Þjóðviljinn - 13.04.1980, Blaðsíða 15
Sunnudagur 13. aprll 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15
göngubrautunum. Einhverjar
framkvæmdir verða liklega við
framhald vegarins hér suðrúr, en
það er mikið hagsmunamál fyrir
skíðaunnendur og ekki sist þá,
sem á Suðurnesjum búa, að
hringvegurinn verði gerður sem
fyrst. Um frekari framkvæmdir i
náinni framtið get ég fátt sagt
með vissu, en rætt hefur verið um
toglyftu inni i botni Eldborgar-
gils, sem mundi tengja saman
skiðasvæðin tvö i Kóngsgili og
Eldborgargili og gera skiða-
staðinn fjölbreyttari og skemmti-
legri. Nú, við höfum svosem verið
að taka myndir og kanna landið
hér i kring, með staðsetningu
nýrrar stólalyftu i huga. Viö
teljum okkur hafa fundið góðan
stað i dalverpi hér rétt fyrir
innan, þar sem brekkur eru
langar og við almennings hæfi.
Þessi lyfta er kannski hálfgerð
dráumsýn, enda er hennar varla
að vænta innan fimm ára.
Hvernig skiptast innkomnar
tekjur?
— Þær hafa nú lengst af runnið
óskiptar til Bláfjallanefndar en
nýverið var þvi komið á, að 10%
renna til IBR og koma væntan-
lega skiöaíþróttinni til góða.
Hverju sætir að þið seljið ekki
dagkort um helgar?
— Það stafar af sammiða-
kerfinu. Miðarnir sem iþrótta-
félögin selja eru öðru visi á litinn
heldur en okkar. Miðarnir gilda
hins vegar i allar lyfturnar og
skiptir engu hjá hvaða aðila þeir
eru keyptir. Hlutur hvers og eins
er gerður upp mánaðarlega.
Kortin telja bara einu sinni og
passa þvi ekki inn i þetta kerfi og
eru þvi ekki I gildi þegar lyftur
iþróttafélaganna eru i gangi.
Er slysatlðni há hjá ykkur?
— Það er alltaf nokkuð um slys
hér, en þó minna en ætla mætti,
miðað við þann fjölda, sem
hingað sækir. Skiðabúnaður fólks
hefur batnað ár frá ári og reyndar
kunnátta almennings, eftir þvi
sem þátttakan eykst og verður
almennari. Við höfum reyndar
sett saman einskonar umferðar-
reglur fyrir skiðafólkið sem blasa
við á skilti við stólalyftuna.
Þessar reglur þarf fólk að kynna
sér og viö ætlum aö koma þeim
upp á lyftustaurunum og vonandi
kemst fljótlega i verk aö prenta
bækling um staðinn, með góðu
korti og upplýsingum og leiðbein-
ingum fyrir skiðafólkið.
Hvað ertu ánægðastur með,
Þorsteinn.og hvað finnst þér helst
að betur mætti fara hér á
svæðinu?
— Anægðastur er ég með það
hve vel þetta skiðasvæði okkar er
sótt. Einnig finn ég að það er vax-
andi áhugi hjá borgaryfirvöldum
aö gera staðinn sómasamlega úr
garði. Fimm ár er ekki langur
timi og þó hefur margt áunnist og
min spá er sú, að eftir önnur
fimm ár verði Bláfjallasvæðið
stolt þeirra bæjarfélaga og
iþróttafélaga sem aðild eiga að
þvi. Auðvitað má ýmislegt betur
fara, sem eðlilegt er á svæði i
uppbyggingu. Mér finnst t.d. af-
leitt þegar fólk himir I löngum
biðröðum við lyfturnar, kannski
uppi hálftima i frosti og kulda,
eins og stundum gerist á mestu
annatimum. Einnig fer léleg
hreinlætisaðstaða i finustu taug-
arnar, sem og léleg aðstaða
starfsfólksins, en hvorutveggja
stendur til bóta á þessu ári, eða
þvi vil ég trúa.
Hafið þið ekki verið i basli með
rafmagnið?
— Jú, að visu. Við höfum góöan
streng hingað uppeftir, sem flytur
nægilegtrafmagn. Hins vegar er
flöskuháls við Lækjarbotna,
þannig að á álagstimum verður
stundum fulllág spenna hingað.
Þetta hefur sem betur fer litt háð
okkur i vetur, en var oft bagalegt
i fyrra. Rafmagnsveitan hefur
lofað að kippa þessu i liðinn i
■ sumar, enda er hér beinlinis um
öryggisatriði að ræða.
Að endingu, Þorsteinn, finnst
þér gaman að þessu starfi?
