Þjóðviljinn - 08.10.1978, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 08.10.1978, Blaðsíða 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 8. október 1978 BLÓTAÐ í FJÖRU Einhvern tímann í ár- daga gekk ein f jölskylda út úr því hagkerfi sem kennt hefur verið við aldingarð- inn Eden. Oljósar munn- mælasagnir herma að sú ákvörðun hafi ekki gengið alveg átakalaust fyrir sig. Þeim sem eftir voru hefur við fyrstu sýn f undist sem eitthvað spennandi væri að gerast hjá hinum burt- f luttu, og af þvi að ekki var búið að finna upp neins konar Berlínarmúra, urðu lyktir þær, að allir fóru og aldingarðurinn týndist og hefur aldrei fundist aftur þrátt fyrir nokkra við- leitni. Þróunin fór hægt af stað, en mi&aði þó örugglega að þvi, sem verða vildi. Kornhlöður voru reistar og fjármagnsflutningar hófust og menn tóku að eignast fleiri skyrtur en eina. Byrjað var- að gera út lestir úlfalda og telgja borö i burðarmikil skip og handiðnir blómguðust og kapitalisminn tók á sig æ fastara form, þótt hugtakið yrði ekki til fyrr en löngu siðar. Menn urðu æ duglegri að finna upp allskonar bráðnauðsynlega hluti og með til- komu hjólsins var afkoma kapitalismans tryggð um langa framtið, þótt grundvöllurinn væri fundinn fyrir löngu og gæti falist i þremur orðum: eftirsókn, ávinn- ingur, hégómi. Þvi aö allir hlutir eiga sér andhverfu og andhverfa riks manns er fátækur maður. Og riki maöurinn fékk sér þjóna og það urðu að vera trúir þjónar, þvi að þeirra verk var ekki að geyma talentur húsbónda sins vendilega og gæta þess að ekkert glataðist, heldur áttu þeir að framfylgja nýju lögmáli, sem hann hafði fundið upp, lögmáli vaxtagröö- ans. Og peningarnir fóru aö hlaða utaná sig. Hinir riku uröu rikari Reynistaður. t fjörunni viö Skildinganes. 1 iis og voldugri, en hinir fátæku fleiri. En vegna þess að enginn, jafnvel þótt hann sé rikur og volduigur, má við margnum, varð að vinna eitthvaðupp sem tryggt gæti hag- kerfið i sessi. Og lausnin kom. Hvort hún kom meðvitað, ómeð- vitað eða i bland er ekki gott að segja, en á fyrstu árum okkar timatals hafði þessi uppfinning náð fullkomnun og er svo mögnuð að öll viðleitni mannsandans og uppfinningar i gegnum aldirnar eru eins og tittlingaskitur i sam- anburði. Ot úr þessu grufli rika mannsins, ættarhöfðingjans, skipakóngsins, iðnjöfursins, lög- fræðingsins og læknisins og i eðli- legu samhengi við uppfinninguna miklu, hefur svo orðið til ein her- leg bók, sem er á köflum skemmtilegri en Grettis saga og betur skrifuð en Njála. A þessari bók byggist sú hagfræði sem við búum við: — Þú skalt ekki girnast hús náunga þins, konu, þræl, uxa asna, né nokkuð annað það sem náungi þinn á. Og skiptir i þessu sambandi engu máli þótt náungi þinn eigi mörg hús en þú ekkert, miklar kjötbirgðir og kornhlöður en þú ekki málungi matar. Og refsingarnar voru strangar og eru enn ef þessi siðfræði er brotin. Og i bókinni er siðfræðin og gömul hindurvitni látin styðja hagfræöina og kenna að sælt sé að vera fátækur, og að varast beri að breyta þjóðfélaginu hversu rangláttsem það er, þvi aö „Sjáir þú hinn snauða undirokaðan og að rétti og réttlæti er rænt i hérað- inu, þá furða þú þig ekki á þvi athæfi, þvi að hár vakir yfir háum og hinn hæsti yfir þeim öllum,” Rika manninum ber frelsi til að framfylgja refsingum og er til þess styrktur af boðorðum og sáttmálum, en hinn snauði lýður á að biða og þreyja þar til dómur- inn efsti færir þeim það réttlæti sem aldrei fékkst i jarðlifinu. Ég veit varla hvi ég fór að hugsa um allt þetta gamla torf s.l. sunnudag, sitjandi á steini i fjör- unni framan við glæsileg ein- býlishús hinna betur settu i Skild- inganesi og Gnitanesi við Skerja-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.