Þjóðviljinn - 04.03.1979, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 04.03.1979, Blaðsíða 11
Sunnudagur 4. mars 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 þrælasalan á pólitlska, efnahags- lega og þjóöfélagslega þróun I Vestur-Afriku. Óhætt er aö segja, aö um þetta er fremur lltiö vitaö, en ástæöa er hér til aö vekja athygli á nokkrum röngum hug- myndum, sem grafiöhafa um sig. Af hverju þrælasala? í fyrsta lagi veröur ekki sagt aö búseta I Vestur-Afriku hafi hruniö niöur viö þrælasöluna. Útflutning- ur fólks er ekki endilega slæmur og má þar minna á vesturfarir Noröurlandabúa á siöustu öld þegar hungur og haröindi surfu aö. Þau svæöi I Afriku, þar sem þrælasalan var mest, eru enn langsamlega þéttbyggöustu svæöi Afriku, eins og þau voru vafalaust áöur en þrælasalan hófst. Hugsanleg skýring á þessu er, aö valdhafarnir hafi haft stjórn á þrælasölunni, þannig aö ekki væru seldir fleiri þrælar en þjóöfélagiö þyldi til aö þeir sem eftir væru gætu haldiö áfram aö nytja landsins gögn og gæöi, eöa m.ö.o., þeir losuöu sig viö offjölg- unina. En hvers vegna létu þeir sig hafa aö stunda þrælasölu og hverjir voru seldir? Hér er nauö- synlegt aö menn geri sér grein fyrir aö mansal var ekki siöferöi- lega fordæmanlegt i Vestur- Afriku á þeim tima. Auk þess á- litu Afrikumenn e.t.v. á þeim tima, aö þeir sem seldir væru mansali yröu innlimaöir i annaö ættarsamfélag handan hafsins. Þeir vissu ekki um aöra þjóö- félagsskipan en ættarsamfélag. Ef þaö er rétt, mætti e.t.v. I- mynda sér, aö höföingjarnir heföu hugsaö sig um, áöur en þeir leyföu þrælasölúna, ef þeim heföi dottiö i hug, hviliku ógnarþjóö- félagi Evrópumenn höföu komiö á fót i Ameriku. Um þetta veröur ekkert fullyrt, en hitt er vitaö aö valdamenn i Afriku seldu Evrópumönnum sem þræla þá, sem gerst höföu brotlegir 1 heimahögum, og aöra, sem þeir vildu losna viö. Samvinna yfirstétta En þó aö lögin i Afriku væru si- fellt hert, einmitt til aö fleiri yröu til aö brjóta þau, svo aö þannig yröi ástæöa til aö selja þá man- sali, þá dugöi þetta ekki til lengd- ar. Þrautaráöiö varö þvi aö selja herfanga. Af þvi leiddi, aö halda má þvi fram, aö innri ófriöur var ekki forsenda þrælasölu, heldur einmitt afleiöing af þrælasölunni. Afrikumenn lentu á vissan hátt i vitahring, einkum eftir aö Evrópumenn fóru aö krefjast þess, aö þeir fengju greitt i þræl- um fyrir nýtisku skotvopn, sem þeir seldu Afrikubúum. Af þvi leiddi, aö þau riki, sem leiöst höföu út I þrælasölu, gátu ekki hætt henni af ótta viö aö veröa undir i herbúnaöi i keppni viö ná- grannarikin. Ef þvi er siöan bætt viö, aö þrælasalan var aröbær konungleg einkaverslun, þá má draga þá ályktun, aö þrælasalan leiddi til sivaxandi kúgunar i löndum þar sem hún átti sér staö i Afriku. Þannig má lita á þræla- sölu sem samvinnu milli yfir- stétta 1 Evrópu og Afriku gegn hinum litilsmegandi. Neikvæöasta hliö þrælasölunn- ar var e.t.v. óbein hliö hennar. Þrælasala var auöveld I fram- kvæmd. Til aö stunda hana þurfti ekki annaö en herbúnaö. Meö öör- um oröum: samskipti Vestur- Afrikubúa og Evrópumanna breyttu engu um þróun mála I Afriku og leiddi ekki til neinnar byltingar i kjörum og aöbúnaöi fólks. Hvaö heföi getaö gerst, kom i ljós á 19. öld, eftir aö þræla- sölu hafði veriö hætt, vel að merkja þrátt fyrir hatramlega andstööu yfirstéttanna i Vestur- Afriku. Þá fór aö örla á stétt kaupmanna, verktaka og annarra sjálfstæöra atvinnurekenda. Sú mynd, sem fyrstu þættir ,,Róta” gefa af ástandinu i Afríku á 18. öld, er hins vegar máluö ein- göngu i svörtum og hvitum litum. Sú mynd er harla flatneskjuleg og þaö svo aö óhætt er aö kalla hana sögufölsun. 