Þjóðviljinn - 04.03.1979, Blaðsíða 16
16 SIÐA — ÞJÖÐVILJINN Sunnudagur 4. mars 1979
Karlmenn eru
svo bamalegir
NÝJA DEHLI, (Reuter) —
Hiralal Patel innanrikisráðherra
Indiands skýrði frá þvi nýlega að
hert verði eftirlit með framkomu
karla við konur á förnum vegi.
Sagði hann þróunina stefna i nei-
kvæða átt og bæri að sporna við
þvf.
Menn sem staðnir eru að þvi aö
senda sérstakar augngotur til
kvenna eða segja við þær
móðgandi klOryrði verða tafar-
laust handteknir. Slikt athæfi
mun vera I örum vexti I Nýju
Delhi og öðrum borgum Indlands.
Neðri deild þingsins hefur rætt
um framkomu þá sem konur hafa
mátt þola af hendi karlmanna i
samgöngutækjum Nýju Delhi.
Um daginn fóru 500 námskonur
við háskólann i mótmælagöngu
vegna pirrandi framkomu karl-
peningsins.
Fyrir stuttu sendi karl einn
konu furðulegar augngotur, en
hún brást fljótt við i félagi vin-
kvenna sinna og var maðurinn
leiddur inn á næstu lögreglustöð.
Nú hefur bæði lögreglumönnum
og vagnstjórum verið skipað að
gripa inn í, ef þeir taka eftir að
konur verði fyrir óþægilegri
framkomu af hálfu karla.
Einn þingmaður sagöi að
ódýrar og ómerkilegar kvik-
myndir ættu stærsta sök i þvi að
karlmenn litu þannig á konur.
Þeir lærðu að karlhetjurnar ættu
að senda þessar lika æðislegu
augngotur til kvenna þeirra sem
þeir girntust.
Khomeini og
konur fjórar
TEHERAN, (Reuter) — Irönsk-
um karlmönnum mun væntan-
lega verða leyfilegt að eigna sér
allt að fjórar konur ef tillögur
Khomeinis klerks ná fram að
ganga. Dagblöð i Teheran hafa
það eftir Assadollah Mobasheri
dómsmálaráðherra að Khomeini
hafa farið fram á að lög landsins
hvað fjölkvæni snerti verði sam-
ræmd iögum múhameðstrúar.
Um leið krafðist hann þess að lög-
in yrðu hreinsuð af vestrænum
áhrifum.
Fyrir sextán árum voru sett ný
lög i Iran þar sem karli var ein-
ungis leyft að eignast fleiri en
eina konu, ef hin fyrsta gæfi sam-
þykki sitt. Það var um sömu
mundirog Khomeini fór i útlegð.
Stuttu áður en núverandi vald-
hafar settust að í stjórn i Iran,
ræddi blaðamaður italska blaðs-
ins Corriere della Sera við marga
Irana sem fylgdu Khomeini að
málum. Þar sagði kona ein að
riki múhameðstrúarmanna yrði
konum til mikillar blessunar. Lög
múhameðstrúar væru mun
nýtfskulegri en boðorð annarra
trúarbragða. Að visu væri fjöl-
kvæni úrelt, en það heföi verið
hagkvæmtá þeim timum er fjöldi
karla lét lifið á vigvöllunum. Þá
Khomeini
hafi fjölkvæni bjargaö margri
konunni frá einlifi. Nú væru timar
aðrir og þvi væri ekki við hæfi að
fjölkvæni yrði gert löglegt á ný.
En Khomeini er nú einu sinni
karlmaður, en konan bara kona
og þvi er s jálfsagðara að Jón eigi
fjórar Gunnur, en Gunna bara
kvart úr Jóni.
Ermen qg Engels
hættir rekstrinum
ENGELSKIRCHEN, V-Þýska-
landi,22/2 (Reuter)— Nústendur
til að leggja niður vefnaöarverk-
smiðju sem faöir Friedrich
Engels setti á fót.
Fyrirtækið heitir Ermen og
Engelsog var stofnaö árið 1841 af
Friedrich Engels eldri og
Englendingnum Peter Ermen.
Sonur hins fyrmefnda neitaði aö
taka við fyrirtækinu, en reit þess i
stað bækur með Karl Marx,
Kommúnistaávarpiö og Das
Kapital.
Sonarsonarsonur stofnandans
Hermann Engels sér nú um fyrir-
tækið, en hann sagði að 35 starfs-
mönnum hefði verið sagt upp frá
og með maimánuði. Verksmiðjan
og ættarsetur Engelsanna hafa
einnig verið seld en þau eru i
Engelskirchen fyrir austan Köln.
