Þjóðviljinn - 08.10.1978, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 08.10.1978, Blaðsíða 10
10 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 8. október 1978 helgarviðtalið — Ég fæddist i litlu/ sænskumælandi þorpi, sem het Öja, en er nú hluti af Karleby í österbotten, Finnlandi. Þaö var árið 1940, og sem lítil hnáta man ég ennþá eftir fööur minum í gráa herbúningnum. Ég man lika eftir stríðinu, i stuttum óljósum myndum. Við stóðum i myrkri litla tréhússins og sáum sprengjuf lugvélarn- ar koma aðvifandi og sleppa farmi sínum yfir lind- irnar. Sprengjurnar féllu hljóðlaust eins og stór, rauð blóm. Ég var hrædd og grét. Eftir það hafa sprengj- urnar haldið áfram að falla í draumum mínum og sprengjufélar æða út úr myrkrinu eins og skrímsli yfir linditrjánum. Teikning og texti: Ingólfur Margeirsson Þorpiö lá viö skerjagaröinn og ibúar þess voru aöallega bændur og fiskimenn. Fátæktin var mikil eftir striöiö, en pabbi var smábóndi og viö áttum á- vallt mat. Mjólk, kartöflur, grænmeti. Faðir minn var af gamalli bændaætt, sem átti smálandeignir, en móðir min var fædd og uppalin i sárustu fá- tækt. Hún ól sjö börn, sem öll fæddust fyrir striö. 1 skólanum var ég i B-bekk meö börnum bændanna. 1 A-bekk voru börn kaupmannanna og synir stór- bændanna. Ég var i svörtum georgettekjól, og vinkona min og ég fengum að láni heilu bil- hlössin af skáldsögum frá bæjarbókasafninu. Viö teiknuð- um fagrar konur á spássiur kennslubókanna. Við ætluöum báðar að verða tiskuhönnuðir eða eitthvað annaö i fataheim- inum. Ég var sú fyrsta i minni ætt, sem haföi gengið i skóla siðan móöursystir pabba tók stúdentsprófið. — 0 — Eftir aö ég lauk gagnfræöa- prófi, fékk ég mér vinnu i búð i þorpinu. En ég entist ekki lengi i þeim störfum. Ég hafði þá þegar hitt tilvonandi eiginmann minn. Það var á einhverju sveitaballi. Hann var fallegast- ur. dansaði best af öllum og valdi mig. Ég var tilbúin að taka á móti honum, full af draumum og blekkingum og þrá leikans fyrir mér. En einhver uppreisn var sið gerast innra með mér. Mér léið verr og verr. Og ég spurði sjálfan mig, hvað væri eiginlega að mér? Af hverju var ég ekki eins og hinar konurnar? Af hverju leið mér ekki vel og sætti mig við til- veruna? Maðurinn minn hafði með timanum eignast eigin bensin- stöð. Þetta varð til þess, að ég byrjaði að vinna hjá honum. Ég komst loksins út úr heimilinu, og hitti fólk. Þá gerðist það ein- kennilega, eða kannski eðli- lega, að ég byrjaði að skrifa ijóö. Ég notaði ijóðaformið til að finna svar við spurningum Finnska skáld- konan Gurli Lindén segir frá Sprengjumar falla ennþá í draumum mínum eftir ástinni. sem ég hafði lesið um og séð og heyrt að væri það æðsta á jörðinni. Ég man að við dönsuðum tangó. En mig langaði ennþá til að verða tiskuhönnuður. Svo dag einn tók ég rútuna til Ábo. Það var i fyrsta skipti, sem ég kom i stórborg. Ég tók tima i sauma- skap, ég læröi að teikna og klippa mynstur. Skömmu seinna ákvað ég að fara til Stokkhólms og fara á námskeið i fatahönnun hjá_Skandinaviska tillskárareakademien'1 Þetta var eins árs námskeið og var dýrt. Ég tók peningalán i bank- anum, og keypti mér nýja ferðatösku og setti rauðan hatt á höfuðið. Vinkona min hjálpaöi mér viö hattakaupin. Ég var i támjóum skóm með háum hælum. — 0 — Þegar voriö kom fór ég aftur til österbotten. Til bláa ljóssins, rauðu tréhúsanna og mannsins, sem beið min. Ég flúði i ástina. Brúðarslör, kirkja, hvitur kjóll og rósir. Hann byrjaði að vinna á bensinsölu og ég geröist hús- móðir. Eftir nokkur ár var ég húsmóðir meö þrjú börn. Ég var heima, passaði börnin og saum- aði föt. Sfðar hafa svo margir sagt mér að sjöundi áratugurinn hafi verið áratugur mikilla þjóö- félagsumróta og æskubyltingar. Ég vissi ekkert um þaö. Þau ár voru einungis ár hversdags- minum, til að auka skilning minn á sjálfri mér. Þetta var árið 1971. Ari siðar sendi ég fyrsta handritið mitt á rit- höfundaþing, sem saman var komið til að dæma nýja penna. Mér var vel tekið, og skömmu siðar kom fyrsta ljóðabókin min út. Hún hét ,,Att resa sig”. Arið 1975 stofnuðum við „Andelslaget”. Það er bókaút- gáfa, þar sem rithöfundarnir sjálfir gefa út bækur sinar. Hug- myndin bak viö bókaútgáfuna varö til af mörgum ástæðum. 