Þjóðviljinn - 13.04.1980, Blaðsíða 13
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 13. aprll 1980
Sunnu-
blaðið
í Kanada
Texti og
myndir:
Þórdur Ingvi
Guðmundsson
„betta er erfiöasta spurningin
sem þú getur spurt heimspek-
ing”,sagöi Páll Ardal prófessor i
heimspeki við Queen’s háskóla I
Ontario i Kanada, er Þjóðviljinn
lagði þá spurningu fyrir Pál, hvaö
heimspeki væri, er viö höfðum
sest niöur saman á heimili próf-
essorsins iKingston, tilaö spjalla
saman um ævi hans og störf.
Páll Ardal mun vera einhver
fyrsti tslendingurinn, sem leggur
stundá heimspeki sem fræðigrein
og tekur doktorsgráöu i greininni.
Páll fór til Edinborgar til náms,
eftir siöari heimsstyrjöld. Þar
dvaldist hann samfleytt l 23 ár
eða þar til hann gerðist prófessor
i heimspeki viö Queen's háskóla,
þar sem hann hefur dvalist viö
störf sin siöan 1%9. An efa veröur
Páll talinn skipa bekk fremstu og
þekktustu fræöimanna á sviöi
heimspeki ihinum engilsaxneska
heimi, aö minnsta kosti, og var
þvi ekki úr vegi aö forvitnast um
hagi þessa íslendings, sem
svo lengi hefur dvalist viö fræöi-
störf erlendis.
Ætt og uppruni
— Þaö er góöur og gildur siöur
aö fræðast fyrst um ættir og upp-
runa.
— Þaö er vist, þó mér leiöist
óskaplega ættarþulur. Ég fæddist
á Akureyri áriö 1924, i Fjörunni,
sonur Steinþórs Ardals, sem var
sonur Páls Ardals, kennara og
skáldsá Akureyri. Móöir min var
Hallfriöur Hannesdóttir, dóttir
Hannesar Jónassonar bóksala á
Siglufiröi.
— Uppvaxtarár?
— Eins og gekk og geröist á
þessum tima, þá fór ég mjög ung-
ur isveit, eöa um 5 ára gamall, aö
Leifsstööum i Kaupvangssveit.
Þar var ég á hverju sumri til 12
ára aldurs, eöa þar til ég var orö-
inn nógu gamall til aö fara aö
vinna I sild á Siglufiröi, en for-
eldrar minir höföu flust búferlum
þangaö er ég var 7 ára. Um
haustiö eftir fyrsta sumariö I sild-
inni veiktist ég af brjósthimnu-
bólgu og lá á sjúkrahúsinu á
Siglufiröi I6mánuöi og siöan aöra
13 mánuöi á Kristneshælinu. Er
ég lá sjúkraleguna geröi ég mér
þaötil dundurs aö læra dönsku af
sjálfum mér, m.a. þýddi ég bók
yfirá islensku, sem heitir Kopar-
hringurinn, en hún hefur nú aldrei
veriö gefin út, sem von er. Ég
dvaldist hins vegar aö Leifsstöö-
um um sumariö, sem ég reis úr
rekkju,.og var þá staöráöinn i aö
ná krökkunum, sem ég haföi ver-
iö samferöa i skólanum fyrir
„Tel auðvelt
að fá
/
Islendinga
tfl að
hugsa um
heimspeki
Sunnudagur 13. april 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13
Rætt við
PÁL
ÁRDAL
heim-
speking
1 Ontario
veikindin. Ég las þvi eins og vit-
laus maöur allt sumariö, en næöi
gafstekkitil þess nema á kvöldin,
um helgar og i matartimum,
vegna anna viö búskapinn. Um
haustiö tók ég siöan próf inn i 2.
bekk gagnfræöaskólans á Siglu-
firöi og sleppti þannig tveimur
árum úr námi. Ariö eftir tók ég
siöan próf inn i 3. bekk Mennta-
skólans á Akureyri og lauk þaöan
stúdentsprófi 1944.
Lenti á „beininu”
fyrir fyllerí
— Þú hlýtur aö muna eftir ein-
hverjum skemmtilegum atvikum
frá menntaskólaárunum. Ekki
var þetta eingöngu taumlaust
nám?
