Þjóðviljinn - 04.03.1979, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 04.03.1979, Blaðsíða 19
Sunnudagur 4. mars 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 19 erlendar bækur Towards the Final Solution. A History of European Racism. George L. Moss. J.M. Dent 1978. Kynþáttafordómar hafa fylgt mannkyninu i langri sögu þess i einhverri mynd. Þessi bók fjallar einkum um andúö á Gyöingum i Evrópu og þá einkum i Þýska- landi á dögum nasista. Höfundur- inn rekur fyrst forsendur fordóm- anna aftur á 18. öld, en þá mótuö- ust nýjar kenningar um mismun- og eöli kynþátta, byggöar á vis- indakenningum þeirra tima svo og á uppstokkun Evrópubúa eftir þjóöerni og tungumálum. Þá tók „jöröin aö stynja undan öllum sinum fööurlöndum”. Fyrsti visir aö mannfræöi kem- ur upp á 18. öld og þar meö til- raunir til aö ákveöa stööu manns- ins I náttúrunni, samanburöur mismunandi kynflokka og til- heyrandi mælingar og lýsingar á einkennum hvers kynflokks. Pletisminn og fagnaöarboöskapur ýmissa sértrúarflokka varö til þess aö ýta undir dulhyggju, „innilegra samband viö frelsar- ann” og þar af leiddi kenningar um gróskumikiö innra tilfinn- ingallf og um hinn „innri mann”, sem var mismunandi eftir kyn- flokkum. Slöan koma kenningar um guödóminn og um guö innra meö hverjum manni og meö fleiru i þeim stíl varö ekki langt I „þjóöarsálina”. Þrælaverslunin og tilraunir mannvina til aö kristna og mennta frumstæöar þjóöir, sem mistókust oftar en þær tókust, mynduöu þá hug- mynd meöal Evrópubúa aö litaöir kynþættir væru ekki móttækilegir fyrir evrópska menningu og þar meö ekki jafningjar Evrópu- manna. Þróunarkenningar fyrir daga Darvins juku þeim skoöun- um fylgi aö gifurlegur munur væri á kynþáttum og þar af leiddi ákveönar hugmyndir um hvern flokk, hver flokkur átti slna „þjóöarsál” og var af forlögum ákveöinn hlutir I framþróuninni. Og þetta þótti allt visindalega sannaö. Höfundur rekur þessa sögu og fjallar slöan um kenningar Gobineau og Houstons Chamber- lain og slöan þeirra sem tóku aö tina saman kenningar hinna og annarra I þaö kerfi sem hentaöi þeim pólitiskt. Og þá var komiö aö þeim punkti þar sem vissir kynflokkar voru „góöir” en aörir „slæmir” og til trafala uppbygg- Stærstu póstverslun í Evrópu heim til þin Nærri 1000 litprentaðar síður 10. listinn á íslandi Vinsðmlegast klippiö þennan hluta frá auglýsingunni og sendiö okkur ásamt kr. 4.000.-. ef þér viljið kaupa Quelle pöntunarlista vor-sumar 1979. Greiðslu er best aö inna af hendi með þvi að greiða inn ápóstgiró- reikning okkar nr. 15600 eða senda ávísun með afklippunni til: Hlein hf. Pósthólf 39, 230 Njarðvík, Sími 92-3576 ________________________________________________ Greiðsla: nafn sendanda □ Áv. meðfylgjandi ________________________________________________ □ Gíró nr. 15600 heimilisfang > □ Póstkrafa + kostn. ________________________________________________Vinsamlegast krossið við réttan reit. sveitarfélag póstnúmer Rafmagnsveitur ríkisins óska að ráða skrifstofumann að svæðisskrifstofu Raf- magnsveitnanna á Egilsstöðum. Verslunarskólapróf eða hliðstæð menntun er æskileg. Umsóknir með upplýsingum um menntun, aldur og fyrri störf sendist rafveitustjóra á Egilsstöðum eða starfsmannastjóra i Reykjavik. Rafmagnsveitur rikisins Laugavegi 116 105 Reykjavík ingu heilbrigös samfélags hrein- ræktaöra arla. Slöan rekur höf- undur upphleöslu þessara kenn- inga „ad absurdum”, en þá var þvi stigi náö, eftir mörg ár af heilaþvotti og endurtekningum á lygunum, aö lokalausnin var tek- in til athugunar og slöan fram- kvæmd meö moröum á 6.000.000 Gyöinga. Gyöingaofsóknir voru gamlar I Evrópu og tlökuöust löngu fyrir daga upplýsingarinnar á 18. öld, en þær ofsóknir byggöust ekki á vlsindalegum kenningum og „úr- vali hinna hæfustu”, þaö var fyrst á 19. og 20. öld sem „visindaleg- um” aöferöum var beitt I mann- fræöinni og félagsfræöinni til þess aö sanna galla vissra þjóöa og þjóöflokka og byggja þannig upp ákveöna mynd af þeim þjóöum