Þjóðviljinn - 04.03.1979, Blaðsíða 17
Sunnudagur 4. mars 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 17
viö skákborðið
Mikhail Tal fyrrum
heimsmeistari i skák
og Viktor Henkin
blaðamaður og skák-
meistari voru staddir á
Ritstjórnarskrifstofu
eins af dagblöðum
Moskvu nú fyrir
skemmstu. Þeir skipt-
ust á nýjustu fréttum
úr skákheiminum, en
drápu siðan á nokkur
atriði varðandi hina
sálfræðilegu hlið bar-
áttunnar við skákborð-
ið. Þetta efni hefur
vakið áhuga fjölda
manna undanfarin ár.
Vonum að okkar les-
endur hafi þar einnig af
nokkurt gaman.
Henkin: Tvær höfuðmeining-
ar um skákiþróttina er aö finna
meöal skákmanna. Aöra oröaöi
hinn þekkti pólski stórmeistari
Akib Rubenstein i byrjun þess-
, arar aldar. Hann sagöi: „Ég
tefli minum mönnum gegn
mönnum andstæöingsins”.
Þetta merkti aö hann leiddi per-
sónu andstæöingsins algjörlega
hjá sérogtókekki marká neinu
nema leikjum hans á skákborö-
inu. Emmanuel Lasker oröaöi
hina andstæöu skoöun þannig.
„bað eru ekki tréfigúrur sem
eigast viö á skákboröinu heldur
tveir menn”. Hann var vitring-
ur i skákinni og tók alltaf tillit
til veikleika andstæðingsins,
ekki aöeins i skákinni heldur og
almennt, i mannlegum viöskipt-
um.
Um þetta er deilt enn þann
dag i dag. Ymsir skákmenn,
þar á meöal júgóslavneski stór-
meistarinn Svétosar Gligorits,
fylgja skoöun Rubinsteins en
aðrir þar á meöal Botvinik,
fyrrum heimsmeistari hafa not-
aö hina sálfræöilegu aöferö
Laskers.
Lr
Heimsmeistarinn Anatoli
Karpov kýs hinn „gullna meöal-
veg”: „Min taflmennska bygg-
ist mikiö á tækni”, segir hann.
,,ÉS reyni aö tefla skákina rétt
og tek aldrei áhættu eins og til
dæmis Larsen eða Tal. En ég
vel si'öur en svo einföldustu leið-
ina af þeim sem mögulegar eru,
heldur þá haldbestu. Séu nokkr-
ar jafngóðar leiöir, sem ég get
valið um, þá fer valiö aö tölu-
veröu leyti eftir andstæöingn-
um. Tefli ég til dæmis viö Korts-
noj eöa Tal reyni ég aö ná ein-
földum stööum, sem ekki falla
aö þeirra sköpunarþörf, en and-
spænis Petrosjan reyni ég aö
flækja máliö. En blasi viö mér
sú einaréttaleiö, þá vel éghana *
hver svo sem situr I stólnum
andspænis mér”.
Tal: Fischer sagöi einu sinni
aö hann heföi yndi af þvi aö
sigra andstæöinginn. „Mér
finnst gaman aö því, hvernig
þeir engjast”, bætti hann viö.
Mér finnst lika gaman aö vinna,
en sannasta ánægju hef ég af
leiknum sjálfum.
Hvað sálfræðina snertir hef
ég yfirleitt ekki áhuga á ööru en
minni eigin liöan.l einvi'gi verö
ég aö finna til innblásturs á
svipaöan hátt og hljóöfæraleik-
ari sem heldur konsert. A keppi-
nautnum hef ég ekki áhuga
umfram þaö aö hann, sam-
kvæmt oröalagi hins gaman-
sama skákmanns Savelí Tarta-
kovér, hefur lika sinn rétt til aö
lifa.
Henkin : Sálfræöiþátturinn á
skákkeppni hefur ótviræö áhrif
á gang mála, hvort sem stór-
meistararnir viðurkenna þaö
eöa ekki.
Ég á ekki viö þaö eitt aö und-
irbúa sig skákfræöilega meö
miöi af keppninautnum, heldur
ekki siður huglæg viðskipti
keppinauta, þegar skákmaður
tapar stööugt fyrir einhverjum
einum. Þannig tapaöi Frank
Marshall, sem var amerlskur
meistari I mörg ár, alltaf fyrir
Capablanka.enda þótt hann ynni
hina frábærustu sigra á öörum
stórsnillingum. Danski stór-
meistarinn Bent Larsen tapar
kerfisbundiö fyrir Spasský.
Fisher getur heldur ekki hrósaö
sigrum yfir Tal, þaö best ég
veit.
Tai: Nei, ég er einn fárra
skákmanna sem hafa hagstætt
vinningshlutfall á móti Fischer.
