Þjóðviljinn - 17.12.1978, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 17.12.1978, Blaðsíða 4
4 StÐA — ÞJ6ÐVILJINN Sunnudagur 17. desember 1978 MOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis tJtgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjöri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson Rekstrarstjóri: Clfar Þormóösson Auglýsingastjóri: Gunnar Steinn Pálsson, Afgreiöslustjóri: Filip W. Franksson Blaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Erla Sig- uröardóttir, Guöjón Friöriksson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Ingólfur Margeirsson. Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórsson. lþrótta- fréttamaöur: Ingólfur Hannesson Þingfréttamaönr: Siguröur G. Tómasson I-jósmyndir: Einar Karlsson, Leifur Rögnvaldsson. útlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson. Sævar Guöbjörnsson. Ilandrita- og prófarkalestur, Blaöaprentsvakt: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar, öskar Albertsson. Safnvöröur: Eyjólfur Arnason. Auglýsingar: Rúnar Skarphéöinsson, Sigriöur Hanna Sigurbjörnsdóttir Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir, Jón Asgeir Sigurösson. Afgreiösla: Guömundur Steinsson. Kristin Pétursdóítir. Slmavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigriöur Kristjánsdóttir. Bllstjóri: Sigrún-Báröardóttir. Húsmóöir: Jóna Siguröardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. útkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Guömundsson. Ritstjórn, afgreiösla og auglýsingar: Siöumúla 6. Reykjavik, simi 81333 Prentun: Blaöaprent h.f. Eru bíóin geymslu- staðir fyrir unglinga? • Fyrr i vikunni birtist i Morgunblaðinu fróðlegt samtal við nokkra fulltrúa Félags kvikmyndahúsa- eigenda i Reykjavik. Þeir voru að kvarta yfir sinu hlutskipti i efnahagskerfinu. Þeim fannst illt að þurfa að greiða allmikla skatta af rekstri sinum og bjóða þó upp á lægra verð aðgöngumiða en tiðkast i nálægum löndum. • Samtal þetta fól i sér einskonar tilmæli um iviln- anir eða minnkaðar álögur á rekstur kvikmynda- húsa. Er þá athyglisvert hvað eigendur húsanna helst telja sér til ágætis, helstu röksemdir fyrir þvi að þeir gegni nytsamlegu hlutverki i samfélaginu. Það kemur fram i viðtalinu, að yfirgnæfandi meiri- hluti kvikmyndahúsagesta eru börn og unglingar. Siðan segir einn viðmælenda blaðsins: • ,,En það er lika annar þáttur sem snýr að ungl ingunum. Hvernig héldu menn að umlits væri i þessari borg til dæmis á Hallærisplaninu á kvöldin, ef ekki væru kvikmyndahúsin til að húsa þessa 5-7 þúsund unglinga sem þar hafast við á hverju kvöldi”. • Það er vert að gefa gaum að þessum ummælum. Þau eru einstaklega mælsk staðfesting á þvi sem allir mega vita: að þeir sem ráða fyrir jafn öflugum fjölmiðli og merku menningartæki og kvikmyndir eru ætla sér i raun ekkert það hlutverk sem ris undir nafni. í mesta lagi geta þeir — og vilja — hrósa sér af þvi að þeir sjái til þess að unglingar geri ekki eitthvað enn verra en að sitja i bió. Kvikmyndahúsin eru túlkuð sem öryggisventill fyrir athafnaþörf sem annars væri ekki hægt að ná tökum á. Þau eru eins konar róandi lyf fyrir ungl inga samkvæmt þessari túlkun. • Eigendur kvikmyndahúsa skirskota ekki til þess,að þeir reyni sitt besta til að bjóða upp á góðar myndir án gæsalappa. Þeir svara spurningum um þær aðfinnslur sem gagnrýnendur dagblaðanna og fleiri pennar hafa að þeim sent fyrir einhæft og lak- legt kvikmyndaval, en bera allt af sér. Annað hvort er erfitt að útvega góðar myndir eða fólk vill ekki sjá þær, segja þeir, Þeir skirskota til þess, að það sé hægt að fara i Háskólabió á mánudagskvöldum og svo til ágætrar starfsemi kvikmyndaklúbbs skóla- æskunnar — þetta er nóg, segja þeir. Við tökum svo að okkur að vera barnapiur og dávaldar. • Það er ekki nema rétt, að Reykjavik er byggilegri staður en áður eftir að Fjalaköttur og mánudags- myndir komu til skjalanna. En þeir kostir eru ekki að þakka samtökum eigenda kvikmyndahúsa eins og menn vita heldur þrautseigum áhugamönnum sem hafa reynt, hver með sinum hætti, að hefja kvikmyndirnar til nokkurs vegs hér á landi. Frám- lag og málflutningur kvikmyndahúsaeigenda er hinsvegar dæmigerður fyrir svo margt i menningarlifi svokölluðu: þar skortir allan metnað, alla stefnu, allt jákvætt inntak. Þess i stað kemur eins konar þægileg forlagatrú: fólk vill það sem er. Sem og i öðrum hliðstæðum dæmum gleymist það hverjir það eru sem i raun hafa mótað það sem kallað hefur smekk og venjur almennings að þvi er kvikmyndir varðar. Það eru einmitt þeir forráða- menn kvikmyndahúsa sem áratugum saman fluttu inn nær eingöngu það sem ómerkilegast var og ódýrast af færibandaframleiðslu draumasmiðj- anna. Sú staðreynd, að nú eiga menn nokkurra betri kosta völ en þegar ástandið var sem verst er ekki þeim að þakka, heldur þeim skelfilegu og óþolandi menningarvitum sem svo eru nefndir og eru sifellt með kjaftinn uppi og geta aldrei verið til friðs. —áb Úr almanakinu Getur þab verið, að Ragnhild- ur Helgadóttir alþingismaður sé laumukommi? Er það ekki lik- legra en að hún sé á máia hjá Máli og menningu sem sölu- maöur? Þau hjón hafa svo ágætar tekjur að varla kemur til mála, ab þau séu I aurahaliæri og þurfti að standa I þvi að selja bækur. Þess vegna er miklu liklegra að Ragnhildur sé laumukommi. Hvað annað get- ur valdið þvi, að hún gerist sölu- maður fyrirMM meðþeim hætti að risa úr sæti sinu i hinu háa . Alþingi og biðja um oröið utan dagskrár, til þess að segja þing- heimi og þá um leið alþjóð frá litlu barnakveri aö nafni „Félagi Jésús” meö þeim hætti. á bókum, segja, að „Félagi Jesús” sé heldur slök bók frá bókmenntalegu sjónarmiði, en nú er þessi tæplega miðlungs góða bók kannski orðin metsölu- bók á Islandi anno 1978. Ég neita aö trúa þvi, að manneskja, sem hefur komist i gegnum þann frumskóg aö veröa þingmaður fyrir Sjálf- stæöisflokkinn, sé svo blá i augunum að vita ekki, aö allt það forboðna er mest spennandi i augum og vitund fólks. Svo maöur tali nú ekki um, þarsem i hlut á kona. Og það getur heldur varla veriö, að sá, sem haldiö hefur sér jafn lengi á floti innan Sjálfstæðisflokksins og Ragn- hildur, hugsi aldrei fyrir þetta mál allt i nýju ljósi, að opinbera svona laumukomm- ann i sér. Þá veröur þaö okkar, sem förum ekkert laumulega meö kommann i okkur, aö taka upp hanskann fyrir hana, enda sjálfsagt mál, þar sem Ragn- hildur verður þá ekki lengur laumukommi, heldur opinber kommi. Frú Ragnhildur og félagi Jesús að eftir er tekið, og þeim af- leiðingum, að bókin er að verða metsölubók i jólabókaflóðinu? Og svo laumulega fór Ragn- hildur að i þessu máli, að allir héldu aö hún meinti þaö sem hún sagöi. Fyrir vikið risu upp ýmsir menn hneykslaðir vegna útkomu bókarinnar og tóku viö aö auglýsa hana þar sem Ragnhildur hætti. Og þessu auglýsingaflóði hefur ekki linnt alla siðustu viku. Eftir standa svo allir kommadjöflar landsins hlæjandi, en hæst hlæja laumukommarnir. Sennilega heföu aöeins fáein hundruö eintök selst af bókinni „Félagi Jesús” ef ekki hefði komið til þess snjalla auglýsing Ragnhildar og slöan annarra. Þarna er um litiö kver aö ræöa, sem forlagiö hafði nánast ekk- ert auglýst og ætlaöi ekki að gera þaö, enda bókin ekki talin efni I metsölubók. Aftur á móti er þaö gömul saga og ný I neysluþjóðfélögum, aö allt er hægtað selja ef nógu kænlega er fariö aö þvi að auglýsa hlutinn. Sjaldan hefur þetta verið betur sannað en nú. Þeir, sem vit hafa morgundeginum. Auðvitað vissi hún nákvæmlega hvað hún var aö gera, hvorki meira né minna en aö selja bókina. Þess vegna er það rökrétt ályktun aö telja Ragnhildi laumukomma. Aftur á móti er óllklegt aö hin- ir hrekklausu guösóttans menn, sem fylgdu I kjölfariö, hafi vit- aö hvaö þeir voru aö gera. Þeir hafa án efa sent ritsmlö sina frá sér I góöri trú um aö þeir væru aö gera rétt. Væru aö aövara flekklausar sálir viö því sem þeir töldu ljótt og vont. A einum stað er haft eftir félaga Jesú: Guö, fyrirgef þeim, þeir vita ekki hvaö þeir gera* ef ekki orð- rétt, þá efnislega. Llklegt þætti mér, aö ef hann væri nú á meðal vor myndi hann taka svipaö til oröa um þá þjóna slna, sem standa I því á jólaföstu, aö selja ljóta bók eftir vondan, sænskan komma, I staö þess aö innræta þjóðinni guösótta og góöa'siöi á viösjárveröum tlmum undir vinstri stjórn. . Ekki kæmi mér á óvart þótt blessunin hún Ragnhildur fengi bágt fyrir hjá flokknum sinum, þegar frá llöur og menn llta Ekki dettur mér i hug aö hætta mér út á þá hálu braut, sem eru umræöur um hver félagi Jesús var I raun og veru. Var hann guðssonur, trésmiðs- sonur, byltingarforingi, eða maöur sem haföi lag á aö láta aöra vinna fyrir sér? Allar þessar kenningar hafa verið á lofti um dagana og raunar margar fleiri. En ég vil minna á spekileg orð karlsins, þegar menn deildu hart um hvort snjórinn I Japan væri rauður eöa einhvernveginn ööruvisi á litinn: „Hvaö vitið þiö hvort hann er rauður, þiö hafiö aldrei komiö til Japan og séð snjóinn þar”. —nS.dÓI Sigurdór Sigurdórsson skrifar: VINSTRI HREYFING í þágu sósíalísks lýðræðis 1 Portúgal eru samtök sem nefna sig Vinstri hreyfingu fyrir sósialisku lýðræöi., Félagar hennar voru áöur I Jafnaðar- mannaflokki Portúgals undir forystu Mario Soares. Þegar sá flokkur fór að kæfa niður land- nám smábænda I Alentejohéraöi og hverfa til hægri, yfirgaf fólk þetta flokkinn og myndaöi ofan- nefnd samtök fyrir einu ári. Formaöur samtakanna er fyrr- verandi ráöherra i rlkisstjórn Soares, Lopes Cardoso. Fyrir stuttu ræddu danskir blaöamenn viö hægri hönd for- mannsins, ungan mann að nafni Joaquim Guilhermo Castro Guerra. Var hann fyrst spuröur um hreyfinguna og stööu hennar i dag. Hann sagöi hreyfinguna ekki vera stjórnmálaflokk. Hún ætti þó þrjá óháöa fulltrúa á þingi, sem hún myndi sjálfkrafa missa ef hún breyttist nú i flokk. Hreyf- ingin og þar meö hinir þrir full- trúar hennar væru á móti rlkis- stjórn Mota Pinto og myndu þeir greiöa atkvæöi gegn henni. Gætu þeir I hreyfingunni tekiö undir orö Mario Soares þar sem hann sagöi aö núverandi rikisstjórn i Portú- gal væri sú sem lengst væri til hægri af þeim sem setiö hafa slðan byltingin var gerö 25. april 1974. Þá var hann spurður hver af- staöa hreyfingarinnar væri til flokks Soares. Sagöi hann Jafnaöarmannaflokkinn ekki fallast á breiöa samstöðu vinstri manna um viss baráttumál og vildi hann þaðan af slöur nokkurt samneyti hafa við hina vinstri hreyfingu fyrir sósialisku lýö- ræöi. Sagöi Castro Guerra enn- fremur aö flokkur Soares væri óöum aö glata styrkleika slnum þar eö innanrikisdeilur væru miklar milli mismunandi hópa. I byrjun heföi flokkurinn átt kost á aö veröa einn stærsti flokkur landsins, en hann heföi ekki not- fært sér þá möguleika. Hlutverk hinnar nýju hreyf- ingar næri þvi að reyna aö virkja hina fjölmörgu verkamenn sem oröiö heföu fyrir vonbrigöum meö . Jafnaöarmannaflokkinn og reyna þannig aö stuöla aö breiöari Framhald á bls. 22

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.