Þjóðviljinn - 28.11.1979, Síða 3

Þjóðviljinn - 28.11.1979, Síða 3
Miðvikudagur 28. nóvember 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Sudurnesja- bátur siglir með aflann á sama tíma og kvartað er um atvinnuleysi þar syðra 1 gærmorgun kom Hrafn GK, sem er einn af aflahæstu loðnu- veiðiskipunum, inn tii Siglufjarð- ar tii að taka Is, þar sem skipið er að fara á þorskveiðar fyrir Norðurlandi. En það sem er einna merkilegast við þetta er, að skip- ið á að sigla með aflann á sama tima og kvartað er um atvinnu- leysi á Suðurnesjum vegna hrá- cfnisskorts i fiskvinnslustöðvum þar. Annað sem vekur athygli i þessu sambandi er, að loðnuveiði- skipin þurfa sérstakt leyfi til þorskveiða á vetrarvertið, en að sögn Jóns B. Jónassonar i sjávarúrvegsráðuneytinu, þarf ekki slikt leyfi á haustin. Nú stendur yfir mikil aflatakmörkun hjá skuttogurunum og mun standa til áramóta, en samt er það látið óátalið að loðnuveiði- skipin snúi sér aö þorskveiöum og það til að sigla með aflann. Eigandi Hrafns GK er Tómas borvaldsson I Grindavik, en hann kom fram i sjónvarpsþætti fyrir skömmu og fordæmdi þá mjög smáfiskadráp fyrir Norðurlandi. Nú sendir hann skip sitt til smá- fiskadráps fyrir noröan og á að sigla með tittina. Hafþór Rósmundsson á Siglu- firði tjáði bjóðviljanum i gær að hann hefði litið um borö i Hrafn GK I gærmorgun og m.a. litið ofan i lestina. Sagði hann lestina svo illa útlitandi eftir loðnuvertiö- ina, að hann sagðist ekki geta imyndaö sér að ferskfiskeftirlitið myndi nokkurn tima leyfa að settur yrði þorskur i hana eins og hún litur út. Töldu menn fyrir noröan þarna komna skýringuna á þvi, hvers vegna skipið veröur látiö sigla með aflann. Að lokum má geta þess, að Hrafn GK er sérhannað nótaskip og mjög erfitt að stunda þorsk- veiðar á þvi og sagöi Hafþór að áhöfnin hefði verið allt annað en ánægð með að þurfa nú að fara á þorskveiðar. -S.dór. Friðrik Sophusson bjargaði sér á hröðu undanhaldi á vinnustaðafundinum I Landssmiðjunni Friðriki Sophussyni stillt upp við vegg í Landssmiðjunni: Jíg er aö ræða um ímyndaða framtíð” Talsmenn bænda mótmæla Magnúsi Hefur ekki rétt til að breyta ákvörðun Sexmannanefndar Nokkrar umræður hafa átt sér stað undanfarið um frestun á hækkun á búvöruverði, sem á að taka gildi 1. des. Heyrst hefur, að bændur ættu að fá hækkuð laun en hinsvegar ætti að fresta hækkun- um, sem stöfuðu af auknum rekstrarkostnaði búanna. bessar umræður spegla þá van- þekkingu, sem margir virðast þjáðir af gagnvart eðli bú- rekstrar. Ef eingöngu ætti að miða hækkun verölagsgrund- vallarins við hækkun launa við miðunarstéttanna en ekkert tillit tekið til hækkaðs verðs á aðföng- um til búrekstrar, þá ætti það að vera augljóst, aö bændur gætu ekki náð sömu hækkun i tekjum og aðrar stéttir. Laun bænda eru aðeins það, sem eftir er þegar all- ur tilkostnaðurinn við búrekstur- inn hefur verið greiddur. Fáist ekki viðurkenning á hækkun út- gjaldaliða verðlagsgrundvallar- ins, þá kemur það einfaldlega fram i minni tekjum til fram- leiðenda. Stjórn Stéttarsamb. bænda gerði þvi eftirfarandi bók- un á fundi sinum 20. nóv. s.l. og sendi landbúnaðarráöherra: „Stjórn Stéttarsambands bænda samþykkir á fundi 20. nóv, að mótmæla skilningi Magnúsar H. Magnússonar, félagsmálaráð- herra, sem fram hefur komið i blöðum á