Þjóðviljinn - 04.03.1979, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 04.03.1979, Blaðsíða 21
Sunnudagur 4. mars 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 21 í rósa- garðinum óréttlæti móður náttúru Séu menn loðnir á bringunni, þola þeir vin betur en hinir, sem minna eru hárprúðir á brjóst- kassanum. Dagblaðið Skammt stórra högga á milli Er yfirmannaskipti á Kefla- vikurflugvelli fara fram, er það gömul hefð að þeir sem koma og fara skera tertur með sveröi. Morgunblaðið Vilmundskan á undanhaldi Margir draga sig f hlé og reyna að vera vinsælir — segir Tómas Arnason fjármálaráö- herra. Dagblaðið Ofstækisfullir vesturbæingar Melavöllurinn býður alltaf upp á ótæmandi möguleika til iltiveru og við þörfnumst hans nú meira en nokkru sinni fyrr. Hann er sem hálmstrá i and- lausum heimi stórborgar þar sem hvergi er afdrep utandyra, glerbrot og hundaskitur i hverj- um reit auk ælu þeirra sem veröur illt um nætur. Dagblaðið Ný útgáfa á hnotubrjótnum ,,Ég drakk innihaldiö og varð gott af,” sagði Björn Felixson, bifreiðarstjóri I Vik I Mýrdal, þegar hann kom með hnetuna á ritstjórn DB I gær. Dagblaðið Umhverfisvandamálið I landslagsmyndum Iðunnar þykir mér skemmtilegast, þegar hún lætur veðrið njóta sin, lætur ljós og skugga leika sér I skýjafari af léttri leikni. Þaö er ekki algengt, að Islenskir málarar velji sér skóglendi aö viöfangsefni og liggja næsta eölilegar ástæöur til þess. Þó má ekki gleyma hrislunum hans Asgrlms úr Húsafellsskógi. Dagur, Akureyri Einn af þremur — þó... Félagi Svavar Gestsson, full- trúi sósialista I rikisstjórn. Myndtexti I Norðurlandi Eigi leið þú oss í freistni... Ysamu Yamaguchi réðst inn I pósthús i Hiroshima i Japan i gær vopnaður hnifi. Hann rændi þar 1.2 milljónum jena, eöa um tveimur milljónum Islenzkra króna. Aður en hann yfirgaf póststofuna, þáði hann boð póst- meistarans um að fá sér I fljót- heitum tebolla, áöur en haldið væri út I kuldann. En, lögreglan handtók Osamu Yamaguchi á póststofunni þar sem hann var aö sötra I sig heitt teið. Dagblaðið Afbrot borga sig Afbrotaklúbbur og kyn- fræösluklúbbur. FyrirsögniVisi Húsbóndinn eða billinn? „Blessaður hann eyðir engu...” Fyrirsögn i VIsi Eru þeir einhverjir? Ungtemplarar vilja fleiri vin- lausa daga. Fyrirsögn I Þjóðviljanum ít'fcw — Hefurðu séð verðið... ég meina hefurðu séð þennan indæla kaffiboila neðst á matseðlinum? — Manninum minum finnst best að hafa kaffið vei sterkt. ÞINGLYNDI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.