Ég hef unnið hann í fjórum
skákum og tapað tveim auk
fimm jafntefla. Ég hitti hann
slðast fyrir 16 árum viö skák-
boöiö og Bobby klæjar greini-
lega enn út af þvi aö hafa ekki
getað gert upp þá reikninga.
Þeir eru aö visu lika til sem
valda mér svipuöum hrekkjum
en ég ætla ekki að nefna þá meö
nafni „af öryggisástæðum”.
Um getur veriö aö ræða
„óþægilega” keppinauta, og þaö
liggur ekki i styrk þeirra, heldur
er orsaka að Ieita i þeim hug-
lægu þráöum sem liggja á milli
manna á meöan þeir etja hvor
gegn öröum. Þaö getur veriö um
persónulega andúö aö ræöa, nei-
kvæö geöhrif sem setiö hafa eft-
ir siðan slöast og reyndar margt
annaö af þvi tagi sem okkur er
ennþá „terra incognita”.
En þaö eru einnig til sjáanleg
merki sem hægt er aö greina
andlegt ástand keppinautarins
á. Ég man aö i slöustu umferö
um meistaratitil SSSR áriö 1958
tefldi ég þýðingarmikla skák viö
Boris Spassky. A ákveönu stigi I
skákinni bauö hann jafntefli.
Eftir stöðunni aö dæma var þýö-
ingarlaust fyrir mig aö tefla til
vinnings, en ég undraöist mál-
róm Spasskýs, sem var breyttur
og annarlegur. Ég fann I honum
kviöa og öryggisleysi og hafnaði
jafnteflinu. Eftir nokkra leiki
lék Spassky af sér og tapaöi.
Þaö má reyndar oftast fá
nokkuö glögga mynd af sálar-
ástandi keppinautarins með þvi
aö fýlgjast náiö meö honum.
Skákmenn roöna á eyrunum ef
þeir veröa mjög kviöafuflir.
Botvinik togar i bindiö sitt,
Fischer hossar sér á tá. Þaö er
sagt aö mig megi sjá út á dofn-
andi augnaráöi.
Henkin : En er þaö háttvisi aö
rýna andstæöinginn aö tafli? Ég
veit aö margir skákmenn nota
þetta aö hafa andstæöinginn „i
sigti”, þar á meðal Karpov,
Fischer og — þú fyrirgefur —
Tal.
Tal: 1 fýrsta lagi er ekkert
kveöiö á um hreyfingar augn-
anna ! keppnisreglunum. Og i
ööru lagi er hægt að fylgjast
meö keppinautnum án þess aö
vera uppáþrengjandi, án þess
aö trufía hann viö aö hugsa um
næsta leik sinn.
í æsku syndgaöi ég dálítiö
meöforvitni I óhófi, þaö er rétt,
en Kotnov stórmeistari gaf mér
einu sinni lexlu i þvi efni. Ég
tefldi eitt sinn viö hann einvigis-
skák og tók upp á þvi aö fylgjast
náiö með honum eitt sinn, eftir
aö hafa leikiö minn leik. Þá leit
hann upp frá skákboröinu og
rak mig I gegn meö sinu
mikilúðuga augnaráöi undan
upplyftum, þykkum dökkum
brúnum. Þannig horföumst viö
á i nokkrar sekúndur rétt eins
og i' barnaleiknum „Horfast hér
i augu...”, siðan skelltum viö
upp úr og héldum viöureigninni
á skákborðinu áfram eins og
ekkert heföi I skorist. Ég man
nú ekki lengur hvernig þessi
skák fór, en ég lyfti ekki sjónum
á keppinautinn meir.
Henkin: Þaö eru einmitt
svona tilfelli sem koma af staö
sögum um dáleiöslu. Alékhin
var á slnum tima grunaður um
aö nota leynda töfra og Lasker
meöslgarettu milli tannanna og
djöfullegt augnaráð. Textinn
varsvohljóöandi: „Dáleiösla og
reykur — minn sterkasti leikur”
Tal: Ég hef veriö sakaöur um
hiö sama. Fyrir einum fimmtán
árum kom PalBenkötil tafls viö
mig meö dökk gleraugu. „Ég
get ekki teflt viö Tal, hann
dáleiöir mig”, sagði hann við
dómarana. Þá tildraöi ég lika
svörtum gleraugum upp á mitt
nef og þannig tefldum viö skák-
ina, einsog viö værum staddir á
sólarströnd, Benkö stóöst ekki
þrjátiu leiki. „Já”, —and-
varpaði hann um leiö og hann
gaf skákina” — „þetta er
greinilega ekki undir gleraug-
unum komið”...
Henkin: Aörir skákmenn hafa
oröiöfyrir svipuöum ásökunum.
