Þjóðviljinn - 08.10.1978, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 08.10.1978, Blaðsíða 16
16 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN ! Sunnudagur 8. október 1978 „ÞRÖNGT HORN" ir að við getum ekki komist nær nema breyta linsunni. Hægt er að fá lausar aukalinsur sém festar eru á linsu vélarinnar svo hægtsé að mynda nær, t.d. titla, skordýro.þ.h. (Close-up linsur). Þessar linsur eru mældar i „diopters” sem samsvarar brennividd þeirra i metrum. -t-ld linsa hefur brennividdina lm, +2d er 50 sm, +3d er 33,3 sm. o.s.frv. Hægt er aö nota zoomið, en dýptarskarpleikinn minnkar. Best er að hafa góða lýsingu svo hægt sé að nota litið ljósop, þvi þessum linsum er hætt við að rugla litum saman og beygja linur á stóru ljósopi. Til þess að komast hjá auka- linsum er hægt að stilla sumar hreyfilinsur á ,,macro”-still- ingu. Er þá hægt að kvikmynda mjög nálægt, næstum þvi við linsuglerið. Macro-stillingin fæst með þvi að breyta afstöðu linsuglerjanna innbyrðis. Glerið sem heldur myndefninu skörpu þegar zoomað er, er breytt með zoom-hringnum þannig, að á macro-stillingu er skarpleik- inn stilltur meö zoomi og þvi ekki hægt aö zooma. Margar vélartegundir hafa macro-stillinguna á gleiðari enda linsunnar, sem gerir kleift að fara úr macro-stillingu yfir i vanalega tölu. Aðrar hafa macro á þrengri endanum og þvi hægt að taka nær og vera jafnframt fjær með vélina svo ekki sé skyggt á birtuna. Hægt er að fá ýmsa aðra aukahluti með linsum sem hafa áhrif á myndina. Stjörnusia (star-burst filter) er alþakin finum linum og framkallar þau áhrif að stjörnur myndást um ljós(astaura) og bjarta hluti. 1 staðinn er hægt aö nota fint, þéttriðið málmnet. Þokusia (fog filter) er notuð til að ná fram draumaheimi! 1 staðinn má nota ljósan nælonsokk yfir lins- una. Verkefni 3 Hugmyndin að baki þessu verkefni er að nota gleiðlinsu og fjærlinsu á sama myndefnið. Skoðið teikningarnar. Hér er um sama atriðið að ræða, þó séð frá mismunandi sjónarhorni. Gleiðlinsan (stillingin) sýnir allt atriðið. Stúlkan fer yfir brúna og sest i stólinn. Hægt hefði verið að kvikmynda þetta á mismunandi vegu, en gleið- linsan sýnir i einy_myndskeiði, teknu frá föstum punti, hvað er að gerast. Fjærlinsan (stiilingin) beinir athyglinni að stúlkunni. Hún sýnir ekki hvers vegna stúlkan fer yfir brúna. Ahorfandinn ger- ir sér jafnvel ekki grein fyrir þvi að hún sé að fara yfir brú, en hann sé andlitið betur en i hinu myndskeiðinu. . Síðar munum við útskýra hvernig hægt er að klippa þessi tvö myndskeið saman. En nú skulum við einbeita okkur að þvi að taka þau, hvort á eftir öðru. Astæðan fyrir þvi aö þetta er sýnt með teikningum en ekki ljósmyndum, er sú að þaö er auðveldara fyrir þig aö heim- færa þetta á þinar aöstæður. Þú þarft ekki að kvikmynda stúlku að fara yfir brú, heldur halda þig við undirstöðuatriðið. Ef þú vilt heldur filma Gisla, Eirik og Helga á leiö i bæinn, myndi gleiðlinsan sýna strák- ana koma út úr bænum, setjast upp i dráttarvélina og aka i burtu; eða Rauðhetta kæmi út úr bænum meökörfunaog gengi til skógar. Fjærlinsan sýndi strákana á dráttarvélinni eða Rauöhettu i skóginum. TSf þú vilt ákveða myndefnið sjálfur þarf þetta aö koma fram: 1. Skifja undirstöðuatriðin — að nota gleitt horn og mjótt horn i sama atriðinu. 2. Myndbygging og stöðugleiki — athuga vel mynduppbygg- inguna og nota þrifót ef hægt er. 3. Lýsing — vertu vill um að lýsing sé næg og þægileg. 4. Dýptarskarpleiki (fókus) — serstaklega meö fjærstilling- unni þegar leikarinn nálgast. Mundu að bjartur dagur gefur lengra skarpleikasvið. 5. Æfingar — æfa atriðin vel m.a. með þvi að horfa i vél- ina. eða f/1,7. Þegar Kodak setti mjög hraða filmu (Ektachrome 160ASA) á markað komu fram (XL 1/2 existing light, þe. film- an er lýst lengur). Til að ná sem mestu ljósi inn á filmuna var klóin gerð hraövirkari þannig að styttri timi fór i að draga filmuna fyrir ljósopið og þvi hægt að lýsa hana lengur. Með XL vélum er hægt að taka kvik- myndir i vanalegri innanhúslýs- ingu (lestrarbirtu), ef notuð er hröð filma. t.leiðlinsan (eða viðstilling á zoom-Iinsu) eykur fjarvlddina og fær hlut í forgrunni til að drottna yfir umhverfinu. Stúlk- an kemur yfir brúna og sest i stólinn sem er I forgrunni. Staða vélarinnar er föst.