rétti rikisstjórnarinnar til að ákveða breytingu búvöru- verðs 1. des. n.k. Stjórn Stéttarsambands bænda telur aö bændur eigi, skv. gild- andi lögum, jafnan rétt til að fá viðurkennda hækkun á fram- leiðslukostnaði og launum við bú- vöruframleiðsluna, skv. mati Hagstofu Islands og Sexmanna- nefndar. Hún telur, að sé hækkun framleiðslukostnaðar ekki viður- kennd tapist hækkun launaliðar- ins i greiðslu á hækkuðum rekstrarvörum og telur að rikis- stjórnin hafi ekki lagalegan rétt til að breyta ákvörðun Sex- mannanefndar i þessu efni”. -mhg Það á ekki að selja Land- smiðjuna í náinni framtíð/ ég er bara að ræða um ímyndaða framtíð/ sagði Friðrik Sophusson á vinnu- staðafundi í Landsmiðj- unni í dag þar sem honum var stillt upp við vegg af starfsmönnum hennar sem aðalhöfundi þeirra hug- mynda Sjálfstæðis- flokksins að selja arðvæn ríkisfyrirtæki til einka- aðila. Friðrik neyddist til að lýsa því yf ir á f undinum að Landsmiðjan væri vel rekið fyrirtæki og starfs- menn hennar fyrsta flokks. Gengu játningar hans svo langt að hann var farinn að hrósa sér af því að Jón Þorláksson, fyrsti formaður Sjálfstæðis- flokksins hefði stofnað smiðjuna. Sagöi Friðrik að æskilegast væri aö starfsfólkið sjálft eignaöist verksmiðjuna ef hún yrði seld en ekki fékkst hann til að svara hvar það ætti aö fá peninga til þeirra kaupa. Nefndi hann lika Rafafl og Sveinafélag járniön- aðarmanna sem hugsanlega kaupendur. Bókun Inga R. Helgasonar á bankaráösfundi Seðlabankans i gær: Vextir verði óbreyttir ,t 7. kafla laga um stjórn efnahagsmála o.fi. frá 7. april 1979 segir, að stefna skuli að þvi aö verðtryggja sparifé lands- manna og almannasjóði. t sér- stöku ákvæði til bráöabirgða i lögum þessum segir með skir- skotun tii framangreindrar stefnumótunar i 7. kafla, aö vaxtaákvarðanir á árunum 1979 og 1980 skuli við það miðaðar, aö fyrir árslok 1980 verði i áföngum komiö á verðtryggingu spari- fjár og inn- og útlána. Vegna hins óvenjulega og alvarlega efnahagsástands, sem skapast hefur i þjóö- félaginu, virðast mér allar for- sendur laganna fyrir sjálf- virkri hækkun vaxtanna nú sem eins þáttar peningamálanna vera brostnar. Hiö sama á að mínu mati einnig við um aðra stefnumótun varðandi ýmsar þjóðhagsstærðir og þróun þeirra, sem sett er i lögunum. Samkvæmt þeirri reikni reglu, sem fylgt hefur veriö til þessa, ættu vextir að hækka nú um ca. 6% — 9,5%. Ég tel, að það þurfi ekki að vera i ósam- ræmi við orðalag og tilgang lag- anna, þótt áfangar til fullrar verötryggingar til ársloka 1980 séu ekki allir jafnir, heldur metnir hverju sinni eftir annarri þróun efnahagsmála. Með tilliti til þess, aö bjóöhags- stofnun telur sér ekki fært að setja fram spá um veröbólgu- þróunina, og með tilliti til þess ástands, sem áður er getiö, og þeirrar pólitisku óvissu, er nú rikir i landinu, legg ég til, að vextir verði óbreyttir um óákveðinn tima.” Ingi R. Helgason: Engin verð- bólguspá og póiitisk óvissa. Starfsmenn Landsmiðjunnar ráku ofan i Friðrik ýmis ummæli úr Morgunblaöinu og blaðinu Báknið burt sem gefið var út af SUS i formannstið Friðriks fyrir tveimur árum. Friðrik svór af sér öll tengsl við Báknið burt nema eina grein sem hann sagðist sjálf- ur hafa skrifaö. I ritinu Báknið burt er eftirfar- andi málsgrein: „I rikisfyrirtækjunum einkennir viðhorf