Þjóðviljinn - 04.03.1979, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 04.03.1979, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 4. mars 1979 Eina jólatréð I heiminum sem er búió til úr leggjum, en drekinn sem þaö stendur á er úr hvalbeini. Finnbogi kann skil og nöfn á öllum gömlu verbúöunum I Bolungarvik. Þær eru nú flestar horfnar.en hér er ein af þeim fáu sem eftir'erj; heitir Lækjarbúö. ■ er orðinn í lágreistu sérkennilegu steinhúsi við Aðalstræti í Bolungarvík býr Finnbogi gamli Bernódusson. Hann er sagnaþulur í fornum stfl og hef ur hluti þeirra sagna sem hann hefur skráð komið út í bókinni Sögur og sagnir úr Bolungarvík sem Lúðvik Kristjánsson sagn- fræðingur gekk frá tiI, prentunar á sínum tíma. En Finnbogi býr yfir miklum fjársjóðum sem aldrei hafa bir á prenti. Það eru sögur sem hann á í fjölmörgum stílakompum og svo hefur hann haldið dagbækur frá unga aldri og eru þær nú komnar til varðveislu í Landsbóka- safnið f Reykjavfk. Skemmtilegast af öllu er þó að tala við þennan stóra og mikilúðlega mann. Frá- sagnarlistin er honum í blóð borin og kryddar hann „Eg 150 ára gamall gjarnan mál sitt með ísmeygilegri gamansemi. Er okkur ber að húsi hans sjáum við inn um gluggann hvar hann situr álútur við skriftir. Við bönkum upp og hann býður okkur inn. Svo gott sem Bolvikingur — Hvernig ertu til heilsunnar, Finnbogi? Þú ert oröinn býsna gamall? — Blessaöur vertu! Ég er oröinn 150 ára gamall. Nú glottir Finnbogi meö blik i augum. Svo segir hann: — Ég verö 87 ára gamall i sumar, fæddur 26. júli 1892. — Hefurðu veriö alla þina tíö hérna i Bolungarvik? — Nei, ég er fæddur i Þernuvik i Mjóafirði en kom hingaö 4 ára gamall. Ég er oröinn svo gott sem Bolvíkingur. — Þú hefur lengst af veriö á sjónum. Attiröu bát sjálfur? — Nei, ég vildi ekki festa mig viö bát svo aö ég gæti alltaf gripiö I þaö sem fyrir hendi var. Auk þess aö vera á sjó i 50 ár fékkst ég bæöi viö smiöar og vegalagningu og annaö sem til féll. Eina jólatréð úr eintómum leggjum Ég sé aö þú hefur skoriö út og smiöaö margs konar myndir og figúrur. — Já, ég geri þetta til gamans til aö drepa timann meöan hann er aö drepa mig. — Þú notar margs konar efni til aö móta úr? — Já, já, þessi mynd er t.d. úr krit, þarna eru nokkrar úr kork, sumar úr leirnum úr Drimlu og enn aörar úr Mogganum og þarna er eina jólatréð 1 heiminum sem búiö er til úr eintómum leggjum. Drekinn sem þaö stendur á er úr hvalbeini. — Hvernig líst þér á listaverk nútimans? — Mér list ekkert á þessar figúrur, sem enga merkingu hafa, og kvæöin, sem þeir eru aö drulla út úr sér og ekkert vit er i. Þeir hafa gert sér leik aö þvi aö rakka niöur hinn eiginlega ljóöaskáld- skap. — Hefur þú sjálfur ort? — Þaö er svo smátt i sniöum aö þaö tekur þvi ekki aö minnast á þaö. Dagbækurnar eru árbækur úr Bolungarv. — Nú hefur veriö gefin út bók

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.