Þjóðviljinn - 04.03.1979, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 04.03.1979, Blaðsíða 13
12 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 4. mars 1979 Horft úr hvalbaknum aftur eftir dekkinu Þetta byggingarlag a skipum sést ekki a nyrri skip- um. Guðmundur Júní varafhentur Belgaumsfelag- inu i Hafnarfirði í november 1925 undir nafninu Júpiter Um borð í drauga- skipum Neðst á Suðurtanga á Isafirði liggja tveir gamlir brotajárnstogarar með stefnið landfast, en skut i sjó. Þykir að þeim litil prýði. Um miðjan febrúar hófu blaðamaður og ljósmyndari sig um borð og skoðuðu þessi skip. Vindurinn gnauðaði án afláts og heyrðust mörg ókennileg hljóð um borð. Rár skullu, og smám saman var eins og togaramir færu að segja frá sinni stoltu fortið. Svipir harðsækinna sjómanna voru á ferli. Strit, salt, sjór og is. Eldri togarinn var siðast Guðmundur Júni 1S 20, en lengst afþó JúpiterGK 161. Sennilega er hann eini islenski togarinn af eldri gerð frá þvi milli striða sem enn má sjá ofan sjávar hér á landi. Hinn togarinn er Notts County frá Grimsby. Hann strandaði rétt innan við Súrnadal á Snæfjalla- strönd i fárviðrinu mikla sem gekk yfir Vestfirði og Norðurland i byrjun febrúar 1968. Þá fórust auk hans i Isafjarðardjúpi Ross Cleveland með allri áhöfn nema Harry Edom, fyrsta stýrimanni sem komst af.sem frægt er orðið, og Heiðrún II frá Bolungarvik með 6mönnum. Varðskipiö óðinn bjargaði áhöfn Notts County, alls 18 manns, en 1 maður hafði þá látið lifið úr vosbúð og kulda. Seinna var togarinn dreginn til Isafjarðar. Við klöngruöumst um kolryög- aðan Guðmund Júni. Inni I hval- baknum mátti sjá um mjóan ljósgeisla niður i lúkarinn. Ljós- myndarinn stældi kjarkinn og fór þangaö niður um snarbrattan stigann. I þessari þröngu vistar- veru voru kojur upp á þrjár hæðir á alla vegu. Þarna svaf 21 háseti. Yfirmennirnir sváfu i káetu aftast á skipinu, næst fyrir aftan borðsalinn. Við klifum upp i brúna og þar má sjá stýrisvélina með marg- brotnu keðjuverki. Togarinn Júpiter var smiðaður fyrir Belgaumsfélagiö 1 Hafnar- firði árið 1925 og er 394 brúttó- lestir. Hann var meö stærstu og fullkomnustu togurum Islendinga er hann kom til landsins. Smiða- staður var Beverley á Englandi en þar voru flestir islensku tog- ararnir smiðaöir ásamt i Selby. Voru þeir nefndir eftir smiðastöð- unum og kallaðir Selbyar og Beverleyar. Þeir siðarnefndu þóttu lakari sjóskip, áttu það tíl að leggjast á hliöina. Félagið Belgaum h.f. var stofnað árið 1919 og voru aðal- hluthafar þeir Þórarinn Olgeirs- son skipstjóri, Jes Zimsen kaupmaöur og Joe Little skip- stjóri I Grimsby. Þórarinn var skipstjóri á Júpiter. Nýtt hluta- félag var stofnað um skipiö árið 1930 og hét það Júpiter h.f. Loftur Bjarnason var framkvæmda- stjóri og stjórnarformaður, en aðrir i stjórn voru Tryggvi Ófeigsson og Sveinn Sigurðsson. Þórarinn Olgeirsson var áfram Undir bátaþilfari. Sér yfir I Notts County. Forgálginn fremst. Sunnudagur 4. mars 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 Myndir: Leifur — Texti: GFr. 1 brúnni á Júplter stóðu frsegir skipstjórar svo sem Þórarinn Oigeirsson, Tryggvi 21 háseti svaf f lúkarnum fremst i skipinu. Þar voru þvi mikil Ófeigsson og Bjarni