Þjóðviljinn - 13.04.1980, Blaðsíða 17
Sunnudagur 13. aprfl 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 17
Siglaugur Brynleifsson skrifar um bækur:
Út úr loganum
William Golding: Darkness Visible. Faber and Faber 1979.
A dungeon horrible, on all sides round
As one great furnace flames, yet from those flames
No light, but rather darkness visible
Served only to discover sights of woe,
Regions of sorrow, doleful shades, where peace
And rest can never dwell, hope never comes...
Höfundurinn tekur titil bókar-
innar úr fyrstu kviöu Paradlsar-
missis 63. linu. Lýsing Miltons á
helvlti á margt sameiginlegt meö
Inferno Dantes, eins og si&ustu
vlsuoröin, sem samsvara
„Lasciate ogni speranza voi
ch’entrate” og sama gUdir um
vonina hjá Enrcpídesi I Trojukon
unum, lina 681—82, þegar
Andromache talar um aö hún
njóti ekki lengur blessunar von-
arinnar. Sé vonin tákn ljóssins I
lok sögu Goldings, þá er hún ekki
af þessum heimi.
Sagan hefst f logandi götu I
Lundflnum undir sprengjuregni
óvinanna snemma I siöustu
heimsstyrjöld. Brunaliöiö I hverf-
inu ræöur ekki viö neitt, en
skyndilega koma liösmenn auga á
veru, sem gengur út úr logunum.
Þaö reynist vera barn, mjög
skaddpö af eldi, einkum vinstra
megin. Sjúkrahúsin taka viö hon-
um, ekkert er vitaö um uppruna
hans, hvergi finnanlegur i
þjóöskránni. Hann gekk I fyrstu
undir nafninu „septlmus” eöa
„númer sjö”.
Ýmsar persónur koma viö sögu
sjúkrahússvistar „septimusar”,
hjúkrunarkonur, skrifstofufólk og
fóstrur. Hann hlýtur nýtt nafn,
Matty, og gekk venjulega undir
því nafni. Lengi vel talaöi
sjúklingurinn ekki, en smám
saman tók hann aö mynda orö og
menn voru ekki vissir um hvort
þau voru lærö áöur eöa eftir aö
hann komst i hendur kerfisins.
Tengsl takast milli einnar
hjúkrunarkonunnar og Mattys,
tengsl án oröa, tengsl sem
hjúkrunarkonan gat ekki endur-
vakiö meö sér og eigin börnum
siöar. „Hún gleymdi Matty,
þangaö til aldurinn helltist yfir
hana”.
Þaö kom aö þvi aö hægt var aö
græöa skinn á svo til nakta
höfuökúpuna vinstra megin, þetta
leit einkennilega út, „og hinir
krakkarnir á sjúkrahúsinu sem
höföu ekki margt til þess aö hlæja
aö, nutu eymdar Mattys”.
„Matty haltraöi frá sjúkra-
húsinu inn I barnaskóla og siöan
inn I annan...” Þar hittast þeir,
Matty og Mr. Pedigree, úrvals-
gripur uppræktaöur I hinu gamla
enska skólakerfi. Pedigree er
meöal apaipersóna sögunnar,
hulstur, fyllt kynvillingsórum,
sem taka á sig mjög sjúklega
mynd og valda illu. Lýsingarnar
á samskiptum þessa kennara og
drengjanna sem hann kennir eru
mjög sannfærandi. Útlit Matty
einangrar hann meöal piltanna og
kennaranna, sumir þeirra þola
vart aö horfa á þetta mannlega
afskræmi.
Skólavera Mattys fær skjótan
endi, Pedegree hrekst frá skólan-
um og Matty fer út I atvinnulifiö
og annarleg áhrif taka aö verka á
hann, hann heyrir raddir og
veröur smátt og smátt hinn hrakti
mannssonur, sem vinnur allt af
trúmennsku og samviskusemi,
leiöir hjá sér allar freistingar og
sekkur sér niöur I lestur bibliunn-
ar og fær skilaboö sem hann
hlýöir i einu og öllu. Hann veröur
hinn útskúfaöi og hrakti, sá sem
menn lita meö vorkunnsemi eöa
viöbjóöi, en sem leitar tengsla,
sem hann nær ekki aö mynda viö
neinn. Hann fer út I eyöimörkina
(þá I Ástraliu) og undirgengst þaö
sem honum er ætlaö.
