Þjóðviljinn - 08.10.1978, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 08.10.1978, Blaðsíða 15
Sunnudagur 8. október 1978 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 15 fjörö, i svona meöaliagi góöu skapi. Svoleiöis var nefnilega, aö fjöl- skylda min,ásamt tengdamóöur, haföi ákveöiö ferð austur yfir Fjall á einn rófna akur, þar sem til boöa stóö einn poki af hverjum fjórum sem upp var skorinn. Eg er sólginn i rófur, og er ekki verr viö tengdamóöurina en svo, aö ferðin var tilhlökkunarefni. En feröin var aldrei farin, mest vegna andstööu veöurgúöa, og þess vegna var skapiö erriö. Raunar er þessi grein dæmi um þaö hvernig penninn (i þessu til- felli ritvélin) getur tekiö völdin, þvi ég ætlaöi raunar aö vekja athygli á þessari sérkennilegu byggð i Skerjafiröi, sem skorin er nær þvi alveg frá borginni meö þessum löngu flugbrautum, en nú er plássiö oröiö litiö eftir til þess að gera henni skil. Þarna ægir saman gömlu og nýju, eins og i kauptúni úti á landi. Þarna fær maður þessa til- finningu fyrir eölilegri þróun, sem svo viöa vantar i borgar- hverfi Reykjavikur. Og i huga mér vaknar þessi forboöna kennd sem okkur er sagt aö sé rót alls ills, öfundin. Ég öfúndaöi þessa, sem áttu sér hús þarna á fjöru- kambinum. En það voru ekki Iburöarmiklir steinkassarnir eöa ensku herragarösmublurnar i stássstofunum sem vöktu þessa óttalegu kennd, heldur feguröin. Feguröin sem forréttindin og Myndirnar efst á siðunni eru kannski ekki beinlinis teknar i Skerjafiröi, heldur nálægt Lambhól, en sýna þó vel hugblæ haustsins á þessum slóöum. gróðinn haföi fært þeim útvöldu i hendur í þessu tilviki. Fegurð fjörunnar. Þaö eru forréttindi aö mega á hverjum morgni vakna viö sjávarhljóö og fuglagarg og mega aö kveldi ganga til hvilu i næsta nágrenni viö fegursta sól- setur á Islandi. En kannski kunna þeir ekkert aö meta þetta. Slik dýrö er vist ekki einhlit til fróun- ar velferöarsálum nútima. Þarna á einum besta staö i öllu borgar- landinu býr maður sem nýlega mæddist i málavafstri viö samfé- lagiö og löngum blaðaskrifum útaf bilskúr náungans sem skyggði á sólina. Sá yröi órór á taugum ef þyrfti aö búa við það samfélag sem fúngerar i háhýsa- hverfum borgarinnar, þar sem fólkið býr og hefur útsýn aðeins til glugga náungans og leita veröur gaumgæfilega aö smugu fyrir sólargeislana að smjúga um • steinsteypugöng til jarðar. Hérna hefur gamla byggöin» veriö svo tiliitssöm aö teygja sig hvergi aö fjörunni, heldur skilja eftir allbreiða ræmu, sem hefur svo komið hinum nýríku til góöa, enda er nú nær óslitin röö glæsi- halla á fjörukambinum. Svo mik- iö hefur legiö á þegar gæðingarn- ir keyptu þessar lóðir aö ekki var beöið eftir skipulagi, enda standa sum húsanna svo lágt að þau komust ekki i samband við hol- ræsakerfi samborgaranna og hafa þvi hvert um sig sérstakt frárennsli i sjó. Þetta mun vera nálægt hámarki sjálfstæöisins. Ekki get ég skiliö viö þetta hverfi svo aö minnast ekki á nokkur hús sem standa i þyrpingu vestarlega i hverfinu. Þau eru hvitmáluö meö torfþök. Eitt þeirra ber nafnið Reynistaöur og er ýkjulaust fegursta hús i gjörvallri borginni, fegun a en öll húsin i Skildinganesi og Gnitanesi til samans og standa þó nokkrir löglegir skúrar þar. Ibúar þessa borgarhverfis, sem á striðsárunum var nær einangr- aö komust liklega næst þvi islenskra manna aö lifa stríö. Þarna var félagshyggja fólks rómuö fyrrum, en nú hefur tiöar- andinn sjálfsagt breytt þvi. Þarna rikir einhver heillandi blær, hræringur þess, sem maöur elskar og hins, sem maöur hatar. Viö vitum aö myndefninu er varpaö á filmuna gegnum lins- una. i þessum kafla ætlum viö aö kynna okkur hina ýmsu eig- inleika linsna. Tvær meiri háttar upplýs- ingar um linsuna (cru yfirleitt skráöar á hana) eru brennividd (Focal Length) hennar (i milli- metrum) og stærsta ljósop (Maximum Aperature þ.e. f- talan). Brennividdin ákvarðar stærö myndefnisins á filmuna og segir til um gleidd hennar. 