Þjóðviljinn - 17.12.1978, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 17.12.1978, Blaðsíða 2
2 SiÐA — ÞJÓDVXLJINN' Sunnudagur 17. desember 1978 Gunnar Þórðarson hef- ur löngum þótt litríkur persónuleiki. Hann hefur staðið í fremstu víglínu íslenska poppsins í ein 15 ár og er afrakstur hans orðinn þó nokkur. Haustið 1976 urðu mikil blaðaskrif vegna samn- ings sem Gunnar undir- ritaði við breska umboðs- manninn Lee Kramer. Síðan hefur ekkert frést af þessum málum. Fingrarim innti Gunn- ar Þórðarson eftir örlög- um samningsins og ýmsu honum viðvíkjandi. Breskur umboösmaður — Hver er þessi Lee Kramer eiginlega, Gunnar? — Lee Kramer er sonur auöugs skókaupmanns I Bretlandi. Hann er umboösmaöur lista- manna og er Olivia Newton John þeirra þekktust. Guölaug- ur Bergmann i Karnabæ bauö Kramer hingaö til islands til aö hlusta á Islenska listamenn. Kramer hlustaöi slöan á Spil- verk þjóöanna og Lónli blú-bojs sem voru aö æfa fyrir hljóm- leikaferö um landiö. — Hvaö geröist svo næst i málinu? — Lee Kramer tók nokkrar plötur meö sér til Bandarikj- anna þar sem hann er meö skrifstofu. Eftir um þaö bil mánuö sendi hann telex og kvaöst tilbúinn aö gera árs samning viö mig. Var svo geng- iö frá samningsforminu meö telexsambandi. Samningur til eins árs — En nú undirritaöir þú samninginn hér heima. Kom Kramer sjálfur hingaö til aí ganga frá málunum? — Nei, hann sendi hingaö aö- stoöarmann sinn Steven Sin- clair sem er lltt þekktur lista- maöur. Þetta var I nóvember 1976. Samningurinn var til eins árs og aöalinnihald hans var aö Lee Kramer fékk réttinn til aö gefa út fyrri sólóplötuna mina á Bandaríkjamarkaö. — Þaö var látiö í veöri vaka á sinum tlma aö Lee Kramer ætl- aöi aö gera miklar breytingar á plötunni. — Já, Steven tók 24 rása masterinn af plötunni meö sér til Bandarikjanna. Þar átti aö hljóöblanda allt saman á nýjan leik og breyta jafnvel einhverju. ísland undanskiliö — Náöi samningurinn þá ein- göngu til þessarar einu plötu? — Já, Kramer ætlaöi aö koma henni inná eitthvert plötufyrir- tæki, en mér var frjálst aö vinna hvaöa verkefni sem var hér heima, og jafnvel fyrir markaö erlendis ef svo heföi boriö viö. Ég vann aö ýmsum Islenskum plötum meöan ég var á samning hjá Kramer. — Þú vannst samt aldrei fyrii Kraraer, var þaö? — Hann borgaöi mér bara mín laun fyrirfram um leiö og samn- ingurinh var undirritaöur. Þaö var allt og sumt. Boö hjá Oliviu Newton John — Ég heyröi eiginlega ekkert frá gæjanum þennan tlma. Jú, reyndar. Viö Björgvin Halldórs- son skruppum yfir til Los Angel- es I janúar 1977 aö mig minnir. Þar hittum viö Kramer nokkr- um sinnum á skrifstofunni hans. Viðtal við Gunnar Þórðarson Ég vann að ýmsum „You are now an Samningurinn rann íslenskum plötum United Artists artist" sjálfkrafa út í meðan ég var á stóð í telexinu nóvember 1977 án samning hjá Kramer þess að ég heyrði nokkuð frá Kramer Þetta er svo rokkandi bransi Hann er meö stóra, Iburöar- mikla skrifstofu viö Sunset Boulevard rétt hjá hljómleika- höllinni. Hann var meö 4 starfs- menn og virtist hafa mjög mikil umsvif. Enda var hann önnum kafinn viö aö koma Oliviu New- ton John á framfæri. — Voru þetta einu samskiptin sem þiö höföuö viö Kramer? — Aö vlsu ekki. Okkur var boöiö til kvöldveröar heim til Oliviu Newton John. Hún býr I rosa stórri villu I stjörnu- hverfinu Malibu. Það er risa há girðing umhverfis húsiö og læst hliö svo óviökomandi séu ekki aö þvælast þarna. Lee Kramer talaöi ekki mikiö. Hann er frekar rólegur náungi, mjög yfirvegaöur og ekki meö neitt kjaftæöi. Olivia sagöi okk- ur frá ýmsu. Hún rifjaði mikiö upp frá upphafsárum slnum I poppinu I Astralíu. Olivia er áströlsk en fluttist slöan til Bretlands. Nú hefur hún skipaö sér á bekk meö virtustu söng- konum Bandarlkjanna. Hún hefur komist mjög vel áfram. Málin i biöstööu — Hvaöa likur taidi Kramer á aö þú næöir árangri i Banda- rikjunum? — Hann