Fischer til dæmis. En þaö er
eins og Bent Larsen sagöi I til-
efni af þessu: „hverskonar
dáleiösluáhrif annars skák-
mannsins á hinn eru gjörsam-
lega útilokuö”.
Viö skulum því láta
dáieiösluna liggja milli hluta.
Hinsvegareru huglæg áhrif eins
skákmanns á annan ekki bara
möguleg heldur hreinlega óum-
flýjanleg.
Ætli það sé ekki þaö sem átt er
við þegar menn kalla Tal
„sterkan persónuleika”?
Tai:Orþvifariöeraötala um
mig á annað borö, þá tel ég mig
ekki til „sterkra persónuleika”.
Hvaö taugaboö áhrærir er ég
fremur „viötæki” en „sendir”.
Ég dreg ekki dul á þaö aö mér
tekst stundum aö „hlera”
hugsanir andstæðingsins. Ég
getekkiútskýrthvernigsllkt fer
fram, en þaökemur fyrir aö ég
hef hálfpartinn á meövitundinni
hvernig keppinauturinn muni
bregðast viö þeim leik sem ég
leik, finn á mér að hánn muni
ganga I gildruna. En þetta er
auövitað engin dáleiösla.
Hvaö áhrifavald „sterks
persónuleika” áhrærir, þá
veröið þiö aö hafa mig afsak-
aðan; ég hef aldrei oröiö fýrir
neinu sliku. Ég neita þó ekki
sllkum möguleika.
J
Glefsur um
ALJÉKÍN
Þegar nöfn mikilla leikfléttu-
meistara berast mönnum til
eyrna og vegiö er og metiö hver
snjallastur sé, er Alexander Aljé-
kln, heimsmeistari 1927-35, 1937-
46ofarIega I hugum manna, e.t.v.
efstur. En Aljékin var meira en
snjall leikfléttumeistari, hann
var svo ekki veröur um deilt einn
af feörum nútima skáklistar. Þá
rætt er um nútlma skáklist þá
ætla menn Lasker, Capablanca,
Rubinstein og fleiri mikiö hlut-
verk i þvi tilviki en svo er ekki.
Jósé Raul Capablanca var llk-
lega mesti snillingur allra tlma,
en sú vinna sem hann lagöi af
mörkum I undirbúningi var ákaf-
lega takmörkuö og jafnvel undir
þau tvo heimsmeistaraeinvlgi
sem hann háöi um dagana t.d. viö
Emanúel Lasker þá var undir-
búningur hans nánast enginn.
Hann tefldi m.ö.o. méö brjóstvit-
inu og hæfileiki hans nægöi svo til
alltaf til aö hnekkja snjöllu
heimabruggi andstæöingsins.
Fræg er t.d. skák hans viö
Marshall en þegar hún var tefld
var Marshall búinn aö biöa I heil 8
ár meö afbrigöi þaö sem nú er
kennt viö hann (Marhsall-árás-
in). Allt kom fyrir ekki, fyrir-
hafnarlaust rataöi Capa á snjalla
leiö og meöhöndlun hans þykir
enn þann dag I dag fullnægjandi.
Sömu sögu er aö segja um Lask-
er, þann heimsmeistara sem
lengst hélt titlinum samfellt.
Hann kom til borösins lítt eöa
ekki undirbúinn og beitti þess I
staö mikilli sálfræöilegri her-
kænsku til aö yfirbuga andstæö-
inginn.
Þessu var ööru visi farið meö
Aljékin. Hann varöi mörgum klst.
til rannsóknar á byrjunarkerfum
helstu andstæöinga sinna, reit
bækur meö einhverjum snjöllustu
skýringum sem um getur. Eftir
Aljekins daga tóku aörir upp
þráöinn, Mikhael Botvinnik hóf
kerfisbundiö aö rannsaka skák og
árangurinn lét ekki á sér standa.
Hann varö heimsmeistari áriö
1948 og hélt honum meira og
minna til ársins 1963. Eftir honum
hafa sovéskir stórmeistarar tekiö
upp vinnubrögöin enda engin til-
viljun hvilika yfirburöi Sovétrlkin
hafa I skákheiminum.
Skákin sem fer hér á eftir er ein
sú frægasta sem Aljekin tefldi um
dagana. Hún er lýsandi dæmi um
Aljékin þegar hann var uppá sitt
besta. Byrjunin er tefld af mikilli
nákvæmni, afrakstur heimarann-
sókna, miötafliö og lok skákar-
innar hreint snilldarlega. Allir út-
reikningar Aljékins 100% ná-
kvæmir, en þaö þarf meira til,
innsæiö sem Aljékin haföi I svo
rlkum mæli. Þeir sem einu sinni
hafa skoöaö þessa skák gera þaö
örugglega aftur meö litlu minni
ánægju en I hiö fyrsta sinn. Hinir
eru öfundsveröir.
