Þjóðviljinn - 13.04.1980, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 13.04.1980, Blaðsíða 16
16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 13. apríl 1980 Sá If ræöingurinn og félagsfræðingurinn Erich Fromm lést þ. 19. mars s.l. Með honum er horf inn einn áhrifamesti og áhugaverð- asti menningargagnrýn- andi og hugsuður 20. aldar- innar. Bækur hans og rit fjölluðu einkum um þjóð- félagsvandamál þessarar aldar og eru samnefnari fyrir helstu menningar- stefnur sem skotið hafa rótum á síðari tímum. Þau þemu sem einkum hugtóku Fromm voru mann- greining Freudista, sam- band marxisma og freud- ianisma, upphaf og rætur mannlegrar firringar, fjölskyldan sem hreiður taugaveiklunar, geðflækja og valdbeitingar og angist mannsins við frelsið eftir upplausn hins trausta léns- skipulags. Þaö var einkum siöastnefnda atriöiö sem Fromm dvaldi viö, ekki sist athugaöi hann svörun mannsins viö umræddri upplausn og taldi fasisma (ekki sist nasismann) hafa átt greiöan aö- gang aö mönnum vegna þess ERICH FROMM LÁTINN Erich Fromm: — Rannsakaöi eyöileggingarhvöt mannsins og hæfileika hans aö elska. Flóttinn undan frelsinu: Þýskir smáborgarar fylkja liöi undir fánum Hitlers. Heimspekingur ástarinnar tómarúms er skapaöist þegar hiö geirneglda samfélag lénsskipu- lagsins hrundi. Þessum viö- brögöum geröi Fromm góö skil i bókinni „Flóttinn undan frelsinu” (Escape from Freedom — 1941) þar sem hann fjallar einkum um rætur nasismans en rekur einnig tengsl einstaklingsins og sam- félagsins á sögulegum for- sendum. Ást og eyðilegging ' Lif Fromms einkenndist af ötulli starfsemi og breiðri þekkingu. A liðnum áratug komu út mörg verk eftir hann og þaö má segja að hann hafi skrifað fram i andlátiö. 1974 kom út „The anatomy of Human Destructi- veness” („Greining mannlegrar eyðileggingarhvatar”). 1 þeirri bók skilgreinir Fromm á viðtækan hátt forsendur mann- legrar illsku og árásarhvatar. 1978 gaf hann út bókina „To have or to be” (Aö eiga eöa vera) og fjallar þar um þjóöfélagiö, sem einkennist af eignaþrá mannsins og tjáningarþrána, og mannlega sjálfsvild. Þaö má lita á bók þessa sem einskonar framhald af hinu fræga verki hans „The Art of loving” sem út kom á sjötta ára- tugnum, og hefur veriö þýdd á islensku af Jóni Gunnarssyni. (Listin aö elska — M&M 1974). Sú bók hefur veriö mörgum biblia ástarinnar, þótt hún geri allt að þvi ómannlegar kröfur til ekta og fölskvalausrar ástar. Aö mörgu leyti hafa siöustu bækur Fromms verið samantekt yfir athyglisveröustu þættina i fyrri verkum. Fromm byggir imynd sina af manninum á þversögnum mann- legs eölis: Hæfileikanum aö elska er teflt gegn eyðileggingarhvöt- inni, og upp úr þeim átökum ris mannelska Fromms, „handan viö hlekki blekkinganna” — eins og hann nefndi sjálfsævisögu sina, sem Jiann reit 1962. Þannig rannsakaöi Fromm uppruna hins illa og eiginleika ástarinnar i sömu andránni. Gyöingur að uppruna Fromm fæddist áriö 1900 og óx úr grasi undir handleiðslu strangra foreldra sem voru gyöingar. Andstætt siöari vinum i Frankfurt varöveitti hann ætiö hina upprunalegu gyöingatrú sina aö hluta, jafnvel eftir aö hann sneri baki viö Gyöingatrúnni sem slfkri 1926 er hann drakk I sig sál- ' fræöigreiningu Freuds. sem sameinaði Marx og Freud Fromm upplifði heimsstyrj- öldina fyrri sem unglingur og stúdentsárin i Weimarlýðveldinu settu merki á hann. Hin mikla hvika listrænnar sköpunar og dauðadans efnahags- og stjórn- málalífs einkenndi hiö unga þýska lýöveldi og grófst; djúpt i vitund hans. Fromm lauk doktorsgráðu 1922 eftir nám v i Heidelberg, Frankfurt og Berlin. 