Þjóðviljinn - 17.12.1978, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 17.12.1978, Blaðsíða 8
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 17. áesember 1978 Þú skalt styðjast við stráin Arni Bergmann skrifar um ' bókmenntir Ólafur Jóhann Sigurösson. Virki og vötn. Mál og menning 1978. í kvæöi sem heitir Hugleiöingar sveitamanns er tyst efesemdum um möguleika á aö brjóta fyrir- bæri lifsins til mergjar, skilja þaö lögmál sem leynist aö baki „angandi krónum, aldurmildu brosi, vængjuöu ævintýri, i augnaráöi drengs” eins og þar stendur. Ljóöinu lýkur svo á þess- um llnum: En veðriö er fagurt f vorbjartri andrá, þrátt fyrir þekkingarleysíö. 1 ööru ljóöi sem heitir Úr virki erbyrjaö á lýsinguá uggvænlegri tfö, eitursalar eru á stjái, nátt- myrkur er bruggaö, hraögengar vélar fara meö fals og lygar, morövopn er hvatt og þá er spurt: hvaö áttu tái varnar hvaö áthi til sóknar annaö en blóm annaö en minning um morgun Ijósan f döggvotu laufi og draum þinn um lif? Þessi tvö kvæöi gefa drjtigar upplýsingar um bók ólafs Jó- hanns, þau stef sem hann þreytist ekki á aö vinna úr. Mörkuö efa er mannsins leit og hér er margt aö ugga, gæti veriö upphaf þessara stef ja. Og siöan er aö þvl spurt hvar hægt sé aö finna „virki”, at- hvarf, vörn, skýU. Og eins og seg- ir f þessum tveim kvæöum og mörgum fleiri sem ólafur Jóhann hefur áöur ort, þá svarar hann fyrstog fremst meö þvi aö visa til hinnar auömjúku, innilegu, skil- málalausu samkenndar meö náttUrunni. Sd náttúra er ekki þaö sem menn sjá af tindi Heklu hám. Veröir þú dapur, segir á einum staö þá er þetta til ráöa: þreifa skaltu á kletti þukia skaltu á mold. Þegar haldiö er „Úr fööur- garöi” fylgir snáöa þaö heilræöi, aöhann skuli „styöjast viö stráin þau arna, þegar sterkviörin æöa um lönd”. 1 kvæöinu „Barn” seg- ir: Þér skýla strá. Þér skýla óráönir draumar. Skilmálalaus og máttug er þeirra vernd. Þvi möguleg samfylgd er ekki aöeins mold, strá og steinar. Draumar mannsins eru meö i för- inni, minningar hans, þaö sem hann vinnur sér úr tfmanum. Frá þeim auöi segir m.a. i prýöiiegu kvæöi þar sem sagöur er drjúgur kafli úr jarösögu, kafli sem býr Hi stein sem er þaö gersemi aö bera „óendanleikans svip”. Og þess aö aukier lýst voninni um ljóöiö sem bjargvætt og sigur yfir ttmans nauöi. Stundum er sú von sett fram i spurnartón: „heldur þú jafnvel aö orö þta, ymur eg virki, einhverjum fái bjargað og rætur hans styrki?” segir i ööru kvæöi ágætu sem heitir Spurnir. En i upphafskvæöi bókarinnar er þvi reyndar lýst beinltais yfir aö titr- andi ómar þess ljóös sem „mig dreymdi foiðum” sé sá stuöning- ur sem hafa má „til þess aö lifa”. Og I vfsu i minningu Guömundar Böövarssonar er skáldbróöirinn heiöasvanur sem hefur dregiö hvitan silfurþráö f svarta voö lævisrar nætur. Prakkaraskapur Svía og Hrafnkelssaga Per Olof Sundman, Sagan af Sámi, Eirikur Hreinn Finnbogason þýddi. Almenna bókafélagiö 1978 Þjóöræknum íslendingum hef- ur oröiö heitt f hamsi af minna til- efni. Rithöfundur, sænskur drjóli i þokkabót, tekur upp á þvi aö láta Hrafnkels sögu Freysgoöa gerast upp á nýtt á Islandi i dag. Hrafn- kell er stórbóndi og kapitalisti sem hefur reist aö Aöalbóli mikiö pláss meðylrækt, svlnarækt, vot- heysgerö, súgþurrkun, hagfræöi og dráttarvélum — auk þess sem hann heldur veislur til heiöurs hreöjamiklum Freyogbannar aö hesti sé riöiö. Hann framleiöir osta úr geita- og ærmjólk — til þess aö selja fyrir