Þjóðviljinn - 22.06.1980, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 22.06.1980, Blaðsíða 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 22. júni 1980 UOBVIUINN Málgagn sósialisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Utgefandi: Otgáfufélag ÞjóÖviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar : Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson Fréttastjóri: Vilborg HarÖardóttir. Auglýsingastjóri: Þorgeir Oiafsson. Umsjónarmaöur Sunnudagsblaös: Þórunn Siguröardóttir Rekstrarstjóri: Úlfar Þormóössor. Afgreiösiustjóri: Valþór Hlööversson Blaöamenn: AlfheiÖur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Guöjón Friöriks- son, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnvis H. Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson. Þingfréttir: Þorsteinn Magnússon. íþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elisson útiit og hönnun: GuÖjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnssoiu Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. SafnvörÖur-.Eyjólfur Arnason. Auglýsingar: Sigríöur Hanna Sigurbjörnsdóttir. Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir. Afgreiösia: Kristin Pétursdóttir, Bára Halldórsdóttir, Bára Siguröardóttir. Simavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigrlöur Kristjánsdóttir. Bflstjóri: Sigrún Báröardóttir. Húsmóöir: Jóna SigurÖardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Guömundsson. Ritstjórn, afgreiösla og augiýsingar: Siöumúla 6, Reykjavík, slmi 8 13 33. Prentun: Blaöaþrent hf. Samræming veiða, vinnslu og markaða • Nokkrar íhaldssálir hafa verið að gera sér mat úr því að Þjóðviljinn hóf umræðu um vanda frystiiðn- áðarins með því að staðhæf a að hann væri ekki þess eðlis að það stæðist fyrir lögum að grípa til skyndiuppsagna. Slíkar lögskýringar eiga fullan rétt á sér vegna þess að þetta er hvorki í fyrsta né síðasta sinn sem rekstrar- horfur eru slæmar í okkar fiskvinnsiu. • Guðmundur J. Guðmundsson formaður Verka- , mannasambandsins leggur einmitt áherslu á að þetta sjónarmið hafi verið ríkjandi á fundi framkvæmda- stjórnar sambandsins með fulltrúum verkafólks úr 15 verstöðvum í vikunni. /.Þetta ástand er ekki hægt að nota sem tilefni tií uppsagnar á kauptryggingu... Allar upp- sagnarregiur verður að hafa í heiðri út í ystu æsar..." • Með þessu er á engan hátt verið að draga f jöður yf ir skuggaiegar horfur í fyrstiiðnaðinum sem gætu leitt til atvinnuieysis verkafólks þúsundum saman. En horf- urnar hafa áður verið ískyggilegar og verkafólk verður að standa vörð um þau réttindi til lengds uppsagnar- frests sem iagasetning á Alþingi hefur fært því. • Vandi fyrstiiðnaðarins nú er, fyrir utan innlendar verðbreytingar, sérstaklega tengdur mikilli fram- leiðsluaukningu og sölutregðu á einstökum vöruteg- undum. Birgðir freðfisks í landinu hafa aldrei verið meiri í tonnum talið, og þrátt fyrir að framleiðslu- aukning í fyrstiiðnaðinum hafi verið gífurlega mikil á undangengnum árum hef ur ekkert bæst við birgðarými innaniands. Þá hlaðast upp birgðir f Bandaríkjunum. • Ráðherranefnd á vegum ríkisstjórnarinnar undirbýr nú tillögur um öflun viðbótarmarkaðar fyrir freðfisk, um samstillingu á geymslurými um land allt, um ráð- stafanir í lánamálum vegna íþyngjandi birgðahalds frystihúsa, tillögur um bætta framleiðni og samræmingu veiða, vinnslu og markaöa. Tillögur í þessum efnum verða lagðar fyrir ríkisstjórnina eftir helgina. • Á áðurnefndum fundi í Verkamannasambandinu lýstu margir furðu sinni yfir því að forráðamenn frystiiðnaðarins í landinu skyldu ekki bregðast fyrr við yf irvofandi vanda. Ollum hefði áttað vera Ijóstað vegna hinnar miklu framleiðsluaukningar á fyrri hluta ársins þyrfti að grípa til sérstakra ráðstafana til þess að afla viðbótarmarkaða fyrir freðfisk. Fyrirhyggjan virðist