Þjóðviljinn - 13.04.1980, Blaðsíða 23
Sunnudagur 13. aprn 1980 ÞJóÐVILJINN — SIÐA 23
Sagt frá kreppuráðstöfunum ríkisvaldsins og andófi verkalýðsins
Þriggja miljarða niður-
skuröur til félagsmála
Kreppu kapítalismans er ekkert mannlegt óviö-
komandi. Hún leggur þvala hönd sína á allar hliðar
mannlífsins/ beint eöa óbeint. Laun lækka, atvinnuleysi
vex/ félagsleg þjónusta er skorin niöur og öllu andófi
mætt með aukinni hörku.
öll samfélagsþróun hér í Danmörku tekur vaxandi
svipmót af kreppunni/ og frá mörgu aö segja af Hruna-
dansinum þeim. Aö þessu sinni ætla ég aö segja ofurlítið
frá niðurskurðaráætlunum rikisvaldsins og stikla á stóru
um atburöi verkalýösbaráttunnar undanfarnar vikur.
Rikkisstjórnin berst um á hæl
og hnakka að setja saman pólitik,
sem fær efnahagsdæmið til að
ganga upp en reitir launþega þó
ekki of mikið til reiði. Með skerð-
ingu veröbóta er launum þrýst
hægt og sigandi niður, og væntan-
leg bein kjaraskerðing á þessu ári
er um 5%. Þá er dregið úr rikis-
umsvifum, og um þessar mundir
er meiri háttar sparnaðaráætl-
un i burðarliðnum. Ætlunin er að
minnka útgjcld til félagsmála um
3,1 miljarð i áföngum á þrem ár-
um, — en danskur miljarður er
álika stór tala i þjóðarbúskapnum
hér og islenskur miljarður er i
þeim islenska.
Niðurskurður
Niðurskurðurinn mun bitna á
öllum helstu þáttum félagsmála.
Dagheimili eiga að taka við 10%
fleiri börnum, án þess að starfs-
fólki fjölgi eða rými aukist. Fólk
sem þiggur opinbert framfæri
vegna tekjumissis- á að endur-
greiða aðstoðina í auknum mæli,
og dregið verður úr aöstoö við
fatlaða og þroskahefta. Stærsti
hluti niöurskurðarins felstþó iþvi
að almenningur verður látinn
standa straum af stærri hluta
félagslegrar þjónustu. Niður-
greiðslur rikisins á húsaleigu og
dagheimilum, sem og námsstyrk-
ir, barnabætur og ellilifeyrir hafa
hingaö til miðast við nettótekjur,
en nú á að miða framlögin við
brúttótekjur, þannig að niöur-
skurðurinn bitni einkum á fólki
sem hefur sæmilegar tekjur en
stóra frádráttarliði. Ætlunin er
ekki að þrengja að efnaminnstu
einstaklingunum, en hins vegar
meðaltekjufólki, t.d. barnmörg-
um hjónum sem bæði vinna úti og
standa I ibúðakaupum. Annar
hópur, sem verður illilega fyrir
barðinu á niöurskurðinum, er
ellilifeyrisþegar, sem hafa ein-
hverjar tekjur eöa eignir.
A meðan þingmenn semja um
niðurskurð, er séð fram á vaxandi
atvinnuleysi. Á sl. tveim árum
hefur tekist að koma tölu atvinnu-
lausra úr 200 þús. I 150 þús. eða
5% mannaflans. Minnkun at-
vinnuleysis jafngildir hér þó ekki
atvinnuaukningu, heldur hefur
eldra fólki verið komið á eftirlaun
og langtimaatvinnuleysingjar
strikaöir út af atvinnuleysis-
skrám. Þrátt fyrir síik belli-
brögð eru nú horfur á þvi að at-
vinnuleysingjatalan nemi aftur
200 þúsundum á þessu ári. Sé
jafnframt tekið tillit til áhrifa
væntanlegs niðurskurðar verður
talan nokkrum tugum þúsunda
hærri.
Ölgerðarmenn skáka at-
vinnurekendum
Verkafólk veröur ekki aöeins
atvinnulaust þegar fyrirtæki loka
eöa draga saman seglin. 1 krepp-
unni harðnar samkeppni fyrir-
tækja og jafnframt versnar
baráttuaðstaða verkafólks. Þvi er
mikið um það að vinnuafls-
sparandi framleiðslubreytingar
verði, eða verkafólki er beinlinis
fækkað en krafist sömu eða auk-
inna heildarafkasta.