þó gæti aðeins þurft að lyfta henni eins og sjá má á mynd þrjú svo höfuð leik- arans hverfi ekki upp úr ramma Stærsta nýtanlega ljósopið fer eftir hönnun linsunnar. Hraðar linsur (linsur með stórt ljósop) eru miklar að ummáli aö fram- an og mjög flóknar i allri upp- byggingu. Allar linsur gefa óskarpari mynd á stærsta ljós- opi en ef þvi væri lokað um 2-3 stopp og horn myndarinnar dekkjast siður. Dýptarskarpleiki Dýptarskarpleikinn á allt sitt undir þrem atriðum: brenni- vidd, ljósopi og fjarlægðinni sem stillt er á. Hann minnkar við aukna brennividd, stórt ljósop og „stutta” fjarlægö, en eykst við stutta brennividd, litið ljósop og „langa” fjarlægð. Þetta þýðir að ef við notum stutta brennivídd (t.d. gleið- linsu), myndum i sólskini (lítið ljósop) og höfum hæfilega fjar- lægð frá myndefni að vél, náum við miklum dýptarskarpleika. Undir slfkum kringumstæðum er hárnákvæm fjarlægðarstill- ing ekki svo mikilvæg og til eru vélar meö fastri fjarlægðarstill- ingu (fixed focus) sem gefa skarpa mynd frá nokkrum fet- um og i óendanlegt i góðri birtu. Hægt er að nota hreyfilinsuna á þennan hátt með þvi að hafa hana gleiða (litið eða ekkert zoom) og fjarlægöarstiliinguna um það bil 15 fet. En þar sem dýptarskarpleik- inn minnkar eftir þvi sem brennividdin eykst, þ.e. þegar zoomað er að, er best að draga fyrst myndefnið að sér, stilla skerpuna, zooma frá, byrja að taka og zooma hægt að i tök- unni. Annarsá myndin það til að verða ósköp (út úr fókus). Þetta er tilbrigöi við fyrra myndskeiðiö. Staða vélarinnar er föst og notuð er löng brenni- vidd (fjærlinsa eöa mikið zoom). Fjarviddin „styttist” en leikarinn er aðalatriðiö. Breyta verður dýptarskarpleikanum (fókusnum) eftir því sem leikarinn nálgast. Þetta veröur aö æfa. Ef notuð er föst linsa (ekki zoomlinsa) og myndefnið (leik- ari) nálgast vélina, er hægt að breyta fjarlægðarstillingunni þannig, að leikarinn verði i fók- us (skarpur) en bakgrunnurinn sem hann gengur frá verður óskýrari eftir þvi sem hann nálgast. Þetta er kallað „focus pulling” (skarpleika-fylgd). Mjög erfitt er að gera þetta á hreyfilinsu, þ.e. að zooma frá um leið og skerpunni er breytt. Dýptarskarpleikinn virkar þannig að um það bil 1/3 af myndefninu fj^ir „framan” ákveðna fjarlægöarstillingu og 2/3 fyrir „aftan” hana eru skarpir. Þetta ættum við að hafa hugfast þegar við ákveöum dýptarskarpleika. Þegar myndað er mjög litið myndefni er dýptarskarpleikinn mjög „grunnur” og getur verið nokkrir millimetrar. Skiptir þá ekki máli hvernig myndefniö er tilkomiö — með fjærlinsu, nær- linsu eða „macro” stillingu. Nærmyndir Flestar iinsur hafa minnstu fjarlægðarstillingu 3,4 eða 5 fet (1,0 1,2 til 1,5 metra). Þetta þýð- Akranes — iélagsráðgjafi Félagsmálaráð Akraneskaupstaðar ósk- ar að ráða félagsráðgjafa til starfa. Umsóknarfrestur er til 1. nóv. n.k. Upp- lýsingar gefur undirritaður i sima 93-1211 ' eða 93-1320 j. Akranesi 4. október 1978 Bæjarritari Þurrkaður harðviður Einnig fyrirliggjandi hnota, japönsk eik og oregon pine. Harðviðargólflistar fyrir parket. Sendum i póstkröfu um allt land. HÖFÐATÚNI 2 - REYKJAVÍK Sími: 22184 (3 l(nur) Keflavík Þjóðviljann vantar umboðsmann til að annast dreifingu og innheimtu blaðsins i Keflavik. Upplýsingar hjá umboðsmanni i sima 1373 i Keflavik, eða hjá framkvæmdastjóra blaðsins i Reykjavik, simi 81333. DIOOVIUÍNN Starfsmaður óskast Alþýðubandalagið i Reykjavik óskar að ráða starfsmann „á skrifstofu félagsins. Reynsla i félagsstörfum og almennum skrifstofustörfum æskileg. Þeir sem á- huga hafa eru beðnir að leggja nafn og simanúmer inn á skrifstofu félagsins að Grettisgötu 3. Siminn er 17500 og skrifstof- an er opin alla virka daga. 1 Hafnarfjörður-Lóðir — í Hvommum Þar sem nú liggja fyrir nánari upp- lýsingar um fjárhæð upptökugjalds af lóð- um i Hvömmum framlengist umsóknar- frestur um lóðirnar til 15. október n.k. Umsóknir sem bárust eftir fyrri aug- lýsingu i sumar þarf ekki að endurnýja Kaffihitun — Ræsting Þjóðviljinrr þarf að ráða starfsmann til að annast hreingerningarstörf og kaffihitun fyrir starfsfólk. Upplýsingar gefur framkv.stjóri blaðsins. D/OÐVrUINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.