því hafa verið í lágmarki hjá þeim söluaðilum sem hingað til hafa talið sig geta selt sfna vöru hjálparlaust. • Hin sérstöku vandamál frystihúsanna nú eru nógu alvarleg, en ekki má gleyma þeim erfiðleikum sem sjávarútvegurinn í heild hef ur staðið frammi fyrir. Það skiptir að því er virðist litlu hvort vel eða illa af last, allt rambar á barmi gjaldþrots ef einhver röskun verður. • Hagfræðingar hafa leittaðþvírökaðþrálátir kvillar í efnahagslífinu, verðbólga og lágar rauntekjur megi rekja til þess hvernig við nýtum auðlindir sjávarins. - Auðlindahagfræðin kenni að eigi allir jafnan aðgang að sameiginlegri náttúruauðlind sé reglan sú að ótæpilega sé á þær gengið að nýtingin verði óhagkvæm. Skipulag sjávarútvegsmála er á þann veg á Islandi að ekki hefur tekist að koma því til leiðar að afkoma út- gerðar og vinnsiugreina sé ávallt jöfn og góð enda þótt við sitjum nú einir að gjöfulum fiskimiðum. Afleiðingin er sú að stöðugt er verið að f lytja fé til sjávarútvegsins úr vasa launþega og frá öðrum atvinnugreinum, um leið og veröbólgan hefur verið rekin áfram með gengislækk- unum síöastliðin 30 ár. Hin eilífa hringrás rekstrar- öröugleika sjávarútvegsins, gengisfellinga og verðbólgu verður ekki rofin fyrr en skynsamlegri stjó hefur verið náð á sjávarútveginum. • Ríkisvaldið eða sambærilegur aðili verður aö annast yfirumsjónog framkvæmd skynsamlegrar fiskveiði- og fiskvinnslustefnu. I samræmi við það sjónarmið lagði þingflokkur Alþýðubandalagsins fram í vetur stefnu- mótun um stjórnun þorskveiða. Þar var lagt til að sam ræmdar yrðu veiðar og vinnsla og landinu öliu skipt í fisklöndunarsvæði. Markmiðið var að sá af li sem á land bærist nýttist sem best og atvinna við fiskvinnslu gæti verið jöfn og örugg. Einungis með samræmingu veiða, vinnslu og markaða fyrir forgöngu stjórnvalda er nokkur von til bess að við náum tökum á því að reka sjávarútveginn af viti. _«kh # úr almanakínu „Væri ég aöeins einn af þess- um fáu” orti Jóhann Sigurjóns- son um skáldin sem ná þessu æösta og dýpsta sem enginn getur skilgreint. „Einn af þess- um fáu” gisti okkur á Listahátiö, skáldiö og visna- söngvarinn Wolf Biermann. Biermann haföi margt að segja, bæöi i ljóöum og ræöum, hann túlkabi vonbrigöi eftirstriöskyn- slóöarinnar, ósigur og vonleysi ’68 byltingarinnar, en hann var stærstur i þvi aö vera einn af þessum fáu sem ekki gefst upp, sem ekki lætur múta sér meö gulli og glysi vestursins, heldur horfir á heiminn með augum sósialista sem veit að kapital- isminn stendur á brauðfótum. Samt sem áöur var ýmislegt i ræöum Biermanns sem ég gat ekki fellt mig viö og ýtti undir þá skoðun mlna aö löngu sé Kalii stendur ailtaf fyrir sinu, en viö veröum aö tengja hann þeim veruleika sem viö búum viö. komiö meö aö steypa heiminum I glötun. Eins og er fær pólitik vinstri hreyfingarinnar ekki viö neitt ráðiö, kerfið gengur sinn gang- . , Og þar vikur sögunni aftur tn græningjanna. Þeir sem sam- einast i grænu hrevfingunni er fólk sem vill reyna að sporna viö þeirri ömurlegu iðnvæðingu sem er aö gera jöröina aö einum forarpytti, fólk sem löngu hefur • hafnað þeirri oftrú á visindin sem einkennt hefur sl. 100 ár. Fólksem villleita nýrra leiöa ti! að bjarga þvi sem bjargað verö- ur (það þýbir ekki aö biöa eftir byltingunni). Reynslan af tiöum mengunarslysum og bilunum i kjarnorkuverum hefur gert fólkiljóst að þar er á ferðinni afl sem enginn veit hvaöa afleiö- ingar kann aö hafa þegar fram I sækir. Græna hreyfingin er svar viö Leitum nýrra leiða timabært aö taka alla vinstri umræbu til gagngerörar endur- skoöunar. Biermann talaöi um græn- ingjana — umhverfisverndar- fólkiö, græningjarnir veröa grænni, söng hann, en bætti svo viö á fundinum I Félagsstofnun aö þeir væru von Samt sem áöur ætlar hann aö styöja krat- ana i Vestur þýskalandi gegn Joseph Strauss og hyski