Dönsku ölgerðirnar eru meðal
traustustu fyrirtækja landsins og
gróði þeirra minnkar sist, þótt
kreppa riki. Hins vegar hafa þær
gripið tækifærið og innleitt stór-
aukna sjálfvirkni, sem gerir þeim
kleift að reka um 80% starfsfólks.
Til að bæta aðstöðu sins gagnvart
verkamönnum i Kaupmanna-
höfn, byrjuðu ölgerðirnar með
nýju tæknina i Frederica á Jót-
landi. Eftir að hafa náð fótfestu
þar, á aö taka nýju tæknina
smám saman upp i Kaupmanna-
höfn.
En ölverkamenn eru óvenju
baráttuglaöur hópur. Þegar
semja átti um kaup og kjör nú i
byrjun árs, settu þeir fram kröfu
um atriði, sem verkafólk hefur
venjulega ekki skipt sér af. Þeir
kröfðust þess að öllum núverandi
starfsmönnum yrði tryggð at-
vinna til frambúðar þannig að
verksmiðjustjórinn gæti ekki
breytt framleiðslunni og sagt
fólki upp að vild. Þeir fóru i verk-
fall til að fýlgja máli sinu eftir, og
unnu sigur. Aö visu var samiö upp
á nokkra fækkun starfsmanna, en
öllum núverandi starfsmönnum
er tryggð atvinna i 4 ár og verk-
smiðjustjórinn skuldbindur sig til
að ráöa nýja starfsmenn i staö
hluta þeirra sem hætta af eigin
hvötum.
Þótt samningurinn sé einungis
vopnahlé til fjögurra ára, er hann
mikilsveröur áfangi i andófi
dansks verkalýðs gegn kreppu-
árásum auðmagnsins: Aldrei
þessu vant hefur verkafólk svipt
auðherrana hinum óskoraða rétti
til að stjórna vinnu og skipta
verkum.
Á öörum vigstöðvum hefur ekki
gengið jafn vel. Endalokin nálg-
ast nú óðum i dauðastrlði Bur-
meister og Wain. Fyrirtækið hef-
ur dregið stöðugt saman seglin
undanfarin 5-6 ár undir forystu
hins ófyrirleitna aðaleiganda Jan
Bonde Nielsen. Uppdráttarsýkin
hefur einkum háð skipasmiða-
deild fyrirtækisins, og vinna þar
nú 800 verkamenn i staö 3000
áður. Hinn meginhluti fyrirtækis-
ins er vélsmiðjur þess, og i lok
mars siaðist út, að veriö væri að
selja þann hluta B & W til út-
landa. Kaupandi er þýski auð-
hringurinn M.A.N. sem verið hef
ur helsti keppinautur B & W, i
vélsmiðum. Með kaupunum
hyggst M.A.N. komast yfir einka-
leyfi og tækniþekkingu B & W, og
afar liklegt aö þeir flytji fram-
leiðsluna frá Danmörku og heim
til Þýskalands eða eitthvað ann-
að, þar sem vinnuafl er ódýrt.
Verkafólk á B & W hefur ekki
átt aðra mótleiki en að grátbiðja
dönsk stjórnvöld um aö koma i
veg fyrir þessa sölueöa fá danska
kapitalista til að kaupa fyrirtæk-
ið. Slikir kaupendur hafa hins
vegar ekki fundist, og rikisstjórn-
in hefur nú gefið leyfi til sölunnar.
Danskur iðnaður hefur þar meö
misst vænan spón úr aski slnum,
og jafnvel munu þiúáundir
danskra verkamanna missa
vinnu sina vegna þessarar sölu.
Skrúfað fyrir bensin á
Sjálandi
Þriðji meiriháttar atburðurinn
á dönskum vinnumarkaði i mars-
mánuði var verkfallið á „bensín-
eyjunni” Prövesten við Kaup-
mannahöfn. Verkamenn þar
kröfðust 6 króna hækkunar tima-
kaups, lögðu niður vinnu til að ýta
á eftir kröfunum og lömuðu þar
með afgreiðslu oliu um allt
Sjáland. Smám saman lokuðu
bensinstöðvar, ofnar kólnuðu I
oliukyntum húsum — hiti var um
frostmark — og fleiri blikur voru
á lofti.
Aðgerð bensinmanna er i raun
viöbrögð við lögum Þjóðþingsins
frá þvi i desember um bann við
launahækkunum. Hiö kratiska
Alþýðusamband mótmælti lögun-
um i orði, en hefur ekkert aöhafst
i verki. Vinstriandstaðan i
Alþýðusambandinu er klofin.
