Þjóðviljinn - 04.03.1979, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 04.03.1979, Blaðsíða 9
Sunnudagur 4. mars 1979 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 . Hún Indverski guöinn Dacur. Flgúrur Finnboga minna á svokallaða frumstæöa list. eftir þig meö sögum og sögnum héöan úr Bolungarvik. Má kannski búast viö framhaldi af henni’ — Ég er oröinn svo gamall aö ég nenni ekkert aö vera aö snúast i því aö gefa meira út. Þaö svarar ekki kostnaöi. — Þú átt margt i handraö- anum? — Ég hef leikiö mér aö þvi aö hafa dagbækur síöan ég var 21 árs og eru þær nú orönar 50 talsims. Grimur Helgason frá Landsbóka- safninu kom hér um daginn og falaöist eftir þeim fyrir safniö og lét ég hann hafa þær. — Hvaö hefuröu skráö i þessar dagbækur? — Þaö er ýmislegt fyrir mig sjálfan og svo eru þær árbækur- héöan úr Bolungarvik aö mörgu leyti. Steinflís í augað — Helduröu ekki áfram aö skrifa dagbækur? — Ég er ekki hættur ennþá og hef heitiö mér þvl aö hætta ekki meöan ég hef einhverja sjón. Annaö augaö i mér er ónýtt. Þaö var einu sinni aö ég fór til Reykjavikur meö konu minni til aö láta skoöa I mér glyrnurnar. Ég var þá farin aö fá svo helvfti slæma verki I þetta auga á sjó I vondum veörum og vissi tilefni til þess aö steinflls heföi flogiö i augaö þegar veriö var aö sprengja hér eitt sinn. Þaö kom I ljós hjá lækninum aö krabbamein eöa eitthvaö var I þvi og hann lét þaö bara hverfa. Blessaöur vertu ekki aö þessum andskotans myndatökum, segir nú Finnbogi byrstur viö ljós- myndarann sem ljósmyndar I gríö og erg. — Þaö hefur margt breyst siöan þú komst fyrst hér til Bolungarvikur. — Þeir eru svoddan helvltis bjánar hér aö þeir eru búnir aö rlfa allar verbúöirnar niöur. Þar sem Ishúsiö stendur voru t.d. 10 verbúöir og ef þeir halda á veröur rifiö áfram út eftir. Fjörugt verbúðarlíf um aldamót — Þaö hefur veriö fjölmenni hér um aldamótin? — Venjulega komu um 400 sjómenn á vetrar- og vorvertiö en á sumrin var ekkert róiö og þá stóö fjöldinn af þessum búöum tómar. Sjómennirnir höföu fang- gæsiur og þaö var fjörugt ver- búöarlif þegar ég var strákur. Margir þeirra voru ungir menn og komu mest úr Húnavatns- og Skagafjaröarsýslum og Stranda- sýslu og svo voru Breiöfiröingar. Þá var oft glatt á hjalla og á kvöldin alltaf gert eitthvaö til skemmtunar. Þaö var fariö I risa- leik, flogist á, glimt eöa fariö I alls konar eltingarleiki. Nú er öldin sú aö mata veröur fólk á öllu þvi aö enginn nennir aö gera neitt nema fyrir stóra peninga. Einu sinni iék ég hér I Skugga- Sveini og var þá oft æft til miö- nættis en klukkan 2 uröum viö aö fara á fætur til aö beita. Þá beitti allur mannskapurinn og allt var gert meö höndunum. Þaö var áöur en spil og vélar komu til sögunnar. Stóðu berrassaðir eftir — Hvernig var risaleikur? — Þá tóku sig saman 20-30 menn og settu borg og svo var mark 40-50 föömum frá. Einn var kosinn risi og hann átti aö ná mannskapnum og þeir, sem hann náöi, áttu aö veita honum liösinni. Svo var fariö I útilegumannaleiki og jafnvel feluleiki og gátu þeir þá oft I litlum staö legiö. Slöan var spilaö geysilega mikiö upp á peninga og langt fram á nætur. Slöan hef ég alltaf hataö spil. Þeir spiluöu af sér flikunum og stóöu berrassaöir eftir. Ég segi nú eins og kerlingin — Var ekki fjörugt ástallf? — Þaö vantaöi ekki en ég vil ekki vera aö segja slikar sögur. Einn piltur hérna fór t.d. niöur fyrir móö og áttaöi sig ekki á þvi fyrr en þau voru aö komast á flot. Þaö var þá haröaöfall. Nei, fólk kærir sig ekki um aö heyra sllkar sögur af sér. Ég segi nú eins og kerlingin sagöi viö prestinn eftir fermingarmessuna, en hún haföi þá faliö piltinn, son sinn, undir pilsunum af þvl aö hann kunni ekki faöirvoriö: „Sáuö þér þann litla?” „Nei”,svaraöi presturinn. Þá sagöi kerlingin: „Sá heföi eitt- hvaö getaö sagt yöur”. Kominn af Tungu- Halli sem uppnefndi alla menn — Standa ættir þinar hér I