1926 opnaöi hann eigin sálgrein- ingarstofu i Berlin en tók til starfa viö félagsrannsíknir hjá Stofnun Horkheimers og Adornos I Frankfurt þrem árum siðar. Þar vann Fromm þangaö til hann flutti til Bandarikjanna 1932. Eftir komuna til USA starf- aði hann fyrst viö Columbia Institute og Social Research og siöar,eða 1951, sem prófessor viö Þjóöarháskólann i Mexikóborg, Mexikó. Marx og Freud Sem fræðimaöur haslaði Fromm sér vöil sem maöurinn sem sameinaði Marx og Freud. Hann þróaöi félagssálfræðina sem uppsprettu úr kenningum þessara tveggja manna. Fyrsta efniviöi i þá brúarsmiöi má finna i timaritsgreinum hans frá fjóröa áratugnum og átti þessi áherslu- þáttur hans eftir aö styrkjast meö siöari verkum. Fromm leit á sálfræöi meö meiri viðsýni en sálfræöingar flestir. 1 hans augum var sál- fræöin ekki eingöngu athugun á ákveðnum einstakling eða skiln- ingur á mannlegum hvötum.upp- runa, ómeövituðum óskum og þrá, eins og lærlingar Freuds álitu margir. Fromm notaði sálfræöi- kenningar Freuds i þvi skyni aö komast aö raun um sambandiö milli persónuleika og lifskjara. Þaö sem skipti máli aö mati Fromms var að rannsaka hvernig mismunandi félags- og efnahags- Félagssálfræöi slna þróaöi Fromm úr sálgreiningu Freuds... ... sem hann sameinaöi þjóö- félagskenningum Marx. aðstæður höföu áhrif á sálfræöi- leg grundvallaratriöi mannsins eins og t.d. kynhvötina. Hvatabæling, eins og á sér t.d. staö i ströngum fjölskyldum undir járnaga fööurveldis, minnkar likurnar á þvi aö fjöl- skyldumeölimir njóti eölilegs kynferöislifs. Þetta getur siöan haft áhrif á afstööu og skilning viökomandi einstaklings til póli- tiskra valdhafa. Persóna sem alist hefur upp undir fyrr- greindum fjölskylduaðstæöum veröur auöveldlega ósjálfstæö bráö ýmissa yfirvalda og fórnar- lamb alræðishreyfinga, sem byggja mikið á ytri helgisiöum (fjöldafundir, múgsefjun),vegna þess aö þær veita viðkomandi út- rás fyrir bældar hvatir og bjóöa honum aö gerast skoðanabróöir og fylgismaöur samheldins hóps. Þessum skilningi á tengslum einstaklings og samfélags lýsti Fromm einkar vel i bókinni „Escape from Freedom” (Flóttinn undan frelsinu) sem út kom 1941. Að flýja frelsið I bók þessari, sem byggir á sögulegum athugunum, reynir Fromm að lýsa tilfinningaheimi hins þýska smáborgara. Sá kafli sem mest hefur veriö gagnrýndur i bókinni fjallar um samanburö Fromms á endurreisnar- timanum i Þýskalandi og félags- sögu sama lands á 20. öldinni. A báöum þessum timum umturn- uöu efnahagslegar breytingar þjóöfélaginu og rifu þaö upp frá fyrri rótum. I báöum dæmunum óx van- máttur og einmanaleiki ein- staklingsinsj að mati Fromms. Heföbundnir fjötrar brustu en samtimis minnkuöu möguleik- arnir á frjálsri sköpun. Útkoman varö „þvinguö