Hermann sagði að fyrst hefði
fyrirtækið orðið að loka stórri
baðmullarverksmiðju árið 1961,
þar sem 300 menn störfuðu. Þá
hafði hún verið rekin með tapi i
nokkur ár.
Eiturhernaður í Víetnam:
Bandarískir hermenn
eiga vansköpuð börn
CHICAGO, 22/2 (Reuter)
— Skaðabótakröfur hafa veriö
gerðar til sex efnaverksmiðja i
Bandarikjunum. Þar er krafist
4,2 miljarða dollara i skaðabætur
fyrir hermenn úr Vietnamstrlð-
inu sem hafa átt við heilsubresti
aö strlða eftir eiturefnahernaö.
Margir þjást af slæmum höfuð-
verk, krabbameini og hafa sumir
eignast vansköpuð börn. Yfirvöld
segjasthafa fengið 500 kröfur um
skaðabætur vegna áhrifa þessara
eiturefna, en aöeins eitt tilfelli
hefur verið tekið til greina sem
bein afleiöing eitursins.
Farið er fram á að hætt verði að
nota þessi efni I hernaði.
Hrafn Sæmundsson skrifar
Ef svo ótrúlega vildi til aö
jöröinopnaöist á Reykjanesi og
upp kæmi eldgos, þá myndi
þessi staðreynd ekki fara fram
hjá neinum.
Slíkir atburöir eru ef til vill
fremur óliklegir en engu að
siður alls ekki óhugsandi. Þetta
svæði er langt frá því að vera
dautt og álfu vorrar yngsta land
getur enn breytt mynd sinni eins
og við höfum horft á undanfarin
ár.
Fyrir Ibúa Stórreykjavfkur-
svæðisins hafa þau eldgos sem
orðið hafa á siðustu tlmum fyrst
og fremst haft skemmtanagildi.
Þau hafa rofið hversdagsleik-
ann og bætt við skyggnusötn
heimilanna.
Ef hins vegar tii þess kæmi að
eldi og eimyrju tæki að rigna
yfir bæi og byggðir hér i þétt-
býliskjarnanum tæki alvaran
við. Þá myndu allar hendur
sjálfsagt verða reiðubúnar til
hjálpar og ltklega hlittu allir
forsjá almannavarna þegar
byggðin yrði rýmd.
Þessi líklegu viðbrögð ættu
sér staö vegna þess aö hættan er
augljós. Allir islendingar
þekkja eldgos og afleiðingar
þeirra. Sá skaði sem slikar nátt-
úruhamfarir valda er lika aug-
ljós. Hús sem grafast I ösku,
rafmagnslinur sem slitna og
vegir sem teppast er augljós
skaði. Og sllkir atburðir gerast
með skjótum hætti.
Þetta tilbúna eldgosadæmi er
sett hér upp til þess annars-
Hrafn Sæmundsson
Vandamálavélin
vegar að bénda á hættu sem
liggur opin fyrir hverjum manni
ef til hennar kæmi, og svo aðra
hættu sem steðjar að fólkinu en
er ekki jafn ljós. Gegn þessari
hættu eru menn grandalausir
vegna þess að hún liggur ekki á
yfirboröinu. Fólk fær lika að-
lögunartima og það sljóvgast
smám saman. Þessi hætta kem-
ur ekki af náttúruhamförum,
heldur frá manninum sjálfum.
Ef horft er á þá dvergþjóð
sem býr hér i Norðuratlants-
hafinu þá sést þessi hætta eink-
ar vel. Hún hefur meðal annars
verið nefnd félagsleg vandamál
og herjar frekast á þær þjóðir
sem lengst eru komnar I þvi að
ná tökum á náttúrunni og tækn-
inni og hafa þarafleiðandi úr
mestu að spila.
Þegar þjóð hefur náö tökum á
auðlindum slnum og hefur mik-
ið til skiptanna, þá kemur þessi
vandi I ljós. Þetta eru nokkurs-
konar vaxtarverkir. Vandinn
kemur hins vegar ekki eins og
eldgos eða náttúruhamfarir, _
heldur læðist hann aftan að fólk-"
inu. Og i stað þess að snúast af
einhverri skynsemi gegn hætt-
unni þá er hún mögnuð.
Félagsleg vandamál hafa
alltaf verið til. Meðan þjóðfé-
lagiö var einfaldara og fátæk-
ara voru hin félagslegu vanda-
mál líka fyrir hendi. Og þau
voru ekki siður þungbær þá en
nú. Þá voru félagsleg vandamál
þó I stærra hlutfalli bundin
fátækt einstaklinganna og mis-
kunnarlausara þjóðfélagi.
Þjóðfélagið sjálft stóð ekki bein-
llnis fyrir vexti og viðgangi
þessa vanda á skipulegan hátt.
