Þjóðviljinn - 13.04.1980, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 13.04.1980, Blaðsíða 7
Sunnudagur 13. aprn 1980 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 *mér datt þad í hug SIGURÐUR BLÖNDAL skrifar ^V' Að gleyma heildinni í sjáns sín dýrð A daglegri leiö minni milli Reykjavikur og HafnarfjarBar ber fyrir augu min steinhellu, sem reist erupp á rönd, á lágum hól viB botn Kópavogs. Kring- um hana er dálitill grasblettur og virgirBing í kringum hann. Lengi vel vissi ég ekki, hvernig á þessari hellu stæBi, en datt þó i hug, a& hún væri reist þarna af mannahöndum. Eitthvert sinn sló þeim þanka niöur I kollinn á mér, aö þarna væri sögustaBur. Var þaö ekki einmitt i Kópa- vogi, sem fslenskir höföingjar sóru Danakonungi hollustueiöa? Mig rámaöi í þaö úr Islandssögu Jónasar Jónssonar, aö Arni lög- maöur Oddsson heföi þæfst fyrir til kvölds og aö lokum skrifaö undir grátandi. Svo var þaö ekki alls fyrir löngu, aö ég spuröi fornvin minn Hjálmar ólafsson i Kópavogi, um þaö, hvort steinhellan væri minnismerki um eiötökuna I Kópavogi. Já, hann hélt nú þaö. Hann var sjálfur bæjarstjóri i Kópavogi, þegar minnismerki þetta var reist 1962 og 400 ár voru liöin frá þeim atburöum, einhverjum þeim dapurlegustu i sögu Islendinga. Eftir aö mér varö ljóst, hvaöa atburöar hér var minnst undr- aöist ég hversu litil umhyggja er borin fyrir umhverfi minnis- merkisins: Giröingin er venjuleg virgirö- ing, eins og þær gerast viöast á Islandi, sliguö og slöpp. Gras- bletturinn i kring er ekki sleg- inn. Þaö er ekki auövelt aö staö- næmast meö biiinn á hraöbraut- inni ef mann skyldi langa til aö skoöa minnismerkiö og hann er ókunnugur staðháttum, eins og ég er. Þaö rikir sem sagt tómlæti um þennan merka sögustaö. Slíkt er algengt á Islandi, þar sem reyndar er fátt um minnis- merki á sögustööum. Þannig rennur vegfaranda til rifja tóm- lætið, sem umlykur minnis- merkiö um atburöinn i Skálholti 7. nóv. 1550, þegar Jón biskup Arason og synir hans voru tekn- ir af lifi. Fyrir þvi er þetta rif jað upp aö Islendingar eru furöu tómlát- irum ýmis þau mannvirki, sem eiga aö vera sameiginleg tákn þjóöarinnar. Víöa erlendis er slikum mannvirkjum mikill sómi sýnd- ur, þau eru i góöri umhiröu og menn sýna þau meö stolti. Ekki siöur meö þjóöum sem lifa langtum fátæklegar en viö Is- lendingar gerum. Þessi litlu dæmi eru hluti af miklu stærra máli. Islendingar sjá eftir þeim fjármunum, sem variö er i sameiginlegar þarfir þjóöfélagsins á sama tima og hvergi er séö I gegndarlaust óhóf i einkaneyslu, ekki sist I einkahúsnæöi. Niska Islendinga á sameigin- legar þarfir birtist hvaö hávær- ast i skattajarminu, sem viö höfum heyrt mikiö af undan- farna daga. Nú er þaö staö- reynd, aö skattar eru allveru- lega lægri hér en meö ná- grannaþjóöum, sem komiö hafa á hjá sér svonefndu velferöar- riki. Samt veröur ekki vart viö, aö neinir hópar fólks linni kröfu- gerö um hvers kyns þjóöfélags- lega velferö, sem greidd er meö sköttum. * Hér á landi er auövelt aö vekja hneykslan yfir þvi, ef opinber mannvirki eru þannig úr garöi gerö, aö þau rísi upp yfir hversdagslega lágkúru. Ég held þaö hafi veriö Sigurö- urLindal prófessor.sem fyrstur manna vakti athygíi á því, svo aö eftir var munaö, i frægri ræöu I Háskólanum 1. des., aö einmitt opinberar byggingar og mannvirki væru tákn þjóöar- heildarinnar, sem orkuöu til þess aösameina þjóöina. Sélitiö á þær frá þessu sjónarmiöi, getur orkaö tvimælis, hversu mikiö á aö spara til þeirra. Meö þessu vil ég þó ekki mæla bót einhverju vitleysislegu bruöli. En reisn veröur aö vera. Og umhyggja verður aö vera fyrir minningu þeirra atburöa, sem dýpst hafa grópaö spor i þjóöarsögunni. Slíkar minn- ingar eru eitt af mörgum efnum i þvi sementi, sem heldur sam- an einstaklingum, svo aö þeir geti myndaö þjóö. Þvi þykkari sem þeir hafa teppin I sinum glæstu einkahýbýlum eöa salar- kynnin stærri, þeim mun minna hafa þeir aflögu i sementiö, sem limir saman reisuleg tákn þjóö- arheildarinnar. Sig. Blöndal. íþróttamaðurinn sem lagði kenningar Hitlers í rúst Jesse Owens varð 66 ára Jesse Owens, hinn frægi þel- dökki iþróttamaöur, andaöist ný- veriö. Dánarorsökin var lungna- krabbi, en undanfarin 35 ár haföi Jesse reykt pakka af vindlingum á dag. Jesse Owens varö 66 ára. Hann hét fullu nafni James Cleveland Owens og eflaust muna menn hann best i