Baden — Baden 1925
Hvltt: Richard Reti
Svart: Alexander Aljékin
Reti-byrjun
1. g3
(Aöur ræddi ég um feður nú-
timaskáklistar og Reti er örugg-
lega einn þeirra. Hann var upp-
hafsmaöur hinna svokölluöu
vængbyrjana, sem hefjast meö
textaleiknum, 1. Rf3 1. b3 og 1 c4.
Hugmyndir hans voru ekki I mikl-
um metum fyrsta kastiö hjá sam-
tiðarmönnunum, en þegar sjálfur
Capablanca varö aö lúta i lægra
haldi fyrir Reti á Alþjóöa-mótinu
i New York 1925 fóru menn fyrst
aö taka þessa hæglátu byrjana-
leiki alvarlega.)
1. ..e5
(Nú i dag myndu menn llklega
leika 1. -g6 eöa 1. -c5, en Aljékín
haföi trú á skjótri liösskipan og til
þess er leikurinn vel brúklegur.)
2. Rf3 (?)
(Nákvæmara er 2. Bg2 eöa 2.
d3. Aljékin er fljótur aö refsa
hvitum fyrir frumhlaupiö.)
2. ..e4 3. Rd4-d5
(Skarpara er 3. - c5 4. Rb3 c4 5.
Rd4 Bc5 en þá höfum viö fengiö
upp Aljéklns-vörn á hvolfi.
Leikjarööin gæti veriö 1. e4 Rf6 2.
e5 Rd5 3. c4 Rb6 4. c5 Rd5 5. Bc4.
Eini munurinn er aö nú er hvitt
peö á g3. Reynslan hefur sýnt aö
þaö er hvitum frekar til trafala
heldur en hitt.)
4. d3-exd3 5. Dxd3(?)
(Hvitum hefur oröiö á mistök
tvisvar I þessari skák og hefur
ekki leikið nema 5 leikjum. Þaö er
þó vert aö taka þaö fram aö þessi
mistök eru einungis fræðilegs
eölis og sú vitneskja sem nú ligg-
ur fyrir var ekki kunn þeim miklu
meistarum sem tefldu þessa
skák. Hugsum aftur á hvolfi (þaö
getur veriö hollt til samanburöar
t.a.m.) Eftir 1. e4 Rf6 2. e5 Rd5 3.
d4 d6 4. Rf3 g6 5. c4 Rb6 6. exd6 er
kominn upp þekkt staöa I Aljékin.
Ekki undir neinum kringumstæö-
um væri hér drepið á d6 meö
drottningu. Eftir 6. -cxd6 hefur
svartur gott mótspil gegn mið-
boröi hvits, sem reyndar er hug-
myndin meö Aljékins-vörninni.)
5. ..Rf6 6. Bg2-Bb4 +
(Þaö þarf dýptarmæli á svona
leiki! I stuttu máli mun hug-
myndin vera sú að lokka hvitan til
aö leika 7. c3 en þá er d3-reiturinn
tilfinnanlega veikur og þaö gæti
svartur reynt aö notfæra sér. Þá
Umsjón: Heigi ólafsson
myndi riddaranum vera mein-
aöur aögangur aö c3-reitnum.)
7. Bd2-Bxd2+ 9. C4
8. Rdx2-0-0
( Einkennandifyrir hugmyndir
Retis. Hann hyggst blása llfi i
stiröa limi biskupsins á g2 meö
þessum leik.)
9. ..Ra6 14. Hfdl-Bg4
10. Cxd5-Rb4 15. Hd2-Dc8
11. Dc4-Rbx5 16. Rc5-Bh3!
12. R2b3-c6 17. Bf3
13. 0-0-He8
(Peöiö er banvænt: 17. Bxh3
Dxh3 18. Rxb7 Rg4 19. Rf3 Rde3!
20. fxe3 Rxe3 21. Dxf7+ Kh8 22.
Rh4 Hf8 og vinnur.)
17. ..Bg4 19. Bf3-Bg4
18. Bg2-Bh3 20. Bhl
(Reti hafnar augljósu jafn-
teflistilboði svarts, enda sjálfsagt
taliö sig hafa betri stööu. Sé svo
eru þeir yfirburöir mjög litlir.
Hvaö um þaö. An þessa leiks’heföi
skákin sem viö veröum vitni aö
aldrei veriö skráö hér.)
20. ..h5!
(Aætlun svarts er einföld. Hann
hyggst veikja g3-reitinn meö
framrásinni h7-h5-h4. Sú veiking
reynist afdrifarik.)
21. b4-a6 23. a4-hxg3
22. Hcl-h4 24. hxg3-Dc7
Framhald á 22. siðu.