Þjóðviljinn - 08.10.1978, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 08.10.1978, Blaðsíða 9
Sunnudagur 8. október 1978 ÞJÓDVILJINN SIÐA 9 Somoza — fjölskylda hans hefur „átt” Nicaragua I meira en fjörtlu ár. Fyrir nokkrum dögum lauk til- raun til að steypa einhverjum ill- ræmdasta einræðisherra Rómönsku Ameriku, Somoza, en fjölskylda hans hefur stjórnað Nicaragua eins og privateign i meira en 40 ár. 7500 manna þjóð- varðlið Somoza hefur gengið fram af mikillihörku og þrátt fyr- ir stranga fréttaritskoðun hafa frá þessu snauða landi borist frá- sagnir af víðtækum fjöldaaftök- um ekki aðeins á þeim sem tóku þátt i uppreisninni,heldur virðast þrælvopnaðir liðsmenn Somoza einnig hafa beitt geðþóttamorð- um óspart til að skelfa fólk i þeim plássum sem uppreisnarmenn höfðu um tima á valdi sinu. Víðtæk andstaða Fréttaskýrendum ber saman um að andstaðan gegn Somoza i Nicaragua sé afar viðtæk. Til- raunin til að koma einræðisherr- anum á kaldan klaka fól i sér bæði allsherjarverkfall, sem um tima tókst svovelað 70-80% fyrirtækja voru lokuð, og svo vopnaða bar- áttu. Hinar viðtæku aðgerðir byggðu á þvi, að skapast höfðu tengslá milli róttækrar þjóðfrels- ishreyfingar Sandinista svo- nefndra og borgaralegra afla — allt var betra en Somoza, eða eins og franska blaöið Le Monde kemstað orði: Það var ekki einu sinni hægt að finna i landinu bis- nessmann sem ekki vildi að ein- ræðisherrann færi frá. Hlédrægni Carters Við þessar aðstæður beindist athygli manna eðlilega mjög að bandariskum stjórnvöldum. Full- trúar borgaralegrar stjórnarand- stöðu i landinu reyndu eftir bestu getu að fá Carter forseta til að þvinga Somoza til að segja af sér og beittu fyrir sig Samtökum Amerikurikja til að knýja fram þá kröfu. Bandariska vikublaðið j Newsweek hefur það eftir einum hinna „hófsömu” borgara, að „Bandarikin hafa haldið Somoza | við völd. Eina leiðin til að Banda- rikjamenn kvitti fyrir þá synd er að þeir stuðli að ihlutun af þessu tagi. Annars kemur til mikils blóðbaðs”. Þetta var sagt meðan bardagar milli stjórnarliða og stjórnarandstæöinga voru nýlega hafnir. En Bandarikjastjórn hef- ur forðast eftir föngum aö taka skýra afstöðu i málinu, þótt hún hafi látið i ljósi loðin ummæli um að hún vildi miðla málum, um- mæli sem ekki hafa hið minnsta dregið úr ábyrgð Bandarikjanna á þvi sem gerst hefur. Um þetta segir Le Monde þann 23. september: Þaö verður að benda á það, að Bandarikin gerðu ekkert til að stöðva slátrunina meðan enn var timi til og enda þótt að sjá mætti fyrir framferði Þjóðvarðliðanna. Fáein hikandi hvatningarorð um röð og reglu og varfærin og siðbúin samþykkt Samtaka Amerikurikja mun ekki stöðva fjöldamorð á fólki af hálfu böðla forseta þeirra. Einræðis- herrann hefði verið mjög ber- skjaldaður fyrir þvi, að með öllu hefði verið tekiö fyrir bandariska aðstoö, fyrir stöðvun á vopna- sendingum og ótviræðri fordæm- ingu á blóösuguaðferðum stjórn- valda. Meö þvi að neita að taka ákvöröun hefur Carter forseti spillt fyrir þvi að menn geti tekið trúanlega afstöðu þá til mann- réttinda sem hann hefur oft lýst yfir”. Þeir höfðu grætt mikið Le Monde veltir fyrir sér ástæö- um fyrir þögn Carters og kemst a/ eríendum veitvangi Ljós slokkna aftur 1 Nicaragua Uppreisnin hófst með þvi að skæruliðum tókst að fá allmarga pólitiska fanga úr haldi seint i ágúst. að þeirri niðurstöðu, að sígild kommúnistahræðsla valdi hann og ráðgjafar hans hafi að sönnu að, að andstaðan gegn Somoza er viðtæk, en svo laustengd, að inn- an tiðar hefðu Sandinistar ráðið ferðinni, og þeir hafi alltof sterk- ar taugar til Kúbu Af sömu ætt eru vangaveltur blaðsins um að dóminókenningin fræga sé enn að vef jast fyrir Carter — hann hugsi sem svo, að ef Bandarikin láti forseta Nicaragua falla, þá mundi það hafa hinar alvarleg- ustu