sambandi viö Olympiuleikana i Berlin 1936, er hann hreppti fern gullverölaun I frjálsum iþróttum og geröi kenn- ingar Hitlers um andlega og lik- amlega yfirburði hins hvita, ariska kynþáttar aö aöhlátursefni um heim allan. Naín Jesse Owens er umlukiö áþekkri goösögn og finnska iþróttamannsins Paavos Nurmi, og var reyndar sá fyrsti sem sló met Nurmis, sem hreppti þrenn gullverölaun á Olympiuleikunum 1924. Áróðurssýning nasista Jesse Owens hafði komist I heimsfréttirnar nokkru fyrir Olympiuleikana I Berlin 1936. A frjálsiþróttamóti sem haldiö var i bandariska smábænum Ann Arbor i Michigan 1935 setti Jesse fjögur heimsmet á tæpum klukkutíma og jaöraöi viö aö hann setti þaö fimmta. Olympiuleikarnir i Berlin 1936 veröa þó eftirminnilegasta iþróttahátiö sem Jesse Ownes tók þátt i. Hitler og æöstu nasistafor- ingjar lögöu mikla áherslu á aö gera leikana þannig úr garði, aö þeir opnuöu augu heimsms fyrir mikilleik nasismans og styrkleika kenninga þeirra. Ekkert var til þess sparað a& leikarnir yröu a& þrautþjálfaöri áróöurssýningu og m.a. var einn mikilhæfasti kvik- myndaleikstjóri Þýskalands, Leni Riefsdal, fenginn til aö gera „heimildarkvikmynd” um Olympluleikana. Kvikmynd hennar, sem er einstakt snilldar- verk I sinni röð, er talandi sönnunargagn til komandi kýn- slóöa um alla þá vinnu og hern- a&araga, sem geröu Olympluleik- ana i Berlin aö áróöussýningu allra tima. Kenningar Hitlers í rúst Olympiuleikarnir i Berlin áttu m.a. aö sanna kynþáttakenningar Hitlers og færa sönnur á yfirburöi hins hvita kynstofns Arianna. Jesse Owens mola&i þessa hug- aróra nasistanna mélinu smærra. Þessi glæsilegi 23 ára biökku- maöur vann fern gullverölaun i fjórum greinum sem hann keppti i. Hann stökk 8.13 m i langstökki, met sem stóö óhaggaö I 25 ár, hann hljóp 100 metrana á 10.3 sek., 200 metrana á 20.7 sek. og átti stærstan þátt i sigri bandarisku sveitarinnar sem vann 400 m boöhlaupiö á 39.8 sek. Jesse Owens varö stjarna Olympiuleikanna og nasistarnir uröu aö bita á jaxlinn er þeir sáu fjögur gullverölaun hverfa framhjá nefinu á hvitum Arium. Hitler og Rosevelt sneru við honum bakinu Hitler hefndi sin á ósmekklegan hátt eins og frægt er oröiö. Hann neitaöi aö takai hönd Owensviö opnun leikjanna, og hann neitaöi að sýna honum viröingu sina meö höfuöbeygingu og handabandi eins og hann geröi viö aöra gull- verölaunahafa. Þessi atburöur haföi ekki mikil áhrif á Jesse Owens. Hann haföi búist viö slikum viðbrögöum frá kynþáttahataranum Hitler. Hins vegar gat hann ekki oröa bundist er hann var kominn aftur heim til Bandarikjanna: „Hitler tók ekki hönd mlna og þaö geröi ekkert til, en verr var mér viö móttökurnar I Bandarikjunum. Rosevelt forseti bauö mér ekki til Hvita húsins eins og siður er, þegar Bandarikj- amenn hreppa gullverölaun á Olympiuleikjunum. Þannig neit- uöu tveir þjóöhöföingjar aö taka i hönd mina þetta árið.” Olympiugullin breyttu einnig litlu varöandi þjóöfélagslega stööu Jesses: „Þótt ég væri gull- hafi og þjóöhetja á margan hátt, varö ég enn aö sitja I strætis- vagnasætum ætluöum svörtum eöa standa upp fyrir hvltum. Ég gat heldur ekki búið þar sem ég vildi, ekki boröað þar sem mér sýndist.hæddur og ofsóttur af Ku Klux Klan. Ég hélt áfram aö vera ósköp vanalegur bandariskur negri.” Barátta þeldökkra Meö árunum varö Jesse Owens a& þekktum og efnuöum viö- skiptamanni og ennfremur feröaöist hann um gjörvöll Bandarikin sem fremsti „íþrótta- sendiherra” USA. Hann var alls staöar velmetinn og óhemju vin- sæll. Jesse Owens var meö fyrstu blökkumönnum er náöu íþrótta- árangri á heimsmælikvaröa og er aö mörgu leyti brautryöjandi i málefnum þeidökkra. Hann benti þeim á leiö til baráttu, sem lá um iþróttir, þvi aö mati hans var árangur þel- dökkra I íþróttum áfangi I þeirri þjóöfélagsþróun aö blökkumenn kæmust til meiri félagslegrar vit- undar um afl sitt og veröleika. Eöa eins og hann orðaöi þaö: „Fyrir okkur blökkumenn er iþróttakeppni meira en aö þreyta kapp vi& hvitaandstæöinga áleik- vanginum. Hún er barátta um aö vera viöurkenndur sem fullgildur meölimur i þjóöfélagi sem fer I manngreiningarálit sökum hör- undslitar. Blökkumenn sækja alls staöar fram I Iþróttum, I boxi, rúgbý, körfuknattleik og I frjáls- um iþróttum. Þau tækifæri,sem blökkumanninum gefast, veröur hann aö gripa.” (— im sauö saman)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.