Sterkasta afl hennar,
kommúnistar, vilja þrýsta á þjóð-
Gestur Guðmundsson skrifar frá Kaupmannahöfn
Benslntankar tæmdust I verkfalli starfsmanna „benslneyjunnar”.
Borgaryfirvöld fengu ekki að leika sér með steinsteypu á byggingarleikvelli barna á Noröurbrú.
Braskarinn Jan Bonde Nielsen
selur B&W til þýsks auöhnngs.
þingið að breyta löggjöfinm, en
róttækustu öflin vilja efla sjálf-
stæða baráttu verkafólks á vinnu-
stööum, gjarnan með skæruverk-
föllum. Verkfallið á bensfneyj-
unni var e.k. fylkingarbrjóst
þessa hluta verkalýöshreyfingar-
innar, enda lögðu kratar rika
áherslu á að brjóta það á bak
aftur.
Lögreglan var sett i málið og
bilstjórum oliubila gert að keyra
undir lögregluvernd i gegnum
verkfallsvakt bensíneyjumanna.
Oliubílstjórar þverskölluðust viö
og neituðu að aka undir lögreglu-
vernd.
I þessu sósialdemókratiska
landi er heill frumskógur reglna
um vinnudeilur. Það er nánast
útilokað að fara löglega i verkfall,
heldur kostar það jafnan háar fé-
sektir að leyfa sér slikan munað.
Vinnudeilur fara aö verulegu
leyti fram i myrkviðum vinnu-
dóms og annarra dómstóla. At-
vinnurekendur kærðu atferli bil-
stjóra til vinnudómsins, og þegar
formaður bilstjórafélagsins
(vitaskuld krati) hafði fallist þar
á, að bilstjórum bæri lagaleg
skylda til að aka undir lögreglu-
vernd, voru úrslit ráðin. Bilstjór-
ar gátu valiö um að láta lögregl-
una koma sér i gegnum raöir
verkfallsmanna eða greiöa
miljónir króna i sekt fyrir ólög-
legar aðgeröir, og völdu þeir fyrri
kostinn. Starfsmenn á bensíneyj-
unni urðu þvi aö bita I það súra
epli að aflýsa verkfallinu án þess
aö hafa náð hinum minnsta
árangri.
Barist um byggingarleik-
völl
Ekki er hægt að ljúka þessum
annál marsmánuðar án þess að
minnast á byggingaleikvöllinn á
Norðurbrú. 1 þvi hverfi skortir
átakanlega leikvelli fyrir börn, og
þegar húsasamstæða ein var rifin
fyrir hálfum áratug.til að rýma
fyrir nýju stórhýsi, lögðu ibúarnir
lóöina undir sig og geröu haná
að byggingarleikvelli. Eftir langt
þref féllust borgaryfirvöld á
nauðsyn leikvallarins og tóku að
greiða starfsfólki hans laun. Það
var þó einungis bráðabirgöa-
ákvörðun og nú i vetur ákvað
borgarstjórn að byggja á ióðinni
en flytja byggingarleikvöllinn yf-
ir á miklu minni lóð I nágrenninu.
Þegar vinnuvélarnar mættu til
leiks 24. mars sl. stóðu hundruð
foreldra á Norðurbrú á leikvellin-
um og meinuðu þeim aðgöngu.
Þessi aðgerö hefur staöið óslitiö
siðan og þúsundir sjálfboðaliða úr
allri borginni skiptast á um aö
standa vörö. Starfsfólk vallarins
styður aögerðirnar og hefur verið
sagt upp fyrir vikiö. Engin lausn
á deilunni er i sjónmáli.
Þessi dæmi ættu að varpa ljósi
á það, hvernig kreppan birtist hér
i Danmörku i niðurskurði og
kjaraskeröingum og hvernig fólk
bregst viö. Almenningur fylkir
sér um sósialdemókrata i kosn-
ingum og fellst þannig á að bera
byröar auðmagnskreppunnar. En
þegar hinar kratfsku stjórnunar-
aðgerðir bitna á fólki — á vinnu-
stööum, I ibúöarhverfum o.s.frv.
— andæfa menn frekar. Hins veg-
ar eru þrælatök auðmagns og
rikis svo föst aö andófiö ber ekki
árangur nema i hlut eigi harð-
snúnir hópar, efldir aö samstöðu
eftir margra ára sameiginlegt
þóf.
Kaupmannahöfn á páskum
Gestur Guðmundsson.