu- lömpunum, sem héngu yfir drykkjuborðinu sýndist kasta sér ástfangin yfir rauða litinn á káp- unni hans, sem var svo frábrugð- in öllu þvi gráa og svarta, sem varþar fyrir.Og þegar hann gekk fram, hár og þrekinn, með litla, lokkhærða höfuðiö, og breiða kragann og blóörauðu kápuna, varð hann eins og undur i litlu reykdökku veitingastofunni, svo friöur var hann og skrautlegur. Karen kom skjótt inn úr eldhús- inu meö fjölina sina. Hún var niðurlút, svo aðandlitið sástekki, og flýtti sér frá gesti til gests. Hérasteikina setti hún fyrir framan fisksalana, og færði siðan kaupfarendunum, sem sátu i stof- unni innaraf, eina sódavatns- flösku. Svo fékk hún volulega sveitamanninum tólgarljós, og um leið og hún skaust út aftur, laumaði hún 63 aurum i lófann á ókunnuga manninum, sem við ofninn stóð. Húsfreyja var vitaráöalaus. Reyndar hafði hún rekist á lykl- ana af tilviljun, ensvo rétt á eftir týnt bréfinu frá málafærslu- manninum, og nú var allt i veit- ingahúsinu i mesta uppnámi; Alexander L. Kietland enginn hafði fengið þaö sem hann átti að fá. Allir kölluðu hver sem betur gat. Kaupfarendurnir hringdu boröbjöilunni i sifellu, fisksalarnir ætluðu að springa af hlátri yfir héranum, sem lá eins og skata á fatinu fyrir framan þá. Volulegi sveitamaðurinn stjakaði viö húsfreyju með tólgarkerinu. Hann var á nálum um þessa 63 aura. Og það sem verst var við alla þessa sturlun, v»r það, að Karen var horfin. Andrés póstsveinn var sestur á vagnstjórasætið. Vinnudrengur- inn stóð búinn til aö opna hliðið. Ferðamönnunum inni i vagninum var farið að sárleiðast, og hestun- um lika, —þótt þeir ættu reyndar ekki til fagnaðar að flýta sér, og vindurinn hriktioghvein gegnum úthýsið. Loksins kom pósturinn; þvi hans var beöið. Hann hélt á stóru kápunni á handleggnum, þegar hann kom aö vagninum, og sagði eitthvaö sér til afsökunar, að töf hefði orðiö. Birtan frá ljóskerinu féll i andlit honum, og var að sjá, sem honum væri mjög heitt; þaö lét hann sér líka brosandi um munn fara, um leið og hann fór i kápuna, og steig upp til vagn- stjórans. Hliði'ð var opnað, og póstvagn- inn valt skröltandi burt. Andrés lét hestana tölta hægt. Nú lá ekki lengur á. Hann var að smágjóta augunum til póstsins við hliðina á sér, sem enn sat brosandi, og lét vindinn þeyta til hárinu. Andrés póstsveinn brosti lika, eða öllu fremur kimdi. Hann fór að gruna margt. Vindurinn elti vagninn, þangað til bugða kom á veginn. Varp sér þvinæst aftur inneftir sléttunni, og blés og stundi svo undarlegan langan og þungan i þurru lyng- runnunum. Skolli kúrði á sinum stað, og hafði reiknað allt út i hörgul, — bráðum hlaut hérinn að koma. Inni i veitingastofunni var Karen loks komin i leitirnar aftur, og smám saman komst allt isamt lag. Volulegi sveitamaður- inn slapp við kertiö og fékk 63 aurana, og kaupfarendur réðust á steikina. Húsfreyja barmaði sér dálitið, en hún atyrti Karen aldrei; enginn lifandi maöur gat atyrt hana. Hún gekk aftur rólega til og frá, og fór að engu óðslega, og hinn viðkunnanlegi þokki, sem jafnan fylgdi henni breiddist aftur um