Þjóðviljinn - 04.03.1979, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 04.03.1979, Blaðsíða 15
Sunnudagur 4. mars 1979 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15 ■ Stórmerkileg hlj ómsveit Sænska hljómsveitin Zamla Mammaz Manna sem leikið hefur fyrir menntaskóla- nema sl. viku, er meðal merkilegri fyrirbrigða á gamla skerinu um þessar mundir. Hljómsveitina skipa þrir Svi- ar og einn Finni. Þeir heita: Lars Holmer hljómborð, Eino Haapale gitar, Hans Brumins- son trommur og Lars Krantz bassi. Með þeim er svo hljóð- blöndungurinn Olle Holmer. Mér leist nú rétt si-svona á Zamalana þegar ég heyrði fyrstu tónana frá þeim i leik- fimisal M.S. á miðvikudags- kvöldið. Hávaðinn var ofmikill og samhljómunin hörmuleg. En eftir nokkra setu og skoplegar kynningar Zamalanna, kom i ljós að þeir kunna sitthvað fyrir sér. Þegar á leið, lagaðist sam- hljómunin lika til muna (eða voru það bara gömlu góðu eyrun sem vöndust hljóðblönduninni af gömlum vana?). Lék sveitin allt frá hörðum rokkurum (og jafnvel útfærðri þjóðlagatón- list) til frjálsra spunaverka. Var fimi þeirra mjög góð, og naut hún sin best i tveimur löng- um spunaverkum. Eru þetta hinir merkilegustu tónlistar- menn. FINGRARÍM Umsjón: Jónatan Garðarsson í smá spjalli við þá félaga kom i ljós, að þeir tilheyra sænskum vinstrisamtökum sem heita „Musikrörelsai!!. Spruttu þau samtök upp i kringum and- róðurinn gegn hernaöarihlutun Bandarikjanna i Vietnam, en urðu fljótlega viðtækari. Eru reknir klúbbará vegum þessara samtaka, en þróttur þeirra fer þó minnkandi núna seinni ár. Ýmsar hljómsveitir, listamenn og einstaklingar reka þessi samtök fyrir eigið fé. Zamlan Mammaz Manna eru trúðarnir i samtökunum, einsog þeir segja sjálfir. Leyfist þeim að bregða ýmsum uppátækjum fyrir sig, svosem að syngja „naiva” texta, bregða á leik með áhorfendur i miðjum lögum og brjóta upp hefðbundin upp- troðsluform, ef þeim sýnist svo. Hljómsveitin var stofnuð 1970 og hefur starfað óbreytt siðan, nema hvað Eino Haapale gitaristi leysti fyrrverandi gitarista sveitarinnar af hólmi fyrir 2 árum. Sveitin hefur sent frá sér 7 breiðskifur, sem fengið hafa þokkalegar viðtökur. Astæðuna fyrir frekar takmarkaðri sölu platnanna telja þeir vera þá, að þar sem útgáfufyrirtækið sem þeir eru á samningi hjá, er li'tið og óháð hefur ekki verið lögö nein áhersla á plöturnar og hljómsveitin litið auglýst. Ann- að er, að vegna skoðana sinna og stöðu, hafa þeir álit smá- borgaranna alls ekki með sér og eru þvi engir aufúsugestir á fón- um „finni fjölskyldnanna”. Zamala Mammaz Manna verða i Klúbbnum i kvöld, en þeir fara af landi brott á mið- vikudaginn. Það verður vænt- anlega fjallað nánar um þá fé- laga i næsta Fingrarimi. —jg IMY HLJOMSVEIT Sturlungar bijótast fram Fimgrarím frétti um daginn af nokkrum ung- um og efnilegum piltum sem voru að æra íbúa í Njörvasundi úr hávaða. Var því ákveðið að renna á hljóðið. Kom í Ijós að þar voru meðlimir Mezzoforte að verki ásamt tveimur liðhlaup- um úr hl jómsveitinni Mónakó. Friðrik Karlsson gitarleikari og höfuðpaur Mezzoforte hleypti blaðamanni og ljósmyndara inn i æfingagrenið og náðust njósnir af iðju þeirra þar. Það er greinilegt aö þessir strákar eiga eftir að skipa sér i röö