Þjóðviljinn - 13.04.1980, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 13.04.1980, Blaðsíða 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 13. aprfl 1980 DJOWIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Ctgefandi: Útgáfutélag ÞjóÖviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Kitstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Fréttastjóri: Vilborg Haröardóttir Umsjónarmaöur Sunnudagsblaös: Ingólfur Margeirsson. Rekstrarstjóri: Úlfar Þormóösson Afgreiöslustjóri: Valþór Hlööversson Blaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Guöjón Friöriks- son, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórsson. Þingfréttir: Þorsteinn Magnússon. iþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Ellsson Útlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson Handtita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Ellas Mar. Safnvöröur: Eyjólfur Arnason Auglýsingar: Sigríöur Hanna Sigurbjörnsdóttir, Þorgeir Ólafsson. Skrifstofa: GuÖrún Guövaröardóttir. Afgreiösla: Kristin Pétursdóttir, Bára Halldórsdóttir, Bára Siguröar- dóttir. Slmavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigrlöur Kristjónsdóttir. Bflstjóri: Sigrún BárÖardóttir Húsmóöir: Jóna Siguröardóttir Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Guömundsson. Ritstjórn, afgreiösla og auglýsingar: Sföumúla 6, Reykjavfk.slmi 8 13 33. Prentun: Blaöaprent hf. Rorrum þá heldur á hestbaki • Fyrir réttri viku kom ungur maður fram í ríkisút- varpinu og flutti hugvekju um íslandssögu síðustu 100 ára. Þessi maður var Vilmundur Gylfason. Segja má að með þessari páskaþulu hafi stjórnmálaskúmurinn Vil- mundur gjörsigrað sagnfræðinginn með sama nafni og það svo rækilega að ekki ætti að vera hætta á að sagn- fræðingurinn Vilmundur verði nafna sínum á Alþingi til trafala héðan af á framabrautinni. • öll var ræða Vilmundar samfelld lofgerð um þá ís- lenska stjórnmálamenn síðustu 100 árin, sem skemmst hafa viljað ganga í sjálfstæðiskröfum fyrir okkar hönd og veikastir hafa verið fyrir erlendri ásælni. — Það var rétt eins og f lokksformaður Vilmundar, Benedikt Grön- dal, væri kominn til að kvaka um ,,litla fólkið" sitt suður á Keflavíkurflugvelli. • Vilmundur sagðist tileinka erindi sitt þeim hugrökku mönnum f íslenskri sögu, sem þorað hafi að rísa gegn misskilinni ættjarðarást og kref jast viðeigandi miðlunar í sennum við aðrar þjóðir. • Þeir sem höfðu leyft sér að vera með múður við Dani kringum aldamótin síðustu, ellegar við Breta eða Banda- ríkjamenn þegar líða fór á 20. öldina fengu hins vegar ekki háar einkunnir hjá hugmyndafræðingi Alþýðu- f lokksins. • Benedikt Sveinsson, sýslumaður kallaðist „drykk- felldur stórbokki" sem „rorraði á hestbaki" og Skúli Thoroddsen „ómerkilegur tækifærissinni". Það er þá munur eða þeir Benedikt Gröndal og Gylf i Þ. Gíslason sem iært hafa siðina, hvernig á að hneigja sig frammi fyrir fulltrúum stórvelda, — og aldrei hafa þeir víst rorrað á hestbaki eða verið kenndir við hentistefnu. #Það var skaði, að lofsöngur Vilmundar um hina eilífu „miðlun" skyldi aðeins ná yf ir síðustu 100 árin. Forvitni- legt hefði verið að heyra lofgerð hans um „miðl- unarmenn" íslenska á þjóðfundinum 1851 og áratugina þar í kringum og allt þeirra stríð við mann að nafni Jón Sigurðsson og hans lið. — Eða hver var það sem sagði: „ En ég vil halda kröf um vorum að svo stöddu, þó ekkert fáist/og heimta sífellt..."