Þjóðviljinn - 08.10.1978, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 08.10.1978, Blaðsíða 18
18 SIOA — ÞJOÐVIIiMNN Sunnudagur 8. yktdbcr 1978 Kærleiksheimilið — Þaö versta viö aö veröa gamall er aö maöur fær ekkert nema föt f afmælisgjöf. i-0igutðar @%ákonardonm DANSKENNSLA í Reykjavik-Kópavogi-Hafnarfirði Innritun daglega kl. 10-12 og 1-7. Börn-unglingar-fullorðnir (pör eða.einst.). Nýútskrifaðir kennarar við skólann eru Niels Einarsson og Rakel Guðmundsdóttir Kennt m.a. eftir alþjóðadanskerfinu, einnig fyrir BRONS — SILFUR — GULL. ATHUGIÐ: ef hópar, svo sem félög eða klúbbar, hafa áhuga á að vera saman i timum, þá vinsamlega hafið samband sem allra fyrst. Síðasti innritunardagur] Danskennara samband íslands W Grindavík Umboðsmaður óskast til að annast dreif- ingu og innheimtu fyrir blaðið i Grindavik. Upplýsingar hjá umboðsmanni, simi 8320, eða hjá afgr. blaðsins i Reykjavik, simi 81333 ommumN laðberar óskast Grettisgata Miklabraut MOBUUmN Siðumúla 6. Simi 8 13 33 I rósa- garðinum Kvenmannslaus í kulda og trekki Og þegar viö spuröum hvort þeir yrðu aldrei ástfangnir brostu þeir fjarrænt og sögðu að með heimspekinni mætti hefja sálina upp yfir lygi tilfinninganna. Dagblaöiö. Guösriki býr hið innra meðoss. Steikarbúlurnar risa ekki upp úr eymdinni fyrr en eigendur og starfsfólk rækta meö sér virðingu fyrir mat og tilfinningu fyrir mat. Dagblaöiö. Mene, mene tekel... Gamalt máltæki segir: Þaö er ekki minni vandi að gæta fengins fjár en afla — og svo má segja um kjósendur. Alþýöublaöið. Sneitt aftan vinstra. Notar þú varaiit? ,,Ég geri það stundum. Til hvers? Bara til að merkja strákana. Ég man nú ekki hvað liturinn heitir i augnablikinu.” Visir spyr. Dans á rauðum rósum Að lokum var dansað til klukk- an rúmlega hálf eitt. Hljómsveit- in TRfÖ 72 hélt uppi ágætri stemmningu. Fyrsta dansatriöið tengdist mjög baráttu dagsins, var þá sunginn TRÖLLASLAG- UR HINN NÝI, og dansaður is- lenskur vikivaki við. Tröllaslagur fjallar um heimsvaldaásælni risaveldanna tveggja. Sýndi þetta atriði einkar vel, aö dans þarf ekki endilega að vera skrall, heldur má gæða hann pólitisku baráttuinnihaldi. Verkal|ðsblaöið Frjáls samkeppni Siðdegisblööin dýrari en morgunblöðin. Tfminn. Bæði og — og þó... Eru þingmenn Alþýðuflokksins i stjórn eða stjórnarandstöðu? Fyrirsögn i Dagblaðinu Ósvifiö tilræði við land- búnaðinn Einu lifandi kvikindin sem meö réttu áttu hörmungardag voru auövitað sláturlömbin. Þau áttu bágt með að þola dúndrandi erfi- drykkju mannfólksins eftir þau og það löngu áður en þeirra ævi var öll! þau höfðu ver- ið hrakin ásamt sinum nán- ustu úr grösugum sumar- högum, hlaupið i ofboði undan froöufellandi hundum og gangnamönnum um holt og hæðir allt til byggða. I réttinni beið þeirra það hlutskipti aö vera sýn- ingargripir. Þeim var þvælt fram og aftur um almenninginn, togaö i hornin og ullina, eyrun þvæld og þukluö, vöðvabyggingin athuguð með þéttingsföstu gripi niður i hrygginn og þeim siðan troðið inn i stappfulla dilka. Þar*purfti svo að biða og hanga timunum saman og hlusta á húsbændurna og réttarliöið syngja og ólátast. Og allur þessi gleðskapur virtist vera til kominn vegna þess aö nú nágl- aöist sá tími þegar Kiddi slátur- hússtjóri og liðssafnaður hans tekur til við að senda lömbin inn i eiliföina og breyta þeim I innmat, sviöahausa, niðurgreiddar kóti- lettur og lærissneiðar. Aumt er lifið lambanna á réttum. Tíminn Hann hlýtur að vera sænskur Afram með Dave Allen — burt með bresku þættina. Fyrirsögn iVIsi Brunnið hjarta, brengluð trú Nú eru vístöngvirfæddir I koti hér á landi, vegna þess að kotin eru horfin af yfirborðinu og öngvir búa i kotum i þess orðs merkingu. Kotungarnir tilheyra genginni kynslóð, og kotungs- bragurinn ætti aö vera horfinn meö öllu sem honum var áhang- andi. — En samt, þó kot væru og lifinu væri lifað þar við fátækt og kot- ungskjör, þá reyndi fólkið aö horfa i kringum sig og lita til lofts, þó sjónarhóllinn væri ekki hár, eins og Siguröur Sigurðsson frá Arnarholti oröaði það i þess- ari visu: 8 I.