afleiðingarí grannrikjunum, Honduras, Guatemala og Salva- dor. En hvað sem liður þessum eða öðrum vangaveltum, segir Le Monde getur ekkert losað Banda- rikin undan ábyrgð á þeim skelfi- legu tiðindum sem gerst hafa í Nicaragua — „Abyrgðin er þeim mun meiri, sem þau sjálf hafa skapað það ástand sem rikti i landinu. Það hefði ekki verið ihlutun um innanrikismál að breyta þvi ástandi heldur væri slik viðleitni i mesta lagi leiðrétt- ing á alvarlegum sögulegum mis- rétti, sem þjóð Nicaragua hefúr greitt fyrir alltof dýru verði og fjöldi bandariskra fyrirtækja hef- ur grætt alltof mikið á.” Peningar og vopn Það er ekki nema von að Le Monde taki svo til orða. Það eru Bandarikin sem hafa kostaö, þjálfað og útbúið það lið, sem nú hefur nýlokið fjöldamorðum i Nicaragua. A timabilinu 1950-76 hafa Bandarikin þjálfað alls 5160 hermenn frá Nicaragua, en i hernum eru rúmlega sjö þúsundir manna alls. A árunum 1970-75 voru 303 liðsforingjar og aðrir yf- irmenn þjálfaðir i sérskólum bandariska hersins i Panama, og námið fyrst og fremst fólgið i aðferðum til að bæla niður skæruhernað jafnt I borg sem sveit. Einnig núna er óþekktur fjöldi nemenda frá Nicaragua skráður i skóla þennan. 1 beina hernaðaraðstoð hef- ur Nicaragua fengið á þrjátiu árum um 40 miljónir dollara sem er veruleg upphæð fyrir svo litið land. Vopn hersins eru mestan part bandarisk. Fyrir tveim ár- um samþykkti bandariska þingiö reyndar að stöðva gjafastraum- inn til lögregluliðs einræðisherra Rómönsku Ameriku. Engu að sið- ur fékk Nicaragua á fjárhagsár- unum 1976 og 1977 niu miljónir dala i aðstoð. Svo er nefnilega mál með vexti aö þjóðvarðliðið er allt i senn — lögregla og her. I fyrra reyndi Somoza að gleðja Carter með þvi að afnema herlög sem höfðu verið i gildi i mörg ár. Þá fékk hann hálfa þriðju miljón dollara i hernaðaraðstoð, en var synjaðum efnahagsaðstoð. I mai siðastliðnum fékk hann svo 12 miljónir dollarai efnahagsaðstoð, en hernaðaraðstoðin (sama upp- hæö og i fyrra) var „fryst” þar til slðar. Hlaupið undir bagga Somoza situr áfram — og Bandarikin bera ábyrgð á þvi, eins og þau hafa boriö ábyrgð á blóöugum valdaferli Somozaætt- arinnar i meira en fjörtiu ár. Margar borgir og bæir eru i rúst- um, efnahagslifið einnig — þeir sem fjármagni ráða hafa ekki mikla trú á þeirri framtið sem Somoza ræður, eins og sjá má af þvi, að á undanförnum þrem mánuöum hefur f járflótti úr land- inu numið 40 miljónum dollara. Það eina sem hressir einræðis- herrann nú eru fregnir um að Al- þjóöagjaldeyrissjóöurinn, sem Bandarikin ráða miklu um, ætli að hlaupa undir bagga og styðja áformum SOmiljóndollara lán til Nicaragua, á fé þetta aö hressa upp á efnahaginn. Vopnup uppreisn Atburðirnir í Nicaragua biða ýtarlegri úttektar. Þeir vekja og upp spurningar um þann vanda sem nú er mestur á vegi andstæð- inga fasiskra og hálffasiskra stjórna i Rómönsku Amerfku. Stjórnir þessar hafa það mikinn og nýtískulegan vopnabúnað, að það sýnast harla litlar likur á að vopnuð uppreisn heppnist — nema þá að slik uppreisn njóti viðtæks stuðnings utanfrá. Og hver á að veita slikan stuðning i heimshluta, þar sem hinn banda- riski risi er vanur að sjá komm- únistasamsæri i svotil hverri andófshreyfingu og beita efna- hagslegum og hernaðarlegum mætti sinum eftir þvi? Það dugði ekki að ungir menn i Nicaragua öxluðu riffil fjölskyld- unnar og gengu þúsundum saman til liðs við uppreisnarmenn, sem eitthvað meiri reynslu höfðu. Meðan flugvélar Somoza, sér- staklega útbúnartil að berjast við skæruliða, gátu timum seunan hringsólað yfir frelsuöum bæjum og dembt yfir þá kúlnaregni og eldflaugum. Vigstaða er hrika- lega ójöfn. Og um leið er Nicara- gua eitt þeirra landa, þar sem frelsisvinum eru bönnuð önnur ráð en að gripa til vopna. AB.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.