1 fyrsta lagi er erfitt fyrir rit- höfunda, ekki sist ljóðskáld, aö fá handrit sin á prent i Finn- landi. Stóru forlögin iita aðeins við þekktari höfundum, eða pennum, sem selja. Mörg okkar höföu staðiö á biðlistum stóru útgáfufyrirtækjanna i mörg ár, og voru orðin þreytt á þvi að biða. 1 öðru lagi gátum viö sjálf ákveðið hvað við vildum gefa út og svo var hægt að fylgjast meö þróun bókarinnar allt frá hug- mynd og þangaö til hún var pökkuð inn til útsendingar. Þeir, sem gefa út bækur sinar hjá „Andelslaget” verða að sækja um inngöngu, og gerast meölimir. Stjórn er kosin og kemur hún saman einu sinni á ári. A þessum stjórnarfundum eru svo teknar ákvarðanir um hvaða handrit eigi að gefa út i bók. En stjórnarmeðlimir og aörir i bókaútgáfunni hafa einnig mikið samband við aðra rithöfunda og eru i nánum tengslum við alla i útgáfunni og þá, sem hafa hug á að gefa út bækur. Þetta er þvi rithöfundar- kollektif, sem vinnur mikið saman og hefur innbyrðis náin tengsl. Þegar bók er gefin út. ber rit- höfundur f járhagslega ábyrgð á bók sinni. Hann borgar prent- unina, en fær fjárhagsstuðning frá sérstökum prentsjóði. sem útgáfan rekur. Allir, sem vinna við „Andelslaget” gera það kauplaust og af frjálsum vilja. Bókaútgáfan hefur gengið mjög vel hingað til. Við höfum gefið út yfir 40 bækur mest ljóöabækur og þær hafa allar selst vel. Við getum lika boðið mun lægra verð á bókum okkar en hin út- gáfufyrirtækin. En aðalatriðið er auðvitað að bækurnar komi í Finnlandi er töluö finnska og sænska. Finnskan er náttúrlega höfuðtungan, en sænskan er einkum töluð i suður-Finnlandi og i österbotten. Finnlands-Svi- arnir eru hinir gömlu yfir- stéttarmenn Finnlands. Þó ekki allir. Það er einnig fjöldi smá- bænda og verkamanna, sem eru einungis sænskmælandi. Eins og t.d. pabbi. Hann hefur aldrei lært orö i finnsku. Ég lærði finnsku i skólanum en fannst hún alltaf erfiö. Og ég skrifa á móöurmáli minu sænskunni. Það er dálitiö hart að hugsa til þess, aö sænska menningin i Finnlandi er ávallt túlkuð sem yfirstéttarmenning. Það er auðvitað alveg rétt að stór hópur sænskmælandi Finna stjórnuðu fram- leiðslutækjunum, og þá einnig menningarlifinu. Þetta er svona ennþá. Stóru nöfnin meðal sænskskrifandi Finna eru s.k. borgaraleg skáld. En það eru einnig stór hópur rithöfunda, sem telst vinstrisinnaður eða er sprottinn upp úr smábænda- stéttinni eða verkalýðsstéttinni. Þau nöfn ber hins vegar miklu minna á góma, af þvi stóru for- lögin hafa ekki áhuga á þeim. Þannig er þetta einnig i póli- tikinni. P’lestir sænskmælandi Finnar styðja Svenska Folk- partiet. af þvi það segist berjast fyrir hagsmunum sænska minnihlutans i Finnlandi. Stað- reyndin er hins vegar sú, að SF berst fyrir hagsmunum hinna sænskmælandi yfirstéttar i Finnlandi. Ég man t.d. að i þorpinu heima kusu allir SF án þess að hika — nema einn maður -— hann var kommúnisti. Þegar ég fékk kosningarétt, var ég algjörlega ómeðvituð póli- tiskt. Ég kaus náttúrlega Svenska Folkpartiet, af þvi þaö gerðu allir sænskmælandi menn i Finnlandi — hélt ég. Smám saman, þegar ég byrjaöi að skilja samhengi hlutanna,þegar mér varð það ljóst að einka- vandamál i þjóðfélaginu, tók hin pólitiska meövitund min að þroskast. Ég byrjaði að lesa, ég byrjaði að afla mér heimilda, ég byrjaði að skilja. En það er nú Það er ekki hægt að segja að égyrki pólitisk ljóð. Ég reyni að snerta það persónulega i umhverfinu. En bendir þú á vandamál fólks, bendir þú á pólitisk vandamái. Hins vegar leiðast mér pólitiskar upphrópanir i ljóðum. Ég reyni heldur að leita orsaka. Svo verður maður að skrifa um það sem maður þekkir. Þess vegna skrifa ég mikiðum sjálfa mig og reynslu mina af tilverunni. Ég hef fengist talsvert við að skrifa prósa - gaf meðal annars út bók, sem heitir „Bli till”, sem er eins konar ljóðræn sjálfsævi- saga min i stuttu formi. Aftur- ámóti likar mér ekki skáldsögu- formið. Það speglar ekki það, sem mig langar til að segja. Það, sem mér finnst mest spennandi er að finna eigið form, sem á við eigin tjáningu. Ég vil koma tilfinningunni fljótt til skila og á knöppu formi. Þetta er sennilega vegna þess, að við erum undir áhrifum tiðarandans. Hraðinn er orðinn svo mikill i þjóðfélaginu. Viö getum heldur ekki lokað - okkur af lengur. Það er ógern- ingur að búa á Islandi eða i Finnlandi og láta eins og maður taki ekki eftir umheiminum. Jörðin er oröin ein. Alheims- vandamálin snerta okkur öll. Og það er einmitt þetta, sem ég vil tjá i ljóði. Alheimurinn út frá eigin reynslu. út frá eigin angist. Tjái maður ekki sýnir sinar — þá deyr maður.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.