skattsvikinn gjaldeyri! Einar Þorbjarnarson kemur i vist til Hrafnkels á amrískum jeppa og i gallabuxum — en hann er höggvinn meö öxi og um vig hans er f jallaö á alþingi á Þingvöllum og þar ná ekki mál fram aö ganga nema með rikra manna tilstyrk. Þessa blöndu hef- ur Per Olof Sundman búiö til og sem fyrr segir: af minna tilefni hafa menn sest upp á Freyfaxa samtiöarinnar, ftagvél ánhverja, ogbrunaö austur 1 Sviþjóö oglátiö hendur skipta. Nema menn sætti sig heldur viö þaö, aö þaö er reyndar hægt aö hafa drjúgtgamanafþessaribók. Per Olof Sundman er kænn höf- undur. Hann leggur sig til dæmis eftir stuttum tilsvörum sem eiga aö segja margt og fylgja djúpir undirtónar, ekkasog örlagadisa, og þetta tekst bara furöu vel. Blanda fortiöar og nútiöar er full meö skemmtilegar uppákomur. Þaö sem helst getur truflaö is- lenska lesendur er þó þaö, aö Per Olof lætur sér ekki nægja aö leika sér meö tvö sviö — tima Hrafn- kelssöguog nútimann. Hann hell- ir úr mörgum flöskum i blöndu sina. Þegar Sámur og hans menn hafa tekiö Hrafnkel höndum er stiginn Færeyingadans timunum saman I fagnaöarskyni. A alþingi og vi"öar eru suörænar grisaveisl- ur haldnar meö miklum tilþrif- um. Þegar Hrafnkell undir lok sögunnar ræöst á Eyvind bróöur Sáms þá draga menn upp byssur og fara i kábojleik úr vestramynd uppi á heiöum Austurlands. Auk þess stækkar Per Olof Sundman alla hluti til aö gera lfnur og and- stæöur skarpari. Aöalból Hrafn- kels er stórbýli ef þvi tagi sem aldrei hefur verið til á tslandi, meira aö segja náttúran er ýkt: sögupersónurnar mega eiga von á eldgosum meö stórflóðum i daln- um þriöja eöa fjóröa hvert ár. Sagan gerist þvi allsstaöar og hvergi meö nokkrum hætti. Þaö sem ööru fremur heldur henni saman eru ákveöin ri8c, sem eru lifseig i allrahanda samfélögum, rök þau sem ráöa i tafli valds, auös, undirgefni, ótta, hentistefnu og hefndarþorsta og hafa veriö skáldsagnahöfundum drjúgur foröi eins og allir vita. Sjálfur gangur sögunnar er raunar furöulikur fyrirmyndinni. Mestar eru breytingarnar fram- an til. Einar er ekki aöeins sekur um aö hafa riðiö Freyfaxa, hann hefur sofiöbæöi hjá konu Hrafn- kels og frillu hans. Þessi viöbót rennir fleiri stoöum undir vigiö og gerir þaö sennilegra: Einar hefur ekki aöeins rofiö bannhelgi eignarréttarins, hann hefur ruöst inn á kyn feröislegt v aldsviöhöfö- ingjans. Raunar erþaö svo, aö framlag höfundar til sögunnar, fyrir utan þann starfa sem fer i aö blanda saman tfmaskeiöum og semja laxdælusvör, er einkum fólgiö i nokkrum freudiskum áherslum á frjósemi, kyngetu, karlmennsku í ýmsum hefö- bundnum myndum. En til hvers er verið aö þessu? Þaö er ekki gott aö segja. Kannski liggur beinast viö aö taka þessa skrýtnu skáldsögu sem „kúnststykki”, sem leik gáf- aös höfundar aö ákveöinni sagna- hefö, aö kunnáttu sinni og mögu- leikum. tslendingar geta haft lúmskt gaman af, hver eftir stani illkvittni, fordómum eöa kristi- legu umburöarlyndi. En hitt væri svo gaman aö vita, hvaö sá les- andi hugsar (til dæmis sænskur) sem aldrei hefur lesiö Hrafnkels leigumiíilun ÓkeypiS ráðgjöf fyrir alla leigjendur. Meðlimir fá fyrirgreiðslu leigumiðlunar Leigjendasamtakanna, sem opin er alla virka daga kl. 1—5 e.h. Árgjald kr. 5000.