Dagbækur Mattys hefjast
17/5/1965. Fyrst spyr hann hver
hann sé, hvaö honum sé ætlaö.
Og svar er gefiö i skyn I dagbók-
unum. Hann veröur aö þola allt
sbr. „hann breiöir yfir allt, trúir
öllu, vonar allt, umber allt” (1.
Kor. 13.7.). Matty segist veröa aö
þola og umbera, eins og maöur
sem heldur uppi miklum þunga.
Skyldan er honum allt, rétturinn
skiptir hann engu. 1 dagbókunum
kemur fram aö hann samræmist
hugmynd miöaldakirkjunnar og
miöaldaheimspeki um manninn
sem hefur frjálst val, höfundur-
inn afneitar hugmyndum
humanistanna og atferlissál-
fræöinnar.
Tákn húmanistanna er
Pedigree og bóksalinn Good-
child, sem kemur til sögunnar i
kaflanum um Sophiu, sem er ann-
ar hluti bókarinnar.
Húmanisminn gerir manninn aö
mælikvaröa allra hluta og þar
meö takmarkast leit mannsins
viö mennsk efni, þaö numinosa á
ekki lengur hlutdeild aö mennsku
hátterni, hvaö þá aö þaö ráöi.
Matty er andstæöa húmanistanna,
hann hlýöir þeim öflum sem hafa
náö til hans.
Sophia og systir hennar Antonia
eru tákn .atferlissálfræöinnar,
nútimaraunsæis, nútimans, þar
sem hundurinn slefar þegar hann
á von á góögæti og maöurinn
einnig, umhverfiö ræöur og skap-
ar mat og viöbrögö mannsins.
Tviburasysturnar. hlutu nútima-
legtuppeldi, voru bæöi gáfaöar og
fagrar, þær tóku snemma aö
kanna heiminn og fengu allt sem
þeim fannst skipta máli. Þær
ólust upp I hverfi i Lundúnum,
sem beiö þess aö veröa rifiö, varö
aö þoka fyrir blokkum og
stórbyggingum. Þetta hverfi bár
enn nokkurn svip fyrri tíma, þeg-
ar húmanisminn réö. Goodchild
rekur þarna bókabúö, þar sem
hann selur klassik og vöggu-
prent, en veröur nú aö versla meö
vasabrotsbækur og amriskar
„how to”-bækur. Þarna er llka
gamalt verslunarfyrirtæki, sem
er fariö aö selja plastblóm.
Systurnar alast þarna upp fyrir
framan sjónvarpiö. Höfundur lýs-
ir vel annarri systurinni sem situr
eöa liggur fyrir framan tækiö,
horfir á allt, skemmtiþætti,
fræösluþætti, leikrit, auglýsingar,
fréttir og allt rennur I gegn um
hana, hálfsannleikurinn mettar
hana algjörlega, engin tilbreyt-
ing lengur.
Lýsing höfundar á barninu
Sophiu, þar sem þaö dundar viö
aö kasta steinum I andarunga
viö smálænu er mjög nærfærin,
henni tekst aö hitta einn ungann
og hún finnur aö hún getur gert
eitthvaö, e.t.v. sama hvaö. Hún
kynnist poppara og dópista og
veröur hvatamaöur þess aö kllka
popparans hefst handa til þess aö
afla sér mikils fjár, meö þvi aö
ræna dreng úr heimavistarskóla
þarna skammt frá. Matty haföi
fengiö vinnu sem garöyrkju-
maöur viö þessa stofnun, sem var
ævagömul og bar ennþá ýmis
merki þess aö hafa veriö
klausturskóli fyrir langa löngu.
Viömót nemenda og yfirvalda
gagnvart Matty var annaö þarna
en almennt var.
Hin systirin Atonia var komin I
slagtog meö terroristum I
Austuriöndum og stöku sinnum
fréttist af henni. Talar I sjónvarp
og útvarp um frelsi og jafnrétti.
Sophia lætur sig dreyma morö
drengsins, sem ræna á, hún
myröir hann*og eins og hún drap
andarungann foröum finnur hún
sömu kennd, hún er frjáls aö gera
þaö sem hún vill.