þeirra bestu hérlendis innan tiðar. Sýnishorn sem fékkst af leik þeirra gefur til kynna mikla hæfileika hljóöfæraleikaranna og líflegan anda sem rikir innan hópsins. Þeir Eyþór Gunnarsson hljómborösleikari og Friörik Karlsson gitarleikari eru reynd- astir þeirra félaga sem skipa þessa nýju hljómsveit. Voru þeir áður i hljómsveitinni Tivoli og stofnuðu Mezzoforte, enda höfðu þeir svotil algerlega orð fyrir hópnum. „Við erum að æfa upp nýja hljómsveit núna og ætlum við aö fara úti almenna spila- mennsku á næstunni. Pró- grammið er tviskipt. Annars- vegar eru „instrumental” lög frumsamin og hinsvegar eru danslög. Það má segja að pró- grammið sé byggt á „soul-funk- diskó-jazzi, með klassisku rokk- ivafi”. — Nú voruð þið Eyþór búnir að lýsa þvi nokkrum sinnum yfir, að þið væruð hettir i Tivoii, en hélduð samt alltaf áfram. Ber svo að skilja að þið séuð endanlega hættir i þeirri hljóm- sveit nú? Eyþór: Já, við erum hættir. Þaö dróst á langinn að hætta, aðallega vegna þess að Tivoli hafði mikið að gera og gaf mikiö i aöra hönd. Við erum báöir i skóla og þurfum á peningum að halda. — En af hverju hættið þið endilega núna, voru tekjurnar eitthvað farnar að minnka? Friörik: Okkur þótti einfald- lega vera réttur timi til þess að hætta núna, enda var þessi hljómsveit svotil komin af stað. Eyþór: Þessi hljómsveit stofnaði sig eiginlega sjálf. Viö erum allir góðir vinir og höfum umgengist og spilaö saman I heilt ár. Þetta þróaöist alltaf sjálfu sér. Það er rétt aö taka það fram aö við erum engir hljómsveitarstjórar. Hljóm- sveitin stjórnar sér sjálf. — Hver er svo stefnan hjá ykkur? Friðrik: Með tiikomu breyt- inganna á Mezzoforte breytum viö um nafn og heitum héöan i frá Sturlungar. Það er ætlunin að ná til stærra hóps en áður, og þess vegna förum við útá mark- aðinn. Bandarikjaför er hinsvegar ekki fyrirhuguð strax. Viö ætl- um aö leggja islenska markaö- inn undir okkur fyrst (Friörik hlær hressilega og hinir taka undir). A hvaða tónlist hlustið þið mest? Eyþór: Við hlustum mest á jazzrokk og dálitið á gamlan jazz. Chick Corea er I miklu uppáhaldi hjá mér. Svo eru það fleiri. Friðrik: Þaö er jazzrokkið. Larry Charlton er uppáhalds- gitarleikarinn minn i dag. Hvað finnst ykkur um ný- byigjuna? Það heyrast stunur og and- vörp úr öllum hornum. Menn eru greinilega ekkert uppveðr- aöir útaf nýbylgjunni. Eyþór: Við erum lltið fyrir hana. Friðrik: Reyndar er Elvis Costello ágætur og mjög margt gott sem hann er aö gera. Hann er heldur ekki neinn pönkari. Eyþór: Mér finnst alger hálf- vitaskapur aö vera að stinga sikkrisnælum I gegnum kinn- arnar á sér. — En hvað þá um siða hárið á timum bitlanna. Þaö þótti jafn mikill hálfvitaskapur? Eyþór: Hárið er þó eölilegur hlutur á likamanum. Svo mörg voru þau orð. Auk Eyþórs og Friðriks eru i Sturlungum þeir Jóhann As- mundsson — bassi, Gunnlaugur Briem — trommur, Guðmundur Torfason — söngur, og Björn Thorarensen — hljómborð. Þó meðlimir Sturlunga séu ekki gamlir, eiga þeir margt i pokahorninu og aldrei að vita hverju þeir taka uppá. Eitt er vlst, að Sturlungar er einhver efnilegasta hljómsveit sem fram hefur komið hérlendis i langan tima. Ekki veitti af nýju blóöi. —jg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.