var ekkert aö stæra sig eöa rembast viö aö segja aö ég myndi „meika þaö” og þess háttar. Hann sagöi bara aö mál- in væru I biðstööu. Ýmsir væru aö hlusta á tónlistina mlna, en þaö væru engin viöbrögö komin ennþá. Kramer var ekki meö neina sýndarmennsku eöa stæla. Þaö voru blööin hérna heima sem blésu allt upp og reyndu aö gera hasar úr öllu saman. — Þaö voru ýmis verkefni sem biöu þln hérna heima, eins og t.d. seinni visnapiatan. — Ég kom heim eftir nokkurn tima og hélt áfram aö vinna viö upptökustjórn. Nokkru siðar, llklega I febrúar eöa marz, kom telex frá Lee Kramer þar sem hann sagöi: „You are now an United Artists artist”. Þetta var þaö eina sem ég frétti frá hon- um. — Var þetta allt og sumt? — Þetta var svolítiö skrýtiö. Ég reyndi tvisvar aö hafa sam- band viö hann skriflega, en fékk ekkert svar. Jakob Magnússon frétti slöan aö Kramer heföi reynt aö selja United Artist plötuna mlna og 2 eöa 3 aörar plötur. Þetta var einhverskonar pakki. Það,hefur eitthvaö komiö útúr þvi, þar sem hann sendi telexiö. Slöan hafa málin greinilega breyst eitthvað aftur. Ég veit ekki hvaö geröist. Erfitt að ná i Kramer — Náöir þú ekki sambandi vil Lee Kramer meöan þú dvaldir I Los Angeles viö gerö seinni sólóplötunnar I sumar? — Lee Kramer og Olivia New- ton John voru I Astraliu allan tlmann meöan ég var úti. Ég reyndi nokkrum sinnum aö hafa upp á þeim, en það gekk ekki. — Þú ert ekki samningsbund- inn ennþá, er þaö? — Samningurinn rann sjálf- krafa út I nóvember 1977 án þess aö ég heyröi nokkuö frá Kram- er. Þannig aö ég skulda honum ekkert. Hann skuldar mér hins- vegar 24 rása segulböndin af fyrstu sólóplötunni. „Já, Gunnar Þórðarson, ágætur náungi” — Ég frétti af þvi aö Kid Jen- sen heföi talaö viö Lee Kramer og Oliviu Newton John þegar þau komu til Bretlands útaf Grease-myndinni núna I nóvem- ber. — Jæja? — Þetta viötal kom I Radio 1 i BBC. Þar sagöi Kid m.a. „Heyröu annars, viö eigum sameiginlega kunningja úti I heimi”...Kramer: „Já, Gunnar Þóröarson, hann er ágætur ná- ungi. Þaö var ieiöinlegt aö geta ekki iátiö þaö mál ganga upp. Ég reyndi, en átti i nokkrum erfiöieikum þá og þetta gekk ekki.” Slöan eyddi hann málinu — Já , Kid Jensen er finn ná- ungi og mikill fslandsvinur. En þaö er erfitt aö fá nokkuö úppúr Kramer. Sífelldar ákúrur — Þú fékkst miklar ákúrur út- af Lummunum. Þaö var sagt aö þú værir oröinn þurrausinn og máliö tengt samningnum á einn og annan hátt. — Ég er oröinn vanur þessari gagnrýni. Þaö er aldrei hægt aö þóknast öllum. Ef ég vinn verk- efni eins og vlsnaplötu eöa lummuplötu er fárast yfir þvf, aö ég sé gráöugur peningapúki. Maöur veröur svosem aö lifa og þetta er mln vinna. Ef ég vinn vandaöa plötu eftir eigin höföi eins og nýju plötuna mina, þá koma ákúrur frá einhverjum öörum sem vilja eitthvaö allt annaö. Þaö sagöi t.d. viö mig maöur um daginn: „Hvern djöfulinn ert þú að gera meö mynd af Manhattan utan á nýju plötunni þinni? Af hverju haföiröu ekki Islenska lækinn?” Þeir eru margir sem vilja gagnrýna mig. — En sýnir þaö ekki einmitt aö þú ert einhvers viröi i augum fólks? Þaö nennir aö eyöa tima i aö karpa um þig. Laxness fékk nú aideilis gusuna hérna áöur fyrr. — Ég ætla svo sannarlega að vona aö fólk gagnrýni mig af þessari ástæöu. Ætlaöi mér aldrei annað — Svona I Iokin, Gunnar, finnst þér þú hafa tekiö rétta stefnu þegar þú geröist tónlist- armaöur? — Mér fannst þegar ég byrj- aöi aö gutla á gltar aö þaö væri aldrei spurning, að ég ætlaöi aö vera I þessu. Ég hataöi aö vakna klukkan átta og fara kannski aö vinna I einhverri smiðju. — En hvaö um tekjurnar? — Þessi bransi er það rokk- andi aö ég er alltaf stórskuldug- ur, þrátt fyrir góöar tekjur á stundum. Oft eru þessir pening- ar greiddir svo seint aö ég er blankur I langan tima. Þá verö ég aö lifa á lánum þar til launin fást greidd. —jg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.