— Nei, nei mikil ósköp. Þótt viö
læsum mikiö á þessum árum, en
þetta voru strfðsárin, þá áttum
viö okkar gieöistundir einnig.
Hins vegar voru menntaskóla-
nemar á þessum árum ákaflega
meövitaöir um stööu sína, þ.e. aö
þeir væru i einhverskonar sér-
flokki, og var mjög brýnt fyrir
þeim aö hegöa sér samkvæmt
því. Strangar atferlisreglur voru
þvi I gildi og þurftum viö m.a. aö
ganga meö sérstök merki I barm-
inum, sem sýndu aö viö værum
nemendur viö Menntaskólann.og
var þaö aö sjálfsögöu töluverður
hemillá okkur, þvl engan langaöi
á „beiniö”, Aö vera tekinn á hval-
beinið, eða „beinið” ^þýddi aö
vera kallaöur fyrir Sigurö gráa
(Sigurö Guömundsson skóla-
meistara) en á kontðrnum hjá
honum var heljarmikiö hvalbein,
sem hann var talinn nota sem stól
fyrir nemendur, sem lesa þurfti
yfir hausamótunum á fyrir ein-
hverjar yfirsjónir.
— Lentir þú einhvern timann á
„beininu”?
— Þaö kom nú ekki nema einu
sinni fyrir, þó ég hefði átt aö fara
þangaö mun oftar, sagöi Páll
skellihlæjandi. Viö höföum fariö
nokkrir skólapiltar á ball aö
Þverá, lentum auövitaö á þvi og
vorum klagaöir fyrir meistara.
— Mér skilst aö þessi árgangur
A siöustu árum hefur Páll sýnt siöfræöi læknisfræöinnar mikinn áhuga.
Inn I þá umræöu blandast spurningin um réttmæti fóstureyöinga og
liknarmorö.
sem þú varst i hafi veriö mikill
námsmannaárgangur.
Þaö voru margir afbragös-
námsmenn í þessum árgangi,
sem tóku stúdentspróf vorið 1944.
Þar á meöal Guölaugur Þor-
valdsson, rikissáttasemjari (og
forsetaframbjóöandi), Magnús
Torfi ólafsson, fyrrverandi ráð-
herra, Guðni Guömundsson, rekt-
or Menntaskólans i Reykjavik,
Þorvaldur Garöar Kristjánsson,
alþingismaöur,aö ógleymdum In-
spector Scholae, sem var eins og
faöir okkar allra, Runólfur Þór-
arinsson, fulltrúi i menntamála-
ráöuneytinu.
Heimspekin valin
fyrir tilviljun
— Varstu eitthvaö farinn aö
hugsa um aö leggja fyrir þig
heimspeki um þaö leyti sem þú
tekur stúdentspróf?
— Nei, langt frá þvi. Sú ákvörö-
un aö leggja stund á heimspeki
átti sér staö meö nokkuö undar-
legum hætti. Eftir stúdentspróf
geröist ég enskukennari viö
Menntaskólann á Akureyri i eitt
ár. Haustiö 1945 fór ég hins vegar
til Edinborgar til aö læra tungu-
mál. Er ég var aö hefja 3. áriö viö
háskólann var mér tjáð aö þaö
væri skylda aö taka einn kúrsus i
heimspeki. Ég brást hinn versti
viö þessa frétt og skundaöi á fund
deildarforseta til aö mótmæla
þessu óréttlæti. Deildarforseti
hlustaöi þolinmóöur á reiöilestur
minn en sagöi siöan: „Þú hefur
gott af þvi aö lesa svolitla heim-
speki”, og þar meö var samtaliö
búiö. Ég fór heim og byrjaði aö
lesa. Eftir aö hafa lesiö heim-
speki i 2-3 vikur varö ég alveg frá
mér numinn af hrifningu, gjör-
samlega heillaöist af greininni og
las ekkert annaö allan veturinn.