Djúpi, Finnbogi? — önnur stendur á rótum hér og hin inni I Djúpi. Ég er kominn af Tungu-Halli sem uppnefndi alla menn. Hann var forsöngvari I kirkju og þegar hann tók sér hlé til aö taka i nefiö sagöi hann: „Haldiö þiö nú uppi söng Langur og Teis og Brúsi.” Valgeröur amma mln var dóttir hans. Annars hef ég litiö gruggaö I ætt- fræöi. Þaö er ekki hægt aö grufla I þvi helvlti því aö lslendingar eru svo lauslátir. —• Þaö eru ýmsar fornar sagnir um Bolungarvlk? — Já, þetta er ein elsta veiöi- stöö á landinu. Hér var allt I fullum gangi á miööldum. — Veröur ekki aö geyma eitt- hvaö til minja um gamla tlma? — Þeir reistu hér verbúö á Grundunum en þaö var tóm vit- leysa og nú eru þeir búnir aö rifa hana aftur af þvi aö hún var fyrir Sundlaugarbyggingu. Þaö væri nær aö varöveita einhverja af þeim verbúöum sem eftir eru t.d. Lækjarbúö sem stendur enn utan og neöan viö verslunarhús Einars Guöfinnssonar. Nú eru þeir aö hugsa um aö byggja yfir Ósvör en margar af þessum fornu sögnum er eru einmitt um hana. Út af henni er heljarstórgrýti, margra tonna, en síöan myndast egg- sléttur vogur þar inn I stórgrýtiö og var þvi eölilegt aö mynduöust þjóösögur um slika hluti. Mátti nota magann í skj áglugga — Var ekki hart I ári hér á kreppuárunum? — Jú, þá fengum viö aöeins 6 aura fyrir kilóiö af stórþorski, slægöum og hauslausum. Þaö vildi til aö hér var mokfiskeri til 1935 en eftir þaö fékkst ekki bein úr sjó. Viö vorum m.a.s. hættir aö fá krossfisk i lóöin. Þorskurinn eltir loönuna og tekur þá ekki annaö. Einu sinni töldum viö 250 loönur upp úr einum maga. Hann var alveg eins og llknarbelgur og máttinota hann I skjáglugga þess vegna. — Svo aö viö snúum okkur aö ööru. Ég sé aö þú ert meö bækur Einars Pálssonar' uppi viö. Hefuröu lesiö þær? — Já, mér finnst gaman aö þeim. Þetta er alveg nýtt, enginn hefur vitaö um aö þessar allegór- iur væru til. Einar er einn um þessar útskýringar. Þetta er út um hvippinn og hvappinn — Og aö lokum, Finnbogi. Att þú ekki fjölda afkomenda? — Viö eignuöumst 13 börn en 9 komust upp. — Hvaö áttu oröiö marga afkomendur? — Ég hef enga tölu á þeim og ekki haft tækifæri til aö fylgjast meö þeim. Þetta er út um hvippinn og hvappinn. — Þú ert meö elstu borgurum Bolungarvikur? — Þaö eru tvær kerlingar eldri. — Ertu búinn aö vera lengi ekkill? — Þaö eru nú 14 ár slöan kona mln, Sesselja Sturludóttir, dó. Viö vorum þá búin aö hokra saman I 50 ár, vorum hálfgerö börn þegar viö byrjuöum um tvltugt. — Ertu trúaöur á annaö líf? — Nei, ég er gjörsamlega trú- laus á þaö. Mennirnir eru vaxnir upp úr dýrastofninum og viö eigum ekki heimtingu á aö vera settir ofar en kindur, selir og aörar skepnur. Nú þarf ég aö fara aö kokka drengir minir. — Þú eldar ofan I þig sjálfur? — Já, þaö þykir mér ágætt. Maöur hefur þá eitthvaö til aö hugsa um á meöan. Aö svo mæltu kveðjum viö öld- unginn Finnboga og göngum inn eftir hinum fornfrægu Mölum. —GFr JÓN FR. EINARSS0N Byggingaþjónustan Bolungarvík Símar: 7351 og 7353 TRÉSMIÐIA HURÐAVERKSMIÐJA PLASTVERKSMIÐJA VERKTAKAR RAFDEILD BYGGING A V ÖRUVERSLUN Timbur, allskonar plötur, sement, steypujárn, þakjárn, pappi, saumur, lim, málningarvörur (2800 tónaiitir), gólf- dúkar, góifteppi, gólfflisar, miöstöövarofnar, rör og fittings, hreinlætistæki, rafmagnsvörur, handverkfæri o.m.fl. JÓN FR. EINARSS0N Byggingaþjónustan Bolungarvík Símar: 7351 og 7353 Starf bæjarstjóra í Hafnarfirði Starf bæjarstjóra i Hafnarfirði er laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 20. mars n.k. Starfið veitist frá og með 1. júli n.k. Umsóknir með upplýsingum um menntun og störf, skulu sendar undirrituðum að Strandgötu 6, sem veitir nánari upplýsingar. Bæjarstjórinn i Hafnarfirði Kristinn ó. Guðmundsson Iðntæknistofnun íslands verður lokuð frá kl. 13.00 mánudaginn 5. mars vegna jarðarfarar Aðalsteins Jóns- sonar verkfræðings.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.