Þjóðviljinn - 04.03.1979, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 04.03.1979, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 4. mars 1979 DIOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs hreyfingar og þjóðfrelsis Ctgeíandi: Útgáfufélag Þjóðviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Kitstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Fréttastjóri: Vilborg Haröardóttir Rekstrarstjóri: Úlfar Þormóösson Auglýsingastjóri: Rúnar Skarphéöinsson Afgreiöslustjóri: Filip W. Franksson Blaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Erla Sigurö- ardóttir, Guöjón Friöriksson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Ingólfur Mar- geirsson, Magnús H. Glslason, Sigurdór Sigurdórsson. tþróttafrétta- maöur: Ingólfur Hannesson. Þingfréttamaöur: Siguröur G. Tómasson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Leifur Rögnvaldsson. útlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Ellas Mar. Safnvöröur: Eyjólfur Arnason Auglýsingar: SigríÖur Hanna Sigurbjörnsdóttir, Þorgeir Olafsson. Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir, Jón Asgeir Sigurösson. Afgreiösla: Guömundur Steinsson, Hermann P. Jónasson, Kristín Pét- ursdóttir. Sfmavarsla: ólöf Halldórsdóttir, SigrlÖur Kristjánsdóttir. Bflstjóri: Sigrún Báröardóttir Húsmóöir: Jóna Siguröardóttir Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. útkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Guömundsson. Ritstjórn, afgreiösla og augtýsingar: SfÖumúla 6, Reykjavfk, sfmi 8 13 33. Prentun: Blaöaprent hf. Lánaðar fjaðrir og hœttuboðar Sjálfstæðisflokkurinn hefur á Alþingi lagt fram til- lögu til þingsályktunar um þingrof og kosningar. Það lá- ir honum enginn að þingflokkurinn skuli með þessum hætti hnykkja á þeim f jölmiðladeilum sem stöðugt eru í gangi milli stjórnarflokkanna um stefnuna í efnahags- málum. Sjálfstæðisf lokkurinn hefur mikla þörf fyrir að reisa sig úr þeirri lágkúru og pólitísku vesöld sem hann hefur verið í siðan eftir síðustu kosningar. • En Sjálfstæðisflokkurinn er ekki gróinn sára sinna og því er lítt fýsilegt fyrir hann að leggja út í kosninga baráttu. Enn standa hjaðningavígin yf ir innan f lokksins og forystan er í molum bæði á landsvísu og í höf uðvíginu forna, Reykjavík. Tillagan um þingrof og kosningar er því að sínu leyti eins mikil sýndartillaga og upphlaupstil- laga Vilmundar á sprengidaginn um þjóðaratkvæða- greiðslu. Hún er fyrst og fremst sett fram til þess að reyna þolrifin í krötunum og sýna fram á tvískinnung þeirra í stjórnaraðildinni. • En setjum nú svo að tillagan um þingrof og kosningar yrði samþykkt. Hvaða valkost býður Sjálf- stæðisflokkurinn landsmönnum uppá? Nýlega hefur flokkurinn lagt fram nokkrar línur sem forysta hans segir að sé efnahagsstef na hans. Enda þótt ekki sé um ýkja mörg orð að ræða segja þau alla sögu. Hér er sem- sagt endurprentuð forskrift valdamikilla erlendra peningamálastofnana um hagstjórn þjóðríkis. • Elias Davíðsson kerfisfræðingur skrifar athyglis- verða grein um Alþjóða gjaldeyrissjóðinn og starfsemi hans í laugardagsblað Þjóðviljans 3. mars. Þar getur hann meðal annars þeirra atriða sem sérfræðingar Alþjóða gjaldeyrissjóðsins mæla gjarnan með til þess að rétta við greiðslujöfnuð aðildarríkja sjóðsins. Það er örugglega engin tilviljun að öll þessi atriði mynda meginstofninn í efnahagsmálastefnu Sjálfstæðisf lokks- ins. • Sérfræöingarnir leggja semsagt á þau ráð að vextir verði hækkaðir, að gengið verði fellt, að niðurgreiðslur á nauðsynjavörum verði afnumdar, að ríkisfyrirtæki verði seld einkaaðilum, að félagsleg þjónusta verði dreg- in