Þjóðviljinn - 04.03.1979, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 04.03.1979, Blaðsíða 24
DMÐVHHNN Sunnudagur 4. mars 1979 Herzog: kvikmyndagerA eyöi- leggur fólk. „Það er útilokað að ég flytjist til Hollywood og fari að gera kvikmynd- ir þar — sagði Werner Herzog i viðræðum við islenska kvikmynda- gerðarmenn á fimmtu- dagskvöldið — ég vil það ekki og get það ekki". Fundurinn fór fram i Þýska bókasafninu viö Mávahliö, og haföi þangaö veriö boöiö 20-30 manna hópi manna sem á ein- hvern hátt eru viöriönir kvik- myndagerö á lslandi. Uröu þar fjörugar umræöur um hin aöskiljaniegustu efni, svo sem einsog framtíö kvikmyndalistar- innar á tslandi, nýju bylgjuna I Þýskalandi, kosti og galla menningarlegra heföa og jafnvel atvinnuofsóknir I Þýskalandi. Menningarleg vanmetakennd Þegar undirrituö kom á staöinn voru umræöurnar þegar hafnar. Herzog sat I hægindastól og ræddi um erfiöleika þýska kvikmynda- iönaöarins. Hann talaöi ensku og átti ekki i neinum erfiöleikum meö aö tjá sig á þvi máli, viömæl- endum hans til mikils léttis, þvi fæstir þeirra heföu getaö átt viö hann spaklegar viöræöur á þýsku. Herzog reyndist vera hinn ljúfasti i viömóti og auðsjáanlega þaul- vanur slikum umræöum, geislaöi af sjálfsöryggi og kom skoöunum sinum tæpitungulaust á framfæri. — Aöalvandamáliö er dreif- ingin, — sagöi hann. Viö höfum leyst framleiösluvandamálin nokkuð farsællega, en þaö er enn erfitt aö sýna þýskar myndir i V- Þýskalandi. Nú á siöustu árum hafa kvikmyndageröarmenn þó komiö á laggirnar nokkrum sjálf- stæöum dreifingarfyrirtækjum, sem eru tvimælalaust spor i rétta átt, og þaö þurfiö þiö lika aö gera hér á Islandi, taka dreifinguna i ykkar hendur. Þaö er einkennileg menningar- leg vanmetakennd rikjandi i Þýskalandi. Þetta er ein af ástæöunum fyrir þvi aö þýskar myndir hafa átt svo erfitt upp- dráttar. Okkar frægö hefur komiö aö utan — ég hef t.d. lifaö af vegna þess aö myndir minar hafa veriö verðlaunaöar á kvikmynda- hátiöum erlendis. Ég var ekki viöurkenndur fyrr en Stroszek hlaut verölaun i Cannes fyrir tveimur árum — þangaö til var ég álitinn bjáni, sem geröi furöu- legar myndir. Söguleg tengsl Þýsk kvikmyndalist á sér rikar heföir. En raunveruleg kvik- myndalist var drepin niöur þegar nasistar komust til valda, og þaö varö langt hlé — eiginlega er þaö ekki fyrren á allra slöustu árum sem viö förum aö rétta úr kútnum, og núna þurfum viö aö Aöalsimi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-21 mánudaga til föstu- daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum. Utan þessa tima er hægt aö ná I blaöamenn og aöra starfs- menn blaösins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, útbreiösla 81482 og Blaöaprent 81348. ^ 81333 Einnig skal bent á heima- sima starfsmanna undir nafni Þjóöviljans I sima- skrá. Ingibjörg Haraldsdöttir skrifar um kvikmyndir Þiö veröiö sjálfir aö finna ykkar leiö, ég get ekkert ráölagt ykkur. , ,Eg verð aldrei Hollywood- leikstjóri” brúa þetta hyldýpi sem skilur okkur frá kvikmyndalist gömlu meistaranna. Þetta er aðal- ástæöan fyrir þvi aö ég geröi nýja útgáfu af Nosferatu, sögunni um Dracula greifa, sem Murnau kvikmyndaöi 1923. Siöan ég geröi þá mynd finnst mér ég hafa fasta jörö undir fótunum, mér finnst ég hafa tengt þessi tvö timabil i þýskri kvikmyndasögu. Lotte Eisner, merkasti kvik- myndasagnfræöingur Þýska- lands, sem hrökklaðist úr landi 1933 og lifir enn I hárri elli, hefur lagt blessun sina yfir myndina, og þaö er mér afskaplega mikils viröi. Hún hefur skrifaö merkasta rit sem til er um Murnau og kvik- myndir hans, og hún er mikill aðdáandi Murnaus einsog ég. Þegar ég fór til hennar og sýndi henni Nosferatu fannst mér ég vera einsog keisararnir I gamla daga þegar þeir fóru til páfans aö láta krýna sig. Ég hef lika sagt Lotte Eisner, Werner Herzog á fundi með íslenskum kvik- mynda- gerðar- mönnum aö hún geti dáiö róleg núna! Hún er oröin mjög gömul, og þaö sem háir henni mest er sjónin — hún getur ekki séö eins margar kvik- myndir núna einsog hún gjarnan vilidi. 