hans. Heldur þá næstverstu en þá verstu er niöurstaða hans. Þetta get ég ekki fellt mig viö. Annaö hvort ert þú sósialisti eöur ei. Ef þú vilt koma einhverju til leiöar er þá ekki betra aö taka þátt I aö byggja upp nýjan val- kost heldur en aö styöja viö bak- iö á öflum sem löngu hafa sagt skilið viö sósialismus? Eg er ósátt viö afgreiöslu Biermanns á þeim grænu og hún minnir mjög á viöbrögö vinstri manna, sem glotta út i annaö, yppta öxlum og grúfa sig niður i kapitalið eöa púkka upp á kerfið meö þátttöku i rikisstjónum, i staö þess aö reyna nýjar leibir. Þetta er ekki i fyrsta skipti sem vinstri menn skynja ekki sinn vitjunartima. Ég er þeirrar skoöunar aö vinstri-hreyfingin sé gjörsam- lega stöönuö I sinni pólitik allt frá krötumog út I villta vinstriö. Viö stöndum frammi fyrir þvi aö baráttan fyrir sósialisma, brottför hersins og betra mann- lifi er STOPP. Verkalýöshreyf- ingin stendur I eilifu hjakki fram og til baka viö aö verja kaupmáttinn (þ.e. aö halda uppi neyslunni). Alþýöubandalagiö gefur stööugt eftir I sinni bremsupólitik (stöövunarstjórn á kauplækkunaröflin),— Þaö er einsog vinstriöhafi aldrei kom- ist upp úr kreppunni sem lauk fyrir 40 árum. Sú vinstri stefna sem hér errekin höfðar einíald- lega ekki til fólks, enda hefur hún sáralftinn árangur boriö. Hvers vegna? Vegna þess að vinstri hreyfingin og þar meö talin verkalýöshreyfingin fæst ekki viö hin raunverulegu vandamál, sem skipta máli nú og um eilifð alla. Hvenær heyrum við rætt af al- vöru um það hvers vegna svo mörgum liður illa, hvers vegna fólk (ekki slst úr verkalýösstétt) leitará vit áfengis og pilla,hvers vegna svona margir „koxa” á kerfinu, hvers vegna tauga- veiklun og geöveiki vaxa hröð- um skrefum, hvers vegna hjónaskilnuðum fjölgar og of- beldi innan heimila vex. Stafar þetta af rýrnandi kaupmætti? Nei, þessi vandamál eiga sér mun dýpri rætur, ekki aðeins I þjtíðfélagsgeröinni, heldur einnig i aukinni tæknivæöingu, griöarlegu vinnuálagi viö tímanneskjulegar aöstæöur (til aö halda uppi neyslunni enn og aftur), kolrangri húsnæðis- pólitik sem verkalýöshreyf- ingin á sinn þátt i og innrætingu neyslusamfélagsins sem hefur ótrúleg tök á okkur öllum. Þetta eru alls ekki nein ný sannindi, en á þessum málum hefur ekki veriö tekiö. Ég ætla aö leyfa mér aö halda þvi fram á prenti, sem reyndar allir vita, aö meginþorri launa- fólks (þó vissulega séu undan- tekningar þar á) hefur vel i sig og á og tekur þátt I margnefndu neyslubrjálæöi, sem er langt þessum ógnunum. Þarna sam- einast fólk sem vill ekki láta efnaiönaðinn eitra lönd og 'strönd, konur sem vilja ekki eiga á hættu aö eignast van- sköpuö börn og karlmenn sem vilja ekki eyða ævinni i að glápa á tölvuskerma og ýta á takka. Þetta fólk vill reyna að skapa nýja möguleika, sýna fram á aö þaö er hægt að lifa ööru visi, búa ööru visi, breyta umhverfinu. Hvernig ætlum viö að breyta þjóðfélaginu ef viö sýnum ekki fram á aö þaö sé hægt með eigin fordæmi? Kannski er grænu hreyfingunni aö takast þaö sem vinstri hreyfingunni hefur mis- tekist: aö sannfæra fólk um þörfina á baráttu og breyt- ingum. Vinstri menn hafa nefnilega aldrei sett dæmiö upp þannig að kannski væri stefna þeirra röng fyrst hún ber ekki árangur. Þeir hafa alltaf hrist hausinn og sagt: alþýöan er svo ómeövituð. Þeir hafa veriö svo uppteknir við ást sina á ALÞÝÐUNNI (svo vitnaö sé i Biermann) aö þeir hafa alveg gleymt einstakl- ingnum og hans daglegu vanda- málum. Þaö er ekki kenningin sem þarf aö endurskoöa, heldur hvernig henni er framfylgt, hvernig hún er tengd þeim veru- leika sem viö búum viö. Kalli gamli stendur alltaf fyrir sinu, en er ekki kominn timi til aö lita aðeins upp úr fræöunum, horfa i kringum okkur og sameinast þeim sem leita nýrra leiöa? Kristín Ástgeirsdóttir skrifar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.