Þjóðviljinn - 22.06.1980, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 22.06.1980, Blaðsíða 3
Sunnudagur 22. júni 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Yflrlit yfir ríkisstarfsmenn sem fá yfir 30 tíma ífasta yfirvinnu á mánuði: Tímafjöldinn segir ekki alla söguna Samkvæmt skrá sem blaðið hefur undir höndum um fasta yfir- vinnu opinberra starfs- manna frá 7. júni 1979 hefur bifreiðastjóri for- seta tslands flesta yfir- vinnutima, en sá sem næstur kemur i röðinni er deildarstjóri hjá Flugumferðarstjórn. — Blaðið hefur tekið saman nokkurt yfirlit yfir þá sem fá meira en 30 klukkustundir i fasta yfirvinnu á mánuði og eru í þeim hópi bæði yfir- og undirmenn stofnana. Hæstu topparnir eru hjá skattinum, rikisspitöl- unum, stofnunum tengd- um landbúnaði og hjá flugumferðarstjórn. Þeir sem fasta yfirvinnu fá hjá rikinu hafa annaðhvort samið um hana eða aö hagkvæmara þykir að láta þá hafa fast hlutfall af tekjum fyrir yfirvinnu fremur en aö láta skrifa aukavinnu. Þeir rikisstarfsmenn sem fá borgað eftir reikningi geta komist mun hærra I yfirvinnutimum en þeir sem njóta fastrar yfirvinnu. Fjöl- mennastu hóparnir, sem fá fasta yfirvinnu samkvæmt samningi, eru skólastjórar og stöövar- stjórar pósts og sima, um 300 manns. Engir þeirra ná 30 tima markinu. Tímafjöldinn segir ekki allt Timafjöldinn segir ekki allt þvi að yfirvinnukaupið er 1% af mánaöarkaupi á tlmann og leggst á mjög mismunandi hátt grunn- Fiskafurðir fluttar milli landsfjórðunga Þjóðhagsstofnun kannar heildar- frystigeymslurými fiskvinnslunnar Þrátt fyrir aö fjölmörg frysti- hús séu oröin uppiskroppa meö frystirými i eigin húsnæöi, hefur hvergi komiö til rekstrarstööv- unar vegna þeirra aöstæöna enn sem komiö er, þar sem tekist hefur aö útvega viöbótarfrysti- rými annars staöar, og jafnvel I öörum landsfjóröungum. Strandferöaskipin Esja og Coster Emmy hafa flutt nokkurt magn af frystum fiski og öðrum fiskafurðum, milli staða dti á landi, en viða eru enn til hálf- tómar frystigeymslur eins og á Borgarfirði eystra og annars staðar, þar sem litil fiskvinnsla hefur veriö I vor. Þá hefur nokkurt magn af fryst- um fiski veriö flutt I frysti- geymslur fiskverksmiðja sam- bandsins og sölumiðstöðvarinnar I Bandarlkjunum. Hér heima er einnig farið að geyma fiskafuröir I frysti- geymslum sláturhúsa vlða um land. Hjá Þjóðhagsstofnun er nú unnið að upplýsingaöflun um heildar-frystigeymslurými fisk- vinnsluhúsanna I landinu, sam- hliða vlðtækri úttekt á stöðu fyrstiiönaðarins. Enn liggur ekki ljóst fyrir hversu heildar-frystirýmið er mikiö, þar sem ekki lágu fyrir fullkomnar upplýsingar hjá sam- bandinu um frystirými sam- bandshúsanna, en viða úti á landi, eru sömu frystigeymslur nýttar fyrir fiskvinnslu- og sláturhús sambandsins. Rannsókn á dauða íslendings í Höfn Ungur Islendingur lést i Kaup- mannahöfn sl. miðvikudags- morgun eftir aö hafa fengið of stóran skammt af kókaini. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar i Höfn voru tveir Danir viðstaddir, og hafa þeir viöur- kennt að hafa aöstoöaö piltinn við að sprauta sig. Talið er að ókunnugleiki á efninu hafi valdiö aö svo hörmulega tókst til. Margir tslendingar hafa verið yfirheyrðir vegna þessa máls, en rannsókn stendur enn. — ká Til sölu Tilboö óskast I eftirfarandi bifreiðar og vinnuvélar fyrir Vélamiöstöð Reykjavikurborgar: Mercedes Benz 280, S, fólksbifreið árg. 1973. Scania Vabis vörubifreið, árg. 1969. 3 stk. VW 1200 fólksbifreiðar, árg. 1973. VW 1200 fólksbifreið, árg. 1976, ákeyrð. JCB 5C vökvagrafa. Deutz dráttarvél með framdrifi, árg. 1974. Ofangreindar bifreiðar og tæki verða til sýnis I porti Véla- miðstöövar Reykjavikurborgar, Skúlatúni 1, Reykjavlk mánudaginn 23. og þriðjudaginn 24. þ.m. Tilboðin veröa opnuo á skriístofu Innkaupastofnunar Reykjavikurborgar, Frikirkjuvegi 3 miövikudaginn 25. þ.m. kl. 14 e.h. INNKAUPASTOFNUN REYK]AVÍKURBORGAR Fnkirkjuvegi 3 — Sími 25800 kaup. Tlmakóngurinn — bifreiða- stjóri forsetans — hefur 82 tima I fasta yfirvinnu á mánuöi og fær fyrir það nú 376.210 kr. ofan á 458.896 kr. grunnlaun, eða 836.106 kr. samtals. Deildarstjóri flug- umferöarþjónustu er með 79 tima og fær 497.700 kr. á mánuði ofan á fastakaupið sem er 629.247 kr. eða 1.126.947 kr. Og næturvörðurinn á Alþingi kemst ekki nema i 531.253 krónur þrátt fyrir 48 tima fasta yfirvinnu. 