1 kvik- myndun er 22 gr horn talið eöli- legt (normal). Þetta er þrengra horn en i ljósmyndun, en þaö auöveldar aðskilnaö myndefnis frá bakgrunni og gefur betri nærmyndir af andlitum. Eðlileg brennivídd 1 S-8 (Super-8 og Single-8) næst 22 gr. horn með linsu sem hefur brennividdina 15 mm og AUGA ✓ i þessum þrem þáttum eru æfingarnar miðaðar við kyrrstæða vél. Þetta er ekki gert til að auka sölu á þríf ótum ! Það er gert til þess að undirstrika að þó svo kvikmyndin hreyfist er ekki nauðsynlegt að hreyfa vélina. Augu okkar eru á sífelldu iði allan daginn. Þau hvarf la f rá einhverju sem vakið hef ur áhuga okkar að einhverju öðru sem við sjáum. Það er mjög f reistandi að leika þetta eftir þegar við höf um töku- vélina fyrir auganu — en það er vanalega fyrsta skyssan sem við gerum. I fjórða þætti verður rætt um hreyfingar vélar- innar og hvaða hreyfing er best í hverju einstöku tilfelli. VELARINNAR er þvi kölluö normal-linsa. Normal linsa atvinnumanna (16 mm) er 25mm linsa. Undir ýmsum kringumstæð- um, svo sem i inni- og lands- lagsmyndatöku, er oft betra að nota gleiðara (viðara) töku- horn, þ.e. linsu með styttri brennividd. Þessar linsur nefn- um við gleið- eða viðlinsur (wide-angles). Stysta brennividd á almenn- um markaði er tvisvar sinnum gleiðari en normallinsan, 7 eöa jafnvel 6 mm. Ef ekki er hægt að komast eins nálægt myndefninu og ósk- að er, er notuð fjær-linsa (tele- photo). Fjarlinsur (eöa fjar- lægöarlinsur) draga myndefniö nær og hafa þvi lengri brenni- vidd. Fjærlinsur sem „stækka” þrefalt eða fjórfalt hafa brennividdina 45-60 mm. Zoom- hreyiilinsur Með nokkrum undantekning- um á dýrari enda skalans eru linsur allra S-8 véla fastar við vélina og eru hreyfilinsur (zoom-linsur). Það þýöir að hægt er að breyta brennividd linsunnar. Verð vélanna fer oft- ast eftir þvi hversu mikiö hægt er að breyta brennividdinni. Þess vegna eru linsur ódýrari véla með stuttum brennividd- um, t.d. 2:1 (tvöföldun brenni- viddar t.d. 10-20 mm) eöa frá meðal gleiðlinsu og aöeins fram yfir normal. Aðeins dýrari vél gæti verið 3:1 (9-27 mm eöa 11- 33 mm) og ef við höldum áfram: 4:1 (19-36 mm), 5:1 (8-40 mm), 6:1 (7-42 mm), 8:1 (7-56 mm eða 8-64 mm) og upp i 10:1 (7-70 mm). Tilraunalinsur 20:1 (7-140 mm) og jafnvel’30:l (6- 180 mm) hafa verið kynntar i prótótypum (eitt eintak til). Hreyfilinsan gerir notandan- %m kleift aö velja þá brennividd sem hann óskar án þess að hreyfa sig úr stað. Einnig er hægt að breyta brennividdinni á meðan á töku stendur (zooma). Þá litur út fyrir aö vélin sé að nálgast eöa fjarlægjast myndefniö. Ahrifin eru þó ekki alveg hin sömu og væri vélin á keyrslu (tracking), þvi á keyrslu breytist fjarviddin (perspektifiö), en meö zoomi breytist þaö ekki. Nær og fjær Ef við notum fjærlinsu eöa mikinn aðdrátt hreyfilinsu til aö kvikmynda mannveru sem stendur fyrir framan hús eöa fjöll f fjarska, mun bakgrunnur- inn viröast nær okkur en hann er i rauninni. Þetta er hægt að nota til að ná fram vissum áhrifum: bak- grunnurinn verður yfirþyrm- andi og þrengir aö mannver- unni. Gleiðlinsan hefur öfug áhrif. Fjarviddin ýkist og sýnist meiri en hún er. Mannveran okkar -y gnæfir nú yfir umhverfið (bak- grunninn). Stundum getur gleiðlinsan af- skræmt myndefnið. Beinar lin- ur sýnast bognar og andlit verða stórnefjuð og smáeyrð. Imynd- aðu þér frekari áhrif og hvernig má nota þau. Fjærlinsur ýkja mistur og hitauppstreymi sem kann að vera á milli vélar og myndefnis. Fjarlægðin gerir fjöllin blá og filmuna lika vegna mikillar tvistrunar bláu og útfjólubláu geislanna. Ef birtan er næg gæti minna ljósop hjálpað eitt- hvað upp á sakirnar; eins má notast við gul- eða bleikasiur sem ná blámanum i burtu en litið er hægt aö gera viö skarp- leikatapinu