Þjóðviljinn - 08.10.1978, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 08.10.1978, Blaðsíða 11
Sunnudagur 8. október 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 Nýjar þarfir skapa nýja vöru: þessi „scooper” er blanda af skóflu, töng og piastpoka og á aö firra hundaeigandann vandræöum. Ný reglugerð gekk í gildi Hundar skildu eftir sig 125 tonn á dag Þann fyrsta ágúst tók gildi ný lögreglusamþykkt fyrir New York sem kveður svo á, að eig- endur hunda séu skuldbundnir til að hreinsa það upp sem ferfættir fjölskyldumeðlimir þeirra skilja eftir sig á götum og gangstéttum. Mörgum þótti það ekki vonum fyrr. Hundum hefur öðrum fremur verið kennt um það, að New York nýtur þess vafasama orðstirs að vera einhver skít- ugasta borg heimsins. Hvað sem slikum kvörtunum liður, þá hafa vinsældir hunda farið vaxandi i borginni. Á siðasta áratug fjölgaði hundum i borginni um 25 af hundraði. Hjá Dýra- verndarfélagi Manhattan eru 280 þúsundir hunda á skrá, en giskað er á , að i borginni séu i reynd a.m.k. 600 þúsundir hunda, kannski miljón, það veit enginn. Haft er fyrir satt að borgarbúar eyði meira fé i hundamat en málsverði handa skólabörnum. Auk þess hafa borgarbúar sýnt sterka tilhneigingu til aö fá sér stærri og stærri hunda.kjöltu- rakkar eru á undanhaldi fyrir fjárhundum og bolabitum. Þessi mikli hwidaher hefúr skilið eftir sig á götum úti 125 smálestir af skit og 400 þúsundir lftra af þvagi á degi hverjum. Ráðamenn hafa lengi hikað við að setja pólitiska framtið sina i hættu með þvi að gera eigendur hunda ábyrga fyrir þessum óþrif- um, en að lokum tók Hugh Carey rikisstjóri þessa áhættu og lét koma til framkvæmda i borginni lög um hundahald sem airikisfor- dæmi er fyrir að giida skuli i stærri borgum. Þegar i staö fóru af stað bug- vitssamir menn sem buðu tii sölu i öllum vöruhúsum allskonar græjur til að sópa upp með hundaskit — en flestir hundaeig- endur virðast ætla aö láta sér nægja dagblað. Fyrsta daginn eftir að hin nýja samþykkt gekk i gildi voru 2500 lögreglumenn á vappi til að fylgjast sérstaklega með hundum og eigendum þeirra og sekta hirðuleysingja um 35 dollara. Uppskeran var ryr, 22 sektir eftir daginn. Ekki er enn vitað hvernig her- ferðin mikla gegn hundaskit gengúr — margir telja , að hunda- eigendur séu ekki þrifnari nú en þeir áður voru, aftur á móti gæti þeir áin betur, fari að viöra hund- ana þegar myrkur er á skollið, leiti upp fáfarnar slóðir o.s.frv. ítalska og spænska f. byrjendur hefst mánud. 9. þriðjud. 10. okt. Fyrir þá sem vilja eiga kvöldin fri — spænska mánud. italska þriðjud. kl. 6 Fyrir þá sem vilja koma á kvöldin — spænska mánud. italska miðv.d. kl. 9 Námsgjald greiðist við mætingu i stofu 14 Miðbæ jarskólanum. Staða skólastjóra / Verslunarskóla Islands Staða skólastjóra Verslunarskóla íslands er laus til umsóknar. Ráðningartimi er frá og með 1. júni 1979. Ráðgert er, að væntanlegur skólastjóri kynni sér kennslu i viðskiptafræðum erlendis fyrir næsta skólaár, er hefst 1. september 1979. Þá er einnig æskilegt, að umsækjandi geti ann- ast kennslu i viðskiptagreinum. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Félags menntaskólakennara. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, ásamt greinargerð um ritsmiðar og rannsóknir, skulu sendar Skólanefnd Verslunarskóla íslands fyrir 1. desember n.k. Skólanefnd Verslunarskóla íslands Auglýsingasíminn er 81333 HITACHI Litsjónvarpstækí Er eitt mest selda sjónvarpstækið á íslandi sökum gæða og verðs. 20 tommu tækin CTP-215 kosta nú kr. 425.000. Staðgreiðsluafsláttur lækkar tækið í kr. 410.000. Einnig má borga 200.000 við afhendingu, og síðan 35.000 á mánuði. Tækid sem allirgeta eignast Vilberg & Þorsteinn Laugavegi 80. Símar 10259 —12622 Ohitachi »r mmrrm OlMMnva

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.