Þjóðviljinn - 17.12.1978, Page 16

Þjóðviljinn - 17.12.1978, Page 16
16 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 17. desember 1978 Kvikmynda skóli Þjóöviljans Umsjón: Jón Axel Egilsson hur&inni skellt á tjaldinu. En til þess aö ná hljóöinu samhliöa myndinni veröur aö samstilla þaö meö aukatæki sem hrein- lega er kallað „synchroniser” (framboriö synkrónæser) og er notað í þeim tilgangi. Kaup á sliku tæki eru mjög erfiö hér á landi en ekki hreint útilokuö. Best er aö tala viö eigendur þeirra ljósmyndavöruverslana sem eru hvaö mest meö kvik- myndavörur og standa fram úr hvaöa þjónustu á þvf sviöi viökemur. Þeir ættu aö geta frætt þig um kostnaö og þurfa þá aö fá upplýsingar um þau tæki sem þú átt, svo þeir geti leiöbeint þér rétt. Synchroniserinn tengir sam- an sýningavél og segulband og ber saman hraöa tækjanna og kemur i veg fyrir aö annaö tækiö gangi hraöar/hægar en hitt. Stundum þarf aö leiðrétta sýningavélina en i fletum til- fellum eru þaö smámunir. Ef þú hefur tök á bréfaskriftum geturöu sett þig i samband viö erlenda aöila sem auglýsa sllk tæki i kvikmyndaritum fyrir á- hugamenn. Þegarsýndarerumyndir með hljóöi er um tvo möguleika aö ræöa. Þú getur tekiö hljóðiö upp á segulband og spilaö þaö meö sýningarvél og synchroniser. Eöa þú getur keypt þér sýningarvél meö hljóöi. Þá veröur aö lima segulbandsrönd á jaöar filmunnar. Þaö er hægt aö fá gert hér heima I a.m.k. einni ljósmyndaverslun eöa þú getur keypt þér tæki til þess, samt ekki hérlendir. Filman með tónröndinni er sett i sýningavélina og segulbandinu stungið i samband viö vélina. Sföan er tónninn yfirfæröur. Eftir þaö er tónninn alltaf til staöar og ekki þarf lengur aö buröast meö segulbandiö. 1 hnotskurn vikrar þetta þannig: 1. Sýnimgarvél meö hljóöi, seguibandstæki og synchron- iser er tengt saman. Búin er til leiöbeiningarás. 2. útbúið er blaö meö efni myndarinnar og hvenær hyert atriði byrjar, endar o.s.frv. Eftir þvi er slöan tekiö upp á bandiö. 3. Sýningarvél, segulband og sinchroniserer tengt samaná ný eftir að tónröndhefur verið sett inn á filmuna. Hljóöiö er nú flutt yfir á filmuna. Synchroniserinn heldur öllu gangandi á réttum hraöa á meöan. Eftir þaö er ekki nauösynlegt aöinota hann né segulbandið. Þulur Tónlistin gefur myndinni betri áfert), ef svo má að oröi komast. Þó eingöngu væri spiluö plata undir væri þaö betra en ekkert. Samt sem áöur kemur aö þvl aö þú sérö aö meira þarf tii aö sum atriöi skiljist og þú vilt koma meiru aö en myndin sýnir. Þú vilt fá þul meö í spiliö. Þaö er hægt aö gera á mjög mis- munandi máta en viö skulum athuga tvo möguleika á mjög auöveldri innsetningu. Þú þekkir nú þegar myndina og ert búinn aö sjá hvaöa atriöi þarfnastnánariskýringa. Taktu skoöarann fram og skoöaöu myndina meö þetta i huga. Sjáöu hvaöa atriöi skýra sig sjálf og hver þarfnast þular. Skrifaöu hjá þér þau atriöi og hvaö þú vilt segja. Segjum sem svo aö þú hafir tekiö myndina af vindmyllunum i Hollandi og ætlir aö skilgreina þaö nánar: „...