Ég reyndar skipti þá um fag og
geröi heimspeki aö aðalgrein. Ég
lauk siöan M.A. gráöu hinni
minni, I heimspeki, en á þessum
árum var engin B.A. gráöa til,
heldur aöeins M.A. minni, M.A.
meiri (honors) og svo doktors-
gráöan. Eftir námiö var ég alveg
oröinn peningalaus og átti konu
og tvær dætur. (Eiginkona Páls
er Harpa Ardal, leirkerasmiður i
Kingston, en þau eiga 4 börn). Viö
fórum þvi heim til Islands og ég
kenndi árin 1949-1951 viö Mennta-
skólann á Akureyri.
— Hvert varö svo framhaldiö á
námi þinu?
— 1951 fékk ég Hannesar Arna-
sonar styrkinn til aö ljúka M.A.
gráöu hinni meiri og fórum viö
þvi aftur til Edinborgar. Þessu
námi lauk ég á tveimur árum. Ég
fékk þá styrk frá Edinborgarhá-
skóla til aö hefja doktorsnám og
var siðan ráöinn kennari viö
heimspekideildina frá ársbyrjun
1955.
A þessum tima hefst raunveru-
lega nýr ka fli I sögu Páls, en þá er
hann aöbyrja rannsóknir sinar á
kenningum heim spekingsins
Davids Hume, en einmitt fyrir
þessar rannsóknir varö Páll vel
þekktur meöal heimspekinga
beggja megin Atlantshafsins. Hér
eftir veröur athyglinni þvi eink-
um beint aö fræöistörfum Páls og
spurningin sem lögö var fyrir
hann I upphafi viötalsins endur-
tekin, þ.e.,hvaö er heimspeki?
Heimspekin
snertir öll vísindi
— Égsegi stundum aöþað, sem
er einkennandi fyrir heimspek-
inaj er aö hún er ekki sjálfstætt
fag. Heimspekileg vandamál geta
komiö fram viö alla mannlega
reynslu og mannleg viöfangsefni.
1 öllum visindum þarf visinda-
maöurinn að skilja i hverju vis-
indi hans felast, en þaö er heim-
spekileg spurning. Þaö er t.d.
ekki hægt aö leysa það vandamál
hvaö er liffræöi og hvaöa aðferö-
um þarf aö beita til aö ná árangri
i þeirri grein meö visindalegum
tilraunum. Spurningin um hvað
geri visindin aö visindum er ekki
visindalegt vandamál, heldur
heimspekilegt. I sambandi viö öll
visindi, sem fást viö manninn,
þarf aö athuga hvort aörar aö-
ferðir þurfi aö nota en i þeim vis-
indum, sem fást viö lifvana hluti
eöalifveruráóæöra þróunarstigi
en maöurinn er á.Um þetta eru
menn alls ekki sammála. Þetta
er hins vegar spurning sem ekki
er hægt aö svara meö fyrirfram
ákveönum visindalegum aöferö-
um. Heimspekileg vandamál er
ekki hægt aö leysa meö tilraun-
um, svo aö i raun og veru er ekki
hægt að skilja I hverju heimspeki
er fólgin, fyrr en fariö er aö gllma
viö ákveöin heimspekileg vanda-
David Hume, hinn skoski heimspekingur,en Páll Ardal hef-
ur eytt þremur áratugum I aö rannsaka kenningar hans.
mál. Eitt af þvi hættulegasta i
sambandi viö þær breytingar sem
eru aö veröa við háskólana er að
þessiheimspekilegu vandamál og
spurningar sem koma fram i
sambandi viö ákveöin viöfangs-
efni eru ekki meöhöndluð I heim-
spekideildunum sjálfum, heldur
hafa hinar einstöku deildir innan
háskólanna komiö sér upp sinum
eigin heimspekingum, þ.e. mönn-
um sem eru oft á tíöum að fást viö
heimspekileg vandamál, en eru
ekki eins vel menntaöir og þeir
þyrftu aö vera til aö geta gert
þessum vandamálum nægilega
góö skil.
— Hver heidur þú aö sé ástæöan
fyrir þvþaö ekki er leitað beint til
heimspekideildanna til aö eiga
viö þessi vandamál? Er þaö
vegna deildarmúranna?