sem óheppilegar þóttu rikjandi öflum eöa stefnum. Lengst gekk þetta I Þýskalandi á dögum nasista og þar var unniö aö „lausninni” af þýskri ná- kvæmni og hugkvæmni. Höfundur lýsir aöferöum Þjóöverja viö eyö- ingu fólks af gyöingaættum I Evrópu á strlösárunum, þeirri þýsku hagræöingu og nýtni sem einkenndi aögeröirnar og loks árangrinum. Höfundurinn er prófessor viö Wisconsin háskóla og Hebrea há- skólann I Jerúsalem og hefur sett saman bækur varöandi sögu og menningarsögu. Plato: Gorgias. Translated with an Introduction by Walter Hamilton. Penguin Books 1977. Plato: The Symposium. Translated by Walter Hamilton. Penguin Books 1978 Plato: The Laws. Translated with an Introduction by Trevor J. Saunders. Penguin Books 1978. Þessi þrjú rit eru endurútgáfur I Penguin Classics, en þar hafa komiö út f jölmörg verk bæöi þýdd úr grlsku og latinu, svo og úr öör- um málum. Plato markaöi mönn- um snemma umræöuefni og enn þann dag I dag eru þessi um- ræöuefni timabær. Þaö mun hægt aö fá öll verk Platons þýdd á ensku I þessari útgáfu. Die Lyrik des Mittelalters Eine Einfuhrung. Peter Dronke. Aus dem Englishen ubertragen von Peter Hasler. Deutscher Taschenbuch Verlag 1977. Ritiö spannar bæöi rómönsk og germönsk tungumál, og einnig veraldlegan og trúarlegan kveö- skap, timabiliö sem fjallaö er um nær frá 850-1300, eöa frá Notker og framaö timum Dentes. Ljóöa- gerö á þessum tlmum var, aö þvl er varöar mikinn hluta Evrópu, alþjóöleg þótt ort væri á þjóö- tungum og veröur þvi ekki skilin nema meö þvl aö hafa I huga ev- rópska og latneska ljóöaarfleifö. Bókinni er skipt I sjö höfuökafla þar sem rætt er um helstu þætti kveöskapar, andleg kvæöi og ver- aldleg og skipt eftir tungumálum. Rit þetta er sýnisbók og nær fremur skammt, enda er þvl áetl- aö aö vera þaö eins og tjáist I for- mála. Hér vantar alveg norrænan kveöskap sem kemur e.t.v. til af þvi aö sá kveöskapur átti sér sér- stööu, var ekki tengdur latneskri kveöskapararfleifö, en höfundur viröist binda sig talsvert viö þaö einkenni I vali slnu. Auglýsing VORNAMSKEIÐ HEIMILISIÐNAÐAR- FÉLAGS ÍSLANDS A. B C. D. E F. G. VEFNAÐUR — Kvöldnámskeið 26. mars — 23. mai. Kennt: mánudaga — miðvikudaga — fimmtudaga kl. 20—23. MYNDVEFNAÐUR Kvöldnámskeið 30. mars — 8. júni Kennt: föstudaga kl. 20—23 VEFNAÐUR FYRIR BÖRN — dagnámskeið 22.mars—8. mai Kennt: þriðjudaga — fimmtudaga kl. 16—18. UPPSETNING VEFJA — kvöldnámskeið 28. mai — 6. júni Kennt: mánudaga — þriðjudaga — miðvikudaga kl. 20—23. ÞJÓÐBUNINGASAUMUR — Kvöldnámskeið 13. mars — 8. mai. Kennt: þriðjudaga kl. 20—23. KNIPL — dagnámskeið. 10. mars — 19. mai Kennt: Laugardaga kl. 14—17. TÓVINNA — H ALASNÆLDU SPUNI — kvöldnámskeið 21. mars — 2. mai Kennt: miðvikudaga kl. 20—23. H.l. HNÝTINGAR — kvöldnámskeið 13. mars — 10. april. Kennt: þriðjudaga — fimmtudaga kl. 20—23. H. 2. HNÝTINGAR — kvöldnámskeið. 24. april — 22. mai Kennt: þriðjudaga — fimmtudaga kl. 20—23. I. 1. VATTTEPPAGERÐ (quilting — patchwork) dagnámskeið 12. mars — 14. mai Kennt: mánudaga kl. 17—20. I. 2. VATTTEPPAGERÐ (quilting — patchwork) kvöldnámskeið 12. mars — 14. mai. Kennt: mánudaga kl. 20—23. J. UTSKURÐUR — kvöldnámskeið 14. mars — 18. april Kennt: Miðvikudaga — föstudaga kl. 20—23 Kennslugjöld greiðist við innritun. Innritun fer fram hjá: ÍSLENSKUR HEIMILISIÐNAÐUR Hafnarstræti 3. REIKNISTOFNUN BANKANNA óskar að ráða: 1. Starfsmann til tölvustjórnar. 1 starfinu felst m.a. stjórn á einni af stærstu tölvum landsins ásamt móttöku og frágangi verkefna. Starf þetta er unniö á vöktum. 2. Starfsmann til gagnaritunar. t starfinu felst m.a. uppgjör, gagnaritun og móttaka gagna. Starf þetta er unniö á kvöldin. Viö sækjumst eftir áhugasömum starfsmönnum á aldrin- um 20—35 ára meö stúdentspróf, verslunarpróf, banka- menntun eöa tilsvarandi þjálfun eöa menntun. Skriflegar umsóknir sendist Reiknistofu bankanna, Digranesvegi 5, Kópavogi, fyrir 15. mars nk. á eyöublöð- um sem þar fást.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.