starfsmanna frekar af þvi aö fá sem mest fyrir sem minnst, þvi þeir þykjast vissir um að fyrirtækið þoli öll áföll sem á þvi kunna að dynja vegna hins sterka aðila sem á bak við stendur. Eins sjá þeir að úr- eltu skipulagi og rekstri er haldiö til streitu gegnum þykkt og þunnt og þvi ekki um annaö að gera en dingla með og sleppa sem best frá öllu saman.” Friðrik var beðinn að benda á þá starfsmenn sem þessi ummæli eiga við og gat hann það ekki. Málflutningur hans var i sam- ræmi við það sem einn starfs- manna lagði i munn hans á fundinum: „bið eruð ágætir, þaö eru bara hinir rikisstarfs- mennirnir!” Tii gamans má geta þess aö lokum að einum starfs- manni Landsmiöjunnar varð visa af munni i tilefni af þessari heim- sókn: „A þvl tel ég veika von að vinni þjóð til muna þó að Friðrik Sophusson selji Landsmiðjuna” —GFr Ályktun frá samstarfsnefnd Landssmiðjunnar í tilefni af heimsókn Friðriks Sophussonar: Vanþekking og vísvitandi blekking t tilefni af heimsókn Friðriks Sophussonar I Landssmiðjuna i gær gerði samstarfsnefnd hennar samhljóða ályktun á þessa leið: „Vegna kafla i stefnuyfirlýs- ingu Sjálfstæðisflokksins, þar sem lagt er til aö rlkisfyrirtæki séu seld og blaðaskrifa Friðriks Sophussonar og annara Sjálf- stæðismanna þar að lútandi vill Samstarfsnefndin taka fram eftirfarandi.: 1.1 framangreindum umræöum Sjálfstæðismanna kemur ekki fram að Landssmiðjan er rekin með hagnaöi, þiggur ekki fé úr rikissjóöi og greiöir skatta sem nema i ár 28 miljónum króna. Með slagorðinu Báknið burt, er almenningi gefið i skyn að hér sé um byrði á almennum skatt- greiöendum aö ræða, sem er ósannindi sem gætu verið sprottin af tvennu, annars vegar vanþekk- ingar á rekstri fyrirtækisins, hins vegar visvitandi blekkingu. 2. Rikisvaldiö hefur ekki beitt áhrifavaldi i Landssmiðjunni til þess aö hafa áhrif á markaðsverð eða visitölu. 3. Landssmiðjan er i harðri samkeppni við önnur fyrirtæki og áróður fyrir þvi að leggja hana niður eða breyta eignarformi hennar veldur henni verulegu tjóni. 4. Við teljum það vera vitavert ábyrgðarleysi stjórnmálaflokks og stjórnmálamanna að gera 80 manna vinnustað sem gegnir hlutverki sinu með prýði, að pólitisku bitbeini á forsendum sem annað hvort eru sprottnar af vanþekkingu eða visvitandi ósannindum. 5. Aö ósk iönaðarráðuneytisins hafa verið geröar tillögur um úr- bætur i húsnæöis- og starfsaö- stöðu Landssmiöjunnar. bær gera ráð fyrir uppbyggingu Landssmiðjunnar á nýju athafna- svæöi við Kleppsvik i Sundahöfn og er gert ráð fyrir möguleikum á samtengingu við fyrirhlutaöa skipaverksstöð á sama stað. Ljóst er að ekkert einkaframtak ræður við verkefni að þessu tagi og það veröur ekki framkvæmt nema til komi samvinna opinberra aöila. Umtalsverður hluti af viðgerðum islenskra skipa fer fram erlendis, vegna skorts á aðstöðu til slfkra viðgerða hérlendis. Samstarfs- nefndin telur uppbyggingu slikra fyrirtækja sem að framan greinir, þjóðjagslega hagkvæma og leggur áherslu á að mótaðri stefnu iðnaöarráöuneytisins verði fylgt og hrint i framkvæmd”. Undir ályktunina skrifa Agúst borsteinsson framkvæmdastjóri, Gisli Jensson, Tryggvi Bene- diktsson, Stefán Einarsson, Eirikur Asgeirsson, Sigurður Danielsson og Haukur Baldurs- son. -GFr (Ljósm.:eik)

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.