'Raunveruleikinn var allt annar og miklu flóknari, aö svo miklu leyti, sem hann er þekktur. (Þýtt og endursagt úr Dagbladet I Oslo, 27. des. 1978.) Siglaugur Brynleifsson: A Imanakið og Andvari Almanak um áriö 1979 sem er þriöja ár eftir hlaupár og hefur sumarauka. Reiknaö hefur og búiö til prentunar Þorsteinn Sæmundsson. Hiö islenzka þjóövinafélag. 105. árgangur. Andvari Nýr flokkur XX. 103ja ár. Ritstjóri Finnbogi Guömunds- son. Bókaútgáfa Menningarsjóös og Þjóövinafélagsins 1978. Játvaröur Jökull Júliusson: „Sjáifmenntaður og gáfaöur bóndi úr Reykhólasveitinni.” Almanakiö er i sama formi og undanfarið. Ólafur Hansson skrifar Árbók Islands 1977 og er þar drepið á helstu merkis at- buröi þess árs. Eftiryfirlit er yfir árbókina svo og skrá yfir birtar myndir. Eins og fyrr er þetta handhægur annáll um þá atburöi sem nú eru taldir þýöingarmestir og jafnframt upplýsingar um mannfjölda og aörar hagskrár um þjóöarbúiö. Hér eru tiundaöar helstu verklegar framkvæmdir og stórafrek Islendinga i iþróttum bæöi heima og á erlendum vett- vangi, og virðast Islendingar nú heldur fjarlægjast þá gömlu um- sögn aö hjakkast aftur úr öllum á alþjóölegum Iþróttamótum, þeir eru nú stundum meö þeim slö- ustu. Andvari hefst á æviþætti eftir Halldór Kristjánsson um Her- mann Jónasson. Höfundur ætt- færir Hermann aö nokkru og lýsir uppvexti hans i Skagafirbi og hefur margt eftir Glsla Magnús- syni bónda i Eyhildarholti, en hann var vel kunnugur æsku- heimili Hermanns. Halldór ræöir siöan námsferil Hermanns, iþróttaáhuga hans og gllmur. Slöan rekur hann stjórnmálaþátt- töku Hermanns og afstööu varö- andi tilmæli Lufthansa um aö- stööu hér á landi fyrir styr jöldina. Stjórnmálasagan er slöan rakin meö umsögnum kunnugra manna. Afstaöa Hermanns gagn- vart ásælni virðist ekki hafa veriö mörkuö þeim einkennum, sem mótuöu afstööu mjög margra is- lenskra stjórnmálamanna um og eftir miöja þessa öld. Sú afstaöa heföi mátt koma skýrar I ljós I þessum æviþætti Halldórs Kristjánssonar. Birt eru ágæt útvarpserindi Játvaröar Jökuls Júliussonar: Nóttina fyrir páska. Jökull hefur gert félagsfræðilega rannsókn á Reykhólasveit samkvæmt Mann- talinu 1703. Þessi rannsókn Jökuls er ekki siöri rannsóknum þeirra frönsku sagnfræöinga sem hæst ber nú á dögum varöandi svip- aðar rannsóknir, svo sem Brau- del og Duby og einnig má vitna til Marc Blochs. Þaö er merkilegt aö sjálfmenntaöur og gáfaöur bóndi úr Reykhólasveitinni skuli vinna úr heimildum svo góöa ritgerö sem hér liggur fyrir, slikt gæti hvergi gerst nema hér á landi og sýnir mebal annars aö talsverður föggur er ennþá i hinni margum- ræddu Islensku bændamenningu. Meðan enn eru viö lýöi bændur sem stunda búskap ekki aöeins sem framleiðslu hráefna til matargerðar heldur sem lifsstil og vegna þess aö þeir öölast fyllsta llfsfyllingu á þann hátt, þá er engin hætta á því aö þeir koöni niöur I neysluþræla og vinnudýr sem ,,á