Þjóðviljinn - 08.10.1978, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 08.10.1978, Blaðsíða 24
DIÚÐVIUINN Siumudagur 8. október 1978 Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9-21 manudaga til föstu daga, kl. 9-12 1 laugardögum og sunnudögum. Utan þessa tlma er h«gt að ná I blaðamenn og aðra sUrfs menn blaðsins I þessum slmum: Ritstjórn 81382, «1527 81297 og 81285, Utbreiosia 81482 og Blaðaprent »134«. rT7 Skipholti 1», R. i BUOIF simi 2S8M, (3 llmH-r-"*.!^ , Verslið í sérverslun með lita$jónvörp og hlfómtœki JOHANN J.E. KULP: Landnám Jakobsens á Jan Mayen 19114912 Styrkir það réttarstöðu Norðmanna í sjónvarpsþætti Magnúsar Torfa Ölafs- sonar 2. okt. um landhelgi islands gagnvart Jan Mayen þótti mér á skorta, að saga eyjarinnar væri rakin á þessari öld, og þess landnáms getið sem þar fór fram á árunum 1911- 1912 og sem mun hafa staðið yfir í nokkur ár, máske til endaloka fyrri heimstyrjaldarinnar. Norðmaður að nafni Jakobsen ásamt syni sinuni nam Jan Mayen sér til eignar á fyrr- Jóhann J. E Kúld. greindum árum. Hann byggði hús á eyjunni og stóð þar að meiri mannvirkjagerð. Búseta hans á Jan Mayen stóð yfir i mörg ár óslitið án þess að hann kæmi til Noregs. Jakobsen gerði samning við útgerð selfangara i Noregi sem flutti honum vistir einu sinni á áriog flutti til baka framleiðslu hans sem voru loðskinn. Á þessum árum var geysilega mikið af pólarref á Jan Mayen og varð Jakobsen rikur maður á veru sinni þar. Svo gerist það næst i sögu Jan Mayen 1937 eða 1938 að Jakobsen býður Norska rikinu að selja þvi Jan Mayen. Rikisstjórn Noregs svaraði þvi til, að norska rikið ætti e'yjuna og þyrfti þvi ekki að kaupa hana. Á þessum tima var norska rikið búið að stofnsetja veðurathugunarstöð á Jan Mayen og starfrækti hana árið um kring. Þeir veðurathugunarmenn höfðu eitthvað raskað mannvirkjum sem Jakobsen átti á eyjunni og krafðist hann skaðabóta af norska rikinu af þeim sökum, en ég held að þeirri kröfu hafi þá ekkiverið sinnt. Eftir þessar við- tökur sneri Jakobsen sér til Sovétrikjanna og býst til að selja þeim Jan Mayen. En þeir höfðu ekki áhuga á þvi að kaupa, þar sem þeir töldu eyjuna heyra undir yfirráö Noregs. Þegar hér var komið sögu, þá höfðaði Jakobsen mál-á hendur norska ríkinu, fyrir norskum dómstólum og krafðist að eignar- réttur sinn á Jan Mayen yrði viðurkenndur. Stuttu áður en siðari heimstyrjöldin braust út, kvað svo hæstiréttur Noregs upp þann dóm, að Jakobsen væfi lög- legur eigandi að Jan Mayen, innan norska rikisins, og grund- vallaðist dómurinn á löglegu landnámi á einskis manns landi, ásamt mannvirkjagerð og bUsetu á eyjunni um árabil. Um það hver telst nú löglegur eigandi að Jan Mayen er mér ekki kunnugt. En hafi ekki norska rikið keypt eyjuna eftir dóm hæstaréttar, þá gætu eigendur nú, verið erfingjar landnámsmanns- ins. A sildarárunum við Jan Mayen 1967 og 1968 þá kom það mikið á dagskrá i Noregi að byggja höfn á Jan Mayen fyrir norska fiskveiði- flotann, og mun þá hafnarstæði hafa verið athugað og áætlun gerð um slika höfn. En svo hagar til á eyjunni,að á suðurtagli hennar er gamall eldgigur stór um sig, fullur af sjó. Þetta sögðu norskir verkfræðingar, að væri sjálfgerð höfn þegar búið væri að sprengja innsiglingu inn i eldgiginn gegnum klettana sem aðskilur hann frá hafinu. Á siðustu árum hefur verið hljótt um Jan Mayen. En nú á þessu hausti þegar norsk loðnuveiðiskip fundu loðnu i hafinu nálægt Jan Mayen þá kom eyjan á dagskrá i norskum blöðum og kröfur komu fram um að stjórnvöld mörkuðu Noregi efnahagslögsögu út frá eyjunni. 1 siðari heimstyrjöldinni var norsk herstöð &_ Jan Mayen og voru þá vistir til norska hersins þar, fluttar frá~Reykjavik. Vegna mikilia setlaga sem fundist hafa á Jan Mayen hryggnum sérstaklega norðurhluta hans á sfðustu árum, þá gæti svo fariö ef þar fyndist gas eða olia i framtiðinni, að áhugi fyrir þessari afskekktu eyju i ishafínu yrði meiri, heldur en þegar Jakobsen nam þar land. Annars eru fiskiðmið i hafdýpinu á milli tslands og Jan Mayen, eða i hallanum beggja megin við dýpið Norðmönnum löngu kunn, sérstaklega skipstjórum hjá Sunn mæri. Þangað sóttu þeir stundum rigaþorsk á linu þegar komið var aö hausti. NU þegar Jan Mayen er komin á dagskrá sem mikils- verður staður bæði viðvikjandi loðnuveiðum i ishafinu svo og máske gas eða oliuvinnslu i fram- tiðítíhi, þá er spurningin þessi. Verður landnám norðmannsfífe Jakobsen fyrr á öldinni til þess að styrkja réttarstöðu norðmanna þegar efnahagslögsaga út frá Jan Mayen verður mörkuð af norskum stjórnvöldum? Jan Mayen er tignarleg og fögur af sjó að sjá jafnt að sumri til sem vetri, þegar siglt er að henni i heiðskiru veðri. En hún er llka oft hulin i þoku eins og drottning i álögum. Hið mikla eldfjall eyjarinnar rís á móti himni vitnandi um þá orku er skóp þessa fögru ishafseyju endur fyrir löngu. Eyjunni hallar frá Framhald á 22. siöu. Frá Jan Mayen.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.