Með stórbættum lifskjörum
hefur hinsvegar myndast
vandamálaiönaður i þjóðfélag-
inu. Vegna andvaraleysis hefur
samfélagið byrjað að grotna
niöur.
Aöur tyrr var alger skortur a
menntuðu fólki sem lært var til
þess að glima við félagsleg
vandamál. Á seinni árum hefur
þessu fólki fjölgað og almenn-
ingur hefur einnig byrjað að
viðurkenna fleiri sjúkdóma en
botnlangabólgu og aðrar likam-
legar plnslir og viðurkennt
sálina i rlkari mæli sem liffæri
sem ætti heima innan læknis-
fræðinnar og heilbrigðis-
þjónustu.
En vandamálahjólið sem sett
hefur verið af staö er eins og
snjóbolti sem velt er niður
brekku. Það hleður utan á sig og
stækkar og stækkar. Félagsleg
vandamál eru löngu orðin snar
þáttur I efnahagslifi og fræðslu-
kerfi þjóðarinnar og fer sivax-
andi.
Stærri og stærri hluti náms-
fólks leggur nú stund á náms-
greinar sem tengdar eru félags-
legum vandamálum beint og
óbeint. Þetta leiðir til þess aö
hin „eðlilegu” félagslegu
vandamál nægja ekki.
Markaðslögmáliö og hagvöxt-
urinn tekur I taumana og þaö
verður að framleiða félagsleg
vandamál til að ekki komi
stöðnun I þessari hringrás.
Þetta er óhugnanleg staö-
reynd. Það er raunar fyrir-
sjáanlegt að endanlega hlýtur
takmörkun náttúruauðæfa og
hagvaxtar að taka I taumana.
Þaö er aðeins fræðilegur mögu-
leiki á forsendu þess að stór
hluti þjóðar geti framfleytt sér
með þvl að hver starfi við að
passa uppá annan i félagslegu
tilliti eins og er að koma á dag-
inn I þeim „velferðarþjóð-
félögum” sem lengst eru komin.
Allt á sér takmörk.
Auðvitað er ekki viö þaö fólk
að sakast sem I þessu stendur
hér á landi. Og það er eðlilegt að
betur upplýst kynslóð hafi til-
hneigingu til að rýna I nútíma-
þjóðfélagið sem stöðugt veröur
flóknara.
Það er hinsvegar undarlegt
hvað litill hluti af þessu vel
upplýsta fólki reynir aö gera sér
grein fyrir þróuninni og gerir
tilraun til að skilgreina orsakir
vandamálanna. Þau vandamál
sem skapast af beinum aðgerð-
um I þjóðfélagsrekstrinum eru
þess eðlis að viturlegra væri að
reyna að koma i veg fyrir þau
heldur en aö biöa eftir sjúk-
dómnum og byrja fyrst að
gli'ma við hann á háu stigi.
Þarna liggur sennilega kjarni
málsins. Til að skapa llfvænlegt
þjóöfélag eru fyrirbyggjandi
aðgerðir árangursrikari.
Þó að litla þjóðfélagið okkar
sékannski ekki komið á heljar-
þrömina hvað þetta varðar, þá
er vissulega mjög alvarlegt
ástand farið að skapast. Og það
eru engar skammtima patent-
lausnir sem duga.
Hitt verður sett fram sem til-
gáta aö tilbúin félagsleg vanda-
mál veröi ekki endanlega
læknuð með fleiri tæknimennt-
uðum mönnum til að meðhöndla
sjúka einstaklinga og hópa,
heldur öllu frekar meö þvi að ná
fyrir rætur meinsins. Rætur
meinsins eru að margra dómi
þær að manninum hefur verið
kippt upp úr eðlilegum jarðvegi
og hann settur inn I vandamála-
vél sem búin hefur verið til
vegna markaðslögmála og hag-
vaxtarsjónarmiða.
Likama mannsins hefur til að
mynda verið misþyrmt. I
skðlakerfinu fær uppvaxandi
kynslóð ekki næg likamleg
verkefni i samræmi við þarfir
heilbrigðra ungmenna og til
mótvægis viö meira og minna úr
sér gengið stagl sem viöhaldiö
er af dæmalausri ihaldssemi.
Þegar einstaklingurinn kemur
úr þessari meðhöndlun tekur við
óhófleg vinnuþrælkun og oft
skuldafangelsi til að öðlast rétt
til frumþarfa eins og húsaskjóls
og einnig til að fullnægja enda-
lausum gerviþörfum sem koma
á færibandi.
Þannig er hráefnið framleitt
og vandamálavélin mötuð af
sivaxandi hugviti. Og hún þarf
alltaf meira og meira.