Þaö er vind- mylludagur i Kinderdijk, og þá er mikiö um aö vera. Nitján vindmyllur I gangi o.s.frv... Fyrir utan beina kynningu ættiröu aö reyna aö velta upplýsingar sem ekki veröa skildar af myndinni. Þaö er alveg óþolandi aö sjá mynd frá London og heyra þulinn segja: Hér sjáum viö rauöu tveggja hæöa strætisvagnana I London, þegar allir vita aö myndin var tekin i London ogallir sjá rauöa tveggja hæöa strætisvagna. Reyndu aö hafa máliö eölilegt talmál, ekki uppskrúfaöan texta og reyndu aö venja þig á aö lesa einsog þú talar. T.d. meö þvi aö segja ekki: Þaö fer ekkert fyrir honum þegar hann er... heldur talmál. Þaö fer ekkert fyrir ’onum, þegar ’ann er... Meö þvi aö lesa vel yfir og athuga mis- muninn á lesmáli og talmáli, ætti þetta aö lærast mjög fljótt. Reyndu einnig aö vera ekki stifur, heldur eins og þú værir aö segja vini þlnum frá feröinni. Stilltu nú upp sýningarvél, synchroniser og segulbandi til aö taka upp leiöbeiningarásina. 1 þetta skiptiö er ekki nóg aö taka upp leiöbeiningar um þaö hvar tónlistin á aö byrja og enda heldur einnig hvar þulur kemur inn. Þó er nóg aö segja aðeins fyrstu orðin i hverri kynningu, þar sem þú ert aö út- búa leiöbeiningar fyrir raun- verulegu upptökuna. Þegar þetta er búiö, skaltu hlusa á rásina og skrifa hjá þér visanir mælisins þar sem þulur byrjár jafnframt visunum um tónlist. Mundu eftir start- merkjum og setja mælinn á núll áöur en þú byrjar. Þá geturöu snúi þér aö því aö útbúa leiöbeiningalista meö þul, tón- list og tilvísunarnúmerum. Mix án mixara Þegar blandaö er saman tónlist og tali eöa öörum hljóöum, t.d. skothvellum, roki, rigningu og állka, er talaö um hljóöblöndun eöa mix. Þetta er þá framkvæmt í þar til geröum tækjum en einnig er hægt aö gera þetta á segulbandinu og veröur þaö rætt siöar. Nú ætlum viö aö sjá hvernig hægt er aö gera þetta meö hljóönemanum. Viö notum bara segulbands- tækiö og góöan hljóönema, san tekur ekki upp of vitt sviö. Þegar búiö er aö setja bandiö á startmerkiö, plötuna á fóninn og mælinn á núll, einnig stilla yfir á annan hátalarann, er hljóöneminn færöur aö hátalar- anum. Þegar komiö er aö þvi fyrsta sem þurlurinn á aö segja, eb hljóðneminn færöur frá hátalaranum og aö þulnum (þér). Þetta séröu á mælinum. Lestu fyrstu kynningu og færöu siöan hljóönemannn aö hátal- aranum aftur. Þegar kemur að skiptum I tón- listinni, lækkaröu I segul- bandinu og ýtir á hlétakkann. Skiptu um tónlist á plötuspilar- anum og losaöu hlétakkann. Hækkaðu tónlistina (fade in). Þegar upptöku er lokiö skaltu strax hlusta á hana og athuga hvort allt sé nú ekki eins og ætlast var til. Þulurinn veröur aö yfirgnæfa tónlistina þar sem hann kemur inn. Ahorfendur eiga ekki aö þurfa aö legg ja hart aö sér til aö ná þvi sem þú ert aö segja. Hin leiðin Hin leiöin sem viö ætlum aö minnast á er sú aö nota sýninga- vél meö hljóöi. A sumum þess- ara sýningarvéla er svo kallaö „superimpose” eöa „tric”. Þetta er ætlaötil þessa þúgetir hljóösett á mjög auöveldan hátt. Fyrst veröur