— Já deildarmúrarnir eru höf-
uöorsökin og þá þarf aö brjóta
niður. Tökum sem dæmi mennt-
un lögfræöinga. Þeir mæta oft á
tiðum siöferöilegum vandamál-
um, sem ég hef mikinn áhuga á.
Ég tel aö þaö sé mjög mikilvægt
aö lögfræöingar og heimspeking-
ar tali saman um þessi vanda-
mál, t.d. spurninguna um hver sé
siðferöileg réttlæting I þvi aö
refsa mönnum og i hverju refsing
felist. Ég og annar starfsbróðir
minn i heimspekideildinni hér
höfum haldið námskeiö um þessi
efni, þ.e. réttlætingu , eöli refs-
ingar, um hver sé réttlát skipting
eigna og réttlát dreifing á þvi,
sem taliö er að hafi eitthvert gildi
i þjóðfélaginu. 1 þessum kúrsus-
um höfum viö haft nemendur og
kennara úr lagadeildinni, en
kúrsusarnir eru viöurkenndir
sem hluti af námi til lokaprófs I
lögfræði. Viö höfum einnig veriö
meö svipaöa kúrsusa i stjórn-
sýslunámi (Public Administrat-
ion) innan stjórnmálafræöideild-
arinnar, en þar koma fram
vandamál eins og hver sé siö-
feröileg hegöun embættismanna
gagnvart almenningi og hver sé
réttlætingin á tilteknum ákvörö-
unum.
Rannsóknir á
David Hume
— Hver var David Hume og af
hverju fórstu aö rannsaka kenn-
ingar hans?
— David Hume var skoskur
heimspekingur uppi á 18. öld.
Hann er þekktastur fyrir þaö,
sem hann sagöi um orsakalög-
máliö. Hann sýndi fram á aö ekki
væri hægt aö sanna fyrirfram aö
allir hlutir, sem yröu til I veröld-
inni.eöa atburöir, sem ættu sér
staö, hlytu aö hafa átt sér orsök.
Þeir,sem vildu efla trú manna á
náttúruleg öfl, töldu að öll nátt-
úrufyrirbæri hlytu aö hafa átt sér
orsök og að orsökin væri Guö.
Hume hins vegar reyndi aö
sýna fram á aö þaö væri einungis
reynsla mannsins, sem gæti á-
kveðiö hvaö væri orsök hluta og
atburöa, þ.e. ekki væri hægt aö
segja fyrirfram hvernig hlutirnir
gerast áöur en viö höfum reynslu
af þvi hvernig þeir gerast.
Merkilegasta heimspekirit
Hume er Ritgerö um manneöliö
(A Treatise of Human Nature).
Fjallar fyrsta bindið um skyn-
semina, annaö bindiö um ástrið-
urnar og þriöja bindiöum siögæö-
iö.Lengi var taliö aö bindiö um á-
striðurnar væri úrelt sálarfræði.
Þessari skoöun reyndi ég aö
hnekkja i bók minni Passion and
Value. Aö minum dómi telur
Hume aö allt mat á mönnum
megi rekja til fjögurra ástriöna,
ástar, haturs, hreykni og blygö-
unar. Hlutir hafa gildi vegna þess
aö viö bregðumst vel eða illa viö
þeim. Þaö er þvi engin ástæöa aö
leita út fyrir náttúruna til aö
skilja hvers vegna ein breytni er
rétt og önnur röng. Allt sem gerist
I náttúrunni má skýra án þess aö
leita til yfirnáttúrulegra afla.
Náttúruheimspeki Humes er þess
vegna skyldari efnishyggju en
hughyggju.
Flytur til Kanada
— Nú flytur þú búferlum til
Kingston I Kanada frá Edinborg
áriö 1969 og gerist prófessor viö
Queen’s háskóla. Hvaöa ástæöur
lágu þar aö baki?
— Ég var gistiprófessor viö há-
skólann I Toronto árið 1966, en
haföi veriö viö Dartmount há-
skóla i New Hampshire þremur
árum áöur, þannig að það var
komin nokkur hreyfing á mig.
