Þjóðviljinn - 17.12.1978, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 17.12.1978, Blaðsíða 23
Sunnudagur 17. desember 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 23 kompan urðu Tína. Nú skulum við koma til Einars dýra- læknis," sagði Linda. Svo hljóp telpan eftir rigningarblautum skóg- arstígnum í áttina til þorpsins og hafði stein- gleymt Margréti. Hún hafði reyndar hlaupið á undan og nú sá Linda henni bregða f yrir í einni beygjunni á hraðahlaup- um.,/Hæ, Margrét, af hverju beiðstu ekki?" hrópaði hún. Margrét snarsneri sér við og beið eftir Lindu. „Jesús, hvernig gastu fengið það af þér að hræða mig svona? Ég heyrði þig hrópa og hélt að dýrið hefði bitið þig, svo ég ætlaði að ná í hjálp. En svo kemur þú með þetta kvikindi vafið innan í nýju regnkápuna þína og ert orðin renn- blaut," rausaði Margrét. „Endemis asni ertu, geturðu ekki séð að þetta er fárveik tík, komin að því að gjóta. Við verðum að flýta okkur með hana til dýralæknis áður en hún deyr," hrópaði Linda öskureið. Og svo hentist hún aftur af stað, en Margrét æpti á eftir henni: „Ég skal segja mömmu þinni hvernig þú hagar þér. Ég ætla aldrei að vera með þér aftur." „Fegin er ég," hrópaði Linda án þess að snúa sér við, og hún linnti ekki á hlaupunum fyrr en hún var komin að húsi Einars dýralæknis. Hann var góðvinur hennar, því oft kom hún með sjúk og slösuð dýr, fugla, ketti og jafnvel íkorna. Hún hringdi dyrabjöll- unni svo ákaft, að Hel- ena, kona Einars, var talsvert reið á svip, þegar hún kom til dyra. „Oskapa læti eru þetta, er heimurinn að farast?" sagði hún. „Nei, nei, en þessi hundur er að deyja," másaði Linda. „Einar verður að bjarga honum, en ég á engan pening núna." „O, ætli það geri nokk- uð til," sagði Einar, sem nú kom fram í dyrnar. „Ég lærði dýralækningar Kompan fékk þessa athyglisverðu smasögu frá 13 ára stelpu, sem á heima i þorpi úti á landi. Hún vildi ekki að svo stöddu að nafnið væri birt, því hún er feimin við það. Söguna segist hún hafa skrifað þeg- ar hún var 11 ára, en nýlega tók hún sig til og hrein- skrifaði hana og lagfærði þá nokkuð. Kompan vonast eindregið eftir f leiri sögum frá V.D. og að fá þá leyfi til að birta f ullt naf n og kannski mynd líka. til þess að hjálpa dýrum, en ekki til að græða pen- inga, en hvar náðir þú í þessa tík?" Linda sagði honum það á meðan þau gengu inn í lækningastofuna. „Jæja, farðu nú bara svæfa hana," sagði Einar sorgmæddur. Honum féll alltaf ákaflega miður, þegar svona kom fyrir. „En þessi lifir þó," sagði Linda með grát- stafinn í kverkunum, og benti á hinn hvolpinn, mannsrödd drundi um allt herbergið: „HALLÓ!" „Halló," sagði Einar á móti og kynnti sig og sagði siðan röddinni alla málavöxtu. „Jæja, er hún Tína gamla loksins dauð, og einn hvolpur lifir, segir þú?" drundi röddin. „Þú ert víst dýralækn- ir, getur þú ekki losað mig við hann í hvelli, ha!" „Meinið þér það," sagði Einar. Þegar LINDA eignaðist hvolp EFTIR V.D. 13 ARA f ram í eldhús með Helenu og fáðu þér mjólkur- sopa," sagði Einar. „Nei, mig langar til að horfa á, má ég það ekki?" bað Linda. „Þá það, ég nenni ekki að þræta við þig, það þýðir hvort eð er ekki neitt," sagði dýralæknir- inn. „En ég er hræddur um að þetta líti nú ekki vel út." Og fyrr en varði voru tveir litlir hvolpar komnir í heiminn. Annar virtist alveg Ifflaus, svo Linda spurði: „Erekkialltí lagi með þennan?" „Nei, hann er víst kafn- aður vesalingurinn, og móðirin er svo illa á sig komin að ég neyðist til að sem var brúnn með hvít- an hring um hálsinn eins og móðir hans, sem lá í móki og andaði þungt. „Já, það er allt í lagi með hann, þetta er raun- ar hún, en far þú nú til Helenar, ég ætla að lina þjáningar vesalings Tínu," svaraði Einar. Tíu minútum seinna, þegar hann var að breiða hvítt handklæði yfir hundinn tók hann eftir númeri á eftir nafninu. „Nú já, Þetta er víst símanúmerið." Hann tók upp simann um leið og hann kallaði: „Linda, Helena." Þær komu inn í læknastofuna og Linda spurði: „Er allt búið?" „Já," svaraði Einar. „Ég sá símanúmer á plötunni sem var á háls- ólinni. Ætli það sé ekki best að