210 til 315 þúsund Nokkuð er um íastar ytirvinnu- greiöslur hjá Flugumferðarstjórn og eru þar aöstoðarmenn tveir við alþjóða flugumferðarþjónustu sem fá 54 tíma, dagsbrúnar- maður á sértaxta meö 50 tima, eftirlitsmaður með 35 og flugum- ferðarstjórar fá 42 til 63 tlma á mánuöi i fasta aukavinnu, sem gæti þýtt 210 til 315 þúsund krónur ofan á kaupið mánaðarlega hjá þeim sem eru með 500 þús. kr. eða svo I grunnkaup. Ýmsir hafa meiri grunnlaun. Með fastri yfir- vinnu upp á 63 tima kemst flug- maður Flugumferöarstjórnar upp I 905.763 kr. á mánuöi. Skattstjórar hífa sig upp Rikisskattstjóri, vararikis- skattstjóri, skattrannsóknastjóri og allir skattstjórar landsins hafa fasta yfirvinnu. Hæstur er rikis- skattstjóri með 60 tíma sem gefur honum nú 521.400 kr. ofan á 869.015 kr. mánaðarlaun, eða samtals 1.390.415 kr. Skattstjór- inn i Reykjavlk og skattrann- sóknastjóri hafa 35 tlma I fasta yfirvinnu og sömuleiðis skatt- stjórar i þremur stærstu umdæm- um landsins. Þetta gefur þeim rúmlega miljón á mánuði. A skránni eru einnig úr skattsýsl- unni tollfulltrúi og deildarstjóri meö 40 tlma I fastri aukavinnuæ Ríkisspítalar og læknar Við rikisspitalana tiðkast föst yfirvinna talsvert. Fram- kvæmdastjóri reiknar sér rúm- lega 64 tima á mánuði sem gerir um 1.2 miljónir miðað við hans grunnlaun. Annaö á skránni úr þessari áttinni eru skólastjóri Hjúkrunarskólans meö 40, starfs- maður á næturvakt meö 48, verk- stjóri með 65, deildarstjóri 40, lyfjafræðingur i lyfjabúri 50, verkfræöingur 60 og hjúkrunar- forstjóri 40. Læknar á rikisstofnunum fá 53,5 tlma á fasta yfirvinnu og prófessorar á spltölum fá sama tlmafjölda ásamt með sérstöku 50% álagi ofan á hæstu grunnlaun BHM sem eru nú 869.015 kr. Búnaðarstofnanir Viö rannsóknarstofnanir, til- raunabú og tilraunastöðvar á vegum Háskólans og land- búnaðarins er talsvert um fasta yfirvinnu. Bústjorar og aöstoöar- menn á tilraunabúum fá frá 18 til 35 tima ofan á tiltölulega lág grunnlaun. Og forstööumaöur Laxeldisstöðvarinnar I Kollafiröi fær 50 tíma á mánuöi. Náttúru- fræðingur við landgræðsluna er með 73 tima og losar heildarkaup hans nú eina miljón og sjötiu þús- und krónur. Af einstökum forstöðumönnum stofnana sem komast yfir 30 tima markið eru i skránni forstöðu- maður heilbrigðiseftirlits með 38.50 tima og forstjóri ATVR með 35 og skriöa þeir yfir miljónina með aukavinnur.ni. Ballettdansari hjá æðstu stjórn Ýmsir skritnir hlutir eru I skránni svo sem eins og þaö að prófarkalesari hjá æðstu stjórn rikisins er með 75 stundir i auka- vinnu á mánuöi og ballettdansari sem sömuleiðis er skráöur I vinnu hjá æðstu stjórninni er með 50 tima á mánuði. Liklegast er hér um aö ræða stöður sem hvergi er til og vandinn leystur með auka- vinnureikningi forsætisráöu- neytisins. KOSNINGAHATTÐ stuöningsmanna Guölaugs Þorvaldssonar i LAUGARDALSHÖLL ménudag 23.junikl.21 Lúðrasveit Reykjavíkur leikur á sviði frá kl. 2030. Stjómandi Eyjólfur Melsted. DAGSKRÁ: Kl. 21.00 Hátíðin sett: Jón Sigurbjömsson. Ávörp: Ásgeir Pétursson, bæjarfógeti. Auður Auðuns, fv. alþingismaður. Eiður Guðnason, alþingismaður. Eysteinn Jónsson, fv. ráðherra. Margrét Margeirsdóttir, félagsráðgjafi. Ólafur H. Jónsson, handknattleiksmaður. Séra Ólafur Skúlason, dómprófastur. Sigurjón Pétursson, forseti borgarstjómar. Steinunn Sigurðardóttir, bankamaður. Guðlaugur Þorvaldsson og Kristín Kristinsdóttir. Einsöngur: Guðrún Tómasdóttir Undirieikari: Ólafur Vignir Albertsson Kvartett: Elín Sigurvinsdóttir, Friðbjöm G. Jónsson, Halldór Vilhelmsson og Ruth Magnúsdóttir. Undirieikari: Óiafur Vignir Álbertsson Karlakór Reykjavíkur, stjómandi Páil P. Pálsson. 18 manna hljómsveit „BIG BAND“ leikur: Stjómandi Reynir Sigurðsson. Verið velkomin STUÐNINGSMENN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.