Hann litur kankvislega til min,
ýtir að mér kexi og salati:
— Fáðu þér meira kaffi og
salat, þér er óhætt að smakka á
þvi. Hvernig mér likar starfiö.
Ja, það er enn betra en salatið
hennar Eddu. Það er reyndar
mitt lif og yndi.
erlendar
bækur
Poverty in the
United Kingdom
A Survey of Household Resources
and Standards of Living.,
Peter Townsend.
Penguin Books 1979.
Rannsóknir á hag og kjörum
manna hafa lengi verið stundaðar
viða um heim. Þessar rannsóknir
hafa verið mismunandi umfangs-
miklar,og meðal Englendinga eru
einkum þrjú rit, sem oft er vitnaö
til i þessu sambandi: Henry May-
hew: London Labour and the
London Poor, sýnishorn greina
sama efnis sem birtust I Morning
Chronicle, fyrsta útgáfa 1851-52;
Gharles Booth: Life and Labour
of the People in London, gefin út
1903 og Seebohm Rowntree:
Poverty: A Study of Town Life,
1901,og fleiri rit siðar. Nýjasta rit-
ið um þessi efni er þetta viða-
mikla rit, rannsókn sem nær yfir
Bretlandseyjar, þar sem áður-
nefnd rit ná aðeins til Lundúna-
borgar. Rit Townsend er 1216
blaðsiður, aöalheimildin er rann-
sókn ástandsins i þessum efnum,
sem fór fram 1968-69, auk þess er
stuðst við rannsóknir og opinber-
ar skýrslur á áttunda áratugn-
um. Aftan við meginmálið eru
birtar skrár og skýrslur, úrtök og
yfirlit um efnið.
Loka-niðurstöður höfundar eru,
aö fátækt á Bretlandseyjum sé
mun algengari og meiri en al-
mennt er álitið og stafar af
félagslegum ójöfnuði og af af-
stöðu hinna riku, sem leitast við
að halda auð slnum sem mestum
og auka hann á kostnað hinna
snauðu. Höfundur telur að til þess
að hægt sé aö bæta ástandið, veröi
að auka eftirlit með og takmarka
auðsöfnun og þvi sé lausnin fólgin
I pólitlskum aðgerðum. Sam-
kvæmt opinberum skýrslum eru
milli 15 og 17 og 1/2 miljón
manna snauðir eða viö mörk
þess að vera snauðir og allslausir,
af alls 55 og 1/2 miljón Ibúa
konungsrikisins. Höfundur skil-
greinir hugtakið „fátækt” og
önnur hugtök sem hann notar i
ritinu, svo að það fer ekki á milli
mála hver merking hugtakanna
er. Það má f jölyrða um þetta rit,
en hér skal aöeins bent á það sem
ýtarlegt og vondað upplýsingarit,
lykilrit um þessi efni.
Handbuch der empirischen
Sozialforschung —
Réne König Band 14:
Religion — Bildung —
Medizin
2., völlig neubearbeitete Auflage.
Deutscher Taschenbuch Ver-
lag/Ferdinand Enke Verlag 1979.
Með þessu bindi lýkur útgáfu
„Handbuch der empirischen
Sozialforschung”, sem út kóm I
fyrstu gerð 1962 og er nú endurút-
gefið með talsverðum breyting-
um í 14 bindum,i rauninni 15, þar
sem 3ja bindiö er tviskipt. Allt
verkið er um 5200 blaðsiður.
Bókaskrárnar hafa verið endur-
skoðaöar og auknar.
Hér er fjallað um trúmál og
félagslegar rannsóknir varðandi
þau efni, höfundarnir eru Fried-
rich Förstenberg og Ingo Mörth.
Samfélagsbreytingar breyta við-
horfi manna til trúflokka og
stefna, sértrúarflokkar ýmis kon-
ar hafa komið upp vitt um heim,
bæði kristnir og af öðrum toga.
Hér er m.a. fjallað um Jesú-börn-
in og fjölmarga aðra flokka. Höf-
undar ræða starfsemi klerka i
breyttu samfélagi og stjórn
kirknanna.
Skólafélagsfræðin tekur tals-
vert rúm i ritinu, enda er skóla-
kerfi nútimans miðað við sam-
félagslegar þarfir. Nám er nú
miðaðviö samfélagsformið, hér á
Vesturlöndum, markaðssam-
félagið. Höfundur þessa kafla er
Willy Strzelewicz. Höfundur állt-
ur að nú gæti mun meiri tilfærslu
nemenda innan skólakerfisins en
áður, það er auðveldara að velja
The New Penguin
World Atlas
Edited by Peter Hall. Complied
and drawn by Oxford University
Press Penguin Books 1979.