aö útbúa tón- listina á band eins og skýrt hefur veriö hér aö framan. Slöan er hún flutt yfir á segul- rönd filmunnar meö þvi aö nota sinchroniser. Þá er filman undin til baka og þulurinn látinn lesa. Hann les I hljóönema sýningarvélarinnar. Þegar hann á aö byrja er tric-takk- anum snúib til aö lækka I tón- listinni sem fyrir er á filmunni. Þulurinn les og tric-takkanum er snúiö I hina áttina til aö hækka tónlistina aftur. Ef þetta er framkvæmt nákvæmlega eftir þessum leiö- beiningum lenduröu I klandri. Þetta er einum of mikiö fyrir einn mann og góö æfing hljálpar lltiö. Lesturinn veröur stiröur, þvl alltaf er veriö aö hugsa um annaö. Hvaö ber að gera? Auövelt mál. Lestu inn á segulbandiö og haföu þagnir á milli. Ef þú gerir þaö geturðu tekiö upp aftur og aftur þar til þú ert sannfæröur um aö betur veröi þaö ekki gert og rödd þin hljómar áhugavekj- andi og óþvinguö. Þá skaltu snúa þér aö tric- takkanum. Settu segulbandiö I samband viö sýningarvélina, þú þarft ekki aö nota sinchroniser- inn, og haföu fyrstu kynningu tilbúna viö tónhöfuöiö. Láttu filmuna ganga og þegar kemur aö fyrstu kynningu, snýröu tric-takkanum til aö lækka I tónlistinni, losar hlé- takkann á segulbandinu og y fir- færir lesturinn. Þegar þvi er lokiö ýtiröu aftur á hlétakkann og snýrö tric-takkanum svo tón- listin nái upphaflegum stryk. Verkefni 9. Leitaöu aö spólu meö tónrönd sem þú getur hljóösett. Hún getur veriö um hvaö sem er. Ef þú átt hana ekki til skaltu taka á eina spólu, bara af húsinu sem þú býrö I og næsta nágrenni. Meö þviaö nota þaö sem lærst hefur i þessum kafla skaltu hljóösetja myndina meö tónlist og þul. Hafðu nokkur skipti I tónlistinni og láttu hana lækka þegar þulurinn talar. Þetta er bara æfing og llttu á þaö sem slika. Þaö sem þú ættir aö aögæta er: 1. Láta tónlistina hækka og lækka, fade-out og fade-in. 2. Veldu tónlist sem passar viö þaö sem þú sýnir. 3. Afslappaöan en áhugavekj- andi lestur þular. Mundu aö lestur og talaö mál á aö vera þaö sama, þó þaö sé þaö ekki vegna vitlausrar lestrar- kennslu I skólum. 4. Rétt jafnvægi milli raddar þular og tónlistar I bak- grunn. Góöa skemmtun. • 1 næsta þætti veröur rætt meira um hljóösetningu og hvernig hægt er aö útbúa bak- grunnshljóö. Þú munt sjá aö ekki er um margar leiöir aö ræöa til aö hljóösetja og finnur eflaust þina eigin leiö. Þaö skiptir ekki máli hvernig þú gerir þaö, heldur hvað áhorf- endur heyra. 11slensk miðalda- saga eftir Björn Þorsteinsson Islensk miöaldasaga eftir dr. Björn Þorsteinsson er nýútkomin hjá Sögufélagi. Islensk miöaldasaga fjallar um sögu fslands frá upphafi lands- byggðar til siöaskipta 1550. Ritiö er niöurstaöa áratuga rannsókna höfundará þessu tlmaskeiöi. Þaö skiptist I sjö meginkafla: 1. Sagan 2. Forsaga 3. Landnámsöld 4. Goöaveldisöld 930 — 1262/64 5. Norska öldin 6. Enska öldin 7. Siðaskipti Földi mynda prýöir fslenska miöaldasögu, en hún er 387 bls. Höfundur Islenskrar miðalda- Björn Þorsteinsson sögu, dr. Björn Þorsteinsson, prófessor I sögu