Þetta ár sem ég var I Toronto var
mérboöiðaðflytja fyrirlestur viö
heimspekideildina við Queen’s.
Eftir fyrirlesturinn var mér boöin
prófessorsstaöa viö háskólann,
sem ég hafnaöi. Boöiö kom hins
vegar á hverju ári eftir þetta, og
loksins áriö 1969 ákvaö ég að taka
þvi og settist hér að.
— Þaö var einmitt hér viö
Queen’s sem þú fórst aö sýna öör-
um vandamálum og viöfangsefn-
um heimspekinnar áhuga og ef
svo má aö oröi komast fórst aö
fjarlægjast Hume. Varö þá siö-
fræöin ekki fyrir valinu?
— Ég hafði alltaf áhuga á siö-
fræði, en áhugi minn á heimspeki
Hume var aldrei hreinn fræöileg-
ur áhugi. Ég hef aldrei haft veru-
lega mikinn áhuga á heimspeki-
sögu t.d. hvaban Hume fékk hug-
myndir sinar og hvaöa áhrif hann
haföi á aðra menn. Ahugi minn
beindist aö þvi hvaö hann haföi
aö segja, aö hvaö miklu leyti hægt
væri aö verja kenningar hans og
hvaö viö gætum lært af þeim. Um
1963 er ég byrjaöur aö skrifa um
siöfræöilega þætti og vandamál 1
sambandi við eöli verknaöar. í
þvi sambandi reyndi ég að benda
á að þaö sé algjörlega rangt aö
telja aö viö berum einungis á-
byrgö á þvi sem viö gerum af á-
settu ráöi. Ég benti á að viö þyrft-
um aö bera ábyrgö á þvi aö hafa
ekki áhuga á þvi, sem við eigum
aö hafa áhuga á. Tökum sem
dæmi: Þegar menn segja aö þeir
hafi hreinlega gleymt aö gera
eitthvað, sem þeir voru beönir
um, þá heföi gerandinn átt aö
gera meira i þvi að tryggja að
hann gleymdi ekki aö gera hlut-
inn. Þaö er þvi hægt aö telja rétt-
lætanlegt aö sá, sem gleymdi,
beri ábyrgö á afleiðingum
gleymsku sinnar.
Siðfrœði
lœknisfrœðinnar
— A siöustu árum hefur þú
beint athyglinni mjög aö siöfræöi-
legum vandamálum læknisfræö-
innar. I hverju felast þessar
rannsóknir?
— Þaö má ekki misskilja þetta
svo að þaö sé einhver sérstök sið-
fræöileg vandamál, sem læknis-
fræöin á viö aö etja, heldur koma
siöfræöileg vandamál miklu
skýrar fram þegar um er aö ræöa
lif eöa dauöa, sem læknar sér-
staklega fást viö. Dæmi um
vandamál er t.d. spurningin,
hvers viröi er lífiö? Þetta er
vandamál sem maður veröur aö
hafa einhverjar hugmyndir um,
eöa komast aö einhverri niöur-
stööu, ef maður á aö geta lagt rök'
aö þvl aö ákveðin stefna eða regl-
ur gildi um t.d. líknarmorö og
fóstureyöingar. Menn hafa t.d.
veltþvifyrir sér hvort fóstriö hafi
frá upphafi vaxtarferils sins eitt-
hvert gildi og ef svo er hvað gefi
þvi gildi. A sama hátt má taka
dæmi af mjög aldurhnignum
dauövona einstaklingi, sem lif-
inuer einungis haldiö i meö flókn-
um tæknibúnaöi og lyfjum. Hefur
slikt lif eitthvert gildi, þ.e.,ex þaö
lifið, sem slikt, sem hefur gildi,
eða er þaö meövitund mannsins,
sem gefur lifinu gildi? Mörg fleiri
vandamálkoma fram i sambandi
við heilsuverndarmál. Hafa
menn t.d. rétt til að vita um eöli
veikinda sinna og áhrif lyfja,sem
læknar gefa manni, á llkama
sinn? Ber þjóöfélaginu aö sjá um
heilsuvernd og læknishjálp?
o.s.frv..