? — Ekki hefur það verið Vil- mundarmaður, sem svona talaði/enda orðin „réttur vor" ekki til í Vilmundarpostillu hinni nýju. • Vilmundur Gylfason segir það hafa verið lydduskap hjá Skúla Thoroddsen að snúast einn samninganefndar- manna gegn Uppkastinu 1908 og eiga þátt í að fella það. Hinir voru svo hugrakkir. „Uppkastið var gott plagg — því sem næst nákvæmlega það sem gert var með sam- bandslögunum 1918," sagði Vilmundur. — Jú, hverju skiptir það, þótt munurinn væri m.a. sá að samkvæmt Uppkastinu áttu Danir að fara með öll utanríkismál okk- ar um aldur og æf i, þar með talin landhelgismál. Nú eru Danir reyndar í Efnahagsbandalaginu og fer stjórn þess með þeirra landhelgismál og ætti þá að fara einnig með okkar samkvæmt Uppkastinu. — Hvað var Skúli Thoroddsen að gjamma út af svona smámunum, spyr Vilmundur nú. • í páskahugvekju sinni rif jaði Vilmundur upp áform fyrrverandi formanns Alþýðuflokksins um að banna Þjóðviljann árið 1941, og verða þar fyrri til en Bretar. Lýsti Vilmundur djúpri aðdáun á þeim kjarki sem fram hafi komið í þessum áformum og jafnframt gleði sinni yf ir aðgerðum Breta er þeir bönnuðu Þjóðviljann það ár og fluttu starfsmenn hans i fangelsi í Bretlandi. Þjóð- viljinn þakkar þessa einkar lýðræðislegu kveðju Vil- mundar. Þjóðviljafólk undir sér vel á bekk með þeim, sem Vilmundarpostilla útskúfar, og ekki öf undum við þá lífseða liðna sem vísaðer í kór samkvæmt slíkri bók. — k \ \ mm Timabær skrif ágætra sósial- ista á Akureyri og i Kaup- mannahöfn hafa gruggaö upp I ginnheilögum andapolli Þjóö- viljans og er þaö vel. Rit- stjórnarstefna og markmiö meö útgáfu þessa blaös mættu aö. skaölausu vera hér oftar á dag- skrá. Leyfist óbreyttum liösmanni I „einvalaliöi” Böövars aö leggja orö Ibelg? Einvalaliöiö er nefni- lega ekki einhuga liö i þessu máli frekar en svo mörgum öör- um. Þaö hefur veriö talaö um aö Þjóöviljinn hafi löngum veriö ráöherrahollt blaö og eigi aö vera það. Þjóöviljinn á aö min- um dómi ekki aö vera ráöherra- hollur i þeim skilningi aö hann skuli lofa og prisa allar gjöröir ráðherranna „okkar.” Þjóöviljinn á einmitt aö gagn- rýna ráðherra Alþýðubanda- lagsins i borgaralegum rikisstjórnum og veita þeim rækilegt aöhald. Ekki mun af veita, þvi I þægilegum ráö- herrastólum borgaralegrar þingræðishyggju „hægt er aö festast, bágt mun úr aö vikja,” eins og ort var af ööru tilefni. I bætiflákum blórabögguls Blaöiö okkar er of flokkshollt og skortir mjög svigrúm til sjálfstæörar stefnumótunar. Nú vill svo til, aö Þjóöviljinn er málgagn sósialisma, verkalýös- hreyfingar og þjóbfrelsis. Varla hefur Alþýðubandalagiö einka- rétt á þessu öllusaman? Þjóö- viljinn ætti einmitt aö vera vett- vangur allra þeirra sem vilja berjast undir þessum merkjum, hvort sem þeir hafa játaö Alþýöubandalaginu holiustu sina eöur ei. Ég man ekki betur en aö slik viðhorf hafi reyndar iöulega verið itrekuö af ritstjór- um þessa blaös á undanförnum árum, þótt verkin hafi ekki alltaf veriö i fullu samræmi viö þessa frómu stefnu. Mergurinn málsins er