- Leigjendasamtökin Bókhlöðustíg 7, Rvk sími 27609 rábgjöf Jóhann mörg þau kvæöi sem hver maður má vera stoltur af. Lýsingin á sjálfum þeim háska sem skáldum og öörum mönnum er búinn er oft úr svipuðu efni og þvisem „virkin” eruhlaöinúr, en oftar er á þessum vettvangi visaö til fyrirbæra beint úr samthnan- um. Og þá kemur í ljós, eins og stundum áöur, hve gjörsamlega andsnúin skáldinu sú þróun er sem kennd er viö borg og tækni. Söngur vélanna er „drýldinn”, „grammófónsins glamurfúrstar” glepja iyrir börnum, „málmsins glamur, Ö6kran ogeggjan dólga” hefursviptiönvæöingardal töfrum staum. 1 ljóöínu „Úr kjörbúö” er litag upptalning á þvi hvaö borg- arllf og afköst bjóöa mönnum af varningi, sá listi er um leiö áminning um aö allsnægtum þessum fylgir tómleiki mikill og ófullnægja. Lýsingin á þvi, hvern- ig menn spilla eigin lifi og um- hverfi og lífriki öllu er ailmikill þóttur bókarinnar, en 1 þeim eta- um eru skáldinu nokkuð mislagö- ar hendur. Skáldskaparúrræöi Olafs eru full einhæf, i kjörbúðar- kvæöinu dugir upptatatagta ekki M1 aö skapa þann óhugnaö sem liklega er aö stefat, en i kvæöi eins og „Dalur syöra” og áöur var getiö veröur einmitt „skáld- skaparmál eiliföarinnar” til aö deyfa þau vopn sem skáldiö vill brúka: Hafa Draupnis þrælar dulbúist til þess aö geta darkaö á þessum staö og kýlt sinar pyngjur? Majakovski hinn rússneski spuröi hvortaörir gætu leikiö þaö eftir sér aö spila næturljóö á flautu niöurfallsplpna. Slik viö- leitnitil aö br jóta veruleik borgar og annarra nýlegra mannaverka undir ok listarinnar og vinna hann á sitt band aö nokkru teyti er mjög fjarri skáldskap ólafs Jó- hanns. Honum er lágreistur burstabær athvarf sem fyrr; hvaö er oröið um lágreistan bæ meö logandi týruf glugga landinu samgróinn, sterkari öllum veörum, — er hann brotinn, hruninn, horfinn um eilffö i myrkur? spyr hann meösárum söknuöi og mun ekki leita fanga og sfyrks á öörum slóöum. Hiö jákvæöa er I eilifri náttúru, skáldskap ofar duttlungum — og i þvi mannlífi sem var. Þessi skáldskapar- og lifsafstaöa þrengir svigrúm ólafs Jóhanns meir en viö heföum kannski kosiö — en ekki skal „hiröa um þaö sem aö ekki fæst” segir i þjóösögunni,heldurmeta að veröleikum þaö sem framer reitt. A.B, Frá F jölbrautaskólanum í Breiðholti Núverandi nemendur skólans fá einkunnir sinar fyrir haustönn afhentar i stofnun- inni þriðjudaginn 19. desember kl. 10 — 10.30. Sýning verður á prófúrlausnum nemenda kl. 10.30 til 12. Lokaval fyrir vor- önn fer fram sama dag og hefst kl. 13.30. Allir þeir er ætla sér að stunda nám i Fjöl- brautaskólanum i Breiðholti á vorönn 1979 þurfa að mæta á lokavali. Bæði nýnemar og eldri nemendur. Þeir sem ekki geta mætt sjálfir, verða að senda einhvern fyrir sig að velja, að öðrum kosti eiga þeir á hættu að verða ekki taldir nemendur á vorönn og fá ekki stundatöflu. Skólameistari Ólafur Jóhann SigurAason Ljóö ólafs Jóhanns eru vönduö og smekkvisi hans éottar næsta sjaldan. Hann hefur traust vald á skáldskaparmáli sem fer best á aö kenna viö eiliföina, þaö styðst viö þá hluti sem sist eru háöir duttlungum timans: geigur, birta, draumur, lind, ómur, steinn, strá, rætur. Afrekhans er aö geta jafnoft og raun ber vitni kveðiö niður hættur sem eru sam- fara jafn þaulunnum efniviö. Þaö tekst aö sönnu ekki alltaf. 1 þess- ari bók eruýmis kvæöi smáleg og eins og endurómur af öörum betri i næstu grennd. En einmitt i ei- liföarspurningum um ljóö, draum og athvarf á jöröu smiöar ólafur sögu Freysgoöa né heldur aörar tslendingasögur. Þýöing Eiriks Hreins Finn- bogasonar kemur vel fyrir sjónir. AB

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.