saman, að verðlagseftirlit verði afnumið og að gjald- eyrishömlum verði aflétt. • Þar sem slíkum tilmælum hefur verið framfylgt með „árangri" hef ur víða veriðgripið til þess að skerða félagsleg og stjórnmálaleg mannréttindi. Nægir þar að nefna dæmi frá Filipseyjum, Chile, Brasilíu og Argen- tínu. Þessi ríki hafa afnumið lýðræðið, bannað frjáls verkalýðssamtök og komið upp öflugri leynilögreglu til varnar viðskipta- og gjaldeyrisfrelsinu, allt með dygg- um stuðningi Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og annarra vestrænna f jármálastofnana. • Efnahagslegu afleiðingarnar af ráðleggingum Alþjóða gjaldeyrissjóðsins sé þeim fylgt út í ystu æsar blasa við. Þær leiða til óðaveröbólgu nema stjórnvöldum hafi tekist að lama að mestu starfsemi frjálsra verka- lýðssamtaka. Þær leiða til þess að samkeppnisaðstaða þjóðlegra atvinnuvega versnar enn gagnvart inn- flutningi. Vítahringur gjaldeyriskreppunnar verður við- varandi og ríkin sökkva æ dýpra i skuldagildru Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og fjölþjóðlegra fjármálastofnana. • Hinsvegar fitna f jölþjóðafyrirtæki og innlendir ein- okunarhringir eins og púkinn á bitanum í kjölfar þess að tekin er upp efnahagsstefna Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Það þarf því ekki vitnanna við að hvaða þróun er verið að stuðla með því að setja fram þá efnahagsstefnu sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur kynnt. Það er ekki um- hyggja fyrir „frjálsu framtaki" og „heilbrigðri sam- keppni" sem ræður f erðinni eins og látið er í veðri vaka heldur er verið að búa í haginn f yrir gróðarisana innan- lands og erlendis, innlenda einokun og og ítök erlendra auðhringa. Þetta er stofninn í þeim lánuðu f jöðrum sem Sjálfstæðisf lokkurinn skreytir sig nú með og kallar kinn- roðalaust sína efnahagsstefnu. • Réttnefnd er hún efnahagsstefna hins alþjóðlega auðvalds og með hana að leiðarljósi ætlar Sjálfstæðis- flokkurinn sér stóran hlut í kosningum. Þeim Sjálf- stæðismönnum á að fyrirgefa sem vita ekki hvað þeir eru aðgera, en hinum sem eru vel vitandi um af leiðingar þeirrar stefnu sem þeir boða, ber að snúast gegn af fyllstu hörku. Ekki er síður nauðsynlegt að gera al- menningi skýra grein fyrir því hvað felst í efnahags- málatillögum íhaldsins. —ekh Úr almanakinu Kvikmyndin um „Scottsboro-drengina", sem sýnd var í sjónvarp- inu á þriðjudaginn, vakti enn til umhugsunar um þá hroðalegu kúgun, sem blökkumenn hafa sætt í Bandaríkjunum, og sér ekki fyrir endann á. Allra verst hafa mann- réttindi svertingja verið fótum troðin í Suðurríkj- unum. Scottsboro- drengirnir voru teknir fastir í einu þeirra, Ala- bama, þar sem svert- ing jahatarinn George Wallace réði lengi lögum og lofum. Dómsmoröió á Scottsboro- drengjunum átti sér staö 1931, á kreppuárunum, þegar 17 mil- jónir bandariskra verkamanna gengu atvinnulausar og bændur flosnuöu upp af jöröum sinum miljdnum saman. Niu atvinmu- . lausir ungir negrar höföu tekiö 14 ára drengur dæmdur I 48 ára fangelsi: Robert Earl May I rlk- isfangelsinu I Mississippi. Scottsboro- drengjunum fjölgar enn sér far meö vöruflutningalest i leit aö atvinnu. Lögreglan i þorpinu Scottsboro rak þá út úr lestinni og ákæröi þá fyrir aö hafa nauögaö tveim hvitum stúlkum i öör- um vagni. Negrahöturum Suö- urrikjanna var nóg aö heyra slika ákæru. Atta þeirra voru tafarlaust dæmdir til dauöa, en sá niundi var aöeins 13 ára. Barátta gegn þessu fáheyröa og biræfna dómsmoröi hófst i Bandarikjunum og vibar um heim, og stóöu sósialistar þar fremstir i flokki. A þessum ár- um var „Alþjóöa rauöa hjálp- in” starfandi, en þau samtök unnu