sá, aö blaöiö er of háö flokksvaldinu. Blaöiö breytist trauðla til hins betra nema annað tveggja ger- ist; flokksstarfiö taki stakka- skiptum, —eöa flokkurinn hætti fööurlegri umsjá sinni og sjálfs- hóli á sibum blaösins. Velta mætti upp ýmsum spurningum um pólitiskt og menningarlegt starf Alþýöu- bandalagsins og sósialista almennt og sumum ekki ýkja þokkalegum. A Þjóbviljinn kannski aö þjóna þvi hentuga hlutverki aö vera eins- konar blóraböggull fyrir slæma samvisku sósialista (Allt er ómögulegt af þvi aö Þjóðviljinn er svo lélegur — „Hræðilegt hvað Þjóðviljinn er oröinn slappur,” dæsa menn- ingaröreigarnir hver um annan þveran i kokkteilpartium og fermingarveislum og fá þarmeö sameiginlega syndakvittun). Eöa á Þjóöviljinn aö vera eins og sýningargluggi, þar sem flokkurinn otar fram sinni feg- urstu ásjónu og landskunnir gáfumenn karpa um sósial- ismann sjálfan og um hvernig ungur maöur geti haldiö vegi sinum hreinum? Ætli láti ekki nærri, aö þótt menn vilji helst aö Þjóöviljinn sé andlegur framvörbur sósial- Iskrar hreyfingar, sé hann miklu fremur spegilmynd af andlegu ástandi hreyfingarinn- ar, og stundum ófögur mynd þvi miöur. Blaö sem er svo nátengt pólitiskum flokki veröur vist hvorki betra né verra en flokk- urinn gefur tilefni til, — hvort sem mönnum likar betur eöa verr. Helgarútgáfuna þarf vissu- lega aö endurskoöa meö hækk- andi sól. Þaö er sönnu nær aö allar helgarútgáfur dagbiaö- anna eru keimlikar og form þeirra oröiö býsna staönaö og þreytulegt. Og ekki er aö furða þótt einlægum sósialistum þyki niöurlæging sins gamla blaös fullkomnuö þegar Morgun- blaösritstjóri og einhver poka- prestur eru kvaddir til viötals á hátiðis- og baráttudögum verkalýðs- og þjóöfrelsismála. Aörir sjá kannski ekki eftir knöppu rúmi blaösins undir slika heiöursmenn. Einar Örn Stefánsson skrifar Þótt helgarformúlan sé nú farin aö láta á sjá, má minna á aö Þjóöviljinn hefur oft haft for- göngu um efnistök og fitjaö upp á nýjungum i sunnudagslesefni, en önnur blöö siglt I kjölfariö. Þaö mætti gjarnan huga aö stefnubreytingu i helgarlesefn- inu. Reyndar er ég mjög efins um hvort þörf er á sérstakri skrautútgáfu um helgar.Bita- stæöu efni tel ég að ætti að dreifa jafnt á alla hvunndagana. Málspjöll Þjóöviljamanna eru efni I margar greinar og veröa ekki rædd hér að gagni. Þau á ekki aö afsaka á neinn hátt og þau eiga ekki heldur að vera neitt feimnismál. Blaö sem styöur góöan málstað á fortaks- laust aö vera skrifað á góöu máli. A hinn bóginn veröur aö gera greinarmun annarsvegar á prentvillum, sem seint veröur útrýmt með öllu, og hinsvegar ruglandinni og ambögunum, sem vaöa oftuppi meira en góöu hófi gegnir. Handvömm i prent- verki bætir svo stundum gráu ofan á svart. — O — Nýtt sósialiskt dagblaö, óháö flokkum og flokksbrotum, er freistandi möguleiki en vart raunhæfur. Þvi held ég aö menn veröi aö leggjast á eitt um aö efla Þjóöviljann til nýrra átaka meö allar hans takmarkanir i huga og vikka þann ramma sem þröngir flokkshagsmunir og deyfð of margra lesenda og misviturra blaöamanna setja honum nú.Það þarf talsvert átak til aö leysa blaöiö úr úlfakrepp- unni, og það átak kostar líka nokkrar fórnir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.