1 rauninni er hún oröin einsog steingervingur: litil og skorpin. Svona veröa þessir horn- steinar kvikmyndalistarinnar þegar þeir eldast. Islendingar eiga aö visu engar kvikmyndaheföir, en þiö eigiö aörar menningarheföir aö byggja á. Þaö er meira en sagt veröur um t.d. Astraliubúa, sem eru samsafn menningarlegra munaöarleysingja. Ég held aö maöur þurfi enga tæknilega hefö til aö gera kvikmyndir — tæknin er fljótlærö, ég læröi hana t.d. d viku. Og þiö skuluö ekki gleyma þvi, aö þótt segja megi aö I Þýskalandi hafi veriö fyrir hendi gamall iðnaöur meö ákveöinni uppbyggingu, þegar viö ungu mennirnir byrjuöum, þá þurftum viö aö berjast gegn þessum iönaöi, og þaö er ekki auöveldara en aö byggja hann upp frá núlli. Ykkur vantar kannski fyrst og fremst áhorfendur. Þiö þyrftuö aö hafa svona 3miljónirlslendinga I viöbót, þá gætuö þiö fariö aö byggja upp ykkar kvikmynda- iönaö. Ameríski vinurinn Nokkur umræöa spannst um þaö, hvort þjóðleg kvikmynda- menning gæti þrifist á erlendri grund. Þaö hefur gerst áöur i þýskri kvikmyndasögu aö menn hafa flutt til útlanda — og þá aöallega til Bandarlkjanna — og gert þar myndir. 1 flestum til- fellum hefur þetta veriö raunaleg saga, og myndirnar oröiö banda- riskar fremur en þýskar. Mörgum hefur fundist ástæöa til aö óttast aö sagan endurtæki sig meö nýbylgjumennina, enda gætir bandariskra áhrifa senni- lega meira I V-Þýskalandi en I öðrum löndum V-Evrópu, og t.d. hefur kvikmyndadreifing þar verið algjörlega I höndum banda- riskra aðila frá strlðslokum og til skainms tima. Werner Herzog hefur gert samning viö 20th Century Fox um dreifingu á myndinni Nosferatu, og banda- riska fyrirtækiö kostaöi þá mynd aö hluta. Menn voru þvi forvitnir um skoöun hans á þessu máli, og hvort hann teldi að þarna væri hætta á ferðum. — 20th Century Fox vildi gera viö mig samning um 5 myndir, en ég gekk ekki aö þvi. Ég sagöi þeim aö ég myndi ekki flytjast til Hollywood, ég myndi halda áfram aö gera þýskar myndir, og þeir féllust á þaö sjónarmiö. Ég vil hvorki né get gerst Hollywood- leikstjóri. Hvaö varöar aöra þýska leikstjóra tel ég aö Wim Wenders sé I mestri hættu. Hann er mikill abdáandi Hollywood- mynda, og reynir jafnvel aö likja eftir þeim. Fassbinder er alltaf aö tala um aö flytja til Hollywood, hann hefur m.a.s. fariö þangað nokkrum sinnum, en hann kemur alltaf heim eftir tvo daga. Ég skil mætavel að menn séu orönir leiðir á ástandinu i Þýskalandi, þetta er hörð barátta og ég er sjálfur orðinn leiöur á henni. En lausnin getur ekki veriö fólgin i aö gerast innflytjandi I Banda- rikjunum. Ég mun aldrei gera það. Hinsvegar getur ástandiö versnaö svo mikiö aö maður hrökklist úr landi, einsog geröist á nasistatimanum. En þá mundi ég fara til Irlands, Alsir eöa Mexico, ekki til USA. Herzog var minntur á, að flestar myndir hans eru teknar annarsstaðar en i Þýskalandi — hvernig samræmist þaö þvi sjónarmiöi aö myndir hans séu og verði þýskar myndir? — Þaö breytir engu, — sagöi hann. — Ég hef oft farið frá Þýskalandi, en ég hef aldrei yfir- gefið þýska menningu. Ég er mjög heillaöur af landslagi, og þaö er mjög stór þáttur i myndum Framhald á 22. siöu. mm TftTT JSaXiJL * U VATNSBERl? Eðanotarþú ferska vatnið í kranamim heiiiia? Hversvegnaþykkni? Floridana appelsínuþykknið losar þig við allan óþarfa vatnsburð og sparar þér geymslupláss. Þú blandar því fersku vatninu í þykknið þegar þér hentar. Útkoman úr 'A lítra af þykkni verður 1 lítri af ódýrari, hreinum og svalandi C-vítamínríkum appelsínusafa. Floridana appelsínuþykknið er G-vara sem tryggir fersk Jafngildir heilum lítra af hreinum appelnínuHafa. frá Florida bragðgœði og varðveislu C-vítamínsins mánuðum saman. ENGUM SYKRI, LIT EÐA ROTVARNAREFNUM ER BÆTT í FLORIDANA. MJÓLKURSAMSALAN í . REYKJAVÍK Þúgeráléttoghagkvaraiimikaiiptillaiigs tíxna með FLOBXDANA þykkni!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.