Ingimarsson. Undir brúnni var kiefi skipstjóra og kortaklefi þrengsli. Yfirmenn sváfu I káetu aftur i Uppi á hvalbak.Notts County marar I hálfu kafi til vinstri Skelfiskur og önnur sjávardýr hafa nú yfirtekið eldhúsið á Júpiter gamla Notts County og Guðmundur Júni liggja saman og hallast hver að öðrum meðeigandi. Skipstjórar voru lengst af Tryggvi og siöar Bjarni Ingimarsson. Arið 1951 var togarinn Júpiter seldur Togaraútgerðarfélagi Dýrafjarðar h.f. og þá skiröur uppog kallaður Guðmundur Júni. Siðastur átti skipið Einar Sigurösson riki. Togarinn var úrskurðaður ónýtur árið 1963. Fyrir aftan brúna er keisinn og er hann nú allur rofinn. Þar niðri má sjá leifar af gufuvélinni, og skyndilega standa manni fyrir hugskotssjónum kófsveittir kynd- arar að moka kolum á eldana, raka fram úr firplássunum og þvæla kolunum úr kolaboxunum. Fyrir aftan vélarrúmiö er eldhús og borðsalur. Þar er nú allt rústað og kræklingar og önnur sjávardýr hafa tekið völdin. Islensk togarasaga spannar 4 skýrt mörkuð timabil. Hiö fyrsta er frá aldamótum til 1917 er obbinn af togaraflotanum var seldur úr landi. Hiö næsta er frá 1918 og fram yfir seinni heims- styrjöld. Guðmundur Júni er full- trúi þess timabils. Hið þriðja er frá 1947 til um 1970 og mætti kalla það timabil nýsköpunar og hið fjórða, skuttogaraöldin, hófst um 1970 og stendur enn. A timabilinu 1918 til 1945 voru gerðir út frá Islandi ails um 60 togarar,en af þeim strönduðu eða fórust ihafi 24 togarar. Manntjón varð 1 12 skipti og fórust alls 212 menn. Blóötakan hefur þvi verið ógurleg. Við yfirgefum draugaskipin á Suðurtanga með ævintýrahrolli og snörp vindhviða flýtir för okkar i burtu. —GFr Yfirvöld ákærð: 14 6 van- sköpuö börn fæðast í Seveso en ekki 53 MILANO, (Reuter) — Lögfræð- ingar á ttallu hafa kært yfirvöld þar I landi fyrir að leyna rauveru- iegri töiu þeirra barna sem fæðst hafa vansköpuð eftir að eiturský bárust yfir Seveso, frá verk- smiðju LaRoche. Skjólstæöingar lögfræðinganna eru ibúar Seveso á N-ttalíu, en þangað barst eitrað dioxin-ský árið 1976 og olli m.a. óhugnan- legum húðskemmdum. Fyrr I þessum mánuöi sögöu yfirvöld að 53 vansköpuð börn hefðu fæðst þar um slóðir og væri það i sam- ræmi við það sem búist hefði veriö við. Lögfræðingarnir segja aftur á móti að börnin hafi verið 146. Akæra lögfræðinganna er á hendur Antonio Spaillno sérstök- um fulltrúa um Seveso hjá yfir- völdum i Lombardyhéraði og Ezio Zambrelli lækni. Þeir eru sakaðir um að falsa og villa fyrir um hin óhugnanlega sannleika um heilbrigðisástand fólks á þessum slóðum. Fættarænn AFP í verkfalli PARIS, (Reuter) — Fréttamenn við frönsku fréttaþjónustuna AFP eru nú I sólarhrings verkfalli. Þeir mótmæla uppsögn kven- fréttastjóra við þýskudeild AFP I Paris. Henni var sagt upp og hún sögð óhæf til starfsins framvegis þar sem sjón hennar er döpur. Á hún erfitt með að nota tölvuvædd sjónvarpstæki sem tekin hafa veriö upp I stað ritvéla á frétta- stofunni. Talsmaður fréttamanna sagði að mikil óánægja rikti meðal starfsmanna með vinnuaðstöðu eftir að nýja tæknin var tekin upp. ÍSLENZKT OSTáVAL! Tlzplegp4o ostategimdir eru fmndeiddar d íslandi nú. Hejurðu bragóaó Brauðostinn?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.