aö þvi aö hjálpa föngum sem ofsóttir voru vegna verka- lýbsbaráttu sinnar. M.a. fyrir hatramma baráttu bandarisku deildarinnar i Alþjóöa rauöu hjálpinni tókst aö knýja fram frestun á aftöku svertingjanna átta. Þekktur lögfræöingur tók aö sér vörn i máli þeirra. Bar- áttan stóö lengi og máliö kom „ tvisvar fyrir hæstarétt Banda- rikjanna. Þegar hinir siöustu Scottsboro-drengja fengu frelsiö áriö 1950, höfbu þeir allir setiö samtals 130 ár i fangelsi. Þeir sem fyrst sluppu út, sátu inni i sex ár. Réttarglæpi bandariskra dómstóla gegn blökkumönnum mætti rekja i þaö óendanlega og eins og aö likum lætur má rekja þá aö sömu rótum og þau mý- mörgu dómsmorö sem auö- valdskerfiö ameriska hefur framiö á róttækum verkalýös- sinnum og baráttumönnum fyrir mannréttindum undirok- aöra minnihlutahópa. Hámarki náöi móöursýki kommúnista- grýlunnar sem kunnugt er á blómaskeiöi McCarthy-ismans, 1948 — 54, og þarf ekki aö rekja þá sögu hér, svo mjög sem menn hafa kynnst hugarfari McCarthy-ismans hér á landi af langvinnum og kvalafullum eftirköstum Morgunblaösins, sem lengst allra fjölmiöla á byggöu bóli hefur gengiö meö þessa móöursýki i maganum. Margir þeirra tugþúsunda manna, sem nú dveljast I fang- elsum Bandarikjanna, eru blökkumenn, sem settir hafa veriö inn um óákveöinn tima fyrir smáafbrot. Stjórnarnefnd- ir fangelsanna geta oft ráöiö lengd fangelsisvistarinar og þetta veldur þvi aö mörg fang- elsi i Bandarikjunum eru raun- verulega oröin aö fangabúöum fyrir fátæka og róttæka blökku- menn. Lengi mætti J*ýlja nöfn þeirra, sem oröib hafa pislarvottar of- sóknanna gegn þeim banda- risku blökkumönnum, sem staö- iö hafa i fylkingarbrjósti i friö- samlegri eba byltingarsinnaöri baráttu fyrir mannréttindum og gegn fátækt og kúgun. Söngvar- inn Paul Robeson var bannfærö- ur i ofsóknaræöi McCarthy- tfmabilsins. Martin Luther King var drepinn. „Soledad- bræöurnir” Jonathan og Ge- orge Jackson sömuleiöis, ásamt fleiri foringjum fyrir bar- áttusamtökum negra. „Hin tiu frá Wilmington”, en þekktastur þeirra er séra Benjamin Chavis, voru dæmd saklaus i 282 ára fangelsi sam- anlagt. Nafn Angelu Davis ber einnig hátt. Hún ólst upp i Birmingham i Alabama og móöir hennar tók virkan þátt I baráttunni fyrir frelsun Scotts- boro-drengjanna á sinum tima. Þegar upp var staöiö og slökkt á sjónvarpinu eftir sýningu myndarinnar um Scottsboro-- drengina, tók ég aö fletta nýj- asta hefti bandariska vikurits- ins Time. Þar rakst ég á frásögn af réttarfarinu i Missisippi, nú nær hálfri öld eftir atburöina, sem geröust i Scottsboro i kreppunni miklu. Seint i desembermánuöi siö- artliönum var 14 ára blökku- drengur, Robert Earl May, tek- inn fastur ásamt þremur félög- um sinum fyrir að stela nokkr- um flugeldum og peningaveski i sveitaþorpinu Brookhaven I Mississippi. Tveim dögum siðar rændi hann og tveir félagar hans verslun og böröu búöar- stúlku. Ekki dróst úr hömlu aö dæma hann; eftir eina viku aö- eins var hann dæmdur i 48 ára fangelsi, án þess aö eiga kost á aö veröa nokkurntima látinn laus til reynslu. Drengurinn var siöan fluttur i yfirfullt rfkisfangelsi Missis- sippi, þar sem fyrir eru 1800 fangar. Formaöur fanga- hjálpar Mississipppi spáöi þvi, að þessi litli og grannholda drengur mundi aldrei þrauka þetta af. Nokkrar likur eru aö visu á þvi aö máliö veröi tekiö upp aö nýju. Og á meðan gengst Robert Earl May undir geörannsókn. En þarfnast þeir menn ekki geö- rannsóknar, sem dæma 14 ára dreng i 48 ára fangelsi? Þarfn- ast þetta dómskerfi og þetta þjóöfélagskerfi ekki geörann- sóknar? Einar Örn Stefánsson skrifar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.