leit aö staö- festingu og vissu”, „örvæntingar- fullur flótti undan angist” og ein- staklingurinn sem gaf sjálfan sig upp á bátinn I heitri þrá eftir „hinum hroöalega leiötoga, sem einfaldaöi staöreyndir”. Sem dæmi um hiö siðastnefnda benti Fromm bæði á Lúther og Hitler. Forsendur nasismans Þessi flótti undan frelsinu birt- ist einkum i piynd þýska smá- borgarans. Sú stétt gaf sig gagn- rýnislaust á vald nasismans aö mati Fromms. Umrædd bók notar mikiö af oröatiltækjum og hugtökum sál- fræöinnar á millistriösárunum en hefur átt gifurlegum vinsældum aö fagna allt fram á þennan dag og verið gefin út viösvegar um heim. Helstu gagnrýnisraddir hafa bent á, að Fromm takist ekki að beita einstökum atburöum og þáttum sem heildarsjúkdóms- greiningu á sögulegum tima- skeiöum. Það hefur einnig veriö nefnt, að Fromm takist aö sýna viökvæmni einstakra þjóðfélags- hópa gagnvart nasismanum en honum mistakist að rekja hvernig nasisminn komstraunverulega til valda. Þarafleiðandi sé bók Fromms stórbrotin tilraun til sögulegra skýringa, hún sé áhrifamikil, tiltölulega auölesin og spennandi, en hins vegar gagnlaus er viðvikur stjórnmála- legum og sögulegum staö- reyndum sem gáfu nasismanum byr undir báöa vængi I Þýska- landi. Evrópsk áhrif Eftir dauöa Herbert Marcuses I fyrra, var Erich Fromm sá eini lifandi af forystumönnum s.k. Frankfurtskóla. Dauði hans bindur þvi enda á kafla úr sögu Evrópu: Hinn árangursrlka sam- runa evrópskrar þekkingarhefðar ogempiriskra (raunhyggjulegra) félagsrannsókna Bandarikjanna. Fromm varð sjálfur aö tákni „the sea change”: Innflutningur evrópskra menntamanna til USA á millistríösárunum og þau áhrif er þeir höfðu á bandarlskt menntalif. Fromm hafði rætur I menningu beggja meginlandanna og senni- lega mun nafn hans haldast á lofti sem tengiafl þessara tveggja strauma. Húmanískur sósíalismi Erich Fromm er ekki sérlega þekktur hérlendis. Aðeins ein bók hefur verið þýdd eftir hann, „Listin að elska” sem Mál og menning gaf út i kiljuformi 1974. Hann er hins vegar viölesinn á öðrum Noröurlöndum og naut mikilla vinsælda á sjötta ára- tugnum meöal róttækra stúdenta og annarra vinstrisinna. Fromm hefur sjálfur lýst þvi yfir aö hann væri sósialisti og reyndi fyrir rúmum áratug aö koma á samvinnu meðal endur- bótakommúnista I Júgóslaviu og austur-evrópskra alþýöu- marxista, i þvi skyni að þróa mannlegan og lýöræðislegan sósialisma. Sú lina^jer Fromm fylgdi, barðist gegn stefnuleysi vestrænna krataflokka og af- skrifaði einnig óheft athafnafrelsi kapitalismans. A Noröurlöndum haföi hann mun meiri áhrif en t.d. Herbert Marcuse. Bækur hans (svo nokkrar séu nefndar) „Listin að elska”, „Hið heilbrigöa sam- félag”, „Lýöræðislegur sósial- ismi” og „Vonin um mannlega tækniöld” ná yfir helstu pólitisku umræöuefni sjöunda og áttunda áratugsins: Valdadreifingu, húmaniskan sósialisma, lýðræði, mikilvægi umhverfisins og jafn- réttisbaráttu. Það er erfitt aö dæma hvort verk Erich Fromms fá sögulegt gildi, en sem samnefnari stjórn- fræðilegra og þjóðfélagslegra vandamála þessarar aldar er Fromm óviðjafnanlegur. (—im tók saman)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.