Þjóðviljinn - 04.03.1979, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 04.03.1979, Blaðsíða 23
Sunnudagur 4. mars 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 23 kompan í fiskbúðinni Mamma biður mig að hlaupa í fiskbúðina fyrir sig. Hún réttir mér þúsund krónur. Ég hleyp af stað. Ég er fljót á leiðinni. Ég opna dyrnar á fiskbúðinni. Fisksalinn Addi: Vá, gasalega ertu búinn aö fá þér fint fiskabúr! Baddi: Ertu vitlaus, mabur? Þetta er nýja litasjónvarpiö mitt. Rótarlegar spumingar 1. Hvers vegna eru Is- lendingar með höfuðið niðri í jörðinni á sunnu- dagskvöldum? 2. Hvers vegna drekkur Kunta Kinte aldrei kók? 3. Kínverjar í Ameríku ætla að semja sjónvarps- þætti um uppruna sinn. Hvað eiga þeir að heita? Svör við rótarlegum spurningum ■jniæjino £ efuej je>|S|e uuei| jac| jv 'Z jnjæy e ejjoq Qe nja Jiaq i er á sínum stað eins og vanalega, í hvíta sloppn- um. Hann er kuldalegur gamli maðurinn. Hendur hans eru rauðar og þrútn- ar. Ég hugsa: „Það er ekki að furða/ hann þarf alltaf að vera að fást við fiskinn blautan, taka hann upp, leggja á vigt- ina, síðan pakka inn." Hurðin er alltaf að opnast, er viðskiptavinir koma inn eða fara út. En úti er snjór og kuldi og varla ylja honum heldur orðin sem sumar konurn- ar láta frá sér, þegar þeim líkar ekki fiskurinn á einhvern hátt. Svipur- inn verður þungur. Það er -víst erfitt að standa í fiskbúð og gera öllum til hæfis, því smekkur manna er misjafn. Gamli maðurinn sækir ekki f isk- inn sjálfur út á hafið, hann fær hann daglega sendan í búðina. Meðan ég stend þarna og bíða eftir því að röðin komi að mér, virði ég fyrir mér það sem á boðstólum er. Eftir endi- löngu borðinu er raðað bökkum þétt saman. Þeir eru allir nærri f ullir í dag. Það er ein fisktegund í hverjum bakka. Þarna er þorskur, ýsa, skata, lúða og einn bakkinn er fullur af gellum. Ég hugsa: „Nú held ég að konurnar geti verið ánægðar." Röðin er komin að mér. Ég bendi á tvö ýsuflök. Ég fæ þau afgreidd. Ég rétti fram þúsundkallinn, fæ fjögur hundruð til baka. Ég þakka fyrir og fæ bros frá gamla mann- inum. Heim hleyp ég, býst við að mamma sé farin að bíða. Sigriöur J. Magnúsdóttir Sigriöur J. Magnúsdóttir og Sigurbjörg Jóhannesdóttir. Þær eru bekkjarsystur og vinkonur. Reyndar eru þær lika frænkur, þvi aö mæöur þeirra eru systur. Þær eru i 6. D.V. (bekk Dagnýjar Val- geirsdóttur) i Austurbæjarskóla. Báöar eru þær duglegir nem- endur, og einkum finnst þeim gaman aö læra móöurmáliö. Kompan birtir hérna á siöunni sýnishorn af þvi hvernig þær skiluöu verk- efninu i fiskbúöinni. Aöur hafa birst i Kompunni sögur og ljóö eftir Sigurbjörgu. I fiskbúðinni Maður nokkur, Andrés að nafni, spurði mig hvort ég vildi ekki vinna fyrir sig einn dag í fisk- búðinni sinni. Ég lofaði því án nokkurrar umhugsunar. Morguninn eftir fór ég til vinnu i fiskbúðinni klukkan átta. Andrés var þar staddur og sýndi hann mér f isktegundirnar, en fór síðan. Fyrstu tvær klukku- stundirnar var ekkert að Loks kom lítil stelpa og keypti ýsuflök fyrir fimm hundruð krónur. Síðan var sífelldur straumur af fólki inn í búðina og hafði ég nú nóg að gera. Lítill strákur á að giska átta ára gamall kom og bað um þrjú flök af nætursöltuðum fiski. Hann kostaði níu hundruð krónur, en þegar strák- urinn ætlaði að taka upp peninginn kom í Ijós að buddan hafði gleymst gera, mér leiddist þetta hangs og vonaði að ein- hver kæmi að kaupa fisk. heima. Ég sagði honum að hlaupa heim til sín eftir peningunum og UGG__________________________ rj/Y)f'V)fO... UípuR ftFipST OGr S LE%rlþ | r HÖFVp)f> Go/.fKVAFuN'4 / Eftir Kjartan Arnórsson T/4 £ Umsjón: Vilborg Dagbjartsdóttir bauðst til að geyma fiskinn á meðan. Kona kom inn í búðina og spurði eftir nætursölt- uðum fiski, en hann var þá búinn. Konan skamm- aði mig f yrir að vera búin að selja ailan þennan góða fisk. Ég bauð henni þá ýsuflök, en hún þver- neitaði, þá bauð ég henni karfa, en hún varð bara reið og sagðist ekki vilja þennan ógeðslega rauða fisk; þá rak hún augun í pakka drengsins og spurði hvað væri í honum. Ég sagði henni sem satt var að í honum væri nætursaltaður fiskur. Heimtaði hún þegar að fá pakkann. Ég sagði henni að lítill drengur væri búinn að kaupa þennan fisk. I því kom hann inn og spurði eftir fiskinum, lét ég hann strax fá hann og borgaði hann níu hundruð krónurnar. Hann f lýtti sér út. Nú leit konan á mig bálreið og fór mér ekki að standa á sama. Hún hvæsti að mér: „Tíkin þín, þú áttir að iáta mig fá fiskinn, en ekki strákinn. Ég skal klaga þig fyrir Andrési". Og strunsaði hún siðan út úr búðinni. Ég var því fegin og vonaði að ekki kæmu fleiri þöngulhaus- ar þann daginn, en því var ekki að heilsa. Svona sautján ára stúlka kom inn í búðina og bað hún um soðinn fisk. Ég gapti í fyrstu af undrun, en jafnaði mig þegar hún endurtók beiðnina; hún sagðist ekki nenna að sjóða fiskinn. Ég var orðin pirruðaf skömmum kerlingarinnar og ekki bætti þetta úr skák, svo ég sagði henni að fara til Surtseyjar, þar gæti hún áreiðanlega f engið soðinn fisk. Hún þakkaði mér kærlega fyrir heilræðið og fór út. Ég stundi, þegar hún var farin. „Hvað fólk gat verið skrýtið!" hugsaði ég með mér. En nú var komið fast að lokunartima. Ég beið aðeins eftir að Andrés kæmi til að loka búðinni. Loksins kom hann. Ég var því fegin, i en þvað var þetta? Konan sem haf ði skammast sem mest um daginn var í fylgd með honum. Þau komu þegar inn; ég varð máttlaus af hræðslu nokkur augnablik. Síðan byrjaði sami skammar- lesturinn og fyrr um dag- inn. Kom þá i Ijós að konan var gift Andrési. En í því vaknaði ég við vekjaraklukkuna. Og mikið varðég fegin þegar þetta reyndist allt vera draumur. Sigurbjörg Jóhannes- dóttir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.