af tvistran ljóssins. En einmitt vegna þessara eiginleika er hægt aö ná fram ýktum áhrifum, t.d. hitaupp- streymi af malbiki sem fram- kallar hillingar. Fjarvídd Hingaö til hefur veriö gengiö út frá kyrrum hlutum. En brennividdin hefur einnig áhrif á hluti sem hreyfast að eða frá vélinni. Við höfum öll séð myndskeiö þar sem iþróttamenn koma hlaupandi á móti vélinni en viröast ekkert komast áfram. Þannig myndskeið eru tekin með mjög þröngum linsum (mjög mikill brennividd), svo hraði kappanna ,,á ákveðnum” tima er aöeins brot af fjarlægö þeirra frá vélinni. Ef gleiðlinsa væri notuð á svipað myndskeið, yrðu allar hreyfingar að og frá vélinni mun hraðar: en raunverulega, vegna ýktrar fjarviddar. Þessi áhrif koma að góöum notum. Ef viö ætlum aö sýna leikarann okkar á hlaupum að flýja einhverja hættu, gætum við notaö fjærlinsu. Leikarinn hlypi eins og hann ætti lif sitt aö leysa en kæmist ekki úr sporun- um. Ahorfandinn myndi álita að sá sem elti væri að ná honum. Bilar i eltingaleik viröast aka mun hraðar ef þannig mynd- skeiö eru tekin með gleiðlinsu, hvort heldur séð utanfrá eða innan úr bilnum og út. A þessu má sjá aö hægt er aö nota hreyfilinsuna i annað en zooma. Flestir áhugamenn of- bjóða zoominu (trumbu-áhrif) og þar með áhorfendum sinum svo þá flökrar. Ef menn vilja nota zoom, veröur að gera þaö i réttum myndskeiöum og mjög hægt. Sérstaklega á véldrifiö zoom það til að byrja og stööva hastarlega. Þvi er betra að handstýra þvi og æfa sig i aö láta zoomiö „deyja út” á „báö- um endum”. Sem dæmi um zoom-mynd- skeið: Andlit leikarans sést fyrst, siðan er zoomað hægt frá og hann stendur á brúnni yfir öxará á Þingvöllum. Næsta myndskeið yrði siöan þaö sem hann sér. e.t.v. á hægu pani (pan, sjá stöðugleika). Stöðugleiki Hreyfist vélin i töku með fjar- lægðarlinsu, ýkjast hreyfing- arnar mjög mikið vegna smæð- ar myndefnisins. Þvi er nauð- synlegt að hafa vélina eins kyrra (stöðuga) og unnt er. Þaö er algjörlega vonlaust verk að halda á vélinni og ætla að taka á fullu zoomi eða allt að tvisvar sinnum normal (ca. 30 mm zoom). Best er að nota þri- fót, þó notast megi við nærtæk- an vegg, stein, bekk, borð eða þess háttar fyrir einstök mynd- skeið. Einfótungur kemur i veg fyrir upp/niður hreyfingar en þá eru það hliðarhreyfingarnar. Ef þú heldur á vélinni skaltu hafa hana stillta á stuttar brennividdir (litið zoom), þrýsta olnbogunum þétt að sið- unum eða styöja þá á eitthvaö stöðugt. Standa aöeins gleið- fættur. Það hjálpar lika að anda ekki rétt á meðan tekiö er. Sama máli gegnir þegar tekið er á ferð (út úr bil) að nota gleitt horn sem mýkir hristinginn og billinn virðist aka hraðar. Þegar panaö (pan er hliðar- hreyfingar) er á þrifæti með íjærlinsu, ýkist hver smáhreyf- ing, einnig i tilti (upp/niður). Panið má heidur ekki vera of hratt þvi þá hristist myndin fram og aftur á tjaldinu. Ástæð- an er sú að vélin hefur færst hraðar en lokarinn nær að taka nóg af myndum til að tengja saman i mjúka hreyfingu: það bókstaflega vantar myndir i atriðið. Þvi verður að pana hægar eftir þvi sem brennividd- in er lengri. Þetta á þó ekki við þegar panað er með hlut/veru á hreyfingu, þá má bakgrunnur- inn renna út i strik. Einnig þarf að gæta að pani með gleiðlinsu, einkum ef tekin er mynd af húsi eða þ.h., þar sem mismunurinn á fjarlægð frá miðju myndefnis og jöörum þess, fær húsið til að breyta um lögun á meðan vélin færist. Þetta má lika nota til að ná fram vissum áhrifum. Stærsta ljósop Stærsta ljósop gefur til kynna hvað viö getum kvikmyndað i litilli birtu. 1 siðasta þætti var minnst á að f-talan er fundin meö þvi að deila „stærsta ljós- opinu” upp i brennividdina. Þvi stærra sem ljósopið er þvi meira ljós kemst i gegnum lins- una og þvi lægri f-tala. Stærsta ljósop var lengi f/1,8

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.