Heimspeki
á Islandi
— Nú er heimspekin mjög ung
sem fræðigrein á islandi. Hvernig
telur þú aö hafi tekist aö byggja
upp þá námsgrein viö Háskóla ts-
lands?
— Ég tel að þaö sé aö mörgu
leyti heilbrigt að á tslandi eru við
kennslu i heimspeki menn sem
hafa menntað sig i mjög mismun-
andi skólum. Þannig veröur fjöl-
breytnin mjög mikil innan deild-
arinnar og stúdentar, sem eru aö
skapa sér afstööu til heimspeki-
legra viöfangsefna, fá tækifæri til
að kynnast mörgum viöhorfum.
Þetta tel ég mjög jákvætt.
— Finnst þér aö þaö eigi að vera
markmið hjá heimspekideildinni
heima aö koma á þessum tengsl-
um viö aörar fræöigreinar, t.d.
koma á viöræðum viö læknadeild-
ina til aö ræöa þessi siöfræðilegu
vandamál, eöa er þaöof snemmt?
— Nei, þaö er ekki of snemmt.
Hlutverk heimspekinnar á tslandi
er náttúrulega þaö sama og I öör-
um löndum. Ég held aö það sé á-
kaflegaþýðingarmikiöaö gera sér
grein fyrir því, aö heimspeki er
ekki sérstök fræðigrein, eins og
ég var reyndar búinn aö nefna áö-
an. Heimspeki er ekki visindi eins
og aörar fræöigreinar telja sig
vera. Heimspekileg vandamál
eru sérstök vandamál sem koma
fram I sambandi viö alla mann-
lega breytni og athafnir. Þess
vegna er ákaflega mikilvægt að
heimspekideildir séu i stööugu
sambandi viö aörar fræöigreinar
innan háskólanna.
— Aö lokum: Eru tslendingar
heimspekilega sinnaöir, ef hægt
er aö tala um aö einhver sé heim-
spekilega sinnaöur. Veröur þú
t.d. var viö mikla heimspeki I Is-
lenskum bókmenntum?
— Heimspekilegar skoðanir
koma að sjálfsögöu mjög viða
fram i islenskum bókmenntum
eins og öllum bókmenntum. Hitt
er svo annað mál aö það er tiltölu-
lega litiö, sem hefur veriö ritaö á
islensku, sem hægt er aö segja að
sé bein tilraun til þess að grand-
skoöa ákveöin vísindaleg viö-
fangsefni eöa önnur vandamál frá
heimspekilegu sjónarmiöi. Það er
þó engin ástæöa til aö ætla að Is-
lendingar hafi minni hneigö til
heimspeki en aörar þjóöir ef þeir
fá tækifæri til aö fást viö heim-
spekileg vandamál. Ég tel aö þaö
sé tiltölulega auövelt aö fá is-
lenska unglinga til þess aö velta
vöngum yfir heimspekilegum
vandamálum. Þaö er ekki alveg
ótengt þvi, aö Islendingar hafa
alltaf haft mikinn áhuga á stjórn-
rnálum og stjórnmálastefnum.
Þannig var þetta a.m.k. þegar ég
var ungur maöur heima á Islandi,
þó sjálfur væri ég litið hugsandi
um þau efni. Þessum áhuga á
stjórnmálum er mjög auðvelt aö
beina að heimspekilegum vanda-
málum. Islendingar eru einnig
mjög forvitnir um nýjan vísinda-
legan og annan fróöleik og hafa
mikiö yndi af rökræöum um hlut-
ina. Ég held þess vegna aö þaö sé
frekar af sögulegum ástæöum
heldur en eðlislægum, hvað til-
tölulega lítiö hefur verið skrifaö
um heimspeki á Islandi.
—Þig
„Menn hafa t.d. velt
þvifýrir sér, hvort fóstrið
hafi frá upphafi
vaxtarferils síns eitthvert
gildi, og ef svo
er hvað gefi því gi/di”
„Spurningin um hvað
geri visindin að vísindum
er ekki vísindalegt vanda
mál, heldur heimspekilegt”
„AHt sem gerist
í náttúrunni má skýra
án þess að leita til
yfirnáttúrulegra afa ”