hlýju hálfdimmu stof- una. En fisksalarnir, sem búnir voru að fá sér ekki eitt heldur tvö staup i kaffið, voru alveg hrifnir af henni. Hún var oröin rjóö i kinnum, og i andlitinu var eins og ofurlitill bjarmi af brosi, og þegar hún leit upp, fundu þeir titring i sér öllum saman. Hún varð þess áskynja, að þeir horfðu á hana, og fór þá þegar inn i stofuna, þar sem kaupfarendurnir sátu að snæðingi, og fór að þurrka skeiöar viö brytaborðið. „Tókuð þér eftir póstinum,” sagði annar þeirra. „Nei, ég sá hann aöeins i svip. Hann fór vist þegar i staö út aftur,” svaraði hinn með fuilan munninn af mat. „Þaö er skratti laglegur maður. Ég þekki hann, og hef enda dansaö i veislunni háns”. „Svo — er hann kvongaður?” „Já, það gæti nú skeð! Konan hanser i Limavik; ég trúi þau eigi tvokrakka. Hún er dóttir greifans I Úlstrúp; ég ienti þar brúökaupskveldið. Það var skemmtileg nótt, skuluð þér vita!” Karenlagði frá sér skeiöarnar, og fór fram. Hún heyrði ekki það sem kaliað var til hennar i gesta- stofunni. Hún gekk gegnum garð- inn upp á herbergiö sitt, læsti að sér, og fór að iaga til i rúminu hálfmeðvitundarlaus. Augun stóðu stirð i myrkrinu; hún tók upp i höfuðið á sér, og fyrir brjóstið á sér, andvarpaði, — hún gat ekki skiliö — hún gat ekki skilið —. Þá heyröi hún húsmóður sina kaila með volæöislegum róm: „Karen, heilla Karen.” Hún hrökk saman, þaut út, út úr garð- inum, aftur fyrir húsið, út á heiöina. Grasræman litla bugðaðist I hálfskimunni inn á milli lyng- barðanna, eins og vegur; en þaö var ekki vegur; enginn mátti halda, aö þaö væri vegur, þvi aö ræman lá beint út i stóru svarðar- gröfina. Hérinn rauk upp, hann hafði heyrt skvett. Hann þaut áfram, einsog hann væri vitlaus, oglagði drjúgum undir sig. Hann hoppaði yfir lyngiö, ýmist i kuðung, meö fæturna undir sér og boginn hrygginn, eöa hann teygði úr sér, og varð ótrúlega langur. Hann var eins og þeytispjald. Skolli stakk upp hvassa trýn- inu, og góndi hissa á eftír héran- um. Hann hafði engan skvett heyrt, þvi hann kom skriðandi eftir djúpu jarðfalli, og þar eð hann vissi ekkert glappaskot upp á sig, gat hann ekkert skilið i hér - anum. Hann stóð lengi upp á endann, með stóra loðna skottiö i lynginu, og tók að hugleiða, hvort heldur mundi vera, aö hérunum væri farið að fara fram i hyggni, eða refunum aftur. Þegar vestanvindurinn hafði þotið langa leið, fór hann I norðr- ið; kom svo á austan og svo á sunnan, og loksins aftur vestan yfir hafið, varp sér inn yfir heiðina, og stundi svo undarlega langan og þungan i þurru lyng- runnunum. En þá vantaði tvö grá og undrandi augu á Krarúpsbauk, og bláan baðmullarkjól, sem oröinn var of þröngur. Og veit- ingakonan barði ser meira en nokkurntima áöur, hún skildi ekkert i' þessu, — enginn skildi neitt i þvi, — nema Andrés póst- sveinn — og einn annar. — En þegar gamalmenni ætl- uðu að gefa unglingum mjög al- varlega viövörun, byrjuðu þau oftast þannig: „Einu sinni var kvenmaður á Krarúpsbauk, sem Karen hét—.” Hannes Hafstein þýddi (Heimdallur 1884) \ | y|§

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.