Þaö liöur aö framkvæmd
mannránsins, allt er undirbúiö,
Iþróttamaöur sem kennir viö
skólann er fenginn til aöstoöar, án
þess aö hann gruni til hvers leik-
urinn er geröur, Sophia notfærir
sér heimsku hans út i æsar.
Glæpaliðið hveikir I bensintanki
og þaö kviknar I útihúsunum.
Atburöirnir velta þannig aö
Matty lendir I eldsvoöanum.
Mannræninginn nær drengnum
sem átti aö ræna og hleypur meö
hann framhjá logandi húsunum,
en þá æsist eldurinn, og ein eld-
tungan viröist hafa öðlast eigiö
lif, eltir ræningjann, svo hann
veröur aö sleppa feng sinum.
Rániö misheppnast. Þessi lýsing
höfundar er langt sótt og djörf, en
fellur aö heimi sögunnar, Þvi
haföi veriö spáö aö Matty ætti aö
bjarga „barninu” og honum tókst
þaö. Og hann bjargar einnig
Pedigree i bókarlok, Pedigree
lætur af hroka sinum og biöur
Matty aö „hjálpa sér”.
Lýsing Sophiu á systur sinni
hljóöar svo: „Aöeins hugsjónir,
draugar, hugsjónir og tómleiki,
hinn fullkomni terroristi”.
„Viö erum allir brjálaöir, allt
mannkyniö, viö erum margþvæld
i Imyndanir, sjúklegar hugsjónir,
flónsvonir, og förum eftir
mýraljósum, viö höldum aö viö
getum brotiö veggina, viö eru öll I
einmenningsklefum. Viö höldum
aö viö vitum. Vitum? Þaö er
verra heldur en kjarnorku-
sprengjan, og hefur alltaf verið”.
Og vonin er i bókarlok, von ekki
af þessum heimi.
Bók þessi er margslungin,full af
tilvitnunum og hálfsögöum merk-
ingum, mjög vel gerö og inntakiö:
úttekt á nútimanum: „A dungeon
horrible...”
Höfundurinn William Golding
fæddist i Cornwall 1911. Hlaut
menntun viö Marlborough
menntaskólann og siöar i Oxford.
Faðir hans var kennari og móöir
hans mikil kvenfrelsiskona.
Drengurinn átti aö veröa visinda-
maöur, en hann neitaöi. Las
ensku og engil-saxnesku I Oxford,
þar sem hann var I fimm ár.
Hann fékkst viö ýmislegt aö námi
loknu, kenndi, lék, var I hljóm-
sveit og hélt fyrirlestra. Gekk I
sjóherinn 1940. Haföi þá gefiö út
ljóöabók. Hann var fimm ár á
sjónum, á striösskipum, og varö
vitni aö þvi þegar Bismarck var
sökkt, fylgdist meö landgöngunni
I Nomandy og fleiri atburöum
styrjaldarinnar.
Eftir styrjöldina tók hann aö
kenna aftur og skrifa. Meöal
skáldsagna hans eru: Lord of the
Flies, fyrsta skáldsagan, kom út
1954. The Inheritors, 1955;
Pincher Martin, 1956,- Free Fall,
1959? The Hot Gates, greinar, 1965
og siöasta skáldsaga hans á
undan Darkness Visible er: The
Scorpion God, 1971. Atta ár liöu
þar til hann sendi frá sér þessa
skáldsögu. Golding hætti kennslu
1962, hann býr I Wiltshire og segist
hafa mestan áhuga á hljómlist,
fornminjafræöi og forngrísku;
hann stundar siglingar á seglbát
sér til gamans.
r
f>IJSI IISDI JM!
Gód reynsla þeirra fjölmörgu sem auglýsa reglulega í
þjónustuauglýsingum Vísis er til vitnis um ágæti þeirra
og áhrifamátt.
Ltomi •! 1— 11íS,;aJ^Ö1
1 K |\ci^ EtmifiA l^s
igæsl
&
Ef þú býður þjónustu af einhverju tagi er smáauglýsing
í Vísi sterkasti vettvangurinn til viðskipta, þar eru þær
lesnar af tugþúsundum og þjóna þúsundum.
■ar 86611
máauglýsingar