ágt er þetta litla kot, I léleg þykir stofan. I En héðan niá samt hafa not af himninum fyrir ofan. Sigurður sá fleira en kotin þegar hann tók sér ferð á hend- ur um landið og kvað um það eins og honum bauð i hug. Um Þingvelli kvað hann: Silkimjúkt er sólskins brosið, siifurtært er daggar baö. En hvergi hafa hjörtun frosið harðar en á þessum stað. Viö Goðafoss hefur hann num- ið staðar, kennt úðans úr fossin- um og kveðið: Goöafoss hér fékk ég koss fyrir mörgum árum. Var það kross eða var þaö hnoss, sem varð þar oss að tárum? Svo hefur Siguröur farið i kvikmyndahús og lýsir þvl sem hann sá þar: Flest sem lék var fúlt og kalt, feitt og sveitt og dauðaþreytt. Að auki þekkti ég þetta allt, það var snautt og ekki neitt. Kynnpm sinum viö konu eina lýsir Sigurður á þennan hátt: Mennta fasta merkið ber Mammons kosta gefin, tuttugasta öldin er ærið losta gefin. Sönn er fylling manndóms misst, magnast spilling girnda, mig við hryllir heimsins list, heiðnis trylling synda. Við skulum Neyöar fara á fund og frægðarverkin kanna, hugann leiða iitla stund að iifnaðarháttum manna. Þvi ei neitað firðar fá, þó fjöidinn noti slettur. aö landið sem við lifum á er lifsins kostabiettur. Fullt af gæðum farsældar, fóik ef notaö getur, guð á hæðum gaf oss þar gott framtíðarsetur. Ef skal grafa að rótum rétt, rennum ögn til baka, þar sem hafa þursar sett þjáninganna stjaka. Byggðir jukust furðu fljótt, flestir tóku að vinna, og nægtanna þeir nutu rótt i nafni verka sinna. Það hefur löngum viljaö brenna við i sambúð manna hér á landi að dómar væru ekki ætlð felidir sem vinsamlegast um menn og málefni,- einnig aö ekki sé talað sem hlýlegast um menn þegar þeir heyra ekki til. Það sagöi Benjamin Sigvaldason frá Gilsbakka að væri illmælgi og kvaö um þaö: Avallt bjó við örðug kjör, er það raunasaga. Ég hef enga frægðarför farið um mina daga. Sá draumur rætist ekki enn, að ég hljóti friðinn. Alltaf naga ýmsir menn á mér hryggjarliðinn. Brunnið hjarta, brengluö trú, Þvi er mér svo þungt um mál. brostinn vona strengur. Þess sjást augljós merki, Það verður kostur þeirra, frú, að öfund, hræsni og illgjörn sál sem þamba lostann eins og þú. eru hér að verki. Þaö eru ekki allar ferðir til fjár. Siguröur hefur fengið aö reyna það og kveöið: Ei skal mig beiskjan buga, bogna minn gamli kraftur. Hryggur fór ég i huga, hryggari kem ég aftur. Hvort sem Sigurður hefur verið að yrkja um sin ljóö eöa annara, þá hefur hann samt lát- ið þessa visu falla um ljóð: Þú skalt eiga þessi ljóð, þau eiga að veröa hressing góð, þegar þig vantar versamál. Vertu svo blessaður og skál. Þeim sem þykjast vera eitt- hvaö meira en kotungar, en eru i raun minna en þaö, fá þessa viðurkenningu hjá Vestur-is- lendingnum Jóni Stefánssyni: Raun það finnst I raun og veru, raun sem heimur þolir enn: þegar þeir sem ekkert eru, eru að „praktfséra” menn. Ennfremur þessa: Þegar hátt leit hundurinn, hunda tryggð sem styöur, víöa mætti maðurinn mæna á tærnar niður. Áður en Jón fluttist vestur um haf, kvað hann i Timarimu sinni: Málum hefur verið hallað á ranga hlið allt frá fyrstu tiðsam- búðar manna og sagna. Æri- Tobbi var uppi á 17. öld og hefur þá fengiö að vita af ofmælgi manna og kvað: Traðkast mengi, tið er dauf, tekur málum halla. Réttargangur rass i kiauf ruddafengið mútupauf. Fátt vita menn um ævi og lif Æra-Tobba, nema að hann hafi heitið Þo rbjörn o g veriö Þórðar- son, dvalist um skeiö i Skálholti og kveðið þá um biskupsfrúna: Drillu hylji dallarfuð, •tyrgju ráöi bulluþorn. Ætla ég þú með uð og skuð imuickist í geitarhorn. Visa þessi er til i ýmsum út- gáfum, en þeim ber öllum sam- an um að hún sé um biskups- frúna. Visuhelmingurinn Áöur landinn færði fórn fékk ei neitt i staðinn hefur fengið nokkra botna, t.d. frá Jóni Björnssyni í Kópavogi, svo visan verður þannig: Aður landinn færði fórn, fékk ei neitt i staðinn. Velji hann sér vinstri stjórn, * verður bættur skaðinn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.