vel tyrföum bundinn bás/baula eftir töðumeis”. Grein er birt úr Afmælisriti Jakobs Benediktssonar eftir Theodor M. Andersson: Um hetjuskap i Hómerskviðum og is- lenskum fornsögum þýdd af Finnboga Gubmundssyni. Höf. fjallar um rittengsl Hómerskviöa og islenskra fornsagna og drepur á mörg dæmi um þaö sem hann ætlar rittengsl. Ef strúktúarlistar byggja á einhverjum staöreynd- um þá þarf vissulega ekki aö vera um nein rittengsl aö ræöa og sam- kvæmt kenningum Georges Thompsons i Studies in Ancient Greek Society þá ætti þessi sam- svörun sem þessi bandariski pró- fessor telur merkjanlega I Hómerskviöum og hetjuskap i fornsögum, aö vera auöskiljan- lega án rittengsla. Einnig ber aö hafa i huga aö klisjur og klaustur miöaldabókmennta gengu aftur i bundnu óg óbundnu máli allar. miöaldir bæöi i ritum á miðalda- latinu og á þjóötungum. Varöandi Ivitnaöa ritgerö Athurs É. McKeown: The Torture in Hrafn- kels saga — An Echo from Homer, þá er umrædd pyntingar- aðferö svo almenn meðal þjóöa á þvi samfélagsstigi og reyndar vlöar, aö engar ályktamr veröa dregnar af þvl. Indiánar munu hafa kunnaö aöferöina fyrir komu hvitra manna i þá álfu. Hermann Pálsson ritar um réttlæti I íslenskum fornsögum. Höfundur leitast viö aö sýna fram á áhrif miðalda-húmanismans I islenskum fornsögum og skýra hugtakiö frá skilningi miöalda- guöfræöi/heimspeki. Höfundur telur aö áhrifin hafi borist hingað meö isi. námsmönnum sunnan úr Evrópu, pilagrimum og ritum og ritbrotum. Grein Hermanns er rituö af sky nsamlegu viti og studd öruggum heimildum og tengir is- lenskan miöaldaheim hinni al- mennu kristni eöa „kristindóm- inum” i miöalda Evrópu. Finnbogi Guömundsson ritar: Um Gunnarshólma Jónasar og 9. hljómkviöu Schuberts. Höfundi finnst Gunnarshólmi og 9. hljóm- kviöa Schuberts falla „mætavel saman” viö hlustun og lestur. Siöan barst honum i hendur „bók prentuö i London 1972, eftir enskan mann, John Reed, um slö- ustu ár Schuberts”. I þeirri bók er fjallað um 9. hljómkviðuna. Höf- undur rekur siöan nokkub kenn- ingar Reeds og jafnframt tilorön- ingu Gunnarshólma og kemst aö þeirri niðurstööu aö bæöi verkin hafi mótast aö nokkru fyrir áhrif stórbrotinnar náttúrufeguröar og eigin „velliöanar”. Tvær myndir fylgja þessari ritsmíö, önnur viröist tekin á söndum I Rangár- vallasýslu án nokkurs bakgrunns og hin er frá Efra Austurriki, mynd af bæ og háum fjöllum i fjarska. Nú er landslag i Efra Austurriki þar sem Schubert dvaldist, alpalandslag, sem er talsvert ólikt landslagi þvi sem lýst er I Gunnarshólma, en hvort- tveggja er gætt sinni fegurö svo sú samllking getur staöist. 1 lok greinar Finnboga segir: Ævi og örlögum J.H. og F.S. svipar um margt mjög saman...” Þetta er fremur hæpin staöhæfing. J.H. feröaöist mjög mikiö um Island og dvaldi hér langdvölum og úti i Kaupmannahöfn, Schubert fór varla nokkru sinni frá Vinarborg og er þessi ferö hans til Efra Austurrikis undantekning. Svo lifsmáti þeirra er ekki I samræmi eöa keimlikur. Niunda hljóm- kviban er samin eins og margt annað eftir Schubert undir áhrif- um vissra verka Beethovens og Rossinis og er það vissulega Itar. efni fyrir frekari samanburö. (Greinin er nokkuö stytt) 1 REYKJAVÍK i Herradeild JMJ VIÐ HLEMM MMTI^ b9ACA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.