The Penguin World Atlas varð
strax vinsælt uppsláttarrit 1974,
þegar fyrsta útgáfan kom flt.
Þessi útgáfa er ný gerð, endur-
skoðuðog timahæfð. Þetta er ekki
stór kortabók, en ljós og skýr.
Kortin vel prentuð i litum og ýmis
hagkort fylgja hér meö, auk
nafna- og heitaskrár, rikja- og
mannfjöldaskrár eru prentaðar
fremst I bókinni. Það er ekkert
nema gott um þessa kortabók að
segja og hún er mun ódýrari
heldur en kortabækur almennt
gerast.
og skipta um námsbrautir og full-
orðinsfræðsla er auðvelduð og
einnig hvatt til hennar af ýmsum
hagsmunaaðilum vinnu-
markaðarins. Atvinnufræðslan
markar skólakerfiö.
Lokakafli ritsins er skrifaður af
Manfred Pflanz um stöðu lækna
og sjúklinga I samfélaginu,
meðalaframleiðslu og sjúkra-
húsarekstur og breytta afstöðu
samfélagsins til sjúklinga. Rit-
gerð þessi vottar m.a. mat sam-
félagsins á þvi hvaö sé heilsuleysi
og heilsa og hvernig það mat
breytist að breyttu breytanda.
Höfundarnir allir rekja nýjustu
kenningar félagsfræöinnar um
umfjölluð efni og bókaskrárnar
eru mjög vandaöar.
Fátækt á Bretlandseyjum er mun algengari og meiri en almennt er tal-
ið.
J MYNDMÁL — 2. grein Umsjón: Jón Axel Egilsson
TEXTI A
Fimm mismunandi fjarlægö-
ir.Hér tilvinstri eru hinar fimm
mismunandi fjarlægðir sem al-
gengt er að nota við uppbygg-
ingu atriða án þess aö „Pana”
(hliðarhreyfing vélar), Zooma
(aðdráttur) eða keyra (vélina
nær). Efst til vinstri, almynd
(sem sýnir kringumstæður).
Efst til hægri fulimynd, miðja
t.v. miðmynd, miðja t.h. nær-
mynd og neðst tvær brjóst-
myndir.teknar yfir axlir leikar-
anna til skiptis. A brjóstmynd-
unumverður tökuvélin aö halda
sig sömu megin við imyndaðan
öxul á milli leikaranna (nef i
nef), sem gerir það að kvenleik-
arinn er alltaf hægra megin, en
hoppar ekki frá hægri til vinstri.
Stundum er yfiraxlartaka notuð
til að leggja áherslu á þann sem
talar og stundum til að sýna við-
brögð þess sem hlustar.
Samsetning myndskeiða
TEXTI B
Allt það sem angrar augað er
rökleysa I myndmáli, þó er eng-
in regla án undantekninga
þannig, að viljandi ögrun sem
truflar augað er til þess gjörð aö
rugla áhorfandann á svipaðan
hátt og rithöfundur ruglar les-
andann.
Myndskeiðið er ein taka frá
þvi aö stutt er á upptökuhnapp
tökuvélar og þar til honum er
sleppt.
Tvær aöferðir eru notaðar til
aö tengja saman myndskeiö
(tökur):
1. Bein klippingta straight cut)
og
2. óbein klipping (an optical).
Bein klipping er næstum ó-
sýnileg sé hún rétt framkvæmd.
Hún byggist á þvi að klippa
beint frá einni tiácu i aðra.
óbein klipping er alltaf sýni-
leg. Hún getur verið dekking,
myndin dökknar niður (fade
out), lýsing (fade in) eða sam-
bland af hvoru tveggja þannig,
aö fyrri myndin hverfur en ný
kemur jafnframt I ljós (dissolve
eða mix).
Þegar klippt er verður að
bera saman þrjú atriði:
1. stöðu.
2. hreyfingu og
3. sjónstefnu
Staða.Ef leikarinn er vinstra
megin I fyrstu töku, verður hann
aðveraþar inæstu töku.annars
flökta augu áhorfandans um
tjaldiö, hann missir sjónar af
leikaranum og áhuga á mynd-
inni.
Hreyfing hlýtir sömu lögmál-
um. Hreyfingin á aö halda á-
fram i sömu átt frá einni töku til
annarrar. Seinna ræðum við
/2 T
ívernig má vikja frá þessari
reglu. Ef leikarinn skiptir um
stefnu veldur það ruglingi hjá á-
aorfendum.
Sjónstefna.Leikarar sem lita
hvor á annan gera svo i mynd a
hér fyrir neðan. Einnig má nota
bog chvora á eftir annarri. El
notaðar eru cog deru þeir að
horfa á þriðja aðila.