viö Háskóla íslands, hefur um langt skeið veriö einn fremsti visindamaöur á sínu sviöi. Sérgrein hans er framar ööru 15. öldin — „enska öldin I sögu Islendinga”, — en fyrir samnefnt rit hlaut hann doktorsnafnbót viö Háskóla Islands 1971. Andvari 1978 er kominn út Andvari 1978 er kominn dt. Aöalgrein ANDVARA eraöþessu sinni ævisöguþáttur Hermanns Jónssonar alþingismanns og ráö herra eftir Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóii. — Annaö efni ritsins eftirfar- andi: Játvaröur Jökull Júliusson: Nóttina fyrir páska; Theodore M. Andersson: Um hetjuskap i Hómerskviöum og íslenskum fornsögum (Finnbogi Guömunds- son þýddi); Hermann Pálsson: Um réttlæti i islenskum fornsög- um; Finnbogi Guömundsson: Um Gunnarshólma Jónasar og 9. hljómkviöu Schuberts og Um hljóm erlendra örnefna; Aki Glslason: Bessastaöaprent- smiöja og blaöaútgáfa Skúla Thoroddsens; Guörún Magnús- dóttir: Efnisskrá Andvara 1.-100. árg. 1874-1975. Þetta er hundraöasta og þriöji árgangur Andvara. Ristjóri hans er dr. Finnbogi Guömundsson landsbókavöröur. Ritiö er 112 blaösíöur aö stærö en Efnisskrá Andvara 60 blaöslöur aö auki. Ný bók frá Iðunni Pétur G. Guðmundsson og upphaf samtaka alþýðu Hjá Bókaútgáfunni IÐUNNI er komin út bók, sem ber heitiö Pétur G. Guömundsson og upphaf samtaka alþýöu. Haraldur Jó- hannsson hefur skráö efni bókar- innarog fylgir frásögn Þorsteins, sonar Péturs G. Guömundssonar. A fyrsta skeiöi verkalýöshreyf- ingarínnar vann Pétur G. Guö- mundsson bókbindari manna ötuilegast aö stofnun landssam- bands verkalýösfélaga og stjórn- málasamtaka þeirra, framboöi þeirra I kosningum og útgáfu biaöa á þeirra vegum. Jafnframt varö hann fyrstur hérlendra manna til aö hefja skipulega fræösiu um jafnaöarstefnuna. Pétur var einn stofnenda Verkamannafélagsins Dagsbrún- ar 1906 og var formaöur þess nokkur ár. Hann var kjörinn fyrsti bæjarfulltrúi verkamanna I Reykjavlk 1910, var ritstjóri Alþýðublaðsins gamla 1906-1907 og Verkamannablaös 1913-1914. Þá var hann forgöngumaöur aö stofnun Bókbindarafélags Islands 1906. Eins og áöur segir er I bókinni fylgt frásögn sonar Péturs, Þor- steins, sem hálfan sjötta áratug Pétur G. Guðmundsson hefur unniö I þágu verkalýös- hreyfingarinnar. Viötölin, sem bókin flytur, átti höfundur viö Þorstein sumariö og haustiö 1973 og veturinn 1977-1978, en Þor- steinn hefur starfaö hálfan sjötta áratug i þágu verkalýöshreyfing- arinnar og stjórnmalaflokka hennar, eins og segir I formála höfundarins. Ný íslensk Indriöi Úifsson, skólastjóri á Akureyri, hefur sent frá sér ell- eftu barna- og unglingabók slna, og nefnist hún Mæiikeriö. A bókarkápu segir aö bækur Indriöa hafi nú veríö prentaöar I yfir 25.000 eintaka upplagi og barnabók njóti sivaxandi vinsælda. 1 fyrra gaf Indriöi út bókina Loksins fékk pabbi aö ráöa. Þessi nýja bók, Mælikerfiö, er algjörlega sjálf- stæö saga, en sömu aöalpersónur eru I henni og bókinni I fyrra. Útgefandi er Skjaldborg á Akureyri.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.