hringja strax?" „Má ég taka „litlu Tínu" upp?" spurði Linda. „Já, en varlega," svaraði dýralæknirinn. „Mikið vildi ég óska að ég mætti eiga þig," hvísl- aði Linda að iitla hvolpin- um. Dýralæknirinn hafði náð sambandi/og há karl- „Já, já, stúta honum," greip maðurinn frarrKÍ. „Ef þú vilt það ekki, hlýt- ur þú að geta komið hon- um eitthvað." Linda hrópaði: „Ég skal eiga hann!" Maðurinn i símanum sagði: „Mér heyrist ein- hver sé þarna hjá þér sem vill taka hvolpinn. Guð velkomið mín vegna. Jæja/ takk fyrir að hringja. Bless." Siðan var skellt á. Linda Ijómaði: „Pabbi hlýtur að lofa mér að fá hann, ég á af- mæli á morgun." „Áttu afmæli á morg- un," sagði Einar, „ég á víst ekkert að gefa þér." „Jú, víst," sagði Linda. „Þið getið haft Tfnu litlu hjá ykkur í nokkra daga, fyrir mig, ef pabbi og mamma leyfa mér að hafa hana." ,,Já, já ekkert er sjálf- sagðara, ef þér f innst það alveg nóg," sagði nú Hel- ena loksins. „Já elsku gerið þetta fyrir mig, því ég kann ekkert að f ara með svona lítið," sagði Linda. „Það er nú ekki mikill vandi, það er bara að Fjöldi krakka tók þátt í verðlaunagetraun Komp- unnar, eða milli 60 og 70, og flestir tóku þátt í öll- um f jórum. Reyndust les- endur Kompunnar bók- fróðir og bréfin skil- merkileg og mjög fallega frá þeim gengið á allan máta. Spurt var um þessa höfunda: 1. Astrid Lind- gren, 2. Hans Christian Andersen, 3. Sigurbjörn Sveinsson og 4. Gunnar M. Magnúss. Þessir krakkar voru svo heppnir að þeirra bréf voru dregin úr bunk- anum: 1. Hlynur Áskelsson, Hólsvegi 7, Eskifirði. 2. Brynja ó. Birgisdóttir, Sólvallagötu 101, Reykja- vík. 3. Rebekka Þráinsdóttir, Skarðshlíð9 B, Akureyri. 4. Hafþór Árnason og Inga Dóra Helgadóttir, Safamýri 44, 105 Reykja- vík. Aukaverðlaun Kompan ákvað að veita tvenn aukaverðlaun. Fyrra bréfið sem dregið var út þá var frá Jóni Birgissyni, Hvassaleiti 28, Reykjavík. Þetta var skemmtileg tilviljun, því hann skrifaði Kompunni fyrsta bréfið sem hún fékk 17. nóvember 1974, þá var Jón 6 ára og sendi smellnar vísur um götur í Umsjón: Vilborg Dagbjartsdóttir gefa honum að drekka nógu oft og láta hann hafa góðan svefnstað. En að sjálfsögðu get ég hugs- að um hann í nokkra daga, þú hefur svo mikið að gera í skólanum, að þú gætir líklega ekki gefið honum nógu oft. En nú held ég þð ættir að fara og tala við foreldra þína," svaraði Helena. Þegar Linda kom heim tók mamma hennar held- ur óbliðlega á móti henni: „Hún Margrét Kjartans kom hingað og sagði mér furðusögu um villiúlf og að þú hefðir sagt..." „Bíddu, bíddu, mamma," greip Linda fram í. „Má ég aðeins út- skýra." „Þér er eins gott að hafa góða afsökun," sagði nú pabbi hennar, sem nú hafði komið fram úr skrifstofu sinni. ,,Já, sko, við vorum að labba í skóginum og þá heyrðum við hátt gól...." Síðan sagði Linda for- eldrum sinum orðrétt hvaðþeim Margréti hafði farið á milli. Og að lok- inni frásögninni sagði hún: „Mér er nú illa við að klaga, en ég verð þó að segja eins og er, og ég vona að þið trúið mér bet- ur en dekurbarninu." ,, J á," andvarpaði mamma hennar. „Hún Kristín var nú að segja í dag að hún eigi orðið erfitt með að tjónka við stelpuna. Pabbi hennar er búinn að spilla henni með eftirlæti. Og varla er hægt að neyða þig til að vera með henni. ef þú vilt það ekki. Og af minni hálfu er allt í lagi að þú fáir þenn hvolp," læknis- frúin leit spyrjandi á mann sinn. „Sammála, sammála, ég var nú reyndar búinn að ákveða kaup á hvolpi fyrir afmælið, en því var bara alveg stolið úr mér, að þao er á morgun." sagði læknirinn brosandi. „O, takk, elsku pabbi og mamma, þiðeruð besti pabbi og mamma í heimi," hrópaði Linda og rauk upp um hálsinn á foreldrum sínum og kyssti þau í bak og fyrir. ENDIR VERÐLAUNAGETRAUNIN Reykjavík. Seinna brefið var frá Gunni Vilborgu Guðjónsdóttur, Safamýri 15. Gunnur og systkini hennar haf a verið tryggir lesendur Kompunnar. Bækurnar sem krakk- arnir fá eru Félagi Jesús eftir Sven Wernström og Emil í Kattholti eftir Astrid Lindgren. Litlu krakkarnir fá Emil en stóru krakkarnir Félaga Jesúm.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.