Þjóðviljinn - 17.12.1978, Blaðsíða 9
Sunnudagur 17. degember H78 ÞJÓPVILJINN — SIÐA »
Ritgerðasafn
Jóns Oskars
Jón óskar skáld, sem var
fremstur I röö atómskáldanna,
þegar þau voru aö ryöja sér til
rúms, hefur sent frá sér stórt rit-
geröasafn, sem kallast „Vitnaö
fyrir manninn”. í þvi eru 19 rit-
geröir og erindi, sem Jón óskar
samdi, þegar baráttan var hörö-
ust, sótt var aö atómskáldunum
úr öllum áttum og þeir máttu þola
fordóma, misskilning og andúö.
En nú hefur breyting á oröiö,
atómskáldskapurinn nýtur nú al-
mennrar viöurkenningar og þar
meö eru sumar ritgeröirnar I
bókinni orönar aö mikilvægum
heimildum i íslenskri bók-
menntasögu.
Margar ritgeröanna eru vörn
fyrir hinn nýja skáldskap I hita
sóknar og varnar og um leiö á-
deila á hinn hefðbundna skáld-
Flóðhestar
eftir Jónas
Friðrik
Ljóöabókin „Flóðhestar i
glugga” er fyrsta ljóðasafnið,
sem út kemur eftir Jónas Friðrik,
en hann er fyrirlönguorðinnkunn-
ur fyrir textasmiðar sfnar við lög
innlendralistamanna og ættu ljóð
hans þvl ekki að vera mönnum að
öllu leyti ókunn. Þau hafa hins
vegar fá birst á prenti fyrr.og i
þessari ljóöabók birtist lika allt
önnur hlið á skáldinu Jónasi.
Jónas er rúmlega þritugur og
ættaður frá Raufarhöfn. Hann
starfaði um tima i Reykjavik, en
fluttist siöan til heimabyggöar
sinnar.
skap, sem Jón Óskar og félagar
hans töldu staðnaðan og stein-
gerðan. Athyglisverðar eru upp-
reisnargreinar hans gegn Kristni
Andréssyni, Athugasemd við
undarlega ritsmið og Bókmenntir
og kreddur, en Jóni Óskari sárn-
aði það mjög, að þó Kristinn teldi
sig róttækan, studdi hann hinn
hefðbundna skáldskap, en virtist
litið um atómskáldskapinn gefið.
Þessar ritgerðir eru nú mikilvæg-
ar i bókmenntum. En Jón Oskar
ræðir mörg önnur viðfangsefni.
Hér eru greinar um Jóhannes úr
Kötlum og Gerði Helgadóttur og
fræg grein hans ,,Að vera sjófugl
á tslandi.”
Ritgerðasafn þetta tengist
minningabókum Jóns óskars. Af
þeim eru komin út 5 bindi. Síöast
kom út Borg drauma minna, en
siðasta bindi þeirra er nú I smið-
um. Bókin Vitnaö fyrir manninn
er gefin út af Fjölvaútgáfunni.
Hún hefur inni að halda 19 rit-
gerðir, er myndskreytt, 190 bls. á
stærð.
Jólapakkakvöld
Síðasta skemmtikvöld Hótels Loftleiða á jólaföst-
unni verður sunnudaginn 17. desember í Blóma-
salnum. Kvöldið nefnum við jólapakkakvöld, því
að þá verður efnt til jólapakkahappdrættis. Allir
matargestir fá ókeypis happdrættismiða við inn-
ganginn, og dregið verður um veglega vinninga á
staðnum. — Módelsamtökin sýna tískufatnað frá
Dömunni, Lækjargötu og Viktoríu, Laugavegi.
Sigurður Guðmundsson leikur á Hammondorgel.
Garðar Cortes syngur jólalög við undirieik Jóns
Stefánssonar.
Sérstök kynning verður á kristalsmunum frá Kosta
Boda, Verslanahöllinni.
Matseðill:
Humarsúpa að hætti hússins.
Fylltur grísahryggur á silfurvagni.
Appelsínuundur í ábæti.
Matur framreiddur frá kl. 19 en dagskráin hefst
klukkan20. Borðpantanirí símum 22321 og22322.
Skammdegisskemmtun fyriralla.
Verið velkomin,
HÓTEL
LOFTLEIÐIR
Listmunamarkaðurinn
Skólavörðustíg 19
Litið við i Listmunamarkaðinum og gerið hagkvæm jólainnkaup.
Mikið af listmunum, málverkum og fatnaði
Listmunamarkaðurinn
BÓK NÝRRAR KYNSLÓÐAR
Það er betra að hafa góðan tíma þegar þú byrjar að lesa
þessa bók, því þú sleppir henni ekki fyrr en hún er búin
Viktor Arnar Ingólfsson
DAUÐASÖK
Til skamms tíma voru ekki aðrar dauðasakir
finnanlegar í íslenskum bókmenntum, en
þær, að ekki mátti skrifa spennandi bækur.
Bókmenntir, og sér í lagi skáldsögur, voru innihaldslausar og leiðinleg-
ar — og áttu að vera það.
,.DAUÐASÖK“ er ekki svoleiðis bók, heldur æsispennandi saga eftir
ungan mann. Dularfullir atburðir gerast. íslenskri flugvél er rænt og það
er beitt skotvopnum. Sögusviðið er vítt, Stuttgart, Köln, Luxemburg og
Reykjavík, og raunveruleiki þessara viðburða er alveg makalaus í hraðri
og hnitmiðaðri frásögn.
Frá bókmenntaiegu sjónarmiði er þetta vel rituð bók, köld í stílnum og
hún er skrifuð af þekkingu og nákvæmni af menntuðum ungum manni.
Höfundurinn, Viktor Arnar Ingólfsson, nemur byggingatæknifræði. Hann
er 23 ára gamall, ættaður frá Akureyri.